Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 73

Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 „Það er spennandi að fá að halda áfram með tillöguna – það opnast heill heimur af möguleikum,“ segir Hekla Dögg Jónsdóttir. Hún bætir við að fram undan séu strembnar vikur við útfærslu tillögunnar en hún starfar sem prófessor við LHÍ og þar er einnig nóg að gera. „En ég mun vinna áfram með hugmyndir og hluti sem ég hef áður unnið með og sýnt,“ bætir hún við. „Svo er ég svo heppin að hafa verið í rannsóknarleyfi frá LHÍ og er því alveg tilbúin fyrir þessa vinnu. Ég hef undanfarið hlaðið upp hug- myndum og unnið út frá þeim.“ Hekla Dögg vinnur með sýning- arstjóranum Alessandro Castiglioni og hafa þau unnið saman nokkrum sinnum, meðal annars með verk hennar á sýningum í söfnum í Ge- nóa og á Gíbraltar. „Hann býr í Míl- anó og er ungur listfræðingur, skarpur eldhugi sem kennir við há- skóla þar,“ segir hún. En um hvað snýst hugmyndin? „Ég var nýverið með sýningu í Kling & Bang þar sem ég vann með sköpunarkraftinn og augnablikið. Ég held áfram með þá þætti, get ekki rætt enn um útfærsluna sem slíka, en held áfram að tengja hug- myndir eða verk annarra lista- manna inn í mín verk og mínar hug- myndir. Og þegar komið er í alþjóðlegt samhengi eins og í Fen- eyjum, með alla gestina og þar á meðal listamenn, þá má mæla sér mót við marga. Þetta býr til mögu- leika fyrir nýtt samhengi og sam- vinnu, og nýja skapandi orku, sem ég fæ til liðs við mig í verkinu. Rýmið og staðsetningin kalla svo alltaf á ákveðna útfærslu og merk- ingu og það munum við skoða betur á næstu vikum.“ Heill heimur af möguleikum Morgunblaðið/Einar Falur Samvinna Hekla Dögg Jónsdóttir á sýningu sinni í Hafnarborg árið 2015. „Maður leggur mikið í svona um- sókn og það er ánægjulegt að hún veki áhuga,“ segir Hrafnhildur Arn- ardóttir sem kallar sig Shoplifter. Hún vann tillöguna með Birtu Guð- jónsdóttur sýningarstjóra en viða- mikil sýning Hrafnhildar í Listasafni Íslands í fyrra var sú þriðja sem þær hafa unnið saman. Hrafnhildur er þekktust fyrir mis- stórar en oft og tíðum afar umfangs- miklar innsetningar með gervihári og þegar spurt er út í tillöguna um Feneyjasýningu svarar hún: „Ég ákvað að sækja um með ákveðna hárflækjuhugmynd, það má kalla minn einkennismiðil. Ég vinn alltaf út frá rýminu sem stendur til boða, og get unnið í öllum mögulegum stærðum og skapað í hvert sinn rýmisteikningu og spennu. Sýningargestir verða umvafðir litum; fólk gengur inn í rýmið og upplifir sig í óvenjulegum stærðar- hlutföllum með myndlistinni. Ég hugsa í senn um hið hulda landslag í líkama okkar, landslagið sem við lif- um í og landslagið í geimnum sem við höfum hugmyndir um en upp- lifum ekki á eigin skinni. Við upp- lifun á verkinu má hugsa sér að gest- ir komist í hugarástand sem kallar fram tilfinningu fyrir öllum þessum stærðum; maður getur dvalið í því og fundið um leið sterkar fyrir sjálf- um sér, anda og efni.“ Varðandi það að vera fulltrúi þjóðarinnar í Feneyjum segist Hrafnhildur hlæjandi lengi hafa litið á sig sem slíkan þar sem hún býr í New York – „en það væri gaman að vera það formlega á tvíæringnum.“ Ákveðin hárflækjuhugmynd Morgunblaðið/Ófeigur Hár Hrafnhildur Arnardóttir á sýningu sinni í Listasafni Íslands í fyrra. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Schola cantorum og úrvalslið íslenskra söngvara frumflytja annað kvöld, föstudag, annan hluta óratoríunnar Eddu eftir Jón Leifs, Eddu II - Líf guðanna. Óratórían Edda var stærsta verk Jóns og eitt metnaðarfyllsta tónverk íslenskrar tónlistarsögu, byggð á textum úr Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Jón hóf að leggja drög að Eddu I um 1930 en náði ekki að ljúka þriðju óratoríunni áður en hann lést árið 1968. Fyrsti hluti verksins, Edda I - Sköpun heimsins, var frumfluttur í heild árið 2006. Hér eru hljómsveitarstjórinn Hermann Bäumer og Kristinn Sigmundsson, einn söngvaranna, á æfingu í gær. Aðrir einsöngvarar eru Hanna Dóra Sturludóttir, og Elmar Gilbertsson. Tónleikarnir í Hörpu annað kvöld eru hluti af opinberri hátíðardagskrá í tilefni af aldar- afmæli fullveldis Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stórvirki Jóns Leifs frumflutt Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 15. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Fim 10/5 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 16. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 22/3 kl. 19:30 Auka Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Heillandi verk um höfnun og hindranir. Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Efi (Kassinn) Fim 22/3 kl. 19:30 Síðustu Fim 5/4 kl. 19:30 Síðustu Margverðlaunað og spennandi verk ! Faðirinn (Kassinn) Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Ég get (Kúlan) Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Þri 10/4 kl. 11:00 kirkjub.klaustur Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00 Hveragerði Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00 Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið) Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og úlfurinn Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og Siggi Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og Siggi Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get Barnamenningarhátíð 2018 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.