Morgunblaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR
u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist
á rúðuna / sólaselluna
u Eykur öryggi og útsýni allt að
tvöfalt í bleytu og rigningu
u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla,
snjór og ísing safnist á rúðuna
u Heldur regnvatni frá rúðunni
u Býr til brynju á rúðunni fyrir
leysiefnum og vökvum
u Þolir háþrýstiþvott
u Virkar við -30°C til + 30°C
u Endingartími er 6 – 12 mánuðir
Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Fækkaðu
hleðslu-
tækjunum
á heimilinu,
skrifstofunni
eða sumar-
bústaðnum.
Tengill með USB
KRINGLU OG SMÁRALIND
S C S Ö S Ó
DÖMUSKÓR
KE HER FLEX APPEAL D MU K R
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI.
STÆRÐIR 36-41
VERÐ: 12.995
Búið er að veiða um 28.600 tonn af kol-
munna í ár samkvæmt yfirliti á vef
Fiskistofu og er þá eftir að veiða 286
þúsund tonn af aflaheimildum ársins,
að meðtöldum sérstökum úthlutunum
og flutningi á milli ára.
Að lokinni loðnuvertíð fóru uppsjáv-
arskipin til veiða á alþjóðlegu hafsvæði
vestur af Írlandi og aflaðist ágætlega
þar fram eftir mánuðinum. Undir 20.
mars var kolmunninn hins vegar geng-
inn inn í skoska lögsögu og skipin
héldu heim á leið. Mörg þeirra náðu
1-2 túrum áður en kolmunninn hvarf.
Aflahæst er Guðrún Þorkelsdóttir frá
Eskifirði með tæplega 5.700 tonn, en
skipið var ekki á loðnuveiðum í vetur.
Takmarkanir á kolmunna-
veiðum við Færeyjar
Í reglugerð um kolmunnaveiðar
sem gefin var út í byrjun febrúar er
kveðið á um að a.m.k. 25% af kol-
munnaveiði íslenskra skipa skuli fara
fram í íslenskri lögsögu eða á al-
þjóðahafsvæði, en Ísland og Færeyjar
hafa með sér samning um gagn-
kvæman aðgang að lögsögum til kol-
munnaveiða.
Reikna má með að íslensku skipin
haldi á Færeyjamið í vikunni eftir
páska, en þar hefur kolmunni byrjað
að veiðast nokkuð reglulega um 10.
apríl. Veiðar íslenskra skipa eru tak-
markaðar við 15 skip á sama tíma.
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES)
ráðlagði síðastliðið haust að hámarks-
afli á kolmunna á þessu ári skyldi ekki
vera umfram 1.387.872 tonn og var það
viðmið samþykkt af öllum hlutaðeig-
andi strandríkjum. Reglugerð sjávar-
útvegsráðuneytisins kveður á um að
hlutur Íslands verði 293 þúsund tonn,
sem nemur 21,1% af ráðlögðum heild-
arafla. Samkvæmt eldri kolmunna-
samningi, sem ekki er lengur virkur,
hafði Ísland 16,23% hlutdeild í heildar-
aflamarki. Aukningin í 21,1% endur-
speglar vegið meðaltal á þeirri aukn-
ingu sem önnur strand- og veiðiríki
hafa tekið sér í ár, sagði í frétt ráðu-
neytisins 1. febrúar sl. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Á kolmunnaveiðum á Víkingi AK 100 í færeyskri lögsögu í fyrravor.
Næst til kolmunna-
veiða við Færeyjar
Búið að veiða tæplega 30 þús. tonn
Hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurpró-
fastsdæma ráða aðstandendur því
hvað er sett á leiði til að prýða það.
Finni vinur eða fjarskyldur ættingi
hjá sér hvöt til að setja blómsveig eða
krans á leiði eftir jarðsetningu þarf
viðkomandi að fá til þess leyfi hjá nán-
ustu aðstandendum hins látna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts-
dæma sem Þórsteinn Ragnarsson,
forstjóri kirkjugarðanna, sendi fjöl-
miðlum í gær. Tilefnið er fréttaflutn-
ingur um áhöfn grænlenska togarans
Polar Nanuk, sem lagði nýverið blóm-
sveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í
Fossvogskirkjugarði.
„Ég er ekki með þessu að segja að
blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki
verið virðingarvottur, ég er hér að
tala um framkvæmdina. Hún var
röng,“ segir Þórsteinn.
Hefði áhöfnin kynnt sér viðhorf að-
standenda hefði komið í ljós að þeir
kærðu sig ekki um slíkt.
Fjölskylda Birnu hafi sett sig í
samband við kirkjugarðinn og lagt
fram kvörtun.
Aðspurður segir Þórsteinn regl-
urnar um umgengni í kirkjugörðum
borgarinnar vera óskrifaðar, en
starfsmenn reyni að breiða þær út.
Ekki sé þó nokkur leið að fylgja þeim
eftir. „Kirkjugarðarnir eru um 70
hektarar með þúsundum leiða sem
fólk hefur frjálsan aðgang að.“
Þá tekur Þórsteinn fram að
myndatökur séu bannaðar í kirkju-
görðum nema tryggt sé að ekki komi
fram nöfn og áletranir á minningar-
mörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í
þessu tilviki, þar sem mynd af leiði
Birnu var birt í fjölmiðlum.
alexander@mbl.is
Kransinn lagður í
óþökk foreldra Birnu
Foreldrar lögðu fram kvörtun Myndatökur bannaðar
Morgunblaðið/Ómar
Fossvogskirkjugarður Leyfi þarf
hjá ættingjum til að skreyta leiði.
Fyrstu lóurnar sáust í Flóanum í
gær, væntanlega til að kveða burt
snjóinn, og þar með er vorið komið í
augum margra.
Aðeins tvisvar hafa lóurnar komið
seinna en núna, það var árin 1999 og
2001 en meðalkomudagur þeirra á
tímabilinu 1998-2017 er 23. mars.
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræð-
ingur segir að ástæða þessarar sein-
komu lóunnar í ár geti verið að und-
anfarið hafi áttirnar ekki verið
fuglinum hagstæðar. „Norðaust-
anáttin, sem verið hefur að und-
anförnu, blæs á móti lóunni á leið
hennar frá vetrarheimkynnum. Það
er ekkert vit fyrir hana að leggja af
stað í mótvindi, fuglar bíða hann
gjarnan af sér,“ segir Jóhann Óli.
Vetarheimkynni lóunnar eru í
Vestur-Evrópu, aðallega á Írlandi
en einnig í Frakklandi, Portúgal og á
Spáni. Spurður hversu lengi fuglinn
sé á leiðinni þaðan og hingað heim
segir Jóhann Óli það ekki vitað með
vissu. „Lóan er of lítil til að hægt sé
að festa á hana staðsetningartæki og
sendi eins og stærri fugla, en sé mið-
að við hversu langan tíma það tekur
t.d. álftir að fljúga frá þessum slóð-
um má giska á að lóan sé 10-16
klukkutíma á leiðinni,“ segir Jóhann
Óli.
Lóan er komin til landsins
Hefur tvisvar
verið seinna
á ferðinni
Ljósmynd/Alex Máni Guðríðarson
Hún er komin Vorboðinn ljúfi kom til landsins í gær og sást sá fyrsti í Flóan-
um. Lóan er vaðfugl og útbreiddur varpfugl um landið, einnig á hálendinu.