Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC AF TILRAUNUM Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Mánudagskvöld í Hörpu og Músík- tilraunir halda áfram. Undanúr- slitakvöld tvö hefst með pompi og prakt og Markús Bjarnason ríður á vaðið með fallegum, lágstemmd- um gítartónum. Hann hefur bróður sinn sér til fulltingis, sem leikur á slagverk, en saman tóku þeir þátt í Músíktilraunum í hljómsveitinni Omotrack í fyrra. Stemningin er afslöppuð og flæðið áreynslulaust í fyrra laginu, en hið síðara hljómar óklárað. Þarna er nokkuð gott efni á ferð, en þarf bara að klára út- setningar og æfa lifandi flutning. Næst er komið að Karma Brigade, sex ungmennum á aldr- inum 15 til 17 ára. Þau leika sitt popp afskaplega hnökralaust, jafn- vel næstum of vel fyrir minn smekk, en karakterleysi gæti vel skrifast á reynsluleysi og ungan aldur. Úr einu í annað ætti næstum að vera einkunnarorð Músíktil- rauna. Í það minnsta er fjölbreytn- in til fyrirmyndar þetta kvöldið og Apex, tveir ungir menn úr Árbæn- um, eru rappsveit. Textar Apex hljóma áhugaverðir en það er eins og það vanti örlítið uppá kraft í lif- andi flutninginn. Þeim þarf að vera meira niðri fyrir til að hrífa alla með. Með meiri æfingu ætti slíkt að vera hægðarleikur og það verð- ur gaman að fylgjast með þeirra þróun. Síðasta hljómsveit fyrir hlé var Mókrókar, sem helst væri hægt að lýsa sem ósungnu til- raunakenndu prog-fönk-jassi. Það er pláss fyrir allt í Músíktilraun- um. Lögin þeirra tvö runnu saman og á meðan fyrri parturinn var ómstríður læddust ólýsanlega fagr- ar melódíur inn í síðari hluta. Síendurtekin og ágeng stef kölluðu á gæsahúð og mér varð meðal ann- ars hugsað til ameríska tónlistar- mannsins Wayne Horvitz. Fyrst á svið eftir hlé var Umbra úr Reykjavík, þrjár 15 ára stúlkur sem spila á hljómborð, fiðlu, selló, bassa, þrumutrommu, flautu, klukkuspil og syngja. Tón- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hnökralaust Karma Brigade komst í úrslit með hnökralausu poppi. listin var frumleg og ætti vel heima í leikhúsi, en þær voru ekki fyllilega búnar að vinna í samsöng og þar gætu þær bætt sig. Þá var komið að Heimi Steini, 19 ára Breiðhyltingi sem kom fram einn með kassagítarinn sinn. Tón- list hans mætti helst lýsa sem kántrípoppi fyrir Ameríkumarkað, enda voru enskir textar uppfullir af frekar slökum frösum sem hljómuðu allir mjög kunnuglega. Þarna er tvímælalaust pláss til að vinna í að bæta texta og einnig væri hægt að gera útsetningar ör- lítið líflegri. Fyrra lagið var sér- staklega áberandi mónótónískt og vel væri hægt að lífga uppá gítará- slátt og jafnvel bæta við hljóð- færum. E-strengurinn frá Hvolsvelli voru fjórmenningar á aldrinum 14- 16. Fyrra lagið var ósungið og hljómaði heldur bílskúrslega, og kannski helst að trommarinn þyrfti að gefa svolítið meiri kraft frá sér og liðsmenn passa að hlusta hver á annan. Í síðara laginu gekk allt mun betur en þá bættist nýjasti liðsmaðurinn, Freyja Benónýs- dóttir söngkona, við. Hún var frá- bær og þarf bara að syngja í öllum lögum E-strengsins og ef bandið spilar sig örlítið betur saman eru þeim allir vegir færir. Rímugýgur lokaði kvöldinu, 23 ára rappari með fína texta. Íklæddur purpura- litaðri skikkju þrumaði hann yfir mannskapnum ljóð sín af miklu ör- yggi. Annað undanúrslitakvöld Músíktilrauna var þá á enda og þegar talningu atkvæða var lokið lá niðurstaðan fyrir: Salurinn kaus Karma Brigade en dómnefnd valdi Umbra áfram, og þessar tvær sveitir leika því í úrslitum á laug- ardagskvöldið næstkomandi. Pláss fyrir allt í Músíktilraunum Áhugaverðir Textar Apex voru áhugaverðir en kraft vantaði í flutninginn. Frumleg Tónlist Umbru, sem skipuð er þremur 15 ára stúlkum, var frumleg og ætti vel heima í leikhúsi. Dómnefnd kaus hljómsveitina áfram. Frábær Freyja Benónýs söng frábærlega með E-strengnum. » Íklæddur purpura-litaðri skikkju þrum- aði hann yfir mann- skapnum ljóð sín af miklu öryggi. Leikarar hinna gríðarvinsælu sjón- varpsþátta Netflix, Stranger Things, munu fá allt að 350.000 dollara fyrir hvern þátt í næstu syrpu sem verður sú þriðja í röð- inni, samkvæmt frétt á vef The Hollywood Reporter. Er það jafn- virði um 35 milljóna króna. Er þá átt við fullorðna leikara þáttanna en börn eru þó í meirihluta leikara. Laun leikaranna hafa í heild hækkað til muna milli þáttaraða, að því er fram kemur í fréttinni, og segir í fréttinni að þeir leikarar sem enn eru börn fái um tólf sinn- um hærri greiðslu fyrir leik sinn en þeir fengu fyrir fyrstu þáttaröðina. Samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter var samið um þessa miklu launahækkun í síðustu viku en framleiðsla á þáttaröðinni hefst 23. apríl. Netflix hefur ekkert staðfest hvað launin varðar. Aðalleikarar þáttanna í hópi full- orðinna eru Winona Ryder og Dav- id Harbour og munu þau fá allt að 350.000 dollara á þátt, sem fyrr segir en börnin sem teljast til aðal- leikara fá 250.000 dollara á þátt, um 25 milljónir króna. Ekki er þó vitað í hvaða launa- flokki aðalstjarna þáttanna, hin 14 ára gamla Millie Bobby Brown sem fer með hlutverk Eleven, lendir en hún fær í það minnsta 250.000 doll- ara og jafnvel sömu laun og full- orðnu stjörnurnar, skv. fréttinni. Þykir einhverjum heimildar- mönnum vefjarins það hins vegar ólíklegt þar sem Ryder eigi langan leikferil að baki og hafi m.a. verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Tólf sinnum hærri laun fyrir þriðju syrpu AFP Moldrík Börnin sem leika í Stranger Things fá himinhá laun fyrir þriðju syrpuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.