Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 17

Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 17
DAGLEGT LÍF 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Morgunblaðið/Atli Vigfússon Æfing Karlakórinn Hreimur á æfingu í félagsheimilinu Ýdölum fyrir tónleikana „Ég veit þú kemur“ í Hörpu. verðum með, en það eru þau Gissur Páll Gissurarson og Margrét Eir. Við sungum með þeim í fyrra fyrir fullu húsi í Ýdölum á vorfagnaði og tókst það frábærlega,“ segir Guð- mundur sem hefur haft í ýmsu að snúast við undirbúning kórferða- lagsins. Auk Gissurar og Margrétar munu einsöngvarar syngja úr röðum kórfélaga og má þar nefna Ásgeir Böðvarsson og Sigurð Ágúst Þór- arinsson. Með kórnum á sviðinu verða hljómsveit skipuð þeim Borg- ari Þórarinssyni, Gunnari Illuga Sigurðssyni og Pétri Ingólfssyni. Efnisskráin er fjölbreytt með hefðbundnum karlakórslögum og lögum sem eru skemmtilega útsett fyrir karlakóra, allt yfir í dægurlaga- tónlist. Karlakórsöngur er á uppleið Guðmundur í Fagraneskoti segist trúa því að karlakórsöngur eigi sér mikla framtíð. Honum finnst áhugi á karlakórum hafa aukist og nefnir karlakórsmót sem haldið var nýlega. Hann segir að það hljóti að gefa mönnum mikið að koma saman. Margir keyri langan veg á æfingar og sá sem keyrir lengst, fyrir utan kórstjórann, þarf að aka 75 km aðra leið. „Ungir menn hafa gengið í kór- inn nýlega,“ segir Guðmundur. „Ég hvatti son minn, Hrannar, til þess að ganga í kórinn og hann hefur mjög gaman af því og meira en ég bjóst við. Við feðgarnir höfum alltaf verið samhentir og það hefur mikið verið sungið þegar fólk í fjölskyldunni hef- ur komið saman. Hrannar ólst upp við tónlist í Hafralækjarskóla og öll ættarmót eru full af söng,“ segir Guðmundur og rifjar upp tímabilið þegar hann var í hljómsveit, sem ungur maður, með föðurbróður sín- um og frændum. Það var Hljómsveit Illuga og þá var mikið spilað og sungið á böllum. Það var gríðarlega skemmtilegur tími, en í dag á karla- kórinn allan hug Guðmundar sem hlakkar til þess í hvert sinn að hitta félaga sína í kórnum það er svo gef- andi. Karlakórinn Hreimur var stofn- aður í janúar árið 1975. Kór- félagar komu þá úr Aðaldal, Reykjahverfi og Útkinn. Að- alhvatamaður að stofnun hans, ásamt fleirum, var Sveinn Kjart- ansson, þá skólastjóri Hafra- lækjarskóla. Í dag koma kór- félagar úr Kelduhverfi, Tjörneshreppi, Norðurþingi, Þingeyjarsveit, Skútustaða- hreppi og Akureyri. Kórinn hef- ur frá upphafi haft aðstöðu til æfinga í Hafralækjarskóla og í félagsheimilinu Ýdölum. Hreim- ur hefur gefið út tíu hljómplötur og geisladiska. Tíu hljóm- plötur og geisladiskar KARLAKÓRINN HREIMUR Formaður karlakórsins Guðmundur Ágúst Jónsson heima við fjárhúsin í Fagraneskoti. Ungir sem aldnir Kórfélagar eru á öllum aldri og eiga það sameiginlegt að syngja af mikilli innlifun. Tónleikar Karlakórsins Hreims, Ég veit þú kemur, hefjast kl. 16 laug- ardaginn 24. apríl í Eldborg í Hörpu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.