Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 11
Frambjóðendur Efstu menn á framboðs-
lista Samfylkingarinnar á Akranesi.
Nýr oddviti framboðslista Samfylk-
ingarinnar í kosningum til bæjar-
stjórnar Akraness í vor er Val-
garður Lyngdal Jónsson, bæjar-
fulltrúi. Nýir frambjóðendur í 2. og
3. sæti eru þær Gerður Jóhanns-
dóttir héraðsskjalavörður og Bára
Daðadóttir félagsráðgjafi.
Næstu sæti þar á eftir skipa þau
Kristinn Hallur Sveinsson landfræð-
ingur og Guðjón Viðar Guðjónsson
rafvirki og Ása Katrín Bjarnadóttir,
nemi í umhverfisskipulagi.
Nýr oddviti Samfylkingar á Akranesi
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
NÝTT NÝTT
Verið velkomin
• Peysur
• Bolir
• Túnikur
• Vesti
• Jakkar
• Leggings
• Kjólar
• Kvartbuxurnar
komnar í 4 litum
Vinsælu heimagallarnir
alltaf til í mörgum litum
og í stærðum S-4XL
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Guðmundur Rúnar Sig-
hvatsson, fyrrverandi
skólastjóri Austurbæjar-
skóla í Reykjavík, lést sl.
mánudag á Landspítala,
66 ára að aldri.
Guðmundur fæddist
12. október 1951 á Húsa-
vík, sonur hjónanna Sig-
hvats Bergsteins Kjart-
anssonar múrara og
Guðrúnar Magneu Aðal-
steinsdóttir verkakonu.
Fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur þegar Guð-
mundur var fimm ára.
Hann gekk í Breiðagerð-
is- og Réttarholtsskóla og hóf nám í
Kennaraskólanum 1969. Guðmundur
lauk kennaranámi árið 1973 og hóf það
ár störf sem kennari við Austurbæjar-
skóla. Hann var ráðinn yfirkennari ár-
ið 1983 og skólastjóri árið 1995 og
gegndi því starfi til ársins 2015.
Á námsárum sínum og sumar-
leyfum vann Guðmundur við hval-
skurð hjá Hval hf. í Hvalfirði. Þá
vann hann einnig um
árabil við ættfræði-
rannsóknir hjá Þjóð-
sögu. Eftir að hann lét
af störfum sem skóla-
stjóri beindi hann
kröftum sínum að Holl-
vinafélagi Austurbæj-
arskóla. Hann lét sér
annt um gamla skóla-
muni, kom í veg fyrir
að þeim yrði fleygt og
leiddi ásamt Arnfinni
Jónssyni, fyrsta for-
manni félagsins, starf
þeirra sem komu á
laggirnar Skólamuna-
stofu Austurbæjarskólans.
Eiginkona Guðmundar var Ragn-
heiður Jónsdóttir. Þau skildu. Börn
þeirra eru Atli Örn og Sigríður
Hrönn. Sambýliskona Guðmundar er
Gunnhildur Friðþjófsdóttir. Dóttir
Gunnhildar og stjúpdóttir Guð-
mundar er Soffía Tinna. Útför Guð-
mundar verður gerð frá Hallgríms-
kirkju 28. mars kl. 13.
Andlát
Guðmundur Sighvatsson
Halla Björk Reynisdóttir, flug-
umferðarstjóri og fv. formaður bæj-
arráðs, verður í 1. sæti Lista fólksins
á Akureyri við kosningarnar í vor.
Halla Björk sat í bæjarstjórn fyrir
L-listann 2010 til 2014 þegar fram-
boðið hafði hreinan meirihluta. Listi
fólksins fékk tvo menn kjörna 2014 og
er í meirihlutasamstarfi við Fram-
sóknarflokk og Samfylkingu.
Andri Teitsson, framkvæmdastjóri
Fallorku, verður í 2. sæti listans,
Hildur Betty Kristjánsdóttir skipar
3. sætið, Þorgeir Finnsson það 4. og
Geir Kristinn Aðalsteinsson, fv. for-
seti bæjarstjórnar, tekur slaginn á ný
eftir eins kjörtímabils hlé og sest í 5.
sæti. Athylgi vekur að Brynhildur
Pétursdóttir, fyrrverandi alþingis-
maður Bjartrar framtíðar, er í 10.
sæti L-listans.
Halla Björk snýr aftur
Morgunblaðið/Skapti
Framboð Halla Björk og Andri
Teitsson skipa tvö efstu sætin.
Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarps-
kona á N4, verður í efsta sæti á
framboðslista Samfylkingarinnar á
Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingar í vor.
Þetta er frumraun Hildu Jönu í
stjórnmálum. Hún hefur lengi unn-
ið við fjölmiðla og síðustu ár verið
sjónvarpsstjóri, og um tíma einnig
annar tveggja framkvæmdastjóra,
hjá N4 en lætur nú af störfum þar.
Dagbjört Pálsdóttir bæjarfulltrúi
er í öðru sæti, Heimir Haraldsson,
náms- og starfsráðgjafi, er í þriðja
sæti og Unnar Jónsson í því fjórða.
Samfylkingin á nú tvo bæjarfull-
trúa. Í upphafi
kjörtímabilsins
var Logi Már
Einarsson odd-
viti listans en
settist síðar á
þing og er nú
formaður flokks-
ins. Sigríður
Huld Jónsdóttir,
sem einnig var
kjörin í bæjar-
stjórn 2014, tók við sem skólameist-
ari Verkmenntaskólans á kjörtíma-
bilinu og ákvað að hætta í bæjar-
stjórn en skipar 11. sæti.
Hilda Jana efst á lista Samfylkingarinnar
Hilda Jana
Gísladóttir
Listi VG í Hafnarfirði fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar í maí var
samþykktur í fyrrakvöld.
Núverandi bæjarfulltrúi VG í
Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir
Kristinsdóttir, er oddviti listans.
Fjölnir Sæmundsson, lögreglu-
fulltrúi og varaþingmaður er í 2.
sæti og Kristún Birgisdóttir, sér-
fræðingur í framhaldsskólamálum,
er í 3. sæti.
Í næstu sætum eru Júlíus Andri
Þórðarson laganemi, Valgerður
Bláklukka Fjölnisdóttir hjúkrunar-
nemi, Davíð Arnar Stefánsson,
verkefnastjóri hjá Landgræðslu
ríkisins, Elsa S. Þorvaldsdóttir
iðjuþjálfi og Daníel E. Arnarsson,
framkvæmdastjóri Samtakanna
7́8.
Elva Dögg leiðir lista VG í Hafnarfirði
Listi VG Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
bæjarfulltrúi leiðir listann í Hafnarfirði.
2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir rekstr-
arhagfræðingur verður oddviti
Viðreisnar í Reykjavík í komandi
sveitarstjórnarkosningum. Í öðru
sæti listans er Pawel Bartoszek,
stærðfræðingur og fyrrverandi al-
þingismaður Viðreisnar. Í þriðja
sæti er Diljá Ámundadóttir, al-
mannatengill og varaborgar-
fulltrúi.
Þetta kom fram á opnum félags-
fundi flokksins í gær. Þar var
samþykkt tillaga uppstillingar-
nefndar að framboðslista flokksins
fyrir komandi kosningar.
Um er að ræða fullskipaðan 46
einstaklinga framboðslista og þar
sem rík áhersla er lögð á fjöl-
breyttan bakgrunn frambjóðenda
auk dreifingar í aldri, kyni og bú-
setu, að því er kemur fram í til-
kynningu. Í fjórða sæti listans er
Gunnlaugur Bragi Björnsson, við-
skiptafræðingur. Vilborg Guðrún
Sigurðardóttir grunnskólakennari
er í fimmta sæti. Geir Finnsson,
formaður Uppreisnar ungliða-
hreyfingar Viðreisnar í Reykjavík,
er í sjötta sæti listans og Arna
Garðarsdóttir, mannauðsstjóri
Landbúnaðarháskóla Íslands, í því
sjöunda.
Þórdís leiðir Viðreisn í borginni
Ljósmynd/aðsend
Frambjóðendur Hluti af þeim hóp
sem býður fram í Reykjavík.