Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
✝ Guðný Sæ-mundsdóttir
fæddist 16. ágúst
1925 í Vík í Mýr-
dal. Hún lést á
Hrafnistu í
Hafnarfirði 15.
mars 2018.
Guðný ólst upp í
Vík í Mýrdal til
1945 er hún flutti
til Reykjavíkur.
Foreldrar hennar
voru Oddný Runólfsdóttir, f. á
Suður-Fossi í Mýrdal 19.5.
1880, d. 28.1. 1968, og Sæ-
mundur Bjarnason, f. í Hraun-
bæ í Álftaveri 4.10. 1880, d.
29.3. 1962.
Guðný var yngst systkina
sinna en þau voru: Guðlaug, f.
1908, d. 1999, Margrét, f. 1910,
d. 1985, Guðný Pálína, f. 1912,
syni tannlækni, f. 1946. Þeirra
sonur er Eyjólfur Örn, í sam-
búð með Sigurrós Jóhanns-
dóttur, og eiga þau Sunnu Mar-
gréti, Jón Ásgeir og Jóhann
Birki. 2) Magnús Guðjón,
íþróttakennari, f. 1957, kvænt-
ur Erlu S. Ragnarsdóttur, að-
stoðarskólameistara, og eiga
þau Teit. Fyrir á Erla Millu
Ósk og Völu Rún. 3) Oddný Sæ-
unn, verslunareigandi, f. 1966,
gift Ara Frey Steinþórssyni,
verslunareiganda, f. 1967, og
eiga þau Ernu Guðnýju, Írunni
Þorbjörgu, Kötlu Margréti og
Hrefnu Steinunni.
Guðný fékkst við verslunar-
störf áður en hún gifti sig en
síðar starfaði hún á Vistheimil-
inu á Vífilsstöðum. Þau hjónin
bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í
Hafnarfirði en reistu sér hús í
Garðabæ upp úr 1960 og
bjuggu þar ætíð síðan.
Eftir að Teitur lést flutti hún
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 21. mars
2018, og hefst athöfnin kl. 15.
d. 1912, Guðrún
Pálína, f. 1913, d.
2003, Bjarni Guð-
mann, f. 1915, d.
2004, Ingólfur Þor-
steinn, f. 1916, d.
2004, Finnur Helgi,
f. 1920, d. 1938, El-
ín Sigurbjört, f.
1922, d. 2008, Run-
ólfur, f. 1924, d.
2010.
Guðný giftist
Teiti Magnússyni skipstjóra, f.
29.10. 1920, d. 20.12. 2008.
Foreldrar hans voru Margrét
Teitsdóttir, f. 29.11. 1892, d.
22.10. 1971, og Magnús Helga-
son, f. 10.9. 1892, d. 30.12.
1981.
Börn Guðnýjar og Teits eru
1) Margrét, geislafræðingur, f.
1947, gift Jóni Ásgeiri Eyjólfs-
Tengdamóðir mín Guðný Sæ-
mundsdóttir lést 15. mars sl. á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hafði
hún búið í góðu atlæti undanfarin
ár síðan maður hennar, Teitur
Magnússon skipstjóri, lést 2008.
Hún hafði oft á orði upp á síð-
kastið að sinn tími væri kominn
og ég veit að hún fór yfir móðuna
miklu sæl lífdaga.
Það eru meira en 50 ár síðan
við tengdumst sterkum böndum
og ekki man ég eftir því að nokk-
urn tímann hafi borið skugga á
vináttu okkar eða að okkur hafi
orðið sundurorða. Hún tók mér
strax eins og sínum eigin syni og
gerði mér ljóst að ég væri vel-
kominn í fjölskylduna. Hún var
sterkur karakter, dugleg og já-
kvæð og hjá henni voru engin
vandamál heldur bara lausnir.
Sem sjómannskona sinnti hún
öllum rekstri á heimilinu og gott
betur en það. Hún gat lagfært
allt á heimilinu sem fór úrskeiðis
og gat jafnvel gert við heimilis-
bílinn.
Hún var ættuð úr Vík í Mýrdal
og hafði miklar taugar til heima-
haganna.
Gamla húsið sem hún var alin
upp í var henni kært og hún var
alltaf í forystu að bæta það og
lagfæra og ég man ekki betur en
að hún hafi farið upp á þakið að
mála það þegar hún var um átt-
rætt. Mér eru líka minnisstæðar
ferðir okkar Margrétar með
þeim hjónum er við keyrðum um
Evrópu og ekki síst er við keyrð-
um um Skotland þvert og endi-
langt.
Guðný var listræn og á efri ár-
um fór hún að mála með vatns-
litum. Varð þá helst landslag fyr-
ir valinu og voru Víkurdrangar í
Reynisfjöru í miklu uppáhaldi
hjá henni. Víst er að margir í fjöl-
skyldunni eiga myndir eftir hana
sem þeim eru kærar.
Jákvæðni var vörumerki henn-
ar og alltaf fór maður frá henni
léttari í lundu en maður kom til
hennar. Þannig smitaði hún út
frá sér birtu og léttleika sem
hafði áhrif á þá sem umgengust
hana. Árin sem hún bjó á Hrafn-
istu voru henni ákaflega ánægju-
leg og vil ég gjarnan koma hér
þakklæti til starfsfólksins, sem
var henni ákaflega umhyggju-
samt og gott. Megi minningin um
þessa góðu konu lifa í hjörtum
okkar.
Jón Ásgeir Eyjólfsson.
Elsku Guðný, tengdamóðir
mín, er látin 92 ára að aldri, södd
lífdaga.
Guðný var einstaklega hlý og
umhyggjusöm kona. Hún vildi
öllum það besta og meðan hún
hafði heilsu til fylgdist hún vel
með sínu fólki. Hún naut sín best
í kringum börnin, hlustaði á þau
þolinmóð, spilaði og púslaði og
bauð upp á alls konar kræsingar,
allt sem hún átti til. Gómsætu
pönnukökurnar voru í sérstöku
uppáhaldi hjá öllum í fjölskyld-
unni og Teitur minn vissi fátt
betra en að fara til ömmu gömlu,
eins og hann kallaði hana, og fá
ömmugums – einhvers konar
hafragrautshræring og lax með
vanilluís.
Mig langar til að þakka henni
svo ótal margt. Allar ánægjulegu
samverustundirnar, ástina og al-
úðina sem hún sýndi börnunum
okkar, gleðina sem einkenndi allt
hennar fas, gæskuna sem hún
sýndi bæði mönnum og dýrum,
ferðirnar á æskuslóðirnar í Vík í
Mýrdal, spilastundirnar, mál-
verkin sem hún var svo dugleg að
mála, sérstaklega af Víkurdröng-
unum.
Guð geymi þig Guðný mín,
minning þín lifir.
Erla Sigríður
Ragnarsdóttir.
Elsku amma Guðný kvaddi
okkur þann 15. mars, fallegi eng-
illinn minn. Núna ímynda ég mér
hana í himnaríki að baka heims-
ins bestu pönnukökur með afa
Teiti og gefa Ronju fyrstu
„ónýtu“ pönnukökuna. Allar
minningarnar sem við eigum
saman munu ávallt ylja mér um
hjartarætur um ókomna tíð. Þeg-
ar við fórum í Víkina í ömmuhús
að hafa það notalegt á flottasta
stað á Íslandi. Þegar þú og afi
hjálpuðu mér með heimalærdóm-
inn í Hofsstaðaskóla eða þegar
ég kom að æfa mig á píanóið hjá
ykkur (deginum áður en ég átti
að fara í píanótíma). Þegar við
spiluðum, máluðum, perluðum og
gerðum ýmislegt dundur saman.
Þú varst svo rosalega flott lista-
kona. Maður komst ekki upp með
neitt annað en að fá sér góðgæti
sem þú bauðst okkur upp á og
oftar en ekki bauðstu upp á bestu
pönnukökur í heiminum. Þú hef-
ur alltaf verið best í að spila en
leyfðir mér þó stundum að vinna í
marías. Þú kenndir mér bænirn-
ar og svo margt fróðlegt og nyt-
samlegt um lífið sjálft. Þú ert al-
gjör hetja amma, klettur og
fyrirmyndin mín. Ég mun sakna
þín á hverjum degi, elsku besta
amma.
Erna Guðný Aradóttir.
Við kveðjum ömmu Guðnýju í
dag.
Elsku amma Guðný, takk fyrir
allar góðu minningarnar í gegn-
um tíðina. Þegar ég hugsa um þig
streyma fram góðar tilfinningar
og hugsanir.
Þú varst með svo ótrúlega
góða nærveru, alltaf svo blíð og
góð við alla. Sérstaklega fannst
þér gaman að tala við börn og dýr
og hundarnir sem við fjölskyldan
höfum átt í gegnum tíðina vissu
alltaf hvar best var að koma sér
fyrir undir borðinu þegar amma
Guðný kom í mat, enda mátti
ekki skilja neinn útundan.
Ég man hvað mér leið alltaf
vel hjá ykkur afa á Lindarflöt-
inni, ég hef ekki tölu á hversu oft
ég borðaði oft hádegismat hjá
þér á sumrin þegar ég var gutti,
þá var ekki til betri matur en soð-
in ýsa, kartöflur úr garðinum og
skyr í desert.
Einnig rifjast upp allar ferð-
irnar til Víkur þar sem gist var í
Ömmuhúsi og ósjaldan var gripið
í spil og síðan labbað niður í
fjöru.
Mér þótti virkilega vænt um
hversu miklum tíma þú eyddir
með mér á mínum yngri árum,
hver önnur en þið afi hefðuð til
dæmis staðið í því að ferja 12 ára
gutta reglulega til Víkur í Mýrdal
heilt sumar vegna þess að strák-
arnir í Vík vildu endilega fá hann
í leikina við hin liðin í sveitinni.
í þinni návist fann ég alltaf fyr-
ir öryggi og hlýju, þín verður svo
sannarlega sárt saknað.
Hvíldu í friði, elsku amma mín,
minningin um einstaka, hjarta-
hlýja og góða konu mun aldrei
hverfa mér úr minni.
Eyjólfur Örn Jónsson.
Guðný
Sæmundsdóttir
✝ Gestur Krist-insson fæddist
á Landspítalanum
í Reykjavík 26. júlí
1950. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 10.
mars 2018.
Móðir hans er
Gestheiður Þur-
íður Þorgeirs-
dóttir, f. 27.2.
1931. Faðir hans var Kristinn
Steindór Steindórsson, f. 9.7.
1929, d. 25.10. 1989. Stjúpfaðir
hans var Jón Höskuldur Gísla-
son, f. 8.8. 1934, d. 23.4. 2017.
Gestur var næstelstur fjög-
urra systkina, elst er Katrín
Kr. Ænker, gift Hans Ænker,
þá Esther, gift Sigurði Berg-
steinssyni, og yngstur er Gísli
Vagn, kvæntur Bryndísi
Garðarsdóttur.
Gestur kvæntist Þuríði Jóns-
dóttur, f. 1950, hinn 25.10.
1969. Börn: 1) Ágúst Þór, f.
1968, kvæntur Berglindi
Viggósdóttur, f. 1968, synir
þeirra eru Viggó Emil, Aron,
Ingvi Hrafn og Kristófer Daði,
sonur Arons er Guðjón Ágúst.
Ástu H. Valdimarsdóttur, f.
1973, börn þeirra Eydís Erna,
Atli Dagur og Tanja Dögg. 2)
Snæbjörn Sigurðsson, f. 1975,
maki Eva Rún Þorgeirsdóttir,
f. 1979, börn þeirra Ríkharður,
Sara, Tinna og Sindri. 3) Elín
Oddný Sigurðardóttir, f. 1979,
gift Haraldi V. Sveinbjörns-
syni, f. 1975, börn þeirra
Hekla Björt og Hugi Freyr.
Gestur ólst upp fyrstu ævi-
árin á Kársnesi í Kópavogi og
síðar í Garðabæ, við Goðatún.
Hann bjó í nokkur ár á Blöndu-
ósi og bjó að auki utan í stutt-
an tíma. Síðustu æviárin bjó
hann í Gaulverjaskóla og á Sel-
fossi.
Gestur nam pípulagnir við
Iðnskólann í Hafnarfirði og út-
skrifaðist þaðan með sveins-
bréf árið 1977 og meistararétt-
indi 1980. Hann starfaði m.a.
sem þáttastjórnandi á RÚV og
rak einnig myndbandaleigu
um tíma. Aðalstarf hans var þó
pípulagnir allt fram til dánar-
dags.
Gestur hafði mikinn áhuga á
útivist af ýmsu tagi, t.d. hesta-
mennsku og golfi, fór oft í
veiði og ferðalög bæði innan-
og utanlands.
Útför Gests fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 21.
mars 2018, klukkan 15.
2) Hjördís Bára, f.
1970, gift Þórði
Reyr Arnarsyni, f.
1969, börn hennar
Rebekka Þurý og
Hannes Már. 3)
Heiðrún Harpa, f.
1976, gift Þórði
Dagssyni, f. 1973,
dætur þeirra Kol-
brún Andrea og
María Rut, dóttir
Kolbrúnar er
Emelía Rún. 4) Jón Ólafur, f.
1979, móðir Sigríður Jóns-
dóttir, kvæntur Katrínu Ástu
Stefánsdóttur, f. 1981, börn
þeirra Ólafur Vilhelm, Bjarney
María og Bjarni Friðrik. 5)
Eva Rán, f. 1981, móðir hennar
er Guðrún Ólafsdóttir. Börn
Evu Ránar eru Thelma Líf og
Joshua Elí. Stjúpdóttir Gests
úr fyrri sambúð er Perla Rún-
arsdóttir, f. 1972, gift Bjarna
Björnssyni, f. 1970, börn
þeirra Björn Dagur, Rúnar og
Guðrún Rós.
Gestur kvæntist Oddnýju
Guðmundsdóttur, f. 1953, hinn
5.5. 2005. Börn hennar af fyrra
hjónabandi eru: 1) Guðmundur
Sigurðsson, f. 1973, kvæntur
Elsku pabbi minn.
Nú ertu farinn og ég sé þig
aldrei aftur. Ég sit hérna alveg
tóm í hausnum og með mikinn
söknuð í hjartanu. Vissulega á
ég margar og góðar minningar
en það er þó mest þakklæti sem
kemur upp í hugann. Takk fyrir
að hafa kennt mér að vera
hreinskilin, ákveðin og að
kunna að gefa af mér. Allt þetta
lærði ég af þér og meira til.
Takk fyrir að hafa verið besti
vinur minn, elsku pabbi. Sagt
er að það sé til Sumarland sem
tekur á móti manni í næsta lífi.
Þegar þú kemur þangað, njóttu
þín þá og farðu í golf. Góða
ferð, elsku pabbi minn.
Heiðrún Harpa Gestsdóttir.
Ansi er ég nú hrædd um að
minn ágæti Gestur kunni mér
litlar þakkir fyrir að setjast nið-
ur og skrifa um hann minning-
argrein. Það var ekki í hans
anda að fá einhver mærðarorð
um hans persónuleika. Á hinn
bóginn er það svo að sárasjald-
an í þessu lífi hittir maður fólk
sem virkilega er þess verðugt
að þess sé minnst. Gestur er
einn minna samferðamanna
sem fylla þann fámenna flokk.
Ég geri ráð fyrir að það verði
aðrir sem geri lífshlaupi hans
skil enda þekki ég það ekki
neitt að ráði en persónunni
Gest tel ég mig hins vegar hafa
kynnst dável. Sjálfsagt hefur
Gestur ekki verið allra. Til þess
var hann of hreinn og beinn og
sagði sína meiningu umbúða-
laust – nokkuð sem ekki allir
þola eða kunna við. Fyrir vikið
vissi maður þó alltaf hvar mað-
ur hafði hann og væri hann bú-
inn að lofa einhverju var staðið
við það. Það sýndi hann mér
sárveikur og kvalinn þegar hon-
um fannst hann endilega þurfa
að standa við það að klára fyrir
mig verk sem hann sagðist hafa
lofað að gera og hann stóð við
það. Það sannaði fyrir mér
nokkuð sem ég var reyndar bú-
in að sjá, að það sem Gestur lof-
aði stóð eins og stafur á bók,
sem ekki er algengt hjá iðn-
aðarmönnum né mörgum öðr-
um í nútímaþjóðfélagi. En það
sýndi mér líka að þrátt fyrir
líkama sem smám saman var að
gefa sig með tilheyrandi óþæg-
indum og verkjum var ekki ver-
ið að bera það á torg. Hann
stóð meðan stætt var og reynd-
ar lengur án þess að kvarta.
Það var hreinlega ekki hans
stíll að vera með barlóm. En á
bak við ákveðið og stundum
hrjúft fas sló hjarta góðmennis
og þegar hann leyfði það mátti
finna mikla hlýju stafa frá hon-
um. Sjálfsagt hefur sú hlýja
óspart verið gefin börnum og
barnabörnum. Það er virkilega
sjónarsviptir að þessum per-
sónuleika sem var stórbrotinn
en fyrst og fremst stálheiðar-
legur og orðheldinn. Þess
vegna minnist ég hans af því að
hann er þess verður. Megi
vistaskiptin verða honum hug-
nanleg. Þessi dvöl á jörðu er
hverjum manni tímabundin.
Það er vitað við fæðingu að við
förum héðan aftur. Stundum of
snemma eins og Gestur, en við
förum.
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
engin getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Orð eru máttlaus og lítils virði
og geta ekki létt þá þungu byrði
sem lögð eru á fjölskyldu ef ástvinur
deyr.
Svo snögglega er hann, en svo aldrei
meir.
Trúin er sterk um að sólríkir dagar,
blómskrýddar brekkur og grænir
hagar,
samfélag manna svo fagurt og gott.
Engin þar illska eða veraldlegt plott.
Guð fylgi þér vinur um heimkynnin
nýju
þar ættfólk og vinir þig umvefji hlýju
til minningar eigum við myndir af
því.
Þér ást okkar fylgi. Við sjáumst á ný.
Jarðvistin er okkur hulin gáta
misjafnt af hverju við höfum að
státa,
ef hver og einn gerir svo vel sem
hann kann
er takmarkið göfugt hvað sem hann
vann.
Við komum og förum á milli landa.
Til fjalla,á láði og út til stranda,
siglum um heimshöfin úfin og grá.
En ferðin til ljóssins er líkn og þrá.
(I.E.D.)
Takk fyrir alla vináttu og
tryggð, elsku Gestur.
Marsibil Kristjánsdóttir
(Diddan).
Gestur Kristinsson
Elsku mamma
mín, nú ertu búin að
kveðja okkur öll og
ert farin til elsku pabba okkar.
Sem beið eftir þér og tók á móti
þér með opnum örmum, með sól-
ina og með fullt af ást og hjört-
um; sumarið ilmandi blóm og hit-
ann sem þið elskuðuð svo mikið.
Ég er svo tóm í hjartanu mínu
og tómleikinn er svo mikill – að
geta ekki hringt lengur til þín og
heyrt fallegu röddina þína segja:
Sæl ástin mín, hvað er að frétta.
Það var svo gott að geta hringt
til þín hvenær sem var og getað
talað við þig um allt og leitað
ráða ef mig vantaði ráð eða að-
stoð og þegar mér leið illa var
svo gott að geta talað við þig.
Alltaf áttir þú góð ráð til að gefa
mér og þú fannst alltaf jákvæða
lausn á öllum vandamálum og
fyrir það er ég mikið þakklát,
elsku mamma mín. Þú varst ekki
bara besta mamma sem hugsast
getur heldur minn besti vinur og
til gamans má geta þess að það
var nú haft á orði að það hefði
gleymst að klippa naflastrenginn
á milli okkar og það var nú alveg
satt, betri mömmu eða vin er
varla hægt að finna. En elsku
mamma mín, ég vissi hvert
stefndi síðustu fjögur árin, heils-
unni þinni fór smátt og smátt
hrakandi en þú, elsku mamma
mín, stóðst upp eftir hverja orr-
ustu. Þú varst svo dugleg að taka
þátt í öllu félagslífinu eftir að þú
fluttir i Þangbakkann, ég dáðist
að þér og alltaf hafðir þú nóg að
gera, fórst í sundleikfimi, fé-
lagsvist í Árskógum og á kven-
félagsfundi og ég tala nú ekki um
allar þínar vinkonur sem þú
Guðrún Benedikta
Helgadóttir
✝ Guðrún Bene-dikta Helga-
dóttir fæddist 22.
desember 1932.
Hún lést 1. febrúar
2018.
Útför Guðrúnar
fór fram 19. febr-
úar 2018.
eignaðist i Þang-
bakkanum sem
voru þér svo dýr-
mætar
Þú varst svo vel
lesin og þú vissir
nánast allt og þitt
áhugamál var að
lesa bækur og skipti
ekki máli hvaða
tungumál það var,
hvort það var
enska, norska eða
danska, því þú varst klár í tungu-
málum. Undir það síðasta varstu
orðin nánast blind og gast ekki
lesið og var það mikill missir fyr-
ir þig. Þá tóku hljóðbækurnar
við sem þú undir þér svo vel með.
Ég er svo þakklát þér fyrir
allar flottu móttökurnar þegar
ég kom til Íslands, allt svo hreint
og fínt, kertaljós og dekkað borð
og heitur íslenskur uppáhalds-
maturinn minn beið mín á borð-
inu og ég var alveg orðlaus þegar
þú hafðir pressað rúmfötin mín.
Allt átti að vera og var fullkomið
þegar þú áttir von á litlu stelp-
unni þinni frá Noregi. Mest er ég
þakklát fyrir að hafa komið
tvisvar í desember og varið tím-
anum með þér, við áttum svo
huggulegar og dýrmætar stundir
saman, þó að ég sæi nú um ára-
mótin að heilsunni þinni fór hratt
hrakandi og ég fann það á mér
að það væri ekki langt í kveðju-
stundina hjá þér. En þú sagðir
svo dýrmæt orð við mig: að þú
vonaðist til að getað lifað fram á
vor, en það tókst nú ekki, elsku
mamma mín.
En þér tókst ætlunarverkið
þitt í desember – að fagna og
vera með stórfjölskyldunni þinni
á 85 ára afmælisdeginum þínum
og að fagna með okkur tvíbur-
unum á 50 ára afmælinu okkar
sem var svo yndislegt og dýr-
mætt fyrir okkur öll.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín, fyrir allar dýrmætu stund-
irnar okkar sem ég mun alltaf
geyma í hjartanu mínu.
Jónína Hreinsdóttir.