Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Tækni Þorsteinn sækir raförvun á Grensási hjá Vilborgu Guðmundsdóttur sjúkraþjálfara þrisvar í viku. Það skýrist
væntanlega í maí hvort flókin aðgerð og raförvun skili þeim árangri að Steini fái mátt í höndina að einhverju leyti.
kvæm því í henni eru hvorki hár-
sekkir né fitukirtlar,“ segir Steini
og bætir við að hann hafi strax tek-
ið ákvörðun um að hjóla aftur ef
löngunin yrði til staðar þegar hann
væri orðin hjólfær á ný og engin
hræðsla fyrir hendi. Steini byrjaði
að hjóla aftur og í fimm ár gekk allt
eins og í sögu.
„Ég fór með nokkrum starfs-
mönnum Orkuveitunnar í mótor-
hjólaferð vestur á firði í júní 2017.
Allt gekk vel en á leiðinni úr
Drangsnesinu og inn á Bjarnar-
fjörðinn keyrði ég niður brekku og
náði ekki beygju sem ég ætlaði að
taka. Ég lenti í lausamöl og flaug
víst út af veginum er mér sagt.
Lendingin var harkaleg, ég skall
niður á bakið með hjólið í fanginu.“
Við höggið brotnuðu allir háls-
liðir og nokkur rifbein að sögn
Steina sem man ekkert eftir sér frá
því að hann flaug út af veginum og
þar til hann var settur um borð í
þyrlu á Hólmavík.
„Ég man eftir ógnarkraftinum
og titringnum í þyrlunni þegar við
lögðum af stað og síðan ekki meir
fyrr en á Landspítalanum í Foss-
vogi þegar verið var að trilla mér
þar inn. Þar var við störf mótor-
hjólavinkona mín og ég man augna-
blikið þegar hún kyssti mig á kinn-
ina um leið og mér var keyrt inn í
lyftu og svo man ég ekki meira
næstu vikurnar,“ segir Steini sem
var á gjörgæslu í átta daga og á
Landspítalanum og Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands á Selfossi
næstu fimm vikur.
„Þegar ég var útskrifaður af
sjúkrahúsinu á Selfossi spurði kon-
an mín hvað mér fyndist ég hafa
verið lengi á sjúkrahúsunum. Ég
taldi það hafa verið tvo til þrjá
daga. Það blæddi inn á höfuðið sem
olli nokkru rugli fyrstu mánuðina
en það hefur allt gengið til baka,“
segir Steini sem segist hafa náð sér
ótrúlega vel ef frá eru talin meiðsli
á vinstri hendi.
Tilfærsla tauga og raförvun
„Það kom í ljós að hreyfi-
taugarnar í vinstri hendi höfðu
slitnað frá mænunni. Ég var settur í
viðamikla og mjög flókna sjö tíma
aðgerð 4. desember þar sem taugar
í herðablaði voru teknar til að
hreyfa öxlina og taugar í litla putta
færðar til að beygja olnboga. Ef vel
tekst til þá á tilfærslan að hjálpa
mér að lyfta upp hendinni,“ segir
Steini sem fer þrisvar í viku á
Grensás í raförvun hjá Vilborgu
sjúkraþjálfara til þess að reyna að
gera vöðvana móttækilegri fyrir
taugunum.
„Það kemur væntanlega í ljós í
maí hvernig til tókst,“ segir Steini
og hrósar Ingvari Hákoni Ólafssyni,
heila- og taugaskurðlækni, sem
hann segir mikinn snilling og þægi-
legan mann í samskiptum. Steini
segir að góð samskipti skipti gríð-
arlega miklu máli. Hann er þakk-
látur og hrósar öllu starfsfólki
sjúkrahúsanna í Fossvogi og á Sel-
fossi og sjúkraþjálfurum og iðju-
þjálfum á Grensási sem veitt hafi
ómetanlega hjálp.
„Þakklátastur er ég konunni
minni sem verið hefur mér afar
hjálpleg í gegnum þetta allt. Það er
ómetanlegt að eiga góðan maka sem
keyrir mig út um allt og bókstaflega
gyrðir upp um mig buxurnar. Ég
vona að einn daginn verði ég fær
um að gera það sjálfur,“ segir Steini
„Við erum búin að vera saman í
bráðum 50 ár við Dísa mín og af-
leiðingar slyssins hafa tekið á. Álag-
ið á makann gleymist oft í svona
ástandi,“ segir Steini með hlýju í
röddinni og bætir við að Dísa segi
stundum að þetta sé í fyrsta skipti í
50 ár sem þau séu ekki alltaf vinir.
Steini telur að hann hafi ekki
breyst við slysið en það hafi komið
tímar sem honum hafi fundist til-
gangslaust að fara fram úr rúminu.
„En þá fékk ég gleðipillu sem
ég tek á kvöldin og það dugði mér
til þess að geta horft fram á veginn
á ný. Það er heilmikil breyting að
þurfa að reiða sig á hjálp annarra
með alla hluti og missa ákveðið
frelsi,“ segir Steini og bætir við að
galdurinn við langt og heillaríkt
hjónaband sé umburðarlyndi.
„Það væri ekki hægt að komast
í gegnum þetta öðruvísi. Ég held að
það sé ekki alltaf auðvelt að um-
gangast mig og það koma dagar þar
sem ekki er auðvelt að umgangast
eiginkonuna. En með því að bera
virðingu fyrir hvort öðru þá kom-
umst við í gegnum allt.“
Saman eiga Steini og Dísa 3
börn og 10 barnabörn. Steini er úr
Mýrdalnum og Dísa frá Selfossi.
Þau hafa búið víða um land en eru
nú sest að á Selfossi og una sér vel
þar.
Steini er vélfræðingur og starf-
ar hjá Orkuveitunni í Reykjavík.
„Ég er búinn með veikinda-
réttinn hjá Orkuveitunni en ég held
að þeir séu ekki búnir að henda
mér,“ segir Steini hlæjandi og bætir
við að hann hafi verið að koma úr
ökutíma þar sem í ljós kom að það
þyrfti að gera lítils háttar breyt-
ingar á stýri til þess að hann geti
keyrt bíl.
„Ég kvarta ekki undan heil-
brigðis- og tryggingakerfinu í mín-
um slysum. Ég hef fengið alla þjón-
ustu og hjálpartæki
möglunarlaust.“
Steini segir að það þjóni engum
tilgangi að dvelja í fortíðinni og
kvelja sig með orðnum hlut.
Með aðra hönd á stýri
„Það versta við að lenda í al-
varlegu slysi er að geta ekki séð um
sig sjálfur og missa frjálsræðið til
þess að gera það sem manni dettur
í hug,“ segir Steini og bætir við að
nú einbeiti hann sér að því að ná
heilsu og aka um eins og Bjössi á
mjólkurbílnum með aðra hönd á
stýri.
„Húmorinn fleytir mann
langt,“ segir Steini sem tekur sjálf-
an sig ekki of alvarlega og gleðst yf-
ir því ef fólk getur hlegið þegar
hann gerir eða segir einhverja vit-
leysu.
„Ég held að ég hafi ekki haft
neitt gott af slysunum og ég hefði
nú alveg viljað sleppa við þau og af-
leiðingarnar,“ segir Steini einlægur
og bætir við að konan sé búin að
banna honum að keyra mótorhjól
aftur.
„Það er eflaust skynsamlegt en
ég veit ekki upp á hverju ég tek ef
ég fæ mátt í höndina og get tekið í
kúplinguna,“ segir Steini sem er á
leið til Þýskalands að fagna útskrift
dótturdóttur úr hjúkrunarfræði.
„Það má með sanni segja að ég
ferðist milli landa með hangandi
hendi,“ segir Steini léttur að vanda.
Mótorhjóladella Tvö alvarleg mótorhjólaslys hafa ekki minnkað áhuga
Steina á því að hjóla en tíminn einn leiðir það í ljós hvort hann hjólar á ný.
Styrkur Þorteinn Árnason metur mikils stuðning og hjálp sem eiginkonan Arndís Ásta Gestsdóttir hefur veitt.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Nánar á www.BILO.is
Eigum til afhendingar strax nýja vinnuflokkabíla,
7mannameð palli og 6mannameð sendirými.
INNUBÍLAR - FORDTRANSITI
Verð
4.490.000
+vsk
6manna
7manna