Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Súdan, síðasta karldýrið af deilitegund sem
nefnist norðlægi hvíti nashyrningurinn,
drapst í friðlandi í Kenía í fyrradag, 45 ára
gamall.
Þegar Súdan fæddist í Suður-Súdan árið
1973 voru til um 700 nashyrningar af deili-
tegundinni. Nú eru aðeins tvö kvendýr eftir,
tvær dætur hans, 17 og 28 ára gamlar, sem
fæddust í dýragarði í Tékklandi.
Súdan var fluttur úr dýragarðinum ásamt
öðru karldýri og kvendýrunum tveimur í
friðland í Kenía árið 2009 í von um að hægt
yrði að bjarga deilitegundinni frá útrýmingu
þar. Hitt karldýrið drapst í október 2014.
Vopnaðir verðir hafa gætt dýranna til að
koma í veg fyrir að veiðiþjófar drepi þau.
Vísindamenn vonast nú til þess að geta
bjargað deilitegundinni með glasafrjóvgun.
Þeir ætla að nota sæði úr nokkrum norð-
lægum hvítum nashyrningum og egg úr
kvendýrunum tveimur og koma fóstrunum
fyrir í kvendýrum af deilitegund sem nefnist
suðlægi hvíti nashyrningurinn.
Stofnstærð suðlæga hvíta nashyrningsins
var um 17.480 dýr árið 2008 en talið er að
þeim hafi fækkað síðan þá, einkum vegna
ólöglegra veiða. Önnur deilitegund, vestlægi
svarti nashyrningurinn, varð útdauð árið
2011. Horn nashyrninga eru mjög eftirsótt í
Kína og fleiri löndum Asíu vegna þeirrar
þjóðtrúar að mulið nashyrningshorn sé allra
meina bót og geti aukið kynhvötina.
Vísindamenn reyna að bjarga deilitegundinni norðlæga hvíta nashyrningnum frá útrýmingu með glasafrjóvgun
Heimild: savetherhino.org/Worldwildlife.org/mnn.com/IUCN/Ríkisstjórn Suður-Afríku
Síðustu dýrin af
þessari tegund
Hæð:
150-185 cm
Þyngd:
Karldýr – allt að 3.600 kg
Kvendýr – allt að 1.700 kg
Er með
tvö horn
Framhornið
er að meðal-
tali um 60 cm,
getur orðið
150 cm
1960
Meira en
2.000
1984
15 í
Garamba-
þjóðgarðinum
í Austur-Kongó
1993
Fjölgaði
í 30
2004
Hugsanlega
22 eftir
2006
Síðustu
4 þekktu dýrin
í náttúrunni.
Talið er að
þau hafi verið
drepin síðar
2015
Kvenkyns
nashyrningur,
Nóla, drapst
í dýragarði í
San Diego í
Bandaríkjunum
Ceratotherium simum cottoni
Norðlægi hvíti nashyrningurinn
1977
Alþjóðlegt bann sett
við sölu á hornum
nashyrninga
„Súdan“
Síðasta karldýrið af tegundinni
var flutt úr dýragarði í Tékklandi
í dýrafriðland í Kenía árið 2009.
Drapst á mánudag,
45 ára gamalt
Aðeins tvö kven-
kyns dýr eru á lífi
Heimkynni
í náttúrunni:
Tsjad
Mið-Afríkulýðveldið
Austur-Kongó
Suður-Súdan
Leitar skjóls í þykku kjarri
Lifir á flatlendi
Heldur sig nálægt vatni
til að drekka og velta sér
Étur lágvaxið gras
Heldur sig í blönduðum litlum
hópum, allt að 12-14 dýr,
aðallega mæður með kálfa
2018
Norðlægi hvíti nashyrningurinn
er önnur af tveimur stærstu
nashyrningstegundunum
Kjörlendi hvíta nashyrningsins
eru gresjur og staktrjáasléttur
Síðasta karl-
dýrið drapst
í friðlandi
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Sylvi Listhaug sagði af sér sem dóms-
málaráðherra Noregs í gær til að
koma í veg fyrir að umdeild færsla
hennar á Facebook yrði minnihluta-
stjórn Hægriflokksins, Framfara-
flokksins og Frjálslynda flokksins að
falli.
Listhaug, sem er í Framfara-
flokknum, tilkynnti afsögn sína um
tveimur klukkustundum áður en
þingið átti að greiða atkvæði um til-
lögu stjórnarandstöðunnar um van-
traust á dómsmálaráðherrann. Þing-
menn Kristilega þjóðarflokksins, sem
hafa varið minnihlutastjórnina á
þinginu, höfðu þá sagt að þeir myndu
ekki styðja Listhaug í atkvæða-
greiðslunni þar sem þeir treystu
henni ekki sem dómsmálaráðherra.
Erna Solberg, forsætisráðherra og
leiðtogi Hægriflokksins, hafði sagt að
ef þingið samþykkti vantraust á List-
haug myndu stjórnarflokkarnir
hætta á að ríkisstjórnin yrði felld í at-
kvæðagreiðslu um hvort hún nyti enn
trausts meirihlutans á þinginu.
Listhaug kvaðst hafa ákveðið að
segja af sér til að koma í veg fyrir að
stjórnin félli og Jonas Gahr Støre,
leiðtogi Verkamannaflokksins, fengi
umboð til að mynda nýja ríkisstjórn.
Kristilegi þjóðarflokkurinn snerist
gegn Listhaug vegna færslu hennar á
Facebook 9. mars þar sem hún birti
mynd af liðsmönnum al-Shabaab, ísl-
amskra öfgasamtaka í Austur-Afríku,
og sagði að Verkamannaflokkurinn
teldi „réttindi hryðjuverkamanna
vera mikilvægari en öryggi þjóðar-
innar“. Hún skírskotaði til þess að
þingmenn flokksins eru andvígir til-
lögu um að yfirvöld geti svipt Norð-
menn ríkisborgararétti án dómsúr-
skurðar ef þeir eru taldir ógna
þjóðaröryggi. Færslan vakti hörð við-
brögð, einkum vegna fjöldamorða
Anders Behring Breivik 22. júlí 2011
þegar hann myrti 77 manns í tveimur
árásum sem beindust m.a. að ungliða-
hreyfingu Verkamannaflokksins.
Breivik var um tíma félagi í Fram-
faraflokknum.
Solberg forsætisráðherra taldi
Listhaug hafa gengið of langt með
færslunni en studdi hana í embætti
dómsmálaráðherra. Listhaug naut
eindregins stuðnings Siv Jensen, leið-
toga Framfaraflokksins.
Segist fórnarlamb „nornaveiða“
Þegar Listhaug tilkynnti afsögnina
gagnrýndi hún viðbrögðin við færsl-
unni og sagði að hún tengdist á engan
hátt fjöldamorðunum. Hún lýsti sér
sem fórnarlambi „nornaveiða“ og at-
lögu að málfrelsinu og sagði að
norska þingið hefði breyst í „barna-
leikvöll“.
Solberg kvaðst ekki geta tekið
undir þessi ummæli en sagði á blaða-
mannafundi að ekkert væri því til
fyrirstöðu að Listhaug tæki við öðru
ráðherraembætti síðar.
Siv Jensen áréttaði stuðning sinn
við Listhaug og sagði að hún hefði
verið góður dómsmálaráðherra. „Ég
get ábyrgst að því fer fjarri að stjórn-
málaferli Sylvi Listhaug sé lokið,“
hefur fréttavefur norska ríkisút-
varpsins eftir Jensen. „Hann var rétt
að hefjast. Verkamannaflokknum og
Kristilega þjóðarflokknum hefur ekki
tekist að fjarlægja Sylvi Listhaug, en
tryggt henni bestu ræsinguna á
framabrautinni framundan.“
Listhaug vék frá til
að bjarga stjórninni
Kristilegi þjóðarflokkurinn vildi ekki styðja ráðherrann
AFP
Umdeild Sylvi Listhaug ræðir við fjölmiðlamenn í þinghúsinu í Ósló.
Umdeildur eftirmaður
» Per Sandberg sjávarútvegs-
ráðherra verður starfandi
dómsmálaráðherra eftir af-
sögn Sylvi Listhaug.
» Sandberg hefur hvað eftir
annað átt í útistöðum við þing-
menn Kristilega þjóðarflokks-
ins en þeir sögðust í gær vera
tilbúnir að „gefa honum tæki-
færi“ í nýja embættinu.
» Sandberg er á sakaskrá
vegna árásar hans á hælisleit-
anda í veislu árið 1997. Hann
var dæmdur til að greiða sekt.
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is
Allt fyrir raftækni
Hljómtæki
Cambridge Audio YOYO S
Bluetooth hátalari - 26.900 kr.
Atvinna