Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 58

Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 58
Að vera besta útgáfan af sjálfum sér er setning sem komið hefur margoft upp í samtölum okkar þáttastjórnanda morgunþáttarins Ísland vaknar að undanförnu. Við höfum velt fyrir okkur merkingu og uppruna setningarinnar, er þetta enn eitt sykurglasseraða og klisjukennda orðskrúðið úr Vest- urheimi eða er þetta mottó sem gott er að hafa með sér í fartesk- inu og taka með sér inn í daginn, alla daga ársins? Því verður hver og einn að svara fyrir sig en hvað mig varðar þá er þetta ein af þeim einföldu setningum sem hafa breiðari skírskotun fyrir mig en ber orðin sem hana mynda. Setn- ingar sem þessar verða sífellt al- gengari í íslensku samfélagi, ein- staklingar eru farnir að skella þeim í ramma og hengja upp á veggi í híbýlum sínum og jafnvel húðflúra þær á sig og þá verður nú ekki aftur snúið. En af hverju eru setningar í þessum sjálfs- hjálparflokki svo vinsælar sem raun ber vitni? Jú, ætli það sé hreinlega ekki vegna þess að við þurfum sífellt að vera að minna okkur á að vera, einmitt, besta út- gáfan af okkur sjálfum. Ekki vegna þess að við séum svo mein- fýsin og rætin heldur vegna þess að við viljum vera jafngóð eða mögulega betri en við vorum í gær því, jú, batnandi manni er víst best að lifa. „Æ, er hún ekki alltaf svo glöð?“ Ég átti samtal fyrir nokkrum vikum þar sem talið barst að góðri vin- konu sem stendur sig með prýði í lífinu og er mér mikil fyrirmynd í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Viðmælandi minn segir þá upp úr þurru; Já hún, æ er hún ekki allt- af svo,“ tekur sér svo umhugs- unarfrest og sagði svo í hálf- gerðum vandlætingartón: glöð?“ Glöð, hugsa ég með mér. Síðan hvenær var það löstur að vera glaður? Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem ég kemst í tæri við slíka lífsýn þó svo að ég efist stórlega um að viðkomandi við- mælandi hafi meinað nokkuð illt enda besta manneskja. Þetta vakti mig þó til umhugsunar um kosti og galla þess að vera glaður. Nú er ég langt frá því að alhæfa en svo virðist sem þeir sem eru glaðir keppi í nokkurs konar fjað- urvigt í samfélaginu en færist nær þungavigt sé viðkomandi nei- kvæður og gagnrýninn. Er það kannski dyggð að vera fúll og dónalegur við samborgara? Nú er ég kannski ekki rétta manneskjan til að svara því en spyr létt í lokin, hvaða útgáfa ætlar þú að vera? rikka@k100.is Góður, betri, bestur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 149.990 kr. Útvarpsstöðin K100 stendur fyrir páskaeggjaleit næsta sunnudag. Logi Bergmann ræsir leitina og sjálfur íþróttaálfurinn hitar krakkana upp en hann var í miðjum armbeygjum þegar við heyrðum í honum. „449, 450, 451“ telur hann. „Það er nú þannig að allt er gott í hófi,“ segir íþróttaálfurinn þegar hann er spurður út í hvort það sé ekki skrýtið að íþróttaálfurinn hvetji börn áfram í að leita að súkku- laðipáskaeggjum. „Og ég veit nú líka að það verður eitthvert íþróttanammi í boði þarna líka.“ Páskaeggjaleitin hefst kl. 14.00 á sunnudaginn og fundvísir krakkar eiga von á ýmsu, en auk páskaeggja geta þau fundið m.a. lambalæri frá Kjarnafæði, fjölskylduferð með Nor- rænu til Færeyja, Child’s Farm barnavörur og gjafabréf frá Keilu- höllinni Egilshöll, Perlunni Museum, Yoyo-ís og Air Iceland Connect. rikka@k100.is Páskaeggjaleit Íþróttaálfurinn mun hita börnin upp fyrir leitina að súkkulaðipáskaeggjum og íþróttanammi. Íþróttaálfurinn í páskaeggjaleitinni Útvarpsstöðin K100 stendur fyrir páskaeggjaleit næsta sunnudag en þá er öllum börnum og foreldrum gefið tæki- færi til að leita að alls konar glaðningi í kringum höfuð- stöðvar K100 að Hádegismóum við Rauðavatn. ÞÚ FINNUR ALLTÁ FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.