Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Garðar Smárason bílasali á 50 ára afmæli í dag. Hann á og rekurbílasöluna Heimsbílar ásamt Tryggva B. Andersen, en þeirtóku við bílasölunni árið 2009. „Bransinn er góður í dag og
það er mjög mikið að gera. Við erum eingöngu í umboðssölu fyrir selj-
endur og það á við um bílaleigur, fyrirtæki og eintaklinga. Eftir hrun
þá þurftum við að reiða okkur á bílaleigur en eftir að einstaklingar
fóru meira að kaupa bíla fyrir nokkrum árum hefur það skilað sér til
okkar.“
Garðar er á fullu í hjólreiðum og keppir með liðinu Team Skoda
sem hefur m.a. keppt í Wow Cyclothon og einu sinni náð öðru sæti og
tvisvar fjórða sæti. „Ég var með mikla ástríðu fyrir vélsleðum en ég
hef engan tíma fyrir þá lengur út af hjólreiðunum. Maður er að hjóla
og þjálfa sig alla daga nánast. Við ætlum að keppa á Wow Cychlothon
í sumar og stefnum á að vera meðal þeirra fremstu, en bílaumboðið
Hekla hefur verið duglegt að styrkja okkur. Svo hef ég almennt mik-
inn áhuga á almennri útiveru, Ísland er sennilega eitt fallegasta land í
heimi og býður upp á endalausa möguleika til útivistar.“
Eiginkona Garðars er Finna Guðrún Ragnarsdóttir sem vinnur hjá
Mosfellsbakaríi. Börn þeirra eru Ólafur Ragnar 26 ára, Einar Smári
24 ára og Gunnar Ingi 18 ára „Ólafur Ragnar er mikill veiðimaður,
Einar Smári er bifvélavirki og Gunnar Ingi er að klára menntaskóla
og hann er búinn að hella sér út i crossfit.
Garðar ætlar að fagna tímamótunum með því að hitta sína nánustu
á sunnudaginn. „Afmælisdagurinn sjálfur verður bara venjulegur,
æfingar og vinna.“
Í Landmannalaugum Garðar ásamt Einari og Gunnari við Jökulgil.
Selur bíla og keppir
í hjólreiðum
Garðar Smárason er fimmtugur í dag
D
alla Þórðardóttir fædd-
ist í Reykjavík 21.3.
1958 og ólst þar upp,
fyrst á Starhaganum í
Vesturbænum og síð-
an á Bragagötunni í Þingholtunum
til sjö ára aldurs er fjölskyldan flutti
í Kastalagerði í Kópavogi: „Kópa-
vogur var þá í örum vexti og mörg
hús í nágrenninu í byggingu. Leik-
völlurinn var þetta fallega, stór-
grýtta holt við kirkjuna og gatan þar
sem farið var í kíló og brennó frá
fyrstu vordögum.“
Dalla steig fyrstu skrefin á
menntabrautinni í tímakennslu í
Austurbæjarskóla, var í sjö ára bekk
í Miðbæjarskólanum og síðan í
Kársnesskóla og Þingholtsskóla.
Fjölskyldan flutti til Strassborgar í
Frakklandi árið 1972. Þar átti Dalla
heima í tvö ár og gekk í Gymnase
Jean Sturm en átti reyndar lengur
erindi þangað til borgarinnar þar
sem foreldrar og systur voru þar
heimilisföst til 1978: „Strassborg er í
Elsass-héraði, á bökkum Rínar og
hef ég leitað þangað æ oftar í áranna
rás; í gott mannlíf, gróna menningu
og náttúrufegurð.“
Dalla lauk stúdentsprófi frá MR
1976 og embættisprófi í guðfræði frá
HÍ fimm árum síðar .
Dalla var vígð til Bíldudalspresta-
kalls í Barðastrandarprófastsdæmi
vorið 1981. Að öðrum fimm árum
liðnum flutti Dalla með eiginmanni
og tveimur sonum á Miklabæ, þá í
Skagafjarðarprófastsdæmi, þar sem
fjölskyldan býr enn. Ásamt prests-
störfum hefur hún sinnt sauðfjár-
búskap, einkum hin seinni árin. Hún
varð prófastur í Skagafjarðar-
prófastsdæmi 1995 og áfram í Húna-
vatns- og Skagafjarðarprófasts-
dæmi 2010, eftir sameiningu.
Dalla sat á Kirkjuþingi 1994-2006
og í Kirkjuráði 1998-2006: „Það voru
lærdómsrík og skemmtileg ár.“
Dalla lauk BA-prófum í frönsku
og kínversku frá HÍ 2011, þrjátíu ár-
um eftir embættispróf í guðfræði og
Dalla Þórðardóttir, prófastur á Miklabæ – 60 ára
Milli sona sinna Dalla með Vilhjálmi og Trostan og hvar nema á þorrablótinu í Akrahreppi, sem er víst engu líkt.
Að gera og að vera
Unga fjölskyldan Vilhjálmur og
Sirrý Sif með Freyju og Frosta.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Tómas Ingi
Tómasson fæddist 21.
mars 2017 kl. 12.10 á
Landspítalanum við
Hringbraut og á hann
því eins árs afmæli í
dag. Tómas Ingi vó
3.642 g og var 50 cm
langur við fæðingu. For-
eldrar hans eru Tómas
Eric Woodard og Inga
Sigurrós Guðnadóttir.
Nýr borgari
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is