Morgunblaðið - 29.03.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
Verð á páska-
eggjum hefur lít-
ið hækkað síðan í
fyrra og reyndar
er algengara að
það hafi staðið í
stað eða lækkað
lítillega. Þetta
sýnir ný könnun
verðlagseftirlits
ASÍ á verðlagi á
páskaeggjum í ár
og í fyrra.
Undantekning voru verðhækk-
anir í Hagkaup, þar hækkuðu sjö
páskaegg af 15 og var mesta verð-
hækkunin 26%, eða 700 kr., á
Freyju-ríseggi nr. 9 og næstmesta
hækkunin þar var á Góu-eggi nr. 4,
sem hafði hækkað um 25%.
Mest lækkuðu páskaeggin í Nettó,
þar lækkuðu tíu páskaegg í verði af
þeim 15 sem voru í könnuninni. Mest
lækkaði sterkt Freyju-djúpuegg, um
12%.
Í öðrum verslunum sem kannaðar
voru mátti finna smávægilegar
hækkanir og lækkanir á víxl og í
mörgum tilfellum stóð verðið í stað.
Borið var saman verð úr verðlags-
könnun ASÍ sem gerð var 6. apríl í
fyrra og verð hinn 20. mars síðastlið-
inn. Könnunin náði til eftirtalinna
verslana: Bónuss, Krónunnar, Nettó,
Fjarðarkaupa, Hagkaupa og Ice-
land. Hvorki er lagt mat á gæði né
þjónustu söluaðila, eingöngu er um
beinan verðsamanburð að ræða.
Páskaeggin hækk-
uðu lítið á milli ára
Páskaegg Lítil
breyting á milli ára.
Ranghermt var í frásögn blaðsins sl.
þriðjudag um hleðslustöð Orku nátt-
úrunnar í Mývatnssveit að Fosshót-
elið væri í Reykjahlíð. Hið rétta er
að hótelið er í Grímsstaðalandi og er
beðist velvirðingar á rangherminu,
sem rekja má til tilkynningar frá
Orku náttúrunnar.
LEIÐRÉTT
Fosshótel í landi
Grímsstaða
www.heimavellir.is
LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI
Heimavellir bjóða 60 íbúðir til leigu í
Boðaþingi 14-16 og 18-20 í Kópavogi.
Þetta er fyrsta verkefni Heimavalla sem er
sérstaklega ætlað fólki sem er 55 ára og eldra.
Um er að ræða glæsilegar og vel hannaðar íbúðir
í rólegu og friðsælu umhverfi rétt við Elliðavatn
og Heiðmörk. Húsin eru í nágrenni við þjónustu
fyrir eldri borgara.
Kynntu þér málið á www.heimavellir.is
Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og
stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi
eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í
öruggri langtímaleigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.
Sérhannaðar leiguíbúðir
fyrir 55 ára og eldri
Morgunblaðið/Eggert
Kjaramál Verðandi hjúkrunarfræð-
ingar krefjast hærri grunnlauna.
frá 1. júní á þessu
ári 395.991 kr.
samkvæmt gerð-
ardómi sem er nú
í gildi.
Hjúkrunar-
fræðinemar áttu
fund með Páli og
stjórnendum
Landspítala á
þriðjudag þar
sem kom fram að
Landspítali hefði ekki umboð til að
breyta grunnlaunum vegna gildandi
Landspítali getur ekki samið um
laun hjúkrunarfræðinga og annarra
stétta en hefur svigrúm til að ráð-
stafa fjármunum í verkefni sem snúa
að starfsmönnum sem starfa í fram-
línu spítalans og vinna vaktavinnu.
Þetta segir Páll Matthíasson, for-
stjóri Landspítalans, í svari við fyr-
irspurn Morgunblaðsins en hjúkrun-
arfræðinemar á lokaári hafa tilkynnt
að þeir hyggist ekki sækja um á spít-
alanum verði grunnlaun þeirra ekki
hækkuð upp í 450 þúsund krónur.
Grunnlaun hjúkrunarfræðinga eru
gerðardóms. Páll segir hins vegar að
spítalinn hafi ráðist í verkefni sem
snúa að hærri grunnröðun í launa-
töflu tengt breyttum vinnutíma og
vinnuskipulagi, sérstökum álags-
auka fyrir utan dagvinnutíma og sér-
stakri umbun fyrir helgarvinnu á
sumrin.
„Hjúkrunarfræðingur sem hagar
sinni vinnu þannig að hann taki þátt í
öllum þessum verkefnum fær hærri
laun en markmið nemanna kveður á
um og auk þess er greitt kjarasamn-
ingsbundið vaktaálag fyrir vinnu ut-
an dagvinnutíma,“ segir Páll.
Hann segir skort á hjúkrunar-
fræðingum þegar mjög alvarlegan á
Landspítala og mikilvægi þess að
hjúkrunarfræðinemarnir komi til
starfa á spítalanum að lokinni út-
skrift sé því óumdeilt. „Að þessi hóp-
ur starfi ekki á Landspítala mun
auka vandann enn frekar,“ segir Páll
en í dag starfa tæplega þúsund
hjúkrunarfræðingar í vaktavinnu á
Landspítalanum og skrifuðu 96 und-
ir yfirlýsingu nemenda til stjórnend-
anna. ash@mbl.is
Verkefni til að toga laun upp
Páll segir laun starfsmanna á Landspítala hækkuð með sérstökum verkefnum
Páll
Matthíasson
„Við munum að
sjálfsögðu fylgj-
ast náið með mál-
unum og bregð-
ast við ef þörf
krefur,“ segir
Svanhvít Frið-
riksdóttir, upp-
lýsingafulltrúi
WOW air, um
boðað verkfall
opinberra starfs-
manna í Danmörku frá 4. apríl.
Meðal þeirra sem þá gætu lagt nið-
ur störf eru veðurfræðingar og
flugumferðarstjórar. Spurð hvort
verkfallið muni hafa áhrif á ferðir
WOW air til Kaupmannahafnar
segir Svanhvít svo ekki vera. „Flug-
afgreiðsluaðili okkar í Kaupmanna-
höfn metur að svo stöddu að boðað
verkfall muni ekki hafa áhrif á
flugferðir WOW air til og frá Kaup-
mannahöfn,“ segir Svanhvít.
Ekki náðist í Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúa Ice-
landair.
Verkfallið hefur ekki
áhrif á flugferðir
Svanhvít
Friðriksdóttir