Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 15
Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 citroen.is Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300 lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt augnablik. KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3 C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ 2.090.000KR. C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR. Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél • Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi • Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti • Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 CITROËN ÞÆGINDI CITROËN C3 Hlaðinn lofi og búnaði Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fátt benti til annars en að Vladimír Pútín Rússlandsforseti yrði endur- kjörinn þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Samkvæmt út- gönguspám var fylgi hans yfir 75%. Mótframbjóðendur Pútíns voru sjö, en höfuðandstæðingi Pútíns, Alexei Navalny, var meinað að bjóða sig fram vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut nýverið. Hefur hann mótmælt dómnum og sagt að póli- tískar ástæður búi að baki. Stuðningsmenn Navalny, um 33 þúsund talsins, komu sér fyrir á kjör- stöðum víða í Rússlandi til að fylgjast með framkvæmd kosninganna, en viðstaddir voru einnig fulltrúar ann- arra samtaka og stofnana, t.d. Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Háværar ásakanir um svindl Fljótlega eftir að kjörstaðir voru opnaðir bárust tilkynningar um að sitthvað misjafnt hefði átt sér stað þar. Á vefsíðu Navalny var í gær birt- ur listi yfir hundruð mögulegra brota í kosningunum, en Ivan Zhdanov, lögfræðingur stuðningshreyfingar Navalny, nefndi það m.a. á blaða- mannafundi í gærmorgun að sjálf- boðaliðar hefðu ekki fengið aðgang að öllum kjörstöðum. Einnig var þeim kenningum haldið á lofti að ráðskast hefði verið með kjörsóknartölur. Sjálfur birti Na- valny myndband á Twitter sem sýndi kjörkassa sem búið var að setja at- kvæðaseðla í þótt kjörstaðir hefðu enn ekki verið opnaðir. Mál þetta er nú á borði kjörstjórnar í Rússlandi, en um 80% kjörstaða voru vöktuð með eftirlitsmyndavélum. Hart sótt að Pútín úr vestri Þetta er í fjórða sinn sem Pútín sigrar í forsetakosningum, en sam- kvæmt stjórnarskrá Rússa er ómögulegt að hann geti boðið sig fram aftur. Utan stjórnarskrárbreyt- ingar er sá möguleiki einnig í stöð- unni að Pútín taki að sér annað hlut- verk, t.d. hlutverk forsætisráðherra landsins, en árið 2008 gerði hann Dmitry Medvedev að forseta á með- an hann sat sjálfur í stóli forsætisráð- herra. Öll spjót hafa staðið að Rússum undanfarna daga vegna taugagas- árásar á Sergei Skripal, fyrrverandi gagnnjósnara Breta í Sovétríkjunum, og dóttur hans Yuliu, í borginni Sal- isbury í byrjun mánaðarins, en Bret- ar hafa sakað Rússa um verknaðinn. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að Rússar hefðu safnað birgðum af umræddu taugagasi í upphafi mánaðarins. Bretar hafa vísað 23 diplómötum Rússa úr landi vegna málsins, en einnig hefur verið ákveðið að fjórtán dauðsföll verði rannsökuð að nýju, í ljósi þess að grunur leiki á um að Rússar hafi átt aðkomu að þeim. Rússar hafa þverneitað tengslum við voðaverkið og í gærkvöldi sagði Pútín að Rússar væru reiðubúnir að aðstoða Breta við rannsókn málsins. Ennfremur fullyrti Pútín að Rússar hefðu eytt öllum efnavopnum sínum. Andrei Kondrashov, talsmaður Pútíns, sagði í gærkvöldi að kjörsókn í kosningunum hefði verið um átta til tíu prósentum betri en búist hefði verið við. „Þessi prósentustig þökk- um við Bretum fyrir,“ sagði hann og vísaði til deilna ríkjanna tveggja. AFP Pútín Rússlandsforseti fagnaði með stuðningsmönnum sínum á Manezhnaya-torgi í Moskvu, skammt frá Kreml. Yfirburðasigur í skugga alvarlegra ásakana  Rússar segja deilur við Breta hafa bætt kjörsóknina Facebook hefur beðist velvirðingar á því að hafa stöðvað birtingu myndar þar sem fyrir brá hinu fræga málverki Frelsið leiðir fjöldann eftir Eugene Delacroix. Á verkinu sést kona með beran barm halda á franska þjóðfánanum. Birt- ist myndin í auglýsingu á leiksýn- ingu sem sett er upp um þessar mundir í París. Hefur fyrirtækið, sem oft hefur lokað fyrir birtingu verksins áður, lýst því yfir að það hafi verið fyrir mistök. „Í þeirri viðleitni að tryggja þær siðferðiskröfur sem við gerum til starfsemi okkar, samþykkjum við milljónir mynda sem birtar eru í viku hverri og stundum gerum við mistök,“ sagði Elodie Larcis, fram- kvæmdastjóri hjá Facebook í París, þegar leitað var viðbragða við rit- skoðuninni. Frelsið leiðir fjöldann Verkið var málað í kjölfar júlíbyltingarinnar 1830. Facebook biðst af- sökunar á ritskoðun AFP-fréttastofan greindi frá því í gær að tyrkneskir hermenn hefðu veifað tyrkneskum fánum og rifið nið- ur styttur í mið- borg sýrlensku borgarinnar Afrin sem þeir náðu full- um yfirráðum yfir í gær. Tyrkneskar hersveitir hröktu á brott varnarsveitir Kúrda, YPG. Recep Tyyip Erdogan Tyrklands- forseti lýsti því yfir að stór hluti kúr- dískra hermanna hefði flúið Afrin með skottið á milli lappanna. Erdog- an segir að aðgerðir gætu færst til svæða í norðurhluta Sýrlands og Bekir Bozdag, talsmaður tyrk- neskra stjórnvalda, sagði að þeir hefðu ekki lokið sínum störfum í Sýrlandi en hryðjuverkamennirnir væru búnir að vera í Afrin. Um 250.000 íbúar Afrin hafa flúið borgina undanfarna daga. Sýrlensku mannúðarsamtökin segja að yfir 280 borgarar hafi fallið þar síðan 20. janúar. SÝRLAND Varnarsveitir Kúrda hörfuðu frá Afrin Recep Tyyip Erdogan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.