Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Rafrænt stjórnarkjör 9. til 13. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 9. – 13. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Í framboði eru Eva Hlín Dereksdóttir, Freyr Ólafsson, Gnýr Guðmundsson, Helga Viðarsdóttir, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Sverrir Bollason og Unnar Hermannsson. Kynning frambjóð- enda er á vefsvæði sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. sjóðfélaga- lýðræði, rafrænt stjórnarkjör, góð réttindaávinnsla og hagstæð sjóð- félagalán. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2017 var samtals 80,9 milljarðar kr. og hækkaði um 7,9 milljarða kr. á árinu. Í árslok 2017 var heildartryggingafræðileg staða samtryggingardeildar jákvæð um 1,5%. Hrein raunávöxtun sl. 5 ár er 5,0% Nánari upplýsingar á www.lifsverk.is. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík - Þriðjudaginn 17. apríl kl. 17:00 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild Dagskrá fundar: Hefðbundin aðalfundarstörf Niðurstaða rafræns stjórnarkjörs Tillögur til breytinga á samþykktum Önnurmál, löglega upp borin Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 5,3% 3,6% Lífsverk 1 6,2% 4,4% Lífsverk 2 7,4% 5,6% Lífsverk 3 4,9% 3,1% Ávöxtun 2017: 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2013 2014 2015 2016 2017 Það bárust um það óljósarfréttir í vikunni að dularfull, hægfara skotheld járnbrautarlest hefði silast að norðan til Kína og væri ólík öðrum lestum í þessum heimshluta. Gam- alreyndir frétta- haukar töldu sig þar þekkja lestina sem Kim Jong-il, faðir hins nú elsk- aða leiðtoga Norð- ur-Kóreu, notaði á ferðalögum til Kína og Rússlands.    Var Kim Jong-il sagður flug-hræddur og notaði því að- eins jarðbundin farartæki. Kim Jong-un á hins vegar forsetaþotu og notar hana innanlands. Hann hafði ekki ferðast til útlanda frá því að hann erfði forsetaemb- ættið frá pabba.    Þegar fréttist af gulgrænu lest-inni var spurt hvers vegna ekki hefði verið sagt fyrirfram frá hinni opinberu heimsókn al- valdsins til Kína. Svarið fannst einnig með því að gramsa í for- tíðinni.    Kim Jong-il lét aldrei upplýsaum sínar ferðir fyrr en hann var kominn heim aftur. Talið var að hann óttaðist að þeir hershöfð- ingjar sem elskuðu hann jafnvel enn meir en þjóðin kynnu að hugsa sitt, eins og mýs gera þeg- ar kötturinn er að heiman.    Góðu fréttirnar eru þær aðKim ungi á að hafa sagt Xi Jingpin forseta Kína að hann sé nú reiðubúinn að setja kjarn- orkuáætlanir sínar á hilluna. Það kann að skyggja nokkuð á þessa frábæru frétt að fullyrt er að þeir eigi það sameiginlegt Kim- ararnir Il-sung, Jong-il og Jong- un að lítið sé að marka loforð þeirra um kjarnorkumál. Kim Jong-un Karlleggirnir Kim líka óöruggir STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.3., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 4 hagl Akureyri 5 alskýjað Nuuk -2 heiðskírt Þórshöfn 4 rigning Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki -1 skúrir Lúxemborg 8 rigning Brussel 8 súld Dublin 6 skúrir Glasgow 6 rigning London 7 skúrir París 10 skýjað Amsterdam 5 skúrir Hamborg 3 rigning Berlín 1 skýjað Vín 9 skýjað Moskva -4 léttskýjað Algarve 21 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 18 heiðskírt Róm 15 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -7 snjóél Montreal 3 þoka New York 6 alskýjað Chicago 4 þoka Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:56 20:10 ÍSAFJÖRÐUR 6:58 20:18 SIGLUFJÖRÐUR 6:41 20:01 DJÚPIVOGUR 6:25 19:40 Eigandi hlutabréfa í útgerðinni Hvalur hf. hefur farið þess á leit við stjórn félagsins að 20% af hlutabréfum í félaginu verði gerð ógild þar sem þau hafa glatast, og að ný bréf verði gefin út í stað- inn. Í Lögbirtingablaðinu birtist auglýsing um beiðnina og eru handhafar hlutabréfanna sem um ræðir beðnir að gefa sig fram við stjórn félagsins innan þriggja mánaða ellegar falli niður öll réttindi á hendur félaginu samkvæmt hlutabréfinu og ný hlutabréf verði gefin út handa skráðum eigendum. 3,3 milljarðar af eigin fé Hlutabréfin sem um ræðir eru 59 talsins og nafnvirði þeirra um 21% af nafnvirði félagsins. Í ársreikningi Hvals hf. fyrir árið 2016 er eigið fé fé- lagsins 15,8 milljarðar króna og samsvarar eign- arhlutur týndu bréfanna því um 3,3 milljörðum af eigin fé þess. Hvalur hf. er eigandi Vogunar hf. og Væntingar hf. og á 33,7% hlut í HB Granda, 38,7% hlut í Hampiðjunni og 16,6% hlut í Origo gegnum þessi félög. Ekki náðist í Kristján Loftsson, stjórn- arformann Hvals, við gerð fréttarinnar. 20% hlutabréfa í Hval talin glötuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.