Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
OPIÐ HÚS
Í DAG MILLI KL.14:00 -14:30
HEIÐARBÆR– Þingvöllum.
Sérlega notalegt, fallegt og veglegt 4ra her
bergja sumarhús á einni hæð með glæs
ilegu útsýni yfir Þingvallavatn. Húsið var
endurbyggt árið 2008 og er mjög skemmti
lega skipulagt. Húsið stendur á mjög róleg
um stað á leigulóð í eigu ríkisins í u.þ.b. 30
mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Framhjá húsinu rennur Móakotsá. Útsýninu
frá húsinu má líkja við málverk sem skiptir
litum á hverjum degi. Sjón er sögu ríkari!
Þegarekiðer fráReykjavíkumÞingvallavegnr.36,
þáerbeygt tilhægri innáfyrstavegslóðaeftirað
ekiðer framhjáGrafningsveginr.360.Húsiðblasir
viðþegarkomiðer innávegslóðann.
Herbergi: 4
Stærð: 83 fm.
Endurbyggt: 2008
Verð: 39.700.000
Skipholt 50b | 105 Reykjavík | s 510 3500 | www.eignatorg.is
Björgvin Guðjónsson lg.fs. s 615-1020 / bjorgvin@eignatorg.is s 510-3500
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Mikil umferð er um vegi landsins
um páskana. Dagurinn í gær var
líklega þyngsti umferðardagurinn
það sem af er ári.
Mikil umferð var um Húnavatns-
sýslur í gærdag og fram á kvöld,
bíll við bíl, samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Blönduósi. Flestir
væntanlega að fara norður á skíði.
Sama er að segja um Suðurlands-
veg. Þá er fjöldi fólks á Skíðaviku á
Ísafirði og tónlistarhátíðinni Aldrei
fór ég suður sem þar er haldin um
helgina.
Stórhríð var á Fjarðarheiði og
vegurinn til Seyðisfjarðar lokaðist.
Útgerð Norrænu ákvað að bíða með
brottför þar til snemma í dag en þá
ætlaði Vegagerðin að opna veginn
fyrir farþega ferjunnar.
Bíll við bíl á Norðurlandsvegi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar
framtíðar, og Páll Magnússon, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, byrja
með glænýjan þjóðmálaþátt á K100 á
sunnudögum. Er fyrsti þátturinn
núna á páskadag kl. 10. Þættirnir
bera heitið Þingvellir og verða pólitík
og málefni líðandi stundar í for-
grunni. Nýju þáttastjórnendurnir
voru spenntir fyrir verkefninu þegar
Morgunblaðið náði af þeim tali og
voru sammála um að hlutirnir yrðu
ræddir á mannamáli.
„Við erum bæði þekkt fyrir það að
vera ekkert að sykurhúða hlutina
neitt sérstaklega mikið og fáum nátt-
úrulega rými til þess þarna því við er-
um ekki fjölmiðlamenn, heldur
stjórnmálamenn sem og manneskjur
með miklar skoðanir,“ segir Björt.
„Ég held að þetta verði mjög
skemmtilegt. Samsetningin er áhuga-
verð, Björt er formaður í stjórn-
málaflokki, ég ekki, ég sit inni á þingi,
hún ekki, þannig að við komum að
þessari pólitík og samfélagsmálum
hvort úr sinni áttinni og auðvitað
hvort úr sínum flokknum,“ segir Páll
og bætir við að það skemmtilegasta
við þetta sé að þau séu ósammála.
„Það er alveg vitað og þess vegna
stillum við þessu þannig upp,“ segir
Björt.
Þarf ekki að þykjast lengur
Páll starfaði áratugum saman í fjöl-
miðlum áður en hann varð þingmaður
en segir að þessi þáttur verði við-
brigði fyrir sig. „Ég hef verið alla æv-
ina í fjölmiðlum og alltaf verið að
keppast við það að halda aftur af
þeim skoðunum sem ég hef og unnið
þannig að ekki megi lesa úr því hvor-
um megin hryggjar ég er. Nú er ég
ekkert að þykjast neitt; nú er ég bara
þar sem ég er og Björt er þar sem
hún er,“ segir Páll. Þau eru sammála
um að fyrirkomulagið veiti þeim
meira frelsi til að komast að kjarna
hvers máls og verður þátturinn þann-
ig öðruvísi en aðrir helgarmorg-
unþættir.
„Við viljum ekki vera að fara mikið
í kringum hlutina og komast úr þess-
ari froðu sem svona umræður eru oft
sveipaðar í, við tölum bæði hreina ís-
lensku, við Páll,“ segir Björt.
Þáttunum verður skipt á milli
þeirra en þau útiloka ekki að verða
saman í hljóðverinu í einhverjum
þáttum. Þau munu þó vinna þættina í
mikilli sameiningu. Verða stjórn-
málamenn og aðrir góðir gestir í
hverjum þætti.
Sem fyrr segir er fyrsti þátturinn á
sunnudag, páskadag, kl. 10.
Morgunblaðið/Eggert
Samstarf Björt Ólafsdóttir, Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri og Páll Magnússon eru spennt fyrir samstarfinu.
Þjóðmálaþátturinn
Þingvellir fer í loftið
Björt Ólafsdóttir og Páll Magnússon verða á K100 um helgar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hverfisráð Reykjavíkurborgar eru
tíu talsins og kosta borgina um 38,7
milljónir króna á ári. Kosið er í ráð-
in af borgarstjórn, til fjögurra ára í
senn. Samkvæmt
núverandi skipan
á Samfylkingin
formenn í fimm
hverfisráðum,
Björt framtíð á
tvo formenn, VG
á einnig tvo for-
menn og Píratar
eiga einn.
Björn Gísla-
son, formaður
Fylkis í Árbæn-
um og 8. maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík, gerir hverf-
isráðin að umræðuefni í grein sem
hann skrifaði og birtist í nýjustu
tölublöðum af Árbæjarblaðinu og
Grafarvogsblaðinu. Í grein Björns
kemur fram að formenn hverfisráða
fái um 105 þúsund krónur á mánuði
fyrir einn fund í mánuði og aðrir í
hverfisráðum, fjórir stjórnarmenn í
hverju, fái helming þeirrar upphæð-
ar. Þannig er árskostnaður Reykja-
víkurborgar við rekstur á hverf-
isráðum um 38,7 milljónir króna.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar
segir m.a. um hverfisráð: „Hlutverk
þeirra er að stuðla að hvers konar
samstarfi innan hverfis, móta
stefnu og gera tillögur til borg-
arráðs sem varða verksvið þeirra.
Þá geta hverfisráð gert tillögur um
samræmingu á þjónustu borgar-
stofnana í einstökum hverfum.
Hverfisráð eru vettvangur sam-
ráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnu-
lífs og borgaryfirvalda, og eru virk-
ir þátttakendur í allri stefnumörkun
hverfanna. Þannig eru hverfisráð
ráðgefandi fyrir starfsemi þjónustu-
miðstöðva í hverfum og eiga að
stuðla að eflingu félagsauðs í hverf-
um.“
Notuð sem pólitísk skiptimynt
Björn segir m.a. í grein sinni:
„Óánægju hefur gætt í hverfisráð-
um í ljósi þess hversu litla tengingu
þau hafa inn í stjórnsýslu Reykja-
víkurborgar og eru aðallega
umsagnaraðilar um ýmis mál en fá
samt litlu ráðið …
Sá háttur hefur verið hafður á að
kosið er í hverfisráðin í Ráðhúsinu,
í stað þess að íbúar í hverfinu fái
sjálfir að kjósa sína fulltrúa í ráð-
in.“
Og síðar segir Björn: „Hverfis-
ráðin eiga ekki að vera notuð sem
pólitísk skiptimynt fyrir gæðinga
stjórnmálaflokkanna. Borgarbúar
yrðu eflaust hissa ef þeir vissu
hverjar launagreiðslur fyrir for-
mennsku og setu í hverfisráðunum
eru – sem eru tíu talsins – og
hversu oft þau funda í hverjum
mánuði. Almennum launamanni
þætti það dágóð laun að fá 104.846
kr. fyrir einn fund í mánuði.“
Ekki náðist í S. Björn Blöndal,
formann borgarráðs, í gær þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Hverfisráðin kosta um 40 milljónir
Meirihlutinn í borginni skiptir með sér formennskunni í tíu hverfisráðum Reykjavíkurborgar
Björn
Gíslason
Morgunblaðið/Ernir
Borgarstjórn Kosið er í hverfisráð í borgarstjórn, pólitískri kosningu.
Séra Kristján Björnsson, sókn-
arprestur í Eyrarbakkasókn, fékk
flest atkvæði í kjöri vígslubiskups í
Skálholtsumdæmi, 47,5% atkvæða.
Vantaði hann 17 atkvæði upp á
meirihluta greiddra atkvæða. Því
þarf að greiða atkvæði að nýju og
kj́ósa þá á milli hans og séra Eiríks
Jóhannssonar, prests við Háteigs-
kirkju, sem fékk næstflest atkvæði,
eða 246 talsins.
Kosið var á milli þeirra þriggja
presta sem flestar tilnefningar
fengu í forvali. Séra Axel Árnason,
héraðsprestur á Suðurlandi, fékk
89 atkvæði og er því úr leik.
Á kjörskrá voru 939 manns, bæði
lærðir og leikir. Kosningaþátttaka
var um 68%.
Síðasta umferð vígslubiskups-
kjörs hefst 20. apríl og stendur til 4.
maí. Kemur þá í ljós hvort Kristján
eða Eiríkur verður vígslubiskup í
Skálholtsumdæmi. Kristján Valur
Ingólfsson sinnir verkefnum fyrir
embættið þangað til. helgi@mbl.is
Kristján
Björnsson
Eiríkur
Jóhannsson
Vantar 17 atkvæði upp
á að ná kjöri í Skálholti