Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 4

Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verður aldrei eins og þetta átti að vera. Við verðum bara að vinna úr stöðunni með sem bestum hætti,“ segir Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla, þegar hann er spurður um skoðun sína á stöðu mála með samræmd könn- unarpróf 9. bekkjar grunnskóla. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá þurfti að fresta prófi í ís- lensku og ensku vegna tæknilegra vandamála. Þó tókst um 1.700 nem- endum af 4.300 að ljúka íslensku- prófinu og um 2.000 að ljúka ensku- prófinu, en margir þeirra gerðu það við óviðunandi aðstæður. Mennta- málaráðherra tilkynnti á dögunum að prófin yrðu endurtekin en nem- endur hafa val um hvort þeir þreyta þau að nýju. „Þetta er tvíeggja. Ef prófin eru tekin að nýju tekur það tvo kennsludaga af krökkunum sem er neikvætt. Hitt er að þau fá einhvers konar endurgjöf á sig. Hvað sem mönnum finnst um samræmt mat þá kemur endurgjöf í gegnum þetta. Það er kannski ekki fullkomið en krakkarnir geta metið hvar þau standa,“ segir Jón Pétur sem kveðst sjálfur vera þeirrar skoð- unar að prófa þyrfti meira upp úr námsskránni í samræmdum próf- um. Hann tekur undir að prófin sem verða endurtekin í vor og haust geti ekki talist samræmd próf. „Nei, í raun ekki. Meðan það taka ekki allir prófið og nemendur velja sig inn þá getur samanburðurinn ekki talist raunhæfur.“ Undir þetta tekur Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garða- skóla, í bréfi til nemenda í 9. bekk og forráðamanna þeirra. „Rafræn, samræmd könnunar- próf MMS hafa lítið sem ekkert leiðbeinandi gildi. Nemendur geta ekki skoðað prófspurningar með svörum sínum þegar niðurstöður eru birtar heldur fá bara að vita hvort þeir svara rétt eða rangt í ákveðnum flokkum spurninga. Námsmat grunnskóla hefur mun meiri þýðingu en einkunn úr sam- ræmdu könnunarprófi Mennta- málastofnunar árið 2018. Framkvæmd prófanna verður áfram í höndum Menntamálastofn- unar sem ítrekað hefur mistekist að halda prófin án vandkvæða. Engar upplýsingar hafa borist skólum um að lagfæringar verði gerðar á inni- haldi prófanna eins og kallað hefur verið eftir. Prófin mæla mjög af- markaða hæfniþætti og eru ekki í góðu samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla,“ skrifar Brynhildur. Fundað um prófin á föstudag Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær umrædd könnunarpróf verða lögð fyrir að nýju. „Það er fundur með samráðsaðilum á föstu- dag. Þá vitum við kannski meira.“ Formaður Skólastjórafélagsins sagði í Morgunblaðinu fyrir helgi að þessi endurteknu próf gætu ekki talist samræmd próf. Hver er þín skoðun á því? „Það er rétt hjá honum að þau eru ekki samræmd að því leyti að við getum ekki unnið þennan sam- anburð á milli skóla, svo dæmi séu tekin. Enda tölum við um könn- unarpróf. En hin merkingin, að prófin séu í samræmi við námskrá, hún stendur. Við fögnum því að núna sé komin af stað umræða um samræmd könn- unarpróf á breiðari grunni. Það hafa komið fram áhugaverðir punktar um tengsl við námskrá og hvernig eigi að þróa prófin. Við lít- um svo á að það verði tekið á þess- um málum í vinnuhópi ráðuneytis- ins, að þar verði farið yfir stöðuna, gerðar tillögur að stefnu í námsmati og tekin verði afstaða til prófa og hvernig þeim verði hagað.“ Prófin hafa „lítið sem ekkert leiðbeinandi gildi“ Morgunblaðið/Eyþór Samræmd próf Enn liggur ekki fyrir hvenær könnunarpróf í ensku og íslensku verða lögð fyrir nemendur í 9. bekk að nýju.  Skiptar skoðanir á framkvæmd samræmdu prófanna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sölumet kann að hafa fallið á íslensk- um fasteignamarkaði í mánuðinum. Þannig er tæpur helmingur íbúða í nýjum íbúðaturni í Bríetartúni 9-11 seldur aðeins níu dögum eftir að þær fóru í sölu. Það vekur ekki síst athygli vegna verðlagn- ingar íbúðanna. Sú ódýrasta kost- aði 40,9 milljónir og er seld en sú dýrasta er verð- metin á 300-400 milljónir. Hún er föl á réttu verði. Stefnt er að af- hendingu íbúð- anna í janúar til mars á næsta ári. Samkvæmt sölusíðu Höfðatorgs er ásett verð seldra íbúða rúmlega 2,3 milljarðar króna. Verð þeirra er frá 40,9 milljónum á jarðhæð til 99,9 milljóna króna á 8. hæð. Seldust tvær slíkar íbúðir á 8. hæðinni. Til sam- anburðar er meðalverð allra íbúða í Bríetartúni 9-11 um 64,4 milljónir. Eykt byggir Höfðatorgið. Pétur Guðmundsson, stjórnarfor- maður Eyktar, segir trúnað gilda um kaupendur íbúðanna. Kaupendahóp- urinn sé fjölbreyttur. Þar séu bæði einstaklingar og fjárfestar. Sé gott fjárfestingartækifæri „Menn líta á þetta sem góða fjár- festingu. Þessi tilboð hafa verið að berast síðastliðinn hálfan mánuð,“ segir Pétur en formleg sala íbúðanna hófst 12. mars. Bríetartún 9-11 skiptist í tvö sam- byggð fjölbýlishús. Annars vegar 12 hæða íbúðaturn og hins vegar 7 hæða fjölbýlishús. Allar íbúðirnar á hæðum 1-8 í turninum eru seldar og ein íbúð á 9. hæð. Alls eru þetta 33 íbúðir. Þá eru 9 íbúðir í hinni byggingunni seld- ar. Samanlagt eru því 42 af 94 íbúðum seldar. Pétur segir nokkurn hluta kaup- enda kominn yfir sextugt. „Sumir kaupendur eru að losa eignir og minnka við sig,“ segir hann. Staðsetningin góð Eykt var stofnuð 1986. Spurður hvort hann hafi áður selt svo margar íbúðir svona hratt segist Pétur ekki minnast þess. Hefur hann byggt íbúð- ir víða á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir aðspurður að góð stað- setning og vandaður frágangur eigi eflaust þátt í eftirspurninni. „Höfðatorgið er orðið gott nafn. Síðan erum við með ýmsar nýjungar í íbúðaturninum. Þetta er sennilega fyrsta íbúðabyggingin á Íslandi sem er varin með vatnsúðakerfi. Þá er loftræsting á efstu hæðum, gólfhiti í íbúðum og svalir eru lokaðar.“ Meiri varkárni en fyrir hrun Þegar íbúðaturninn verður tilbúinn næsta vor er einn turn óbyggður á Höfðatorgi. Pétur segir koma til greina að hafa íbúðir í óbyggða hús- inu. Ákvörðun um það verði tekin út frá aðstæðum á markaði. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í ársbyrjun að búið væri að selja 47 af 71 íbúð í fjórum nýjum fjölbýlishús- um í Jaðarleiti. Verð óseldra íbúða var þá 43,4 til 99,9 milljónir. Það hækkaði sölutöluna að Pétur Stefáns- son, fjárfestir í Lúxemborg, keypti eina blokk með 18 íbúðum. Þess má geta að haustið 2014 kost- aði 90 fermetra íbúð á 5. hæð á Lind- argötu 39 í Skuggahverfinu um 51 milljón króna. Nú er til sölu 60 fer- metra íbúð á 5. hæð í Bríetartúni 9-11 á 49 milljónir. Bílastæði í kjallara fylgdi með í Skuggahverfinu en stæð- in eru almennt til leigu í Bríetar- túninu. Hægt er að kaupa bílskúr. Kaupendur biðu ekki boðanna  Tæpur helmingur íbúða í nýjum íbúðaturni í Bríetartúni seldist á viku  Verða afhentar næsta ár  Stjórnarformaður Eyktar segir fjárfesta áhugasama  Verðskrið á vönduðum íbúðum í miðborginni Morgunblaðið/Hari Langt komin Utanhúsklæðning á lágreistara húsinu er nær tilbúin. Þá er svo gott sem búið að glerja turninn og byrjað að klæða hliðar hans. Pétur Guðmundsson Teikning/PKdM Arkitektar Höfðatorg Bílakjallari er undir íbúða- turninum. Stæðin verða almennt til leigu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibátsins Fjölnis GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK. Aðalsteinn segir ekki hafa farið á milli mála að um bein af mannsfæti væri að ræða. Eru ýmsu vanir „Það hafa flestir sjómenn fengið bein upp úr sjónum, bara ekki af mönnum. Við erum ýmsu vanir og þetta er allt í lagi fyrir okkur. Við vonum bara að þetta verði til þess að einhver fjölskylda fái sálarró.“ Aðalsteinn skráði niður staðsetn- inguna og hafði samband við Vakt- stöð siglinga sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leit- arsvæði og síðan var haldið á vett- vang með m.a. sérútbúinn kafbát sem var sendur niður til að taka ljós- myndir og sónarmyndir, en á sjáv- arbotninum reyndust vera líkams- leifar. Sýni úr beinunum hafa verið send til Svíþjóðar í DNA-rannsókn að sögn Jónbjarnar Bogasonar hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra. Þegar niðurstöðurnar koma frá Sví- þjóð eru þær bornar saman við upp- lýsingar sem til eru um horfna menn hérlendis. Jónbjörn segir þó einung- is til DNA-upplýsingar fyrir nýleg mál og því sé raunar ekki víst að samsvörun finnist. Hann telur mögulegt að um sé að ræða líkams- leifar sjómanns sem farist hefur í sjóslysi, enda hafi margir sjómenn farist á svæðinu í gegnum tíðina. Fundu líkams- leifar í Faxaflóa  Sýni send til Svíþjóðar í rannsókn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.