Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 32
Oddweird Oddweird er listamannsnafn tónsmiðsins Guðmundar Elí Jóhannssonar sem er átján ára og búsettur á Hólum í Hjaltadal. Hann leikur á hljómborð, hljóðgervil, blokkflautu og hristur og sækir sér innblástur meðal annars úr fönki, raftónlist, poppi frá níunda áratugnum, kvikmyndatónlist og austurlenskri þjóðlagatónlist. Sér til halds og trausts hefur hann þá Pixel Dreams-félaga Helga Frey Tómasson og Ólaf Kára Ólafsson. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Undanúrslitum hljómsveitakeppn- innar Músíktilrauna lýkur í kvöld kl. 19.30, en þá keppa síðustu átta hljómsveitirnar um sæti í úrslitum næstkomandi laugardag. Sex hljóm- sveitir eru komnar áfram í úrslit og í kvöld bætast að minnsta kosti tvær við, en dómnefnd getur líka bætt hljómsveitum við frá undankvöld- unum öllum sýnist henni svo. Ýmiskonar tónlist verður í boði í kvöld, rokk, rapp, popp og ýmiskon- ar tilraunamennska, og hljómsveit- irnar koma líka úr ýmsum áttum; úr Reykjavík og bítlabænum Keflavík, frá Hólum í Hjaltadal og Egils- stöðum. Ýmislegar tilraunir Vox Stöllurnar í Vox eru frá Egilsstöðum. Þær heita Sunniva Lind Gjerde, sem spilar á píanó og syngur, Lilja Iren Gjerde, sem spilar á fiðlu og syngur, og Aldís Anna Þorsteinsdóttir, sem spilar á píanó og gítar og syngur. Sunniva og Aldís er 24 ára en Lilja er tvítug. Dúettinn Trapísa Hákon Hjaltalín og Karl Hjaltason reka sam- an tvíeyki sem þeir nefna Dúettinn Trapísu. Þeir skipta svo með sér verkum að Hákon, sem er 18 ára, leikur á rafgítar, en Karl, sem er 24 ára, syngur og leikur á gítar. Þeir kynntust í samspili í tilraunaáfanga í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og hafa áhuga á fjölbreyttri tónlist. Bjartr Bjartr er listamannsnafn Dagbjarts Daða Jónssonar sem rappar og smíðar takta. Hann er tvítugur, úr Reykjavík, nánar tiltekið Skerjafirði, og segist hafa búið þar mest alla ævi. Hann byrjaði að leika sér í tónlist árið 2014 þegar hann fór að gera takta á tölvuna og varð til þess að hann fór að rappa og syngja. Hann tók þátt í Músíktilraunum í fyrra og komst þá í úrslit. Grey Hil Mars Grétar Hilmarsson er Grey Hil Mars. Grétar, sem er 25 ára, leikur á gítar og syngur, Hjörtur Geir Þorvarðarson, sem er 24 ára, leikur á bassa og Sig- uróli Valgeirsson, sem er 26 ára, leikur trommur. Grey Hil Mars er fæddur og uppalinn í bítlabænum Keflavík og hefur leikið þar með hin- um ýmsu hljómveitum þar til nú að hann ákvað starfa undir sínu eigin listamannsnafni og flytja eigin lög með hjálp frá vinum sínum. Morri Félagarnir Breki Hrafn Ómarsson og Ás- geir Kjartansson, sem eru báðir sautján ára, reka tvíeykið Morra. Þeir eru Reyk- víkingar og skipta svo með sér verkum að Breki syngur og Ásgeir leikur á gítar. Sif Meðlimir hljómsveitarinnar Sifjar eru úr Árbæn- um og stunda nám á unglingastigi í Norðlinga- skóla, en þau eru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Hljómsveitina skipa Eydís Ýr Jóhannsdóttir söngkona, Hrannar Ingi Arnarsson hljómborðs- leikari, Gunnar Franz Árnason bassa- og gítar- leikari og söngvari, Guðmundur Hermann Lár- usson gítar- og bassaleikari og Árni Björn Þórisson bassa- og gítarleikari og söngvari. Þau lýsa tónlist- inni sem rokkuðu poppi, stundum með djass-ívafi. Academic Academic skipa fimm ungmenni úr mismunandi tónlistarskólum. Þau eru sautján og átján ára gömul og heita Kristín Sesselja Einarsdóttir, sem leik- ur á gítar og syngur, Heba Sólveig Heimisdóttir, sem leikur á rafgítar, Freyr Hlynsson, sem leikur á hljómborð, Gabríel Einarsson, sem leikur á trommur, og Jakob Fjólar Gunnsteinsson, sem leikur á bassa. Þau eru ýmist úr Reykjavík eða Garðabæ. 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 The Florida Project Hin sex ára gamla Moonee elst upp í skugga Disney World ásamt uppreisnar- gjarnri og ástríkri móður sinni. Uppvaxtarsaga sem fær hjartað til að slá. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 92/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.30 Call Me By Your Name Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta. Metacritic 93/100 IMDb 8,3/10 Bíó Paradís 22.30 Óþekkti hermaðurinn Sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 17.30 Loveless Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 20.00 Spoor Metacritic 61/100 IMDb 6,4/10 Bíó Paradís 20.00 Black Panther 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.30 Game Night 12 Metacritic 70/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 21.40 Sambíóin Akureyri 22.20 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,3/10 Smárabíó 17.10 Háskólabíó 18.10, 20.50 Bíó Paradís 18.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 Fullir vasar 12 Morgunblaðið bmnnn Smárabíó 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00 The Post 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.10 Death Wish 16 Metacritic 31/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 19.50, 22.20 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Darkest Hour Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 18.30 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Háskólabíó 21.00 Bíó Paradís 22.30 The Shape of Water 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 21.10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 The Greatest Showman 12 Söngleikur um hinn fræga P.T. Barnum. Metacritic 68/100 IMDb 6,4/10 Háskólabíó 18.10 Steinaldarmaðurinn Til að bjarga heimkynnum sínum verða Dug og félagi hans Hognob að sameina ættbálka sína og berjast við hin illa Nooth og Bronsaldar- borg hans. Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 17.40 Smárabíó 15.10, 17.40 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Laugarásbíó 17.40 Smárabíó 15.00, 17.30 Status Update Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Akureyri 17.10 Paddington 2 Paddington hefur sest að hjá Brown-fjölskyldunni og er orðinn vinsæll meðlimur samfélagsins. Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 15.20 Lara Croft, ævintýragjörn dóttir landkönnuðar sem týndist, gerir sitt ítrasta til að lifa af þegar hún kemur til eyjarinnar þar sem faðir hennar hvarf. Metacritic 47/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 21.00, 22.10, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 21.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.40, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.00, 19.40, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.40, 22.20 Smárabíó 16.20, 17.00, 19.00, 19.40, 21.40, 22.20 Tomb Raider 12 Red Sparrow 16 Dominika Egorova er elsku- leg dóttir sem er staðráðin í að vernda móður sína, sama hvað það kostar. Hún er aðaldansmær sem í fólsku sinni er komin á ystu nöf. Hún er meistari í kænskubrögðum. Metacritic 56/100 IMDb 5,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.40 Smárabíó 19.30, 22.30 Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio Gringo 16 Harðsoðin hasar- og grín- mynd um saklausan við- skiptamann sem er hent út í harðann heim glæpa og eitur- lyfja. Metacritic 46/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.50 Háskólabíó 22.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.