Morgunblaðið - 22.03.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 22.03.2018, Síða 34
VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Við höfum ríka ástæðu til þess að koma saman og fagna þessum tíma- mótum. Starf kórsins hefur eflst með hverju árinu og nú erum við með um 60 frímúrarabræður sem skráðir eru í hann,“ segir Jónas Þórir, stjórnandi Frímúrarakórsins, glaður í bragði þegar blaðamaður nær á hann milli æfinga. Á laugardaginn kemur heldur kórinn tvenna tónleika í tilefni af 25 ára sínu og stendur nú undirbúningur vegna þeirra sem hæst. Verða tón- leikarnir haldnir í glæsilegum hátíð- arsal Frímúrarareglunnar á Íslandi í húsakynnum hennar við Bríetartún. „Þetta er mikilvægur hluti starfs- ins á vettvangi Frímúrarareglunnar á Íslandi og við hittumst alla laug- ardagsmorgna og æfum þau lög sem við syngjum á vettvangi reglustarfs- ins í bland við þau lög sem okkur ein- faldlega langar til að syngja,“ segir Jónas. Tvö ný verk frumflutt Hann segir að á margan hátt verði dagskrá tónleikanna nú sérstök en það helgist af tilefninu. „Það má kannski nefna tvennt sem er sérstakt við þessa tónleika. Annars vegar það að allir þeir stjórnendur kórsins í gegnum tíðina sem á lífi eru stíga á stokk og stjórna honum á tón- leikunum. Við báðum þessar gömlu kempur um að velja eitt lag sem þeir vildu sérstaklega að kórinn tæki á tónleikunum og svo var þeim falið að stjórna kórnum í gegnum það. Þetta eru þeir Friðrik S. Kristinsson, Jón Kristinn Cortez, Garðar Cortes, Gylfi Gunnarsson og Helgi Bragason, ásamt mér.“ Hins vegar nefnir Jónas þá stað- reynd að á tónleikunum verða tvö tónverk frumflutt sem sérstaklega eru samin fyrir tilefnið. „Fyrra verkið sem við frumflytjum er eftir þá Gunnlaug V. Snævarr og Helga Bragason. Það nefnist Látum hljóma sönginn sveinar og er afar skemmtilegt. Þá flytur kórinn einnig nýtt verk sem ég hef samið við texta sem sóttur er í Hávamál. Það er svíta nr. 2 því nú þegar hefur kórinn flutt svítu nr. 1 sem ég samdi einnig fyrir kórinn. Það verk hefur kórinn raunar sungið margoft og raunar víða um heim.“ Öllu tjaldað til að þessu sinni Jónas segir að kórinn hafi ákveðið að tjalda öllu til nú í ár enda sé til- efnið ærið. „Það er mikill kraftur í þessu starfi og það gefur okkur öllum sem að því komum mjög mikið. Við eigum líka marga velunnara sem leggja okkur lið. Þannig verðum við með mjög öfl- uga tónlistarmenn með okkur. Hjör- leifur Valsson kemur frá Noregi og leikur á fiðlu, þá leikur Matthías Stef- ánsson einnig á fiðlu, Örnólfur Krist- jánsson leikur á selló, Bjarni Svein- björnsson á bassa, Ólafur Flosason á óbó og Sigurður Hafsteinsson á saxó- fón. Þá fáum við einnig til liðs við okkur einsöngvara og þeir eru ekki af verri endanum. Kristján Jóhanns- son tekur lagið, Jóhann Sigurðarson, Ásgeir Páll Ágústsson og Björn Björnsson, þannig að þetta verður í raun algjör flugeldasýning.“ Löng og mikil saga rakin Í tilefni afmælis kórsins stendur hann fyrir útgáfu afmælisrits sem rekur sögu hans aftur til stofnársins 1993. Er ritið ríkulega skreytt mynd- um sem segja sína sögu um gróskuna í þessu samfélagi. Í ritinu kemur m.a. fram að nú, aldarfjórðungi eftir stofnun kórsins, eru enn 14 stofnfélagar virkir í starf- inu. Þar lýsir einnig Gunnlaugur V. Snævarr, fyrsti formaður kórsins, hversu mikið verk var fyrir höndum þegar starfi kórsins var ýtt úr vör. „Á fyrstu æfingu féllust mér hend- ur. Kórinn var eiginlega algerlega ósyngjandi þótt mjög góðir menn væru þar innan um. Ég sá að bregð- ast varð við. Að eignast góðan kór er eins og eignast gott íþróttalið, æfa og keppa eða fara í keppnisferðir og stefna hærra.“ Víða komið við Á þeim aldarfjórðungi sem kórinn hefur starfað hefur hann ferðast víða um lönd. Ein eftirminnilegasta ferðin mun vera sú sem farin var aldamóta- árið 2000 en þá lá leiðin um Egypta- land og Ísrael. Þá hefur kórinn einn- ig sótt heim frændþjóðir okkar í austri, Dani, Norðmenn og Finna. Þá segir Jónas Þórir að margar ferðir kórsins innanlands hafi verið eft- irminnilegar og þær séu orðnar ótal- margar. „Kórinn hefur skírskotun víða og hefur komið með virkum hætti að reglustarfinu víða um land. Og teng- ingarnar liggja víða, m.a. í gegnum þá frímúrarabræður sem í gegnum aldirnar hafa lagt okkur til efniviðinn með snilligáfu sinni. Þar má nefna meistara á borð við Wolfgang Ama- deus Mozart og Íslendingana Sigfús Halldórsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Þórarin Guðmundsson, svo nokkr- ir séu nefndir.“ Tvö ný kórverk á afmælishátíð  Frímúrarakórinn fagnar 25 ára afmæli með tónleikum á laugardag  „Gamlar kempur“ taka í sprotann Ljósmynd/Jón Svavarsson Á æfingu Kórinn hefur æft stíft að undanförnu undir styrkri forystu stjórnandans Jónasar Þóris Þórissonar. Morgunblaðið/Hari Fjör Slegið var á létta strengi á árlegum vortónleikum kórsins í fyrra. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Á síðasta fundi Hverfisráðs Vest- urbæjar var lögð fram ályktun um að lækka hámarkshraða í Gamla Vest- urbænum. Afgreiðslu hennar var frestað. Ályktunin var svohljóðandi: „Hverfisráð Vesturbæjar skorar á borgarstjórn að skoðað verði í sam- vinnu við íbúa hvort breyta megi Gamla Vesturbænum, sem afmarkast af Hringbraut, Suðurgötu, Mýr- argötu og Ánanaustum, í vistgötu- hverfi þar sem hraði takmarkist við 15 km/klst. Einnig að kannaður verði hugur íbúa til aukinnar stýringar á bílastæðum vestan Ægisgötu með gjaldtöku.“ Hins vegar samþykkti ráðið ályktun þar sem tekið var undir þau sjónarmið sem íbúar hverfisins hafa látið í ljós síðustu daga á sam- félagsmiðlum og á íbúafundi borg- arstjóra á dögunum að hröð og mikil umferð um Hringbraut sé ógn við lífsgæði í hverfinu og skeri hverfið sundur. Brýnt sé að auka öryggi á Hring- braut og minnka áhrif umferðarinnar í næsta nágrenni. Að lágmarki beri að framfylgja þeim hraðatakmörkunum sem nú gilda á götunni. Skoraði Hverfisráðið á borgarstjórn að grípa til aðgerða. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hringbraut Vesturbæingar hafa áhyggjur af mikilli og hraðri umferð. Hámarkshraði verði 15 km. í Vesturbæ FERMINGARGJAFIR Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.