Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Vegakerfið er hrunið og stjórn-
málamenn bera ábyrgð á því
hvernig komið er. Það er vel
skiljanlegt að ekki hafi verið
svigrúm til að verja miklum fjár-
munum til viðhalds vega fyrstu
árin eftir hrun, en að hlutirnir
hafi verið látnir reka á reiðanum
í tíu ár er alvarlegt og verður
okkur dýrkeypt,“ segir Sigþór
Sigurðsson, forstjóri Hlaðbæjar
Colas hf.
Vegir koma illa undan vetri
og það segir Sigþór renna sér til
rifja. Vegir sem starfsmenn fyrir-
tækis hans lögðu fyrir tíu til
fimmtán árum séu í dag í mörg-
um tilvikum holóttir, sprungnir
og illa farnir og þar sé ekki neinu
öðru um að kenna en viðhalds-
leysi.
Uppsöfnuð viðhaldsþörf
30 milljarðar króna
Eftir hrun bankakerfis var
viðhald á gatna- og þjóðvegakerf-
inu skorið mikið niður og er enn
ekki komið í fyrri hæðir. Sér-
fræðingar telja, að sögn Sigþórs,
að vantað hafi 2-3 milljarða króna
ár hvert í viðhald og rekstur
þjóðvega öll árin 2009-2017 og ef
nú eigi að bæta tíunda árinu við
muni uppsöfnuð þörf vera um 30
milljarðar króna. Þetta sé ein-
göngu eðlilegt lágmarksviðhald
og þá sé engu bætt við, til dæmis
vegna stóraukinnar umferðar eða
krafna um aukið öryggi.
Vegir á Kjalarnesi, í Borgar-
firði, Langadal í Austur-
Húnavatnssýslu, Njarðvíkur-
skriðum við Borgarfjörð eystri og
í uppsveitum Árnessýslu eru
nokkrir þeirra sem hafa verið til
umfjöllunar hér í Morgunblaðinu
að undanförnu vegna slæms
ástands þeirra. Á höfuðborgar-
svæðinu eru miklar skemmdir á
malbiki svo að koma í ljós eftir
veturinn sem var umhleypinga-
samur. Þessu á að bregðast við
eftir föngum bæði af sveitar-
félögunum og Vegagerðinni sem
ver liðlega átta milljörðum króna
til viðhalds vega í ár. Mest fer í
endurnýjun slitlags eða 3,7 millj-
arðar króna.
Krónu kastað fyrir aur
„Vegagerðin þyrfti að setja
tveimur til þremur milljörðum
króna meira í ár í viðhalds-
framkvæmdir svo einhver við-
spyrna næðist. Ég hef í áraraðir
rekið fyrirtæki sem sinnir mal-
bikun og finnst sorglegt að sjá
hvernig málum er komið. Krón-
unni hefur verið kastað fyrir aur-
inn og umhugsunarvert er að frá
2013 hafa ríkisútgjöld aukist um
40% á meðan vegamálin hafa al-
veg setið á hakanum,“ segir Sig-
þór. Bætir við að nú sé einmitt
lag að fara í öflugt átak í vega-
gerð enda séu stóru jarðvinnufyr-
irtækin ekki í neinum stórum
verkefnum sem stendur og vanti
verkefni. Dýrafjarðargöng og
þverun Berufjarðar séu stærstu
verkefnin um þessar mundir og
ekkert stórt í augsýn.
„Það hafa allir skilning á því
að ástandið sé alvarlegt en samt
þokast mál ekki áfram. Því er
mjög dapurlegt að heyra að hugs-
anlega verði eitthvað skorið af
þessum átta milljörðum króna
sem áttu að fara í viðhalds-
framkvæmdir í ár. Það er ávísun
á enn meiri vanda sem vex þá
áfram. Neyðarviðgerðir á mal-
biksholum sem gengi frá okkur
sem er á sólarhringsvakt sinnir
hefur hins vegar sífellt meira að
gera,“ segir Sigþór sem telur að
horfa þurfi heildstætt á vandann
sem nú er uppi í vegamálum.
Klárt sé að eldneytisgjöld og aðr-
ir markaðir tekjustofnar standi
ekki undir þeim nauðsynlegu
framkvæmdum sem fara þurfi í,
bæði vegna fyrirsjáanlegs um-
fangs þeirra, auk heldur sem bíl-
um sem nota aðra eldsneytisgjafa
en jarðefni fjölgi sífellt. Við því
þurfi að bregðast með breyt-
ingum á gjaldtöku.
Nýjar leiðir í fjármögnun
verði ræddar
„Jón Gunnarsson, fyrrver-
andi samgönguráðherra, var á
sínum tíma kominn ágætlega af
stað með skoðun á því hvort veg-
tollar eða aðrar nýjar leiðir til að
fjármagna vegaframkvæmdir
gengju upp. Þeirri vinnu þarf að
halda áfram, því með núverandi
fjármögnun komumst við ekki
lengra. Það er líka ljóst að fyrir
330 þúsund manna þjóð verður
alltaf dýrt að halda úti vegakerfi
í landi sem er 100 þúsund ferkíló-
metrar. Því hefur stundum verið
freistast til þess að nota ódýrari
efni og aðferðir við vegagerðina
en ella væri og það gengur alveg
upp ef vegirnir fá þetta nauðsyn-
lega viðhald. Það hefur hins veg-
ar verið trassað og dýrkeyptar
afleiðingarnar blasa nú við,“ seg-
ir Sigþór.
Verktaki segir viðhald vega hafa verið látið reka á reiðanum og átaks sé þörf
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hola „Dýrkeyptar afleiðingarnar blasa nú við,“ segir Sigþór Sigurðsson.
Sorglegt ástand vega
Sigþór Sigurðsson er fædd-
ur árið 1967. Hann er vélaverk-
fræðingur frá Háskóla Íslands
og hefur frá árinu 2002 verið
framkvæmdastjóri Hlaðbæjar
Colas. Það er dótturfyrirtæki
Colas Denmark sem aftur er
hluti af Colas Frakklandi sem
er með höfuðstöðvar sínar þar
í landi en starfar á heimsvísu.
Hver er hann?
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Öryggi sjúkraflutninga verður áfram
tryggt á meðan unnið er að því að
koma skipulagi á þau mál. Þá verði
unnið eftir þeirri forsendu að rekst-
urinn verði að öllu leyti á hendi op-
inberra aðila.
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem velferðarráðuneytið sendi frá sér
um helgina í kjölfar ákvörðunar
Rauða krossins á Íslandi um að slíta
samstarfi við ríkið um rekstur sjúkra-
bíla. Í tilkynningunni segir ennfrem-
ur að ágreiningur hafi verið milli
Rauða krossins og ráðuneytisins um
rekstur sjúkrabílanna og eignarhald á
þeim. Ríkið hefur hingað til staðið
straum af kaupum flestra nýrra
sjúkrabifreiða, en eignarhaldið hefur
verið Rauða krossins.
Stefán Pétursson, formaður Lands-
sambands slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna, segir kosti þess að flytja
rekstur sjúkraflutningsbíla talsvert
fleiri en gallana. „Þetta gerir vinnu-
umhverfið skilvirkara, einfaldar
rekstrarumhverfið og fækkar kjara-
samningum,“ segir Stefán sem vonar
að málið leysist sem allra fyrst.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra telur að sjúkraflutningar
eigi að vera í höndum ríkisins, en mik-
ilvægt sé þó að vel sé vandað til skiln-
aðarins enda hafi Rauði krossinn séð
nær alfarið um þjónustu við sjúkra-
bíla frá árinu 1924. „Rauði krossinn
hefur fullvissað ráðuneytið um að
hann muni annast rekstur sjúkrabíl-
anna meðan þess sé þörf, eða þar til
ráðuneytið hefur fundið verkefninu
farveg til framtíðar. Ráðuneytið mun
hraða vinnu eins og kostur er til að
ljúka málinu farsællega,“ segir Svan-
dís og bætir við að sjúkraflutningar
séu mikilvægur hluti af öflugu heil-
brigðiskerfi.
Ríkið muni sjá um reksturinn
Öryggi sjúkraflutninga verður áfram tryggt Unnið að varanlegri lausn
Morgunblaðið/Eggert
Sjúkraflutningur Ríkið mun að
öllum líkindum sjá um reksturinn.
Isavia hefur
beint því til fólks
sem hyggst
leggja land undir
fót um páskana
og ferðast til og
frá Keflavík á
eigin bíl að bóka
bílastæði við
flugstöðina fyrir-
fram. Er það
gert til að forð-
ast það að fólk fái ekki stæði fyrir
bíla sína þegar á staðinn er komið. Í
fyrra fylltust stæðin við Leifsstöð
og olli það fólki töluverðum óþæg-
indum. Nýtt bókunarkerfi gerir
fólki kleift að panta stæði í tíma og
forpöntun fylgja einnig betri kjör á
þjónustunni.
Hvetja fólk til að
bóka bílastæði
Flug Komast þarf
fyrst til Keflavíkur.
Um 341 milljón króna hefur verið út-
hlutað úr Húsafriðunarsjóði fyrir ár-
ið 2018, en alls voru veittir 215
styrkir. 252 aðilar sóttu um styrki.
Um 77 milljónum króna verður
varið í verkefni tengd friðlýstum
kirkjum, en hæsta styrkinn fékk
Skálholtsdómkirkja, níu milljónir
króna. Einnig fékk styrk Stóra-
Núpskirkja.
Styrkir vegna friðlýstra húsa og
mannvirkja námu um 74 milljónum
króna, en hæstan styrk fékk Faktt-
orshúsið á Djúpavogi, tíu milljónir
króna. Einnig fengu styrki gamli
bærinn í Múlakoti, fimm milljónir
króna. Kópavogshælið og Hljóm-
skálinn í Reykjavík eru einnig meðal
verkefna sem fengu styrk.
Styrkt var um 133 milljónir króna
í flokki friðaðra húsa og mannvirkja,
en meðal verkefna sem styrkt verða
eru Sigguhús í Hafnarfirði, og Út-
skálahús í Garði.
Í flokki annarra húsa og mann-
virkja voru veittir styrkir fyrir um
22 milljónir króna samtals og í flokki
húsakannana voru veittir styrkir
fyrir 5,2 milljónir króna. Rannsóknir
voru styrktar um rúmar fjórar millj-
ónir króna og styrkir til verndar-
svæða innan byggða voru 22 millj-
ónir króna. meðal verkefna í þeim
flokki er Gamli bærinn í Grindavík
og Gamli bærinn á Skutulsfjarðar-
eyri á Ísafirði.
Styrkt fyrir 340
milljónir króna
Úthlutað úr Húsafriðunarsjóði
Skálholt Skálholtsdómkirkja er eitt
þeirra húsa sem gert verður að.
Húsafriðunarsjóður
» Alls voru veittir styrkir fyrir
um 341 milljón króna úr Húsa-
friðunarsjóði.
» 215 styrkir voru veittir, en
252 sóttust eftir fjárveitingu úr
sjóðnum.
» Flest verkefni sem styrkt
voru eru tengd viðhaldi og við-
gerðum, einkum á gluggum.
» Friðlýstar kirkjur voru
styrktar um tæpar 78 milljónir
króna.
Guðjón Arnar Krist-
jánsson, fyrrverandi al-
þingismaður Frjáls-
lynda flokksins, er
látinn eftir baráttu við
krabbamein, á 74. ald-
ursári.
Guðjón fæddist á
Ísafirði hinn 5. júlí
1944. Foreldrar hans
voru Kristján Sig-
mundur Guðjónsson
smiður og Jóhanna
Jakobsdóttir húsmóðir.
Hann lauk fiskimanna-
prófi frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík
árið 1966 og starfaði sem skipstjóri
frá 1967 til 1997.
Þá gegndi hann ýmsum félags- og
stjórnunarstörfum, m.a. sem for-
maður Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Bylgjunnar frá 1975 til
1984 og forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands frá 1983 til
1999.
Guðjón var alþingismaður Vest-
firðinga frá 1999 til
2003 og alþingismaður
Norðvesturkjördæmis
frá 2003 til 2009 fyrir
Frjálslynda flokkinn.
Þá var hann formaður
þingflokks Frjálslynda
flokksins frá 1999 til
2004.
Guðjón átti sæti í
sjávarútvegsnefnd
1999-2003, allsherjar-
nefnd 2001-2003, kjör-
bréfanefnd 2003-2007,
samgöngunefnd 2003-
2009, sérnefnd um
stjórnarskrármál
2004-2005, fjárlaganefnd 2006-2009
og sérnefnd um stjórnarskrármál
2009. Þá átti hann sæti í Íslandsdeild
Vestnorræna ráðsins 2007-2009.
Guðjón lætur eftir sig eiginkon-
una Maríönnu Barböru Kristjánsson
og sjö uppkomin börn, þau Guðrúnu
Ástu, Ingibjörgu Guðrúnu, Kristján
Andra, Kolbein Má, Arnar Berg,
Margréti Maríu og Júrek Brján.
Andlát
Guðjón Arnar
Kristjánsson