Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Það er ástæða til að
fagna vel heppnuðum
og málefnalegum
landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins um helgina.
Samstaðan og ein-
drægnin var mikil.
Forysta flokksins er
skipuð öflugum leið-
togum sem njóta mik-
ils stuðnings og
trausts.
Á landsfundinum var ég kosinn
formaður velferðarnefndar enda
verkefnið mér mjög hugleikið. Ég
þakka kærlega fyrir þann stuðning.
Þannig get ég verið þátttakandi í
mótun stefnu Sjálfstæðisflokksins í
þessum mikilvæga málaflokki. Ekki
síst skiptir þetta höfuðborgina
miklu máli.
Klárum meðferðarkjarna
og rannsóknarhús
við Hringbraut
Ég talaði á fundinum mjög
ákveðið fyrir því, að áfram verði
haldið af fullum krafti
að byggja upp þann
áfanga sem nú er í
gangi við Landspítala
og ljúka því verkefni
sem allra fyrst. Það
snýst um meðferð-
arkjarnann, sem er
bráðamóttaka, gjör-
gæsla, röntgen, seg-
ulómun og önnur
myndgreiningar-
starfsemi, rannsóknar-
starfsemi, skurðstofur,
aðhlynning og 200 ein-
staklingsherbergi fyrir veikustu
sjúklingana. Það verkefni er nú
þegar á fjárlögum þessa árs og á
fjárlagaáætlun til næstu ára. Hús-
næðið er að stórum hluta full-
hannað, en reynslan kennir okkur
að í opinberum framkvæmdum,
ekki síst stórum og fjárfrekum, þarf
stuðning, eftirfylgni og aðhald.
Það er nýtt í stefnu Sjálfstæðis-
flokksins að nú skuli einnig hugað
að staðarvali fyrir framtíðarupp-
byggingu sjúkrahúsþjónustu í borg-
inni með góðar samgönguleiðir að
leiðarljósi. Þannig verði horft til
nýrra og breyttra þarfa og fleiri
valkosta fyrir starfsmenn og sjúk-
linga og hugsanlega annars konar
sérhæfingu og þjónustu á næstu
áratugum. Byggja þarf upp öflugri
heilsugæslu, hjúkrunarrými, end-
urhæfingarstarfsemi og sér-
fræðiþjónustu á mörgum sviðum,
ekki síst fyrir eldri borgara. Þeim
fer sífellt fjölgandi. Ekki er nauð-
synlegt eða skynsamlegt að öll
sjúkrahússtarfsemi sé á einum stað
í bráðasjúkrahúsi sem á að vera há-
skólasjúkrahús í fremstu röð rann-
sókna og kennslu á sviði heilbrigðis-
mála. Nýtt staðarval getur einnig
létt undir með framtíðaruppbygg-
ingu Landspítala við Hringbraut og
endurnýjun á eldra húsnæði.
Móta eigendastefnu og
styðja við stjórnendur spít-
alans með sérstakri stjórn
Það er einnig nýmæli að álykta
að skipa skuli sérstaka stjórn yfir
Landspítala til stuðnings við stjórn-
endur og eftirfylgni með eigenda-
stefnu spítalans. Það á að tryggja
skýrari stefnumörkun Alþingis, sem
fulltrúa eiganda Landspítala, sem
er almenningur í landinu. Formleg
eigendastefna hefur aldrei verið
mótuð, hvað þá fengið tilhlýðilegan
stuðning innan spítalans. Mótun
heilbrigðisstefnu og tengt því eig-
endastefnu fyrir Landspítala há-
skólasjúkrahús er verkefni sem
Sjálfstæðisflokkurinn á að taka for-
ystu í og er alls ekki sett til höfuðs
læknum eða stjórnendum spítalans.
Skýr og ábyrg stefna og
samstaða er styrkleiki
Sjálfstæðisflokksins
Ég hafði komið að smíði þeirrar
landsfundarályktunar sem sam-
þykkt var á málefnafundi í velferð-
arnefnd og síðan nánast sam-
hljóma af landsfundarfulltrúum.
Það var því að lokum mjög góð
sátt um þetta á fundinum, þótt
vissulega séu einnig til þau sjón-
armið að hætta eigi núverandi
framkvæmdum við Hringbraut og
byrja aftur á nýrri staðarvals-
greiningu fyrir eitt stórt þjóðar-
sjúkrahús á einhverjum öðrum
stað. Þegar á reynir eru samt fáir
tilbúnir að taka þá áhættu sem
fylgir slíkri kúvendingu í bygging-
armálum Landspítala.
Skýr stefna í þessu máli, eins
og öðrum, er einn af styrkleikum
Sjálfstæðisflokksins. Það er verk-
efni Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík að endurheimta höfuð-
borgina og ljúka þessum verk-
efnum og öðrum sem skipta höf-
uðmáli fyrir Reykvíkinga og
reyndar alla landsmenn. Megi
okkur öllum ganga vel í því verk-
efni.
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson » Það er nýtt í stefnu
Sjálfstæðisflokksins
að nú skuli einnig hugað
að staðarvali fyrir fram-
tíðaruppbyggingu
sjúkrahúsþjónustu í
borginni með góðar
samgönguleiðir að
leiðarljósi.
Þorkell Sigurlaugsson
Höfundur er formaður velferð-
arnefndar Sjálfstæðisflokksins.
thorkellsig@gmail.com
Vel heppnaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins
Ole Anton Bieltvedt
skrifar í Morgunblaðið
9. mars um hreindýra-
veiðar og þá sér-
staklega um veiðar á
hreindýrskúm. Ole
Anton er annt og um-
hugað um velferð dýra
og er það vel. SKOT-
VÍS setur velferð dýra
og siðfræði veiða í for-
gang í sínu fræðslu-
starfi og stefnumótun.
Þessi málaflokkur er því skot-
veiðimönnum hugleikinn.
Það örlar þó á misskilningi í grein-
inni sem ég tel rétt að benda á. Kálf-
arnir eru ekki 8 vikna við upphaf
veiða.
Miðburður nefnist það er helm-
ingur hreinkúa tveggja ára og eldri
er borinn. Miðburður ræðst að miklu
leyti af tímasetningu fengitíma sem
aftur ræðst af ástandi kúnna á haust-
in (Reimers 1989). Árið 2005 var mið-
burður kúa á Vestur-Öræfum 13. maí
t.d.
Júní og júlí telja saman 61 dag og
ef bætt er við 9 dögum maí (sem er
lokaburðartími kálfa að öllu jöfnu) þá
eru dagarnir um 70 sem gera 10 vik-
ur.
Fyrstu 10 daga veiðitímans eru um
80-100 beljur felldar, svo lang-
stærstur hluti kvótans er felldur þeg-
ar kálfarnir eru fullra 12 vikna. Með
hlýnandi loftslagi hefur burðartími
kúa færst framar á vorið og á sínum
tíma var það metið svo að 10 vikna
kálfar væru orðnir sjálfbærir og því
óþarfi að fella þá með kúnum. Ekkert
hefur komið fram sem bendir til ann-
ars.
Hreindýraveiðimenn vilja fella
bráðina á sem sársaukaminnstan hátt
og án þess að valda öðrum dýrum í
hjörðinni óþarfa röskun. Því barðist
SKOTVÍS fyrir því að heimilt er nú
að nota hljóðdeyfa við veiðar. Með
slíkri notkun verður hjörðin mun ró-
legri og minnst truflun verður af veið-
unum.
SKOTVÍS hefur varað við að stytta
virkan veiðitíma því þá er hætta á að
daglegt álag á einstakar hjarðir verði
of mikið. Þegar talað er um virkan
veiðitíma þá er ekki saman að jafna
tveimur fyrstu vikum ágúst og tveim-
ur síðustu vikum september vegna
minnkandi dagsbirtu. Stækkandi
kvótar á takmörkuðum
veiðitíma kalla líka á að
dýrin fái ekki næga
hvíld til að nærast. Það
hlýtur að vera kappsmál
að dýrin fái örugglega
næði til að hvílast og
beita sér.
Áhrif hreindýra á
beitarland hafa verið
nokkuð skoðuð. Þau
nærast 50-70% á svip-
aðri fæðu og sauðfé. En
þau eru sérstaklega við-
kvæm fyrir sinni eigin
ofbeit þar sem þau nærast mikið á
fléttum sem eru mjög seinvaxnar teg-
undir. Því er það þekkt að hrein-
dýrastofnar geta hrunið þegar slíkt
ástand skapast. Til að halda stofn-
inum utan marka ofbeitar er veitt úr
honum árlega að fengnum tillögum
Náttúrustofu Austurlands og Hrein-
dýraráð fjallar síðan um. Tillögur um
kvóta berast síðan ráðherra frá Um-
hverfisstofnun. Ferlið er vandað og
ítarlegt og ákvarðanir um veiðar og
kvóta eru ekki úr lausu lofti gripnar.
SKOTVÍS ber fullt traust til þessa
ferlis og styður ákvörðun ráðherra.
Að lokum bendi ég á texta um
hreindýr sem birtist á bls 194 í
skýrslu sem unnin var fyrir umhverf-
is og auðlindaráðuneytið og kom út
2013.
„Ekki er kveðið á um verndun
hreindýra í þeim alþjóðasamningum
sem Ísland er aðili að og hafðir voru
til hliðsjónar við vinnu nefndarinnar.
Hins vegar eru hreindýr framandi
tegund í íslenskri náttúru sem gæti
orðið ágeng vegna beitaráhrifa ef
stofninum er ekki stjórnað. Sam-
kvæmt samningnum um líffræðilega
fjölbreytni ber því skylda til að
tryggja að hreindýrastofninn verði
ekki svo stór að hann valdi tjóni, fyrst
og fremst á gróðri.“
Veiðar á hreindýrs-
kúm og lífvænleiki
hreindýrskálfa
Eftir Áka Ármann
Jónsson
Áki Ármann
Jónsson
»Hreindýraveiðimenn
vilja fella bráðina á
sem sársaukaminnstan
hátt og án þess að valda
öðrum dýrum í hjörð-
inni óþarfa röskun.
Höfundur er líffræðingur, fyrrver-
andi veiðistjóri og formaður SKOT-
VÍS.
Leiðarahöfundur
Morgunblaðsins fór í
gær ranglega með
staðreyndir um áhorf
og hlustun á miðla
RÚV. Skal það leið-
rétt hér.
Í umræddum leið-
ara fór höfundur rangt
með notkun þjóðar-
innar á miðlum RÚV
og sagði m.a.: „Nú
sýna mælingar að frá
því kl. 18.15 síðdegis fram til morg-
uns hlustar varla nokkur maður á
Ríkisútvarpið og fáir á Ríkissjón-
varpið.“
Það er auðvelt að sannreyna
staðreyndir málsins, því að Gallup
mælir daglega notkun á öllum
helstu ljósvakamiðlum hér á landi.
Þessar tölur eru opinberar og hver
sem er getur kynnt sér þær á
heimasíðu Gallup.
Mikil dagleg
notkun
Á þessum tíma, síð-
degis frá kl. 18.15 til
kl. 19, stilla um 20%
þjóðarinnar á útvarps-
stöðvar RÚV og hlusta
í lengri eða skemmri
tíma, 14% hlusta eitt-
hvað á Bylgjuna og
um 2,3% á K100. Út-
varpshlustun lands-
manna er svo mun
meiri þegar að „kjör-
tími“ útvarps er skoð-
aður. Á sama tímabili horfa daglega
um 57% þjóðarinnar á dagskrá
sjónvarps RÚV en til samanburðar
má geta þess að um 15% lands-
manna horfa á Sjónvarp Símans og
36% horfa á Stöð 2 skv. sömu mæl-
ingum. Af þessum tölum má sjá að
fullyrðing leiðarahöfundar stenst
ekki.
Mikilvægur miðill
Ýmsar aðrar opinberar kannanir
eru gerðar á stöðu fjölmiðla og
gagnlegt er að rifja upp helstu nið-
urstöður þeirra af þessu tilefni.
Samkvæmt síðustu mælingu MMR
á trausti fjölmiðla nýtur Frétta-
stofa RÚV trausts tæplega 70%
þjóðarinnar en næsti fjölmiðill þar
á eftir nýtur trausts um 40% þjóð-
arinnar. Þegar Gallup spurði í fyrra
hver væri mikilvægasti fjölmiðill
þjóðarinnar nefndu um 72% að
RÚV væri mikilvægasti fjölmiðill
þjóðarinnar en næsti miðill sem
kom þar á eftir var nefndur í um
6% tilvika. Hlutdeild RÚV í áhorfi
og hlustun hefur haldist stöðug
undanfarin ár, þrátt fyrir fjölgun
nýrra miðla á markaði.
Staðreyndir um áhorf og
hlustun á miðla RÚV
Eftir Valgeir
Vilhjálmsson
Valgeir
Vilhjálmsson
Höfundur er markaðsrannsóknar-
stjóri RÚV.
» Athugasemd við
leiðara Morgun-
blaðsins í gær.
Það var magnað að
lesa status á fésbók
hjá Degi B. Eggerts-
syni nú fyrir nokkru
þar sem hann fullyrti
að þrátt fyrir hækkun
á leigu á síðasta ári í
félagslega húsnæðinu
þá myndi borgin
verja leigjendur með
húsaleigubótum.
Hann orðaði þetta
svo: „Hækkunin var
5% en samhliða henni hækkaði
borgin húsaleigubætur og sér-
stakar húsaleigubætur sem vörðu
leigjendur félagsins algerlega fyr-
ir breytingunni, og bætti jafn-
framt stöðu leigjenda með lágar
tekjur á almennum markaði.“
Ég held að allir þekki einhvern í
stórfjölskyldunni sem hefur þurft
að leita á náðir félagslega kerf-
isins einhvern tímann yfir ævina.
Af því að ég þekki smá til varð-
andi málin í Seljahlíð, hef fylgst
með því hversu mikið
högg þau hafa þurft
að þola sem þar búa í
þjónustuíbúðunum
þar sem leigan hefur
hækkað allt uppí 80%
á skömmum tíma þá
verð ég að segja að
þessi orð borgarstjóra
Reykjavíkur eru
óvænt. Samkvæmt
mínum upplýsingum
eru aðilar í 28 íbúðum
að fá húsnæðisbætur
af 44 (á heimasíðu
þeirra segir reyndar
að íbúðirnar séu 49). Þarna geta
verið vikmörk, þarna geta verið
ónákvæmar upplýsingar og hvað
sem er en eitt er ljóst, það er ekki
verið að verja alla leigjendur, að-
eins suma. Hinir sitja uppi með
svarta pétur.
Það fólk sem hefur þurft að
leita þangað og hefur náð að safna
saman einhverjum milljónum
króna yfir starfsævina fær ekki
bæturnar. Auðvitað varði meiri-
hlutinn ekki þetta fólk.
Sumir myndu segja: æi, þarna
var Dagur borgarstjóri að fara
ónákvæmlega með staðreyndir.
Aðrir myndu segja, æi, hann vissi
ekki betur. Eða þetta var kannski
smá ónákvæmt, eða svona frekar
mikið ónákvæmt en hann meinti
vel. En þeir sem voru ekki varðir
fyrir hækkunum myndu bara
segja: „Þetta er ekki rétt hjá
Degi.“
Ónákvæm fullyrðing
borgarstjóra
Eftir Börk
Gunnarsson »Ég hef fylgst með
því hversu mikið
högg þau hafa þurft að
þola sem þar búa í
þjónustuíbúðunum þar
sem leigan hefur hækk-
að allt upp í 80% á
skömmum tíma.
Börkur
Gunnarsson
Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.