Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Við höfum boðið upp á nám-skeið fyrir börn og ung-linga og verið að prufaokkur áfram í nokkurn
tíma með lengri námskeið fyrir full-
orðna. Af því tilefni vorum við með
skapandi skrif á Kjarvalsstöðum í
tengslum við sýningu þar og í fyrra-
sumar með námskeið í tengslum við
sýningu Ragnars Kjartanssonar í
Listasafni Reykjavíkur. Námskeiðin
hafa gengið ljómandi vel. Í apríl
verðum við með námskeið í fjórum
hlutum sem fram fer alla laugardaga
í þeim mánuði. Námskeiðið er um líf
og list Ásmundar Sveinssonar,
myndhöggvara Námskeiðið er í
tengslum við sýninguna List fyrir
fólkið sem er yfirlitssýning á verk-
um Ásmundar í Ásmundarsafni,“
segir Sirra Sigrún Sigurðardóttir,
verkefnastjóri viðburða hjá Lista-
safni Reykjavíkur.
„Ásmundur Sveinsson er
skemmtilegur, hann var alþýðlegur
listamaður og margir hafa mikinn
áhuga á honum. Námskeiðið tekur
jafnt yfir líf hans og feril sem og
áherslur hans í arkitektúr og skipu-
lagsmálum og tengsl hans við alþjóð-
legar stefnur á þeim tíma sem hann
var uppi,“ segir Sirra og bætir við að
unga kynslóðin sé nýr hópur gesta
og þau hafi fengið tækifæri til þess
að kynnast Ásmundi í gegnum sýn-
ingar á safninu þar sem listamenn
hafi boðið upp á sýningar með verk-
um Ásmundar í ólíkum listformum.
„Það er ánægjulegt að sjá að
draumur Ásmundar sem vildi að list-
in væri fyrir fólkið og út um alla
borg sé nú að rætast því nú er gert
ráð fyrir listinni í almannarými við
skipulag nýrra hverfa í höfuðborg-
inni,“ segir Sirra sem vill benda á að
nauðsynlegt sé að skrá sig á nám-
skeiðið um Ásmund Sveinsson á
heimasíðu Listasafns Reykjavíkur
eða í síma 4116400.
Kynnti nýjar hugmyndir
Í kynningu Listasafns Reykja-
víkur kemur fram að Ásmundur hafi
verið einn af frumkvöðlum íslenskr-
ar höggmyndalistar og kynnt fyrir
landsmönnum nýjar hugmyndir um
myndlist 20. aldar. Verk Ásmundar
eru á opinberum stöðum víða um
land og setja svip sinn á Reykjavík. Í
tilefni yfirlitssýningari á verkum Ás-
mundar sem staðið hefur yfir frá
maí 2017 var gefin út bók sem ætlað
var að varpa ljósi á feril Ásmundar
og stöðu hans í íslenskri listasögu út
frá ólíkum sjónarhornum.
Myndlist hluti af umhverfinu
Hjálmar Sveinsson hefur lengi
haft áhuga á verkum Ásmundar.
Hjálmar segir Ásmund hafa frá upp-
hafi verið með mjög skýra sýn á að
listamenn hefðu mikilvægu hlut-
verki að gegna í mótun borga. Ás-
mundur hafi í raun verið á sama báti
og Bauhaus-skólinn í Þýskalandi
sem stofnaður var árið 1919. Skólinn
kynnti og kenndi háleitar hug-
myndir um að listamenn, arkitektar
og verkfræðingar ættu að vinna
saman að uppbyggingu nútímaborga
í nútímaheimi.
Hjálmar segir að sú hugsjón
Ásmundar hafi aldrei orðið að veru-
leika, hvorki í Reykjavík né annars
staðar. Hann segir að uppbygging
borga lúti að miklu leyti efnahags-
legum öflum og miklum þrýstingi
um sem hraðasta og skilvirkasta
uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og
listræn sýn fái lítið pláss. „Ásmund-
ur gerði það sem hann gat til þess að
láta drauminn raungerast. Hann
taldi að myndlistin ætti að vera hluti
af hinu byggða umhverfi en ekki
sem montstyttur uppi á stalli, eins
og hann orðaði það sjálfur,“ segir
Hjálmar og bætir við að sennilega
ætti enginn íslenskur listamaður
jafnmikið af verkum í almennings-
rými í Reykjavík og Ásmundur.
Ekki nóg með það, heldur hefði hann
hannað og byggt að miklu leyti sjálf-
Vildi að listin væri út
um allt fyrir fólkið
Í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara,
List fyrir fólkið, í Ásmundarsafni býður Listasafn Reykjavíkur upp á námskeið
um líf og list Ásmundar alla laugardaga í apríl. Ásmundur er talinn vera einn
af frumkvöðlum íslenskar höggmyndalistar og kynnti landsmönnum nýjar
hugmyndir um myndlist 20. aldar. Hann var afkastamikill myndhöggvari og
eru verk hans á opinberum stöðum víða í Reykjavík og um allt land.
Afkastamikill Verk Ásmundar má finna í Ásmundarsafni, á opinberum
stöðum í Reykjavík og á landsbyggðinni.Þannig vildi Ásmundur hafa það.
Fræðsla Tekið er á móti hópum í Ásmundarsafni, allt frá leikskólabörnum til eldri borgara. Á myndinni er Klara
Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Reykjavíkur, með áhugasaman hóp að kynna sér listina.
Fjölhæfur Verk Ásmundar eru af mörgum stærðum og gerðum.
Ljósmyndir/Listasafn Reykjavíkur
Bjartmar Guðlaugsson, hinn eini
sanni, spilar á kvöldvöku í Gamla
kaupfélaginu á Akranesi laugardag-
inn 31. mars kl. 21.00.
Bjartmar þekkja flestir Íslend-
ingar vel enda hefur hann starfað í
íslensku tónlistarlífi sem flytjandi
og höfundur frá unga aldri. Bjart-
mar hefur á ferlinum samið ótal vin-
sæl lög og ljóð sem átt hafa sam-
leið með þjóðinni en hann er t.a.m.
höfundur lagsins Þannig týnist tím-
inn, sem valið var óskalag þjóð-
arinnar árið 2014.
Á tónleikunum á laugardaginn
munu margar af perlum Bjartmars
hljóma í bland við spaugilegar sögur
með grátbroslegum undirtóni.
Fastlega má reikna með því að í
Gamla kaupfélaginu hljómi lög eins
og Sumarliði, Fúll á móti, Týnda
kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu,
Bissí Krissí, Kótilettukarlinn og
Æskan með vottorð í leikfimi.
Aðstandendur kvöldvökunnar bú-
ast við að ástarljóð, kærleikur og
undur heimsins muni fljúga um sal-
inn og rokkið lifi.
Páskar með Bjartmari
Tónlistin hljómar í gamla Kaup-
félaginu á Akranesi á páskum
Tónskáld Bjartmar Guðlaugsson hefur glatt landann með lögum og textum um
langt skeið. Bjartmar spilar fyrir Skagamenn á laugardaginn fyrir páska.
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
Nýtt og fallegt