Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 84

Morgunblaðið - 22.03.2018, Page 84
FIMMTUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Handtekinn á fæðingardeildinni 2. „Höfuðborgin heitir Reykjavík“ 3. Sagði að hún hefði átt þetta skilið 4. „Leiðindaveður “ í kortunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundson halda tónleika í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í kvöld kl. 20.30 og verða það fyrstu tónleikar þeirra í húsinu. Þau munu flytja tónlist úr ýmsum áttum og einnig lög sem þau hafa unnið að saman og gefið út á plötum. Í fyrsta sinn í Bergi  Soffía Auður Birgisdóttir þýð- andi heldur fyr- irlestur um ævi og verk skáldkon- unnar Virginiu Woolf á Baðstofu- lofti Hannesar- holts í dag kl. 17 og í kvöld kl. 20 fer fram leiklestur á Hvað er í blý- hólknum eftir Svövu Jakobsdóttur í sal Hannesarholts, Hljóðbergi. Fyrirlestur og leik- lestur í Hannesarholti  Ó, höfuð dreyra drifið er yfirskrift tónleika sem haldnir verða kl. 12 í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á þeim verða flutt verk tengd páskum, m.a. Zwei Geistliche Gesänge eftir Reger og hluti af Gellert-ljóðunum eftir Beethoven. Verkin verða úr ýmsum áttum en þemað er trúin, þjáning og dauði Krists. Flytjendur eru Þórunn Elín Péturs- dóttir sópran og Lenka Mátéová org- anisti. Trú, þjáning og dauði Krists í Fríkirkjunni Á föstudag Norðlæg átt, víða 10-18 m/s vestan til á landinu, ann- ars mun hægari vindur. Snjókoma norðvestan til, en bjartviðri að mestu annars staðar. Hiti 0 til 5 stig S-lands og við A-ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 5-10 m/s þegar líður á daginn með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert, en létt- ir til austanlands. Hiti víða 2 til 8 stig að deginum. VEÐUR „Það er ekkert eðlilegt við það að skora sex stig á rúm- um þremur sekúndum. Fyrst þrjú víti til að jafna leik í úrslitakeppni og síðan skora úr eigin vítateig. Ég er farinn að spyrja mig spurn- inga: Úr hverju Kári er gerð- ur. Er hann einhver ofur- hetja sem er ekki mannleg nema að hluta til?“ skrifar Benedikt Guðmundsson, körfuboltasérfræðingur blaðsins. »4 Úr hverju er Kári gerður „Ég er mjög ánægður með árang- urinn. Fyrir utan að ég gerði lítils háttar mistök í fyrri ferðinni í svig- inu, seinni keppnisgreininni minni á laugardaginn. Annars er ég mjög sáttur við mig,“ segir Hilmar Snær Örvarsson sem keppti í svigi og stór- svigi á Vetrarólymp- íuleikum fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu þar sem hann hafn- aði í 13. og 20. sæti. »1 Mjög ánægður með ár- angurinn í Suður-Kóreu „Ég finn að ég er andlega á mjög góðum stað, ferskur í líkam- anum, ferskur í hausnum og bara klár í að byrja að spila aftur fyrir landsliðið,“ segir Kolbeinn Sig- þórsson sem er með íslenska landsliðinu í Kaliforníu þar sem það býr sig undir vináttulands- leik gegn Mexíkó aðfaranótt laugardagsins. »1 Klár í að byrja að spila aftur fyrir landsliðið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dýri Guðmundsson ber ekki bumb- ur en Hafnfirðingurinn, sem á með- al annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýra- firði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. „Þetta kom mér á óvart, eins og sagt er við slík tækifæri, en ég er þakk- látur,“ segir hann. Á árum áður lét landsliðsmað- urinn að sér kveða í fótboltanum og var í sigursælum liðum í FH og Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár en fékk stundum að sitja í hjá Gunna Bjarna, sem var líka fluttur til Reykjavíkur,“ rifjar Dýri upp. Bætir við að hann hafi loks látið undan miðbæjarþrýstingi og gengið í Val. Fjölskyldan flutti út á Seltjarnarnes 1981 þar sem hjónin Dýri og Hildur Guðmundsdóttir ólu upp þrjú börn. „Það er gott að búa hérna og ala upp börn,“ áréttar Dýri. Á fleygiferð Fyrir margt löngu ákvað Hildur að standa úti á hlaði og gefa hlaup- urum í Reykjavíkurmaraþoninu kökur, þegar þeir hlupu framhjá húsi þeirra. Á meðan sat Dýri á svölunum og spilaði á rafgítarinn. Lagið „Keep on Running“ hefur slegið í gegn,“ segir Dýri og bendir á að uppátækið hafi síðan verið ár- legur viðburður, sem hafi undið upp á sig. Fleiri hljóðfæraleikarar hafi bæst í hópinn og nágrannar og lengra að komnir hafi lagt sitt af mörkum á hlaðborðið. „Fyrir þetta var ég útnefndur,“ segir Dýri og leggur áherslu á að hann sé alltaf Gaflari inn við beinið. „Þegar rignir á meðan hlaupið stendur leitum við skjóls undir hús- veggnum eins og sannir gaflarar.“ Tónlist hefur verið ríkur þáttur í lífi miðvarðarins. Hann byrjaði í bekkjarhljómsveit 12 ára, var einn af stofnendum FH-bandsins og átti hugmyndina að stofnun Vals- kórsins. Hann söng með Fjalla- bræðrum, spilaði fyrir matargesti á Hótel Sögu og hefur reglulega skemmt öldruðum með spili og söng auk þess sem hann er í Vals- bandinu. „Þó að ég sé að mestu hættur að spila verð ég alltaf rokk- ari,“ segir Dýri. FH-ingar hafa teflt fram sigur- sælasta karlaliði landsins í fótbolta undanfarin ár og Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar. „Megi betra liðið vinna, því ég veit ekki með hvoru ég á að halda,“ segir Dýri og þorir engu að spá um úr- slit næsta Íslandsmóts. Hann seg- ist reyna að láta lítið fyrir sér fara, þegar hann mæti á innbyrðisleiki liðanna. „Ég er stundum með húfu til þess að enginn þekki mig.“ Dýri hefur dregið sig í hlé, en mætir samt enn á völlinn og á sér draum. „Rokkið lifir og ég get vel séð mig sem Dýra dyravörð í Þjóð- leikhúsinu. Það hljómar vel.“ Dýri dyravörður er draumur  Seltirningur ársins er Valsari og alltaf Gaflari Morgunblaðið/Eggert Á hlaðinu Rokkarinn Dýri Guðmundsson og Hildur Guðmundsdóttir æfa sig fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon. Seltirningur ársins Dýri fékk teikningu af sér í tilefni útnefningarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.