Morgunblaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Berlín. AFP. | Frakkinn Thomas Cazeneuve fagnaði ákaft með varnargóminn í munninum og ógleði í maganum eftir að hafa mát- að andstæðing sinn í óvenjulegri íþrótt, skákhnefaleikum. Cazeneuve fór með sigur af hólmi í einvígi gegn Úkraínumanni í Berl- ín, höfuðborg skákhnefaleikanna. Íþróttin varð til fyrir sextán árum þegar Iepe Rubingh, 43 ára Hol- lendingur, ákvað að fylgja eftir hugmynd sem hann fékk að láni úr myndasögunni Froid Équateur eft- ir franska listamanninn og rithöf- undinn Enki Bilal. Rubingh stefnir nú að því að skákhnefaleikar verði viðurkenndir sem ólympíuíþrótt. Reglurnar í skákhnefaleikum eru einfaldar. Einvígið hefst með þriggja mínútna lotu í skák á tafl- borði í hnefaleikahringnum. Henni fylgir þriggja mínútna hnefa- leikalota og þannig koll af kolli. Loturnar í einvíginu eru alls ellefu – sex í skák og fimm í hnefaleikum. Til að sigra þarf annaðhvort að rota eða máta andstæðinginn. Kepp- endur eru þó dæmdir úr leik ef þeir brjóta hnefaleikareglurnar eða falla á tíma í skákinni. Rubingh segir að taflmennskan ráði úrslitum í 60% einvígjanna en hnefarnir í 40%. Iðkuð í ellefu löndum Skákhnefaleikar voru álitnir for- vitnilegt uppátæki í fyrstu frekar en raunveruleg íþrótt en skák- hnefaleikamönnunum hefur fjölgað á síðustu árum. Margir þeirra höfðu teflt í mörg ár þegar þeir ákváðu að bæta hnefaleikunum við. Þeirra á meðal er Alina Rath, 29 ára þýsk kona, sem hafði verið í skákfélagi í 20 ár þegar hún byrjaði að æfa hnefaleika í ágúst síðast- liðnum. Hún hafði þá æft blandaðar bardagaíþróttir í fimm ár. „Skák- hnefaleikar kveða niður klisjuna um hörkutólið sem kunni bara að berja á fábjánum,“ segir hún. Hún segist vera meiri „Kasparov en Tyson“. Alþjóðaskákhnefaleika- sambandið var stofnað í Berlín árið 2004. Um 3.500 manns eru nú full- gildir félagar í skákhnefaleika- samböndum sem hafa verið stofnuð í ellefu löndum, meðal annars Bret- landi, Íran og Rússlandi. Sýningareinvígi hafa verið skipu- lögð reglulega. „Markmið okkar í ár er að stofna atvinnumannadeild í íþróttinni með stuðningi fjárfesta og bakhjarla,“ segir Rubingh. Hann kveðst beita sér fyrir því að keppt verði í skákhnefaleikum á Ól- ympíuleikunum í Frakklandi árið 2024. Hann stefnir einnig að því að skipuleggja hörkuspennandi einvígi árlega milli manna og róbóta í sam- vinnu við vélmennaframleiðendur þegar fram líða stundir. Skákhnefaleikar ryðja sér til rúms  Rot eða mát?  Berjast fyrir því að keppt verði í íþróttinni á Ólympíuleikum AFP Bardagi Biman og Kadija berjast með hnúum og hnefum í Berlín. AFP Hörkuskák Mohamad Kadija (t.v.) og Daniel Biman tefla í hnefaleikahring í einvígi í Vitræna bardagaklúbbnum í Berlín, höfuðborg skákhnefaleikanna. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kim Jong-un, leiðtogi einræðis- stjórnarinnar í Norður-Kóreu, sagði á fundi með forseta Kína í Peking í vikunni að hann myndi fallast á kjarnorkuafvopnun með skilyrðum. Í fréttum kínverskra og norður- kóreskra fjölmiðla af fundinum kom ekki skýrt fram hvaða skilyrði Kim setur fyrir því að einræðisstjórnin láti kjarnavopn sín af hendi önnur en þau að allur Kóreuskagi verði án kjarnavopna. „Hægt er að leysa deiluna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans ef stjórnvöld í Suður- Kóreu og Bandaríkjunum bregðast við umleitunum okkar með velvilja, skapa andrúmsloft friðar og stöðug- leika og gera framsæknar og sam- stilltar ráðstafanir til að koma á friði,“ var haft eftir einræðisherr- anum. Fréttaskýrandi breska ríkisút- varpsins í Peking, Stephen McDon- ell, sagði að Kim hefði lofað kjarn- orkuafvopnun gegn því að öryggi Norður-Kóreu yrði tryggt og sú staðreynd að einræðisherrann hefði lýst þessu yfir fyrir framan forseta Kína kynni að benda til þess að Norður-Kóreumenn væru að greiða fyrir samkomulagi um kjarnorkuaf- vopnun. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði fundinum á Twitter og sagði að nú væru „góðar líkur“ á því að Kim féllist á kjarnorkuafvopnun. Hann kvaðst hlakka til að eiga fund með Kim sem fyrirhugaður er síðar á árinu, líklega í maí. Efast um loforð Kims Suðurkóreskir sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu hafa þó verið efins um að einræðisstjórnin sé í raun og veru tilbúin að afsala sér kjarnavopnum. Þeir telja að Norður-Kóreustjórn kunni að reyna að reka fleyg á milli Bandaríkja- manna og Suður-Kóreumanna með því að krefjast þess að öryggis- tryggingarnar feli m.a. í sér að bandarískir hermenn fari frá Suður- Kóreu. Talið er að Norður-Kóreu- menn stefni að samningi til langs tíma um að þeir fái öryggistrygg- ingar og að efnahagslegum refsi- aðgerðum gegn þeim verði aflétt gegn því að þeir hætti kjarnorku- tilraunum og fallist á að eyða kjarnavopnum sínum innan ákveð- ins tíma. Efasemdamennirnir benda á að Norður-Kóreustjórn hefur áður gert samninga sem hún hefur brotið. Kim fór með lest til Peking í vik- unni til að ræða við kínverska ráða- menn en þeir staðfestu ekki að hann hefði komið þangað fyrr en hann sneri aftur til Norður-Kóreu. Þetta var fyrsta utanlandsferð Kims frá því að hann komst til valda árið 2011. Kínverjar hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreustjórnar en samskipti ríkjanna versnuðu eftir að Kim tók við völdunum. Talið var þó alltaf líklegt að Kína yrði fyrsta landið sem Kim heimsækti vegna gamalla tengsla ríkjanna. Um 90% allra utanríkisviðskipta Norður- Kóreu hafa verið við Kína og með því að ræða við kínverska ráðamenn fyrir fundinn með Trump vill Kim tryggja sér stuðning þeirra í barátt- unni fyrir afnámi refsiaðgerða. Kim lofar afvopnun með skilyrðum  Leiðtogi N-Kóreu lofar kjarnorkuafvopnun gegn óljósum skilyrðum um öryggistryggingar á fundi með forseta Kína  Trump tístir að „góðar líkur“ séu á að einræðisstjórnin afsali sér kjarnavopnum AFP Kveðjustund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, veifar í lest sinni áður en hún fór frá Peking í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.