Morgunblaðið - 21.03.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
✝ Sigurður Þor-leifsson fædd-
ist á Vífilsstöðum
í Garðahreppi 24.
nóvember 1948.
Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 11. mars
2018.
Foreldrar hans
voru Þorleifur
Björnsson, f. 24.
janúar 1926, d. 24. mars
1991, frá Þórukoti í Ytri-
Njarðvík, og Ragnheiður
Björnsdóttir, f. 13. október
1930, d. 5. mars 2018, frá
Vífilsstöðum í Garðahreppi.
Sigurður var elstur fjög-
urra systkina. Þau eru 1)
Björn Vífill Þorleifsson, f.
13.7. 1951, kvæntur Nönnu
Soffíu Jónsdóttur, f. 4.1.
1953. 2) Sigurgeir Þorleifs-
son, f. 9.10. 1959, kvæntur
14.12. 2008, og Hrafn, f.
8.12. 2013. 3) Hrannar Sig-
urðsson flugvirki, f. 13.2.
1979, kvæntur Gerði Guð-
jónsdóttur talmeinafræðingi,
f. 17.12. 1984. Börn þeirra
Frosti, f. 25.11. 2011, og
Mýrún, f. 22.9. 2014.
Sigurður og Sigrún slitu
samvistum 2010. Sambýlis-
kona Sigurðar var Ragnheið-
ur Valtýsdóttir, f. 25.2. 1949,
d. 10.8. 2017.
Sigurður ólst upp í Njarð-
víkum hjá foreldrum sínum
og á Vífilsstöðum hjá móður-
afa sínum og ömmu, Birni
Konráðssyni bústjóra og
Signhild Konráðsson, en
mestan hluta ævinnar bjó
hann í Hafnarfirði þar sem
þau Sigrún byggðu hús að
Hraunbrún 17.
Sem barn vann Sigurður
öll sumur á Vífilsstaðabúinu
hjá afa sínum. Sigurður út-
skrifaðist sem gagnfræð-
ingur frá Keflavík. Eftir það
eða árið 1967 fór hann á
samning hjá móðurbróður
sínum, Sigurði Björnssyni
húsasmíðameistara, og lauk
sveinsprófi í húsasmíði árið
1971. Sigurður bætti við sig
menntun og útskrifaðist frá
raungreinadeild Tækniskóla
Íslands árið 1973.
Árið 1973 fluttu þau
Sigurður og Sigrún til Dan-
merkur þar sem Sigurður
stundaði nám í byggingar-
tæknifræði. Þremur árum síð-
ar útskrifaðist hann frá
Ingeniörskolen í Horsens og
hóf störf á Verkfræðistofu
Guðmundar Magnússonar í
Kópavogi og Verkfræðistofu
Jóhanns Bergþórssonar.
Það var svo 1. júní árið
1980 sem Sigurður stofnar
sína eigin Tækniþjónustu
undir nafninu Tækniþjónusta
Sigurðar Þorleifssonar og
starfaði síðan þar allan sinn
starfsferil.
Sigurður var virkur félagi
í Sjálfstæðisflokknum í
Hafnarfirði og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum.
Einnig var hann félagi í
Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar í
mörg ár.
Útför Sigurðar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 21. mars 2018, klukkan
13.
Þóru Harðar-
dóttur, f. 2.6.
1961. 3) Guðrún
Þorleifsdóttir, f.
26.3. 1962, í sam-
búð með Johan
Thulin Johansen,
f. 23.11. 1959.
Sigurður
kvæntist 3. ágúst
1968 Sigrúnu
Óskarsdóttur, f.
2.3. 1948, börn
þeirra eru 1) Sigríður Anna
Sigurðardóttir gullsmiður, f.
22.10. 1967, gift Timo Salsola
gullsmið, f. 26.4. 1965. Börn
þeirra Armas Nökkvi þyrlu-
flugmaður, f. 24.2. 1994, og
Alvar Nói flugnemi, f. 5.5.
1998. 2) Hergill Sigurðsson
flugstjóri, f. 25.3. 1976,
kvæntur Örnu Rut Hjartar-
dóttur viðskiptafræðingi, f.
27.6. 1979. Börn þeirra
Hekla, f. 11.7. 2006, Birnir, f.
Það er skrýtið að setjast niður
og skrifa kveðjuorðin svona
snemma. Frá því þú greindist
með krabbamein fyrir rúmu ári
síðan þá varst þú alltaf ákveðinn
í að nýta hvern dag til hins ýtr-
asta og hélst í vonina þar til kall-
ið kom. Samanber það þá pant-
aðir þú þér miða á tónleika í
Hörpu núna í apríl sem þú ætl-
aðir að fara á. Þú svona þrjósk-
ur, ætlaðir ekki að tapa þessari
baráttu.
En minningarnar eru margar
og er ég þér endalaust þakklát-
ur. Þegar ég var barn vorum við
fjölskyldan dugleg að leika okk-
ur úti hvort sem það var sumar
eða vetur. Mér eru helst minn-
isstæðar vélsleðaferðirnar þar
sem við lékum okkur á vélsleðum
við Karlaríki. Skemmtilegast var
svo að fara á páskunum á sleð-
ann og enda daginn á því að
borða páskaeggið ofan í gígnum
á Skjaldbreið. Endalausar ferðir
í sumarbústaðinn Rjúpukot sem
þú og mamma byggðuð sjálf
skapa góðar minningar. Einnig
skíðaferðirnar til Austurríkis og
Ítalíu, þær gleymast seint.
Það sem þú kenndir mér sem
ungum strák er ég svo farinn að
leika eftir. Fjölskyldan fer sam-
an á skíði og í útilegur og svo
kemur einn daginn að páskavél-
sleðaferðinni.
Þú varst ávallt duglegur að
smíða og kenndir okkur að
bjarga okkur. Það hefur aldeilis
nýst mér vel við að gera upp
gamla húsið okkar Gerðar sem
þú hefur veitt mér miklar ráð-
leggingar með.
Fyrsta áfallið kom árið 2008
þegar þú fékkst mjög slæmt
heilablóðfall. Það stoppaði þig
ekki af og á þrjóskunni einni
komst þú þér aftur á fætur og
komst öllu starfsfólki á Grensási
á óvart.
Mér er minnisstætt þegar þú
bankaðir upp á hjá mér en þá
varstu í göngutúr til að æfa þig,
ekki í frásögur færandi nema
fyrir þær sakir að þú labbaðir
alla leið úr Breiðholtinu út á Sel-
tjarnarnes. Eitthvað sem margir
fullfrískir einstaklingar myndu
ekki einu sinni leggja á sig.
Þú varst einstaklega ósérhlíf-
inn þegar kom að því að hjálpa
öðrum. Þú varst alltaf tilbúinn að
réttahjálparhönd og í hvert
skipti sem mig vantaði aðstoð
hvort sem var að byggja sólpall
eða hvað sem er þá varstu alltaf
mættur fyrstur manna. Elsku
pabbi okkar. Nú ertu kominn á
betri stað og finnur ekki lengur
til. Þú varst okkar klettur í
gegnum lífið, alltaf hægt að
treysta á þig og þú kenndir okk-
ur margt og mikið. Takk fyrir líf-
ið.
Þinn sonur
Hrannar.
Elsku pabbi er farinn. Hann
dó 11. mars á líknardeild Land-
spítalans eftir baráttu við
krabbamein. Hans síðustu vikur
voru svolítið einkennandi fyrir
hans karakter, temmilega kæru-
laus og ekki mikið að sýna til-
finningar. Kvartaði aldrei og lét
lítið á því bera að hann væri að
berjast við banvænan sjúkdóm.
Við vorum búin að vita í þó-
nokkurn tíma í hvað stefndi en
eins og hann var þá vildi hann
lítið tala um veikindin og spurði
frekar frétta af barnabörnunum
eða því sem ég var að fást við í
vinnunni hverju sinni.
Það leyndi sér þó ekki að
pabbi var stoltur af sínum börn-
um og barnabörnum og hafði orð
á því að sér liði vel með að
kveðja þar sem hann var sann-
færður um að fjölskyldunni
vegnaði vel.
Ég vil þakka fyrir þann tíma
sem við áttum saman og þau
gildi sem hann sendi mig með út
í lífið.
Hergill Sigurðsson.
Sigurður
Þorleifsson
✝ Lars ErikBjörk fæddist
í Borlänge í Sví-
þjóð 7. janúar
1937. Hann lést á
Vífilsstöðum 5.
mars 2018.
Foreldrar Lars
voru Erik Ivar
Björk, f. 27. júní
1904, d. 2002, og
Astrid Elísabet
Björk, f. 29. febr-
úar 1912, d. 2005. Systir Lars
er Ulla Margareta, maki Stieg
Erikson, sonur þeirra er Lars
Göran Erikson kvæntur Gunn-
illa, synir þeirra eru Wilmer
og Oskar.
Lars lauk skyldunámi í Bor-
länge og bætti við sig versl-
unarskóla og starfaði við bók-
hald olíufélagsins Gulf í Falun
þar til herskyldan kallaði.
Hann kom til Íslands árið
sinni út starfsævina. Börn
hans og Matthildar eru 1) Ein-
ar Ívar Eiríksson, f. 14. mars
1957, kvæntur Björk Þor-
steinsdóttur, f. 4. janúar 1956,
þau eiga saman dæturnar a)
Matthildi Guðnýju Björk, f. 1.
apríl 1987, maki Aðalsteinn
Kristófersson og þau eiga Er-
ik Ægi. b) Þórdísi Lilju, f. 4.
nóvember 1992, maki Jóhann
Breiðfjörð, börn hennar eru
Einar Kristinn og Svanhvít
Björk. c) Áður átti Einar son-
inn Hlífar, f. 12. mars 1982,
kvæntur Ingibjörgu Ösp, börn
þeirra eru Bylgja Dögg og
Þröstur Breki. Fyrir átti
Björk synina Svein Axel og
Steindór Arnar.
2) Astrid Björk, f. 12. ágúst
1970, gift Einari Jónassyni,
þau eiga saman Guðborgu
Lovísu og Ívar Bjarka. Áður
átti Astrid dótturina Matthildi
Björk.
Útför Lars fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 21. mars 2018,
klukkan 13.
1957 og kvæntist
Matthildi Einars-
dóttur, f. 6. nóv-
ember 1935, í Vík
Mýrdal. Þau
skildu 1980.
Matthildur er
dóttir Einars
Bárðarsonar eldri,
f. 3. apríl 1901, d.
1975, og Svan-
hvítar Sveins-
dóttur, f. 22. jan-
úar 1911, d. 1984.
Þegar herskyldu lauk flutt-
ist Lars til Íslands og hófu þau
búskap á Íslandi 1959.
Hann fór þá að vinna í Öl-
gerð Egils Skallagrímssonar
og vann þar til 1961, hóf hann
störf hjá Kassagerð Reykja-
víkur, nam þar prentmynda-
ljósmyndun og vann við þá iðn
til 1983. Þá gerði hann áhuga-
málið, ljósmyndun, að atvinnu
Árið 1984 hóf ég störf á Ljós-
myndastofu Reykjavíkur. Sonur
minn var þá eins árs og keyrður
um í forláta Silver Cross-vagni.
Einhvern tímann var ég með
drenginn í vinnunni og vagninn
niðri, þá kemur Lassi og spyr
hver eigi ávaxtakörfuna niðri, ég
kom alveg af fjöllum, en Lassi
hristist úr hlátri og sagði: „Ég
meina þetta sem fólk keyrir
ávexti ástar sinnar um í.“
Seinna fór hann svo á samning
hjá Emil Þór og kláraði sveins-
próf, en fyrir var hann offsetljós-
myndari og hafði unnið í Kassa-
gerðinni um langan tíma, en
jafnframt hafði hann ferðast mik-
ið um landið og tekið mikið af
landslagsmyndum. Ég er með
eina uppi á vegg í stofunni hjá
mér og keypti líka aðra til að gefa
í fertugsafmælisgjöf.
Við vorum nokkur sem unnum
á Ljósmyndastofu Reykjavíkur,
Emil Þór sá mestmegnis um loft-
myndatökur, ég um stúdíóið,
„retouch“ og upplímingu og
Lassi var mest í svart-hvítu-
kompunni, enda geysilega vand-
virkur, það er stór hluti vinnunn-
ar við góða mynd sem fer fram í
kompunni. Við Lassi sáum svo
um passamyndatökurnar, það
var mikið tekið af þeim á þessum
árum, enda stofan við hliðina á
lögreglustöðinni, ég held að það
hafi allir verið brosandi á mynd-
unum hjá Lassa, hann var svo
stríðinn og fyndinn.
Sonur minn stækkaði og
þroskaðist á þessum árum og
lærði ýmislegt mis-gagnlegt af
Lassa, m.a. að binda saman skó-
reimarnar mínar, einnig er mér
minnisstætt þegar Lassi var
módel í sveinsprófi hjá nema sem
var að taka á blaðfilmu í belgvél,
Lassi sat náttúrlega ekkert kyrr,
þannig að aumingja neminn var
heila eilífð að stilla fókusinn. Allt-
af sami prakkarinn.
Það færist yfir mann bros við
tilhugsunina um öll prakkara-
strikin þín, Lassi minn, það var
frábært að fá að kynnast þér.
Kveðja,
Edda ljósmyndari.
Lars Erik Björk
Magnús Guð-
mundsson stóð fjár-
mála- og bókhalds-
vaktina í HB & CO
Akranesi alla sína starfsævi. Það
var alveg sama hvað á gekk aldrei
lét hann slá sig út af laginu og
aldrei skipti hann skapi. Fag-
mennskan, ljúfmennskan og hóg-
værðin var það sem einkenndi
Magnús og tryggðin við fyrirtæk-
ið og samstarfsfólk.
Án efa þurfti hann oft að taka á
honum stóra sínum í takt við
rekstraraðstæður sjávarútvegsins
í áratugi. Það var ekki alltaf til fyr-
ir launum á réttum tíma í þá daga.
Fagmennska hans í gegnum líf-
ið lýsti sér á margan hátt. Heimili
þeirra Magnúsar og Ernu var allt-
af í takt við nýjustu strauma í
hönnun og snyrtimennskan í fyr-
irrúmi. Garðurinn þeirra var alltaf
Magnús
Guðmundsson
✝ Magnús Á.Guðmundsson
fæddist 30. ágúst
1926. Hann lést 24.
febrúar 2018.
Útför Magnúsar
fór fram 8. mars
2018.
eins og skrúðgarður
vel hirtur og litríkur.
Öll ferðalögin þeirra
voru vel skipulögð
og hver mínúta nýtt
til að kynnast menn-
ingu lands og þjóðar.
Röddin, orðavalið,
göngulagið, um-
ræðuefnið, klæðnað-
urinn, allt bar vitni
um fagmennsku
hans og yfirvegun.
Magnús var fróður um allt á
milli himins og jarðar, enda lífs-
reyndur og skipulagður. Það var
alltaf hægt að leita til hans. Hann
kenndi mér margt, m.a. um við-
skipti og skipulag ,þegar ég kom
grænn úr skóla til vinnu í HB &
Co.
Magnús og Erna voru hluti af
HB-fjölskyldunni. Þau fögnuðu
með okkur á gleðistundum og
tóku líka þátt í erfiðleikum okkar
og sorg.
Ég kveð Magnús með mikilli
virðingu, þakklæti og hlýju í huga.
Fyrrum látnir samstarfsmenn og
vinir hans í áratugi taka honum
örugglega fagnandi.
Sturlaugur Sturlaugsson.
Innilegar þakkir og hlýhugur til allra sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna
andláts og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU HJÖRLEIFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Grund fyrir
alveg sérstaklega faglega og kærleiksríka umönnun.
Sigdís Sigmundsdóttir
Hjördís Sigmundsdóttir Kristinn Waagfjörð
Benedikt Sigmundsson Erna Þórunn Árnadóttir
Lárus Sigmundsson
Þóra Arnheiður Sigmundsd. Jóhannes Oddsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýju vegna andláts elskulegs eiginmanns
míns,
BJÖRNS B. JOHNSEN
læknis.
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT NORLAND,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 22. mars klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Gigtarfélag Íslands.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristín Norland
Jón Norland Sigríður L. Signarsdóttir
Halla Norland
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KIRSTIN OLSEN PÁLMASON,
lést 14. mars
Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudag
23. mars klukkan 11.
Skarphéðinn Pálmason
Sigurður Skarphéðinsson Else Fredsted Gade
Guðrún Skarphéðinsdóttir Aleksandar Stojadinovic
María Skarphéðinsdóttir Michael Gravlund Olsen
og barnabörn