Morgunblaðið - 29.03.2018, Page 11

Morgunblaðið - 29.03.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 VISTVÆNAR BARNAVÖRUR Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Sundföt 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Ný sending af sundfatnaði frá Calvin Klein Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík Sími 569-6000 - www.os.is Ársfundur Orkustofnunar 2018 Fundurinn verður haldinn 11. apríl 14:00 - 17:00 - Grand Hótel Reykjavík D A G S K R Á 13:45 Mæting 14:00 Ávarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14:15 Ávarp orkumálastjóra - Dr. Guðni A. Jóhannesson 14:30 Nordic EV Outlook 2018 and electrification of the Nordic energy system - Sacha Scheffer, Analyst, Energy Efficiency Division/Energy Technology Perspectives Division, International Energy Agency 15:00 Rafmagn sem orka í samgöngum Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar 15:15 Kaffihlé 15:30 Kolefnishlutlaus Eyjafjörður GuðmundurHaukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku 15:45 Evrópusamstarf umtækniþróun í orkumálum, SET-Plan Dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, fulltrúi Íslands í SET-Plan 16:00 Geothermica - fjölþjóðlegar rannsóknir á sviði jarðvarma innan EES / ESB Hanna Björg Konráðsdóttir, verkefnisstjóri GEORG og Geothermica 16:15 Orkuskipti í almenningssamgöngum Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 16:30 Fundarlok / Léttar veitingar Fundarstjóri: Baldur Pétursson, verkefnisstjóri - fjölþjóðleg verkefni og kynningar, Orkustofnun Fundurinn verður sendur út á netinu á os.is Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum, sem miða að því að hægt verði að auka eftirlit með dæmdum barna- níðingum og skylda þá til að gang- ast undir áhættumat, ásamt því að styrkja stöðu Barnaverndar- stofu. „Þetta gengur í raun út á að tengja saman að- ila sem hafa með þessi mál að gera og þar með tryggja eftirlit, ásamt því að flokka þennan hóp brotamanna. Það gengur út á að finna hvaða að- ilar það eru sem eru líklegir til að brjóta af sér að nýju. Það eru ekki margir einstaklingar sem falla í þennan hættulegasta hóp en það er mjög mikilvægt að ná utan um hópinn og veita þessum ein- staklingum aukið eftirlit,“ segir Silja Dögg í samtali við mbl.is. Ef frumvarpið nær fram að ganga mun Barnaverndarstofa m.a. geta tilkynnt viðkomandi barnavernd ef dæmdur kynferðis- brotamaður, sem gerst hefur brot- legur gagnvart börnum og veruleg hætta er talin stafa af, flytur í um- dæmið. Ef rík barnaverndarsjónar- mið mæla með getur barnavernd einnig gert öðrum viðvart að fengnu samþykki Barnaverndar- stofu. Þá verður einnig hægt að gera kröfu um að viðhafðar séu ákveðnar öryggisráðstafanir eftir að einstaklingur sem brýtur kyn- ferðislega gagnvart barni afplánar dóm sinn, ef verulegar líkur eru taldar á því, samkvæmt mati heil- brigðisstarfsmanns, að viðkomandi brjóti aftur gagnvart barni. Eftirfarandi öryggisráðstafanir verður hægt að kveða á um í dómi: Skyldu til að sinna nauðsynlegri meðferð á vegum heilbrigðisstarfs- manna, skyldu til að mæta í skipu- lögð viðtöl hjá félagsþjónustu, eft- irlit með netnotkun og notkun samskiptamiðla og -forrita, að ein- staklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna, eftirlit með heimili og bann við búsetu á heim- ili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega. Ef í ljós kemur að einstaklingur sinnir ekki fyrirmælum um örygg- isráðstafanir getur það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Skylt að tilkynna um breyttan dvalarstað Aðrar breytingar, sem kveðið er á um í frumvarpinu, eru m.a. þær að þegar dómar falla vegna kyn- ferðisbrota gagnvart börnum skal ríkissaksóknari láta Barnaverndar- stofu dómana í té. Þá skal Fangels- ismálastofnun veita upplýsingar um upphaf og lok afplánunar, sem og skilyrði sem sett eru fyrir reynslulausn, fyrirhugaðan dval- arstað viðkomandi einstaklings, auk gagna frá heilbrigðisstarfs- mönnum um einstaklinginn. Níðingar geti ekki farið huldu höfði  Silja Dögg með frumvarp til að auka eftirlit með dæmdum barnaníðingum Silja Dögg Gunnarsdóttir Íslendingur á fertugsaldri er al- varlega slasaður eftir bílslys á Möltu í fyrrakvöld. Sveinn H. Guð- marsson, upplýsingafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins, staðfesti þetta við mbl.is í gær. Maðurinn var far- þegi í bíl en slysið varð þegar 24 ára kona missti stjórn á bifreið. Ís- lendingurinn og annar farþegi, 26 ára heimakona, slösuðust töluvert. Á vefsíðu lögreglunnar á Möltu kom fram í gær að 32 ára gamall Ís- lendingur væri alvarlega slasaður eftir bílslys. Sveinn H. Guðmarsson sagði í samtali við mbl.is að leitað hefði verið til borgaraþjónustu ráðuneytisins vegna málsins. Ekk- ert væri hægt að segja til um líðan mannsins að svo stöddu. Slasaðist alvarlega í bílslysi á Möltu Embætti landlæknis barst nýlega ábending frá Landspítala um alvar- legt atvik þar sem sjúklingur með svokallað loftbrjóst hafði leitað til bráðamóttöku og gengist undir að- gerð í kjölfar áverka eftir nálastung- ur. Sjúklingurinn var ólétt kona og var hún í bráðri lífshættu er hún kom á bráðamóttökuna, að því er fram kemur á vefsíðu Landlæknis. Konan hafði farið í meðferðina til að bæta úr meðgönguógleði, en loft- brjóst er þekktur fylgikvilli nála- stungna á bol- og hálssvæði. Loft- brjóst verður er gat kemur á lungað og það fellur saman en það getur hindrað öndun. Fylgikvillar eru sjaldgæfir en alvarlegir Landlækni hafa áður borist til- kynningar um áverka af þessu tagi og er, að mati landlæknis, fullt tilefni til að vara við því að þjónustu eða meðferðar sé leitað hjá ófaglærðum áhugamönnum. Á það sérstaklega við um viðkvæma einstaklinga, ólétt- ar konur, börn og sjúklinga. Í tilkynningu frá landlækni segir enn fremur að gagnsemi nálastungu- meðferðar sé umdeild. Þótt fylgi- kvillar hennar séu fremur sjaldgæfir geti afleiðingar þeirra verið mjög al- varlegar og í sumum tilfellum lífs- hættulegar, eins og í tilfelli konunn- ar. „Auk loftbrjósts og ástungu í önn- ur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýk- ingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjög- ur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af eitt dauðsfall,“ segir í tilkynningunni. Kona í lífshættu eftir nálastungur  Barnshafandi kona hafði leitað í með- ferðina vegna ógleði á meðgöngu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.