Morgunblaðið - 21.03.2018, Side 16

Morgunblaðið - 21.03.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í 21. mars 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.37 99.85 99.61 Sterlingspund 139.39 140.07 139.73 Kanadadalur 75.92 76.36 76.14 Dönsk króna 16.398 16.494 16.446 Norsk króna 12.838 12.914 12.876 Sænsk króna 12.116 12.186 12.151 Svissn. franki 104.31 104.89 104.6 Japanskt jen 0.9362 0.9416 0.9389 SDR 144.15 145.01 144.58 Evra 122.16 122.84 122.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.7765 Hrávöruverð Gull 1312.75 ($/únsa) Ál 2070.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.01 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hefur nú hækkað um rétt ríflega 8% það sem af er ári. Er það all- nokkru meira en heildarvísitala allra hlutabréfa á aðallistanum en hún hefur hækkað um tæp 5,4% á árinu. Í gær nam velta á aðalmarkaði tæpum 2,1 milljarði króna. Langmest voru viðskipti með bréf Marel eða um 718 milljónir króna. Hækkuðu bréf fyrirtækisins um 0,4% í þeim. Næstmest var veltan með bréf Sím- ans eða 370 milljónir. Hækkaði gengi bréfa fyrirtækisins um 1,5% í við- skiptunum. Þá voru einnig talsverð viðskipti með bréf fasteignafélagsins Reita og námu þau 308 milljónum króna. Hækkuðu bréf félagsins um tæp 0,4% í viðskiptunum. Úrvalsvísitalan hækkað um 8% frá áramótum STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Veltuaukning í byggingarstarfsemi nam 14,8% í fyrra en árið 2016 nam aukningin 36,1%. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar yfir veltu í virð- isaukaskattsskyldri starfsemi hér á landi. Tölurnar sýna þróunina milli áranna 2016 og 2017 í heild sinni en einnig milli síðustu tveggja mánaða hvors árs um sig. Þær tölur sýna einnig að hægja tók verulega á veltu í byggingarstarfseminni undir lok ársins, þ.e. í nóvember og desember. Vöxturinn milli fyrrnefndra mánaða 2016 og 2017 var 8,6% en hafði numið 34,5% milli 2015 og 2016. Hægir einnig á ferðaþjónustu Áfram halda umsvif í ferðaþjón- ustunni að vaxa og þannig jókst velt- an á sviði rekstrar gististaða og veit- ingahúsa um 9,5% á nýliðnu ári. Nam hún 189 milljörðum króna, samanborið við 173 milljarða árið á undan. Vöxturinn er hins vegar mun minni en milli áranna 2015 og 2016 þegar hann nam 26,9%. Einnig vek- ur athygli að síðustu tvo mánuði síð- asta árs nam aukningin frá samanburðartímabilinu 2016 aðeins 1,7% en aukningin yfir sama tímabil 2015 til 2016 var 34%. Bílaleiga heldur áfram að aukast og nam veltuaukningin á því sviði 12,5% í fyrra og nam 51 milljarði, samanborið við 45 milljarða árið á undan. Sjávarútvegur gefur enn eftir Velta í sjávarútvegi dregst áfram saman milli ára og heldur sú þróun áfram frá fyrra ári. Þannig reyndist velta í fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu sjávarafurða 318 milljarðar í fyrra, samanborið við 348 milljarða árið 2016. Er það samdráttur upp á 8,6%. Árið 2015 nam veltan hins vegar 395 milljörðum. Hún hefur því á tveimur árum dregist saman um tæp 20%. Verulegur samdráttur hefur einn- ig orðið á sviði heild- og umboðs- verslunar með fisk, en sá liður er eðli máls samkvæmt nátengdur veltu annarra þátta sjávarútvegsins. Dróst heild- og umboðsverslunin saman um 15% frá fyrra ári og nam 193 milljörðum. Á fyrra ári var sam- drátturinn 9,9%. Uppsafnaður sam- dráttur tveggja ára nemur því á þessu sviði tæpum 23%. Innt eftir ástæðunum fyrir þess- um samdrætti segir Sigrún Hall- dórsdóttir hjá Hagstofunni að fleiri en ein skýring kunni að liggja þar að baki. „Verkfall í sjávarútvegi hafði mikil áhrif á veiðar og vinnslu en þá munar einnig mikið um þau gengisáhrif sem orðið hafa. Krónan hefur styrkst verulega á síðustu tveimur árum.“ Rafræn þjónusta erlendis frá vex gríðarlega Athygli vekur að sá liður í útgáfu Hagstofunnar yfir veltu í virðisauka- skattsskyldri starfsemi sem vex mest milli ára er liðurinn „Erlendir aðilar sem selja rafræna þjónustu“. Sigrún segir að stofnunin hafi ákveð- ið að birta sérstakan lið yfir þessa veltu í ljósi þess hversu ört hún hefur vaxið. Nemur aukningin milli ára 94%. Þó verður að hafa í huga að í samhengi við aðra liði sem Hagstof- an tiltekur er veltan á þessu sviði mjög lág, reyndist 7 milljarðar í fyrra en hafði vaxið úr fjórum millj- örðum árið áður. „Við tókum þessa ákvörðun fyrir um hálfu ári. Þarna er um veltu að ræða sem tengist þjónustu sem er- lend fyrirtæki veita en notkunin á þjónustunni fer fram hér á landi. Þarna er ekki síst um að ræða áskriftar- og streymisþjónustu af ýmsu tagi og inni í þessum tölum eru án nokkurs vafa velta tengd fyrir- tækjum á borð við Netflix og Spotify.“ Sigrún bendir á að hin mikla veltu- aukning kunni að skýrast af því að fleiri og fleiri fyrirtæki nái upp í lág- marksveltu sem þurfi til að hafa svo starfsemin falli undir skattskylduna. Það gerist hins vegar fljótt þegar sífellt fleiri nýti sér þjónustu af fyrr- nefndu tagi. Hægir verulega á veltuaukn- ingu í byggingarstarfsemi Dæmi um þróun vsk-skyldrar starfsemi nóv.-des. 2016 nóv.-des. 2017 breyting, % 2016 2017 breyting, % Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 49 54 11,2 348 318 -8,6 Heild- og umboðsverslun með fisk 30 32 6,9 227 193 -15,0 Framleiðsla málma 32 38 18,7 198 222 12,1 Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 57 62 8,6 281 323 14,8 Olíuverslun 16 19 14,6 110 124 12,4 Rekstur gististaða og veitingarekstur 27 27 1,7 173 189 9,5 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum 7 8 17,2 45 51 12,5 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur 13 14 3,1 97 108 11,5 Erlendir aðilar sem selja rafræna þjónustu 1 2 19,2 4 7 93,2 Heimild: Hagstofa Íslands Velta í milljörðum kr.  Einnig hægir á ferðaþjónustunni  Sjávarútvegurinn gaf verulega eftir í fyrra Morgunblaðið/Hari Umsvif Byggingarstarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár. Samkvæmt nýrri könnun Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrir- tækja landsins telja stjórnendurnir í heild að aðstæður séu nú góðar í at- vinnulífinu. Þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuð- um. Í könnuninni kemur einnig fram að stjórnendurnir búist við 3% verð- bólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði vöru og þjónustu fyrirtækjanna á ársgrundvelli og að gengi krónunnar veikist um 2%. Stjórnendur telja, samkvæmt könnuninni, að hækkun launakostn- aðar verði meginskýringin á hækkun á verði vöru og þjónustu fyrirtækj- anna. Starfsfólk ekki vandamál Hvað varðar stöðuna á vinnu- markaði telja tveir þriðju hlutar stjórnendanna skort á starfsfólki ekki vera vandamál. Könnunin gefur til kynna umtalsverða fjölgun starfa, því stjórnendur búast við 1,3% fjölg- un starfsmanna á almennum vinnu- markaði á næstu sex mánuðum eða sem nemur 1.700 störfum. Í niðurstöðum könnunarinnar sést að flestir stjórnendur sjá fram á auk- inn hagnað á þessu ári. Tæplega helmingur stjórnenda býst við svip- uðum hagnaði fyrirtækjanna sem þeir stýra á þessu ári og því síðasta, þriðjungur býst auknum hagnaði en 20% minnkandi. Nánast enginn munur er á mati stjórnenda útflutn- ingsfyrirtækja og annarra fyrir- tækja hvað hagnaðarhorfur varðar. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Starfsfólk Stjórnendur búast við fjölgun starfsmanna á markaðinum. Stjórnendur telja aðstæður góðar  Versnar næstu sex mánuði  Spá 3% verðbólgu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.