Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 ✝ Gísli Steinar Jó-hannesson fæddist á Gauks- stöðum í Garði 26. september 1924. Hann lést 11. mars 2018 á Landspít- alanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Helga Þor- steinsdóttir frá Melbæ í Leiru og Jó- hannes Jónsson frá Gauksstöðum í Garði, útvegs- bændur að Gauksstöðum. Gísli var sjöunda barn þeirra hjóna af fjórtán systkina hópi, og eru þau nú öll látin. Gísli ólst upp í Garðinum og lauk hann skyldunámi auk þess að sinna þeim störfum sem fylgdu stóru heimili. Hann fór fyrst til sjós fjórtán ára gamall. Hann stundaði nám við Héraðsskólann frá Smádölum. Gísli og Sigríður eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Valgerður Gísladóttir, f. 25. októ- ber 1954, d. 25. ágúst 1993, maki Gylfi Geirsson, sonur þeirra er Gísli Geir. 2) Helga Gísladóttir, f. 17. ágúst 1957, maki Eiríkur Sig- urðsson, börn Matthías, Eiríkur Valur og Sigurður Gísli. 3) Gísli Steinar Gíslason, f. 21. nóvember 1964, maki Inga Rós Aðalheiðar- dóttir, börn Tinna Valgerður, Heiðar Steinn, Ómar Hrafn, Jón- ína Líf og Mikael Magnús. Barna- barnabörn Gísla og Sigríðar eru tólf. Þau bjuggu lengst af í Frosta- skjóli í Reykjavík en síðustu ár dvaldi Gísli á Hrafnistu í Reykja- vík. Gísli gerðist meðlimur í Odd- fellow-reglunni Þorkeli Mána og var virkur í starfi þeirra. Eftir að Gísli hætti sjómennsku og starfaði sem útgerðarmaður stundaði hann golf og vann til margra verðlauna, fór meðal annars tvisvar holu í höggi. Útförin fer fram frá Neskirkju í dag, 21. mars 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. á Laugavatni, síðar hóf hann nám við Sjómannaskólann í Reykjavík sem hann útskrifaðist frá 1949 og stundaði alla tíð síðan sjómennsku og útgerð, fyrst sem háseti og síðar sem stýrimaður, og loks skipstjóri á sínum eigin skipum. Gísli stundaði útgerð með föður sínum og Þorsteini bróður sínum frá Garðinum, þar sem þeir gerðu út Jón Finnsson GK 506 og ráku einnig umsvifamikla fiskvinnslu, síðar rak hann sína eigin útgerð. Gísli kvæntist Sigríði Skúla- dóttur 1. júlí 1950. Foreldrar Sig- ríðar voru Valgerður Jónsdóttir frá Hópi í Grindavík og Skúli Þorkelsson húsasmíðameistari Elsku pabbi hefur fengið hvíld- ina. Hann var orðinn mikið veikur og hvíldinni feginn eftir langa og góða ævi. Það er margt sem rifjast upp sem á daga hans hefur drifið. Góðar minningar hrannast upp frá lífinu í Granaskjóli og síðar Frostaskjólinu og frá skipunum hans, frá heimsóknum til afa, ömmu á Gauk og Nonna frænda, húsinu þeirra við sjóinn og stór- kostlegu umhverfi þar í kring. Það hefur verið mikið ævintýri að alast þar upp í stórum systk- inahópi. Ég minnist þess þegar pabbi tók mig með á síldarveiðar 10 ára gamla. Það var mikið ævin- týri fyrir mig sem ég mun aldrei gleyma. Svo var það fyrsta ferðalagið okkar til Mallorca 1971 þegar gjaldeyrir var skammtaður og flytja þurfti með sér matvæli frá Íslandi til að drýgja peninginn, meira að segja mjólk sem lak svo um allan flugvöllinn á Spáni. Svo ferðuðumst við innanlands á ekki svo þéttum bílum til að byrja með á moldarvegum og rykið fyllti bíl- inn þó var allt kapp lagt á að ná sem fyrst á leiðarenda og stoppa sjaldan eða ekki. Pabbi var góður maður, sterkur, réttsýnn og sjálfstæður. Hann var á sjó í 48 ár og eftir að í land var komið tók golfið við og stundaði hann það af sama dugn- aði og sjómennskuna. Hann hafði gaman af dýrum og hændi hann að sér alla ketti í hverfinu með matargjöfum og einnig hafði hann mjög gaman af því að gefa fuglunum stórum og smáum. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þín Helga. Þegar maður horfir á eftir manni eins og pabba sem kveður okkur á nítugasta og fjórða ald- ursári lítur maður til baka og reynir að ímynda sér allar þær breytingar sem hann hefur upp- lifað á sinni löngu ævi. Pabbi ólst upp í stórum systkinahópi suður í Garði þar sem hann fékk kær- leiksríkt uppeldi foreldra sinna og naut samvista við systkini á uppvaxtarárum sínum. Þær voru ófáar sögurnar sem hann sagði okkur af því hvernig lífið var á Gauksstöðum í gamla daga, og alveg sama hvað hann sagði þær oft, þær voru alltaf jafn spennandi og oft sveipaðar mikl- um ævintýraljóma. Pabbi var einn af fjórtán systkinum en tólf af þeim komust á legg. Í þá daga gengu allir til verka á stóru heim- ili og systkinin pössuðu upp á hvert annað. Pabbi var fjórtán ára gamall þegar hann fór fyrst til sjós, árið 1938. Það er magnað að hugsa til þess hvernig aðbúnaður var til sjós í þá daga. Bátakostur voru litlir trébátar og aðbúnaður um borð ekki upp á marga fiska mið- að við nútíma kröfur. Mamma og pabbi gengu í hjónaband 1. júlí 1950. Þau eign- uðust okkur þrjú systkinin og bjuggu okkur fallegt og ham- ingjuríkt heimili. Árið 1964 flutt- um við í Frostaskjól í Vestur- bænum en það hús höfðu byggt og bjuggu þar í rúm 40 ár. Pabbi átti farsæl ár á sjónum og naut þess að glíma við öldurn- ar, hann upplifði síldarárin og all- ar þær breytingar sem við Íslend- ingar höfum gengið í gegn um í okkar sjávarútvegi. Í þau ár sem ég starfaði með honum í útgerð upplifði ég hversu mikla ástríðu hann hafði fyrir sjómennskunni. Hann var mjög framasækinn og hikaði ekki við að prófa nýjungar bæði í veiðarfærum og tækjabún- aði. Þegar pabbi hætti sjómennsku á sextugasta aldursári og gerðist útgerðarmaður var hann svo heppinn að Gunnar á Arnfirðingi vinur hans kynnti hann fyrir golf- íþróttinni. Í stuttu máli varð hann heltekinn af henni og stundaði hana á hverjum degi eftir það. Hann var fljótur að ná tökum á íþróttinni og vann til margra verðlauna, og fór tvisvar holu í höggi. Ég var svo dreginn af stað í golfið um páska nokkrum árum seinna í snjókomu og roki á golf- vellinum á Seltjarnarnesi. Við áttum mörg góð ár saman á golf- vellinum og hugsa ég oft um þann gamla þegar ég lendi í ógöngum úti á vellinum, og spyr mig: hvað hefði hann gert? Lífið var þó ekki alltaf dans á rósum, en árið 1993 urðu foreldr- ar mínir fyrir því áfalli að missa dóttur sína Valgerði, eftir stutt veikindi. Þetta varð þeim mjög þungbært. Ég var svo heppinn að ná að fara á eina vertíð með honum á síld, þegar ég var 18 ára, austur á fjörðum. Það eru tímar sem ég hugsa oft til og monta mig af í góðra vina hópi. Það var stórkost- legt að sjá hann gera það sem hann var bestur í. Þegar hann kallaði „klárir!“ og við rukum í gallana og þustum upp á dekk, svo tók við bið, svo kom allt í einu „LAGGO“. Það var gaman að fylgjast með þessum gamla jaxli sem hafði lif- að tímana tvenna. Hann gat með einni handhreyfingu á sinn sér- staka hátt sagt meira en þúsund orð. Pabbi var góður maður og hug- rakkur. Guð geymi þig, besti minn. Þinn Gísli. Með Gísla móðurbróður okkar er genginn hinn síðasti af syst- kinunum frá Gauksstöðum í Garði, börnum Helgu Þorsteins- dóttur og Jóhannesar Jónssonar útvegsbónda. Þau fæddust á ár- unum 1914-1937, tvö létust í æsku en hin komust öll til fullorðinsára. Þessi systkini uxu upp á Gauks- stöðum og tóku þau smám saman meiri og meiri þátt í störfum og rekstri heimilis og útgerðar eftir því sem árin liðu og þroski leyfði. Afi og amma byggðu stórt íbúðarhús, fjós og hlöðu og fisk- verkunarhús, þar sem foreldrar, börn og barnabörn unnu við bú- rekstur og fiskverkun. Eftir því sem börnin fullorðnuðust hurfu þau á braut, sum settust að í Keflavík en önnur í Reykjavík, þar á meðal Gísli Steinar. Mál þróuðust svo að fjögur af þessum systkinum settust að í austanverðu Húnaþingi, m.a. fóru þrjár systurnar til námsdvalar í Kvennaskólanum á Blönduósi og ílentust síðan. Voru jafnan mikil samskipti við fólkið í Garðinum, gagnkvæmar heimsóknir og aldr- ei hverfur úr minni hvað sól- þurrkaði saltfiskurinn frá Gauks- stöðum bragðaðist vel. Slíkur fiskur fæst vart lengur. Gísli fór fyrst á sjó 15 ára og mátti þá berjast við sjóveiki sem þó rjátlaðist af honum með þrjóskunni eins og hann orðaði það. Eftir að hann lauk sjó- mannaskólanum tók hann við bátnum Jóni Finnssyni, sem var nefndur eftir afa hans, og var síð- an á sjó nærri hálfa öld. Keyptir voru nýir bátar en nafninu haldið og urðu skipin alls fjögur með þessu nafni. Smám saman tók út- gerðin meiri tíma og Gísli fór að vera sífellt meira í landi, en þótti þó alltaf hressandi að fara á sjó- inn til að losna úr pappírsfargan- inu. Tvö björt og hlý sumur, 1960 og 1961, var kona Gísla, Sigríður Skúladóttir, í 4-5 vikur á Torfa- læk, með dætur sínar tvær, Gísli yngri sonur þeirra var ekki fædd- ur, meðan bóndi hennar var á síldveiðum fyrir norðan land. Sig- ríður tók þátt í heimilishaldi og heyskap af röskleik, milli þess sem hún brá sér í útreiðartúra. Fylgst var grannt með aflatölum sem voru lesnar upp í hádegisút- varpinu dag hvern, enda kapp í mönnum að landa sem mestum og bestum afla. Sóttu bátar víðs veg- ar að í síldina sem gekk þá fyrir Norðurlandi og síðan austur um. Jafnan var Gísli í fremstu röð á Jóni Finnssyni, en það þarf þó að hafa í huga að bátarnir byrjuðu missnemma á síldarvertíðinni þannig að heildaraflinn var eðli- lega breytilegur. Gísli var vel vaxinn og þrekinn, þéttur á velli og kunni vel að láta heyra til sín, aldrei nein logn- molla í kringum hann, en var jafn- an glettinn og gamansamur. Þeg- ar hann hætti með útgerðina skipti hann á sjópokanum og golf- pokanum, eins og hann orðaði það, og fékk þar útrás fyrir keppnislundina. Við bræður sendum Sigríði, Helgu og Gísla yngri og börnum þeirra samúðarkveðjur. Jón Torfason og Jóhannes Torfason. Á síldarvertíð sumarið 1963 fylgdumst við allir skipverjar á Leifi Eiríkssyni RE 333 á vökt- unum náið með samskiptum kall- anna – skipstjóranna á bátunum. Á ljósvakanum var allan sólar- hringinn í gangi lifandi gagnvirk fréttastöð þar sem þeir skiptust á upplýsingum um hvaðeina sem máli gat skipt um gang veiðanna. Þar var Gísli Jóhannesson á Jóni Finnssyni GK 506 í Garði einn fremstur meðal jafningja og lagði ævinlega gott til málanna. Ég hafði aldrei hitt hann. Eins og flestir bar ég mikla virðingu fyrir honum úr fjarlægð. Yfirvegun, málsnilld, ráðsnilli hans og þekki- leg rödd er mér minnisstæð. Afla- skipstjórarnir margir voru nán- ast í guðatölu. Fyrir mér var Gísli „hinn hávi“ – sjálfur Óðinn. Ég kynntist því 30. ágúst þetta sumar að aðdáun mín á Gísla var fyllilega verðskulduð þegar kjarkur hans, kunnátta og dugn- aður varð til þess að ég stend í ei- lífri þakkarskuld við hann. Ég á honum líf mitt að launa. Þetta jökulkalda ágústkvöld vorum við búnir að ná risakasti í ljósaskiptunum og vorum langt komnir með að fylla bátinn 100 mílum NNA af Langanesi þegar veðrið rauk upp og gerði fárviðri á örskotsstundu. Stórsjór, nær fullhlaðið skipið og mikið af dauðri síld í nótinni við skipshlið- ina varð til þess að skip okkar náði ekki að verjast stórri öldu en valt og sökk á skammri stundu með nótina fljótandi í sjónum inn- an um brak úr skipinu. Ef ekki hefði verið fyrir snarræði Gísla í samvinnu við Helga Aðalgeirsson á Sigfúsi Bergmann GK 38 og menn þeirra hefðu allir á Leifi Ei- ríkssyni farist í kolniðamyrkri, í stórsjó með sjávarhitann um 2 °C og nánast fárviðri. Kunnátta og æðruleysi áhafna þessara báta bjargaði okkur öllum nema einum. Hér eru ekki tök á að segja frá þessu björgunarafreki í heild. Hetjuskapur Gísla fólst ekki síst í því að sigla skipi sínu drekk- hlöðnu inn á slysstaðinn þar sem nótin hefði getað lent í skrúfunni og nótin sem var föst við Leif Ei- ríksson að dragast niður í djúpin á eftir skipinu og hefði vel getað sökkt skipi Gísla. Þegar ég náðist um borð hafði ég verið góðan hálf- tíma í sjónum – hangandi á tóm- um mjólkurbrúsa í helköldum sjónum í Norður-Íshafinu. Aðeins mínútur skildu að líf eða dauða. Loks þegar ég mannaði mig upp til þess að leita Gísla uppi ár- ið 2013, hálfri öld eftir slysið, til þess að þakka honum lífgjöfina tók hann mér eins og þráðurinn hefði aldrei slitnað á milli okkar. Dagurinn varð einn af betri dögum lífs míns. Við töluðum saman í margar klukkustundir. Hittumst svo aftur nokkru seinna ásamt flestum þeim sem enn lifðu af áhöfnum skipanna þriggja sem börðust þarna við náttúruöflin. Sá dagur mun einnig lifa með mér til míns dánardægurs sem verður a.m.k. 55 árum seinna en horfði í árdaga lífs míns þessa ágústnótt. Þjóðin öll stendur í þakkar- skuld við menn eins og Gísla á Jóni Finnssyni sem drógu okkur Íslendinga upp úr fátækt á síð- ustu öld með dugnaði sínum og kjarki. Margir guldu fyrir það með lífi sínu. Fórnir íslenskra sjó- manna voru slíkar að slysatíðnin hefði lítið breyst þó að enginn okkar á Leifi Eiríkssyni hefði bjargast. Fyrir mína hönd og afkomenda minna 16 talsins, sem aldrei hefðu orðið nema fyrir dáð Gísla, sendi ég fjölskyldu Gísla samúðar- kveðjur en einnig þakklæti fyrir að hafa átt hann að þegar mikið lá við. Valdimar Hergils Jóhannesson. Gísli Steinar Jóhannesson HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Elsku afi okkar, við elsk- um þig. Tinna og Heiðar. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI VIÐAR leigubílstjóri, Hraunsvegi 13, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 13. mars. Útför hans fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 26. mars klukkan 13. Katrín Björk Friðjónsdóttir Friðjón Viðar Pálmason Soffía Sveinsdóttir Ásdís Björk Pálmadóttir Páll H. Ketilsson Jóhanna Björk Pálmadóttir Sigurður Sigurðsson Anna Jóna Pálmadóttir Böðvar Hrólfsson Þórey Dögg Pálmadóttir Hjalti Sigurðsson afabörn og langafabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNAR HAFSTEINN ELÍASSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést 18. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 22. mars klukkan 13. Sigríður V. Gunnarsdóttir Reynir Gunnarsson Sigþóra Gunnarsdóttir Hallgrímur E. Árnason Guðbjörg Gunnarsdóttir Helge Karsten Kleppe Guðrún Elsa Gunnarsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KR. INGADÓTTIR, Byggðarhorni, er látin. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. mars í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 23. mars klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Einstök börn. Gísli Geirsson Baldvin Ingi Gíslason Jóhanna Þorvaldsdóttir Bára Kristbjörg Gísladóttir Ágúst Ármann Sæmundsson Sigurjón Ingi Gíslason Erna Sólveig Júlíusdóttir Ingi Magnús Gíslason Bergþóra Björk Guðmundsd. Sigríður Ruth Gísladóttir Kristján Magnússon barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.