Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 13
Yfirlitssýning Á sýningunni List fyrir fólkið gefst gestum kostur á að sjá fjölbreytt verk höggmyndarans. Mörg minni verk Ásmundar eru ekki eins þekkt og þau en sjá má frummyndir stærri verka í minni útgáfum á sýningunni. ur hús sín við Freyjugötu og Sigtún. Hjálmar segir að í dag séu lista- menn ekki mjög spenntir fyrir því að búa til listaverk sem eru bara til skrauts. „Þátttaka Ólafs Elíassonar í hönun Hörpu þar sem hann vann með arkitektum og verkfræðingum er dæmi um það. Sama má segja um verk Ólafar Nordal, Þúfu, niðri við gömlu höfn.“ Hjálmar segir að Ásmundur hafi búið nokkuð lengi erlendis og listsköpun hans hafi meðal annars mótast af því sem var að gerast í Sví- þjóð og París á 3. og 4. áratug síð- ustu aldar. „Sum verka Ásmundar voru gríðarlega umdeild á sínum tíma og má þar nefna Vatnsberann, sem mér þykir skrýtið í dag að hafi verið um- deilt verk,“ segir Hjálmar og rifjar það upp að Fegrunarfélag Reykja- víkur, með menntaða góðborgara í fararbroddi, vildi á fimmta áratugn- um fá styttu frá Ásmundi í almenn- ingsgarð sem náði frá Bankastræti neðan við torfuna að Mæðragarð- inum á móts við Iðnó. „Þar átti að setja niður Vatns- berann. Við gerð hans var Ásmund- ur á hraðleið frá hlutbundinni list yf- ir í óhlutbundna það er að segja abstrakt list. Skrifuð voru stóryrt lesendabréf gegn þessari afmyndun líkamans og sagt að ekki mætti setja styttuna niður á fyrirhuguðum stað. Þetta gekk eftir og hætt var við að setja Vatnsberann þarna nið- ur,“segir Hjálmar og bætir við að styttan hafi verið sett upp löngu síð- ar í Öskjuhlíðinni en í tíð Jóns Gnarr sem borgarstjóra hafi Vatnsberinn verið færður á hornið við Banka- stræti og Lækjargötu, mjög nálægt upphaflegri staðsetningu. Hjálmar segir að góð list í op- inberu rými geti átt mikinn þátt í því að gera umhverfi í borgum áhuga- verðara, skemmtilegra og mann- eskjulegra. „Í uppbyggingu þétting- arsvæða í Reykjavík er nú gert ráð fyrir listum í opinberu rými eins og til dæmis á Kirkjusandi og í Voga- byggð. Listsköpunin þar verður fjármögnuð með ákveðnum hætti og samningum við lóðarhafa á hverju svæði. Samkeppnin hefur þegar ver- ið auglýst. Listköpun mun því gegna mikilvægu hlutverki í þessum nýju hverfum,“ segir Hjálmar og bætir við að Ásmundi hefði líkað það. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Námskeiðið um Ásmund Sveinsson byggist á rannsóknar- vinnu sem unn- in var í tengslum við bókina um hann sem gefin var út árið 2017. Á fyrsta hluta nám- skeiðsins 7. apríl mun Kristín Guðna- dóttir listfræð- ingur fjalla um líf og feril Ás- mundar og taka fyrir ákveðin tímabil í list hans, per- sónulega hagi og samfélags- lega þætti sem höfðu áhrif á þróun listar hans. Eiríkur Þorláksson listfræð- ingur fjallar 14. apríl um al- þjóðleg áhrif í myndlist Ásmund- ar en höggmyndir hans eru tengdar almennri þróun evr- ópskrar högmyndalistar. Hús Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu og Sigtún og áhugi hans á húsagerð og list- rænni mótun borgarumhverfis verða til umfjöllunar hjá Pétri H. Ármannssyni 21. apríl. Botninn í námskeiðið slær Hjálmar Sveinsson, heimspek- ingur og borgarfulltrúi, hinn 28. apríl en hann mun fjalla um list Ásmundar í almenningsrými. Hjálmar ræðir hvaða hlutverki útilistaverk gegni í Reykjavík og veltir því upp hvers konar listar samfélagið þarfnist. Námskeið um skemmtilegan og alþýðlegan listamann LÍF OG LIST ÁSMUNDAR Fyrirlesarar Kristín Guðnadóttir, Eiríkur Þorláksson, Pétur H. Ármannson og Hjálmar Sveinsson þekkja vel til Ásmundar. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Klassísk gæða húsgögn Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is á góðu verði Sófasett Borðstofuborð Stólar Skenkar/skápar Hvíldarstólar Kommóður/hillur o.m.fl. Komið og skoðið úrvalið GLOBL VIKTOR Hvíldarstóll BELLUS VISBY Hornsófi PIERUS 2ja og 3ja sæta sófar fáanlegt í leði og tauáklæði. KRAGELUND K371 Kragelund stólar K 406

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.