Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Að krossinum þínum, Kristur, ég kem. Krjúp- andi bið um miskunn og náð. Að krossinum, þar sem þú dóst í minn stað. Í vanmætti ég kem, þiggjandi styrk. Í auð- mýkt að krossinum ég kem. Faðmur þinn opinn er, týndu barni þú býður þar stað. Með nafni þú kallar á mig. Þú greiddir gjaldið fyrir sekt mína og synd svo í þakklæti ég lifa vil þér. Að krossinum þínum, Kristur, ég kem. Speglun Það var ekki fyrr en ég speglaði mig í krossinum og sá pínu þína dregna á langinn að mér varð loks ljóst hversu syndugur ég er. Fyrirgefðu mér, Jesús. Miskunna þú mér. Stilltu mig af og hjálpaðu mér að lifa þér í þakklæti. Helgaðu mig þér og hjálpaðu mér að biðja í einlægni og af auðmýkt: Verði þinn vilji. María Magdalena og englarnir Veistu, að það voru englarnir sem veltu steininum forðum frá hinni dul- arfullu austurlensku gröf. Það var ekki svo Jesús kæmist út, heldur til þess að við sæjum inn. Gröfin var tóm. Og veistu, að þú get- ur fengið þessa sömu engla í lið með þér. Til að vaka yfir þér og leiða, vegna þess sem gerðist inni í gröfinni. Jesús var uppvakinn frá dauðum. Hann lifir og þú munt lifa! Ef þú vilt. Og munið þið hver það var sem kom fyrst að hinni tómu gröf og mætti síðan Jesú upp- risnum eftir að vinir hans, strákarnir, læri- sveinarnir höfðu flúið frá honum, af- neitað og læst sig inni af ótta, allir nema kannski einn. Það var einmitt kona, takið eftir því. Það var kona að nafni, María Magdalena, sem fór til þeirra og sagði þeim frá. Og við erum enn að tala um þennan atburð sem sett hefur meiri svip á menningu okkar vestræna heims en nokkuð annað enda miðum við tímatal okkar við hann, það er að segja við fæðingu frelsarans Jesú. Lykillinn að lífinu Aftur og aftur er það kraftur Krists sem kemur heiminum til bjargar þeg- ar allt er að komast í þrot og erindi lífsins virðist í dauðateygjunum. Lykillinn að lífinu er ljósið sem blásið var á en lifnaði aftur og logar nú blítt. Það er ljósið leið minni á. Lampi sem yljar og vermir. Hönd sem leiðir, líknar og blessar. Friðelskandi hjarta sem uppörvar mig og styður. Andi sem fær mig til að vilja halda áfram. Leggja það á mig að lifa og njóta í þakklæti. Leyfum kærleikanum að stilla sína strengi í okkar viðkvæmu hjörtum svo hann fái notið sín, flögrað um og borið birtu og yl með sínum fögru, umvefjandi og hlýju vængjum. Og við þannig orðið farvegur friðar og far- sældar á vegum okkar. Kærleikans ylur í hjartað streymir þegar við gerum það að vöggu frels- arans. Þá upplifum við himininn kyssa jörðina. Leyfum honum að setj- ast þar að og þroskast og dafna til ei- lífs lífs. Lifið er dásamleg himnesk gjöf. Missum ekki af því. Það elskar okkur öll. Látum því eftir okkur að þiggja það og njóta þess í stað þess að bölva því og hallmæla. Því lífið er í eðli sínu fallegt og gott. Gleðilega páska! Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Lífið hefur sigrað Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Það voru englar sem veltu steininum forð- um frá hinni dularfullu austurlensku gröf. Það var ekki svo Jesús kæm- ist út, heldur til þess að við sæjum inn. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum.Verð frá 89.500,- Mikill viðsnúningur hefur átt sér stað á yf- irstandandi kjör- tímabili í rekstri og fjármálum Hafn- arfjarðarbæjar eins og síðustu ársreikningar og fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins bera með sér. Þetta hefur gerst í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar í sveitarfélaginu sem við Sjálfstæð- ismenn boðuðum í aðdraganda síð- ustu sveitarstjórnarkosninga og höfðum lagt mikla áherslu á í bæj- arstjórn í áraraðir sem og að skuldir yrðu greiddar hraðar niður en gert var ráð fyrir í áætlunum. Gegnd- arlaus skuldasöfnun hafði komið bæjarfélaginu á ystu nöf, sem var undir sérstöku eftirliti eftirlits- nefndar með fjár- málum sveitarfélaga og fjármagnskostnaður að sliga reksturinn. Auk þess að leggja áherslu á að nið- urgreiða skuldir var ljóst að ýmis tækifæri til að hagræða í rekstr- inum voru fyrir hendi en viljann hafði vantað. Strax í upphafi yf- irstandandi kjör- tímabils var kosninga- loforðið efnt. Fengnir voru utanaðkomandi aðilar til að gera úttekt á rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og koma með tillögur til úrbóta. Umbæt- urnar sem síðan var ráðist í skiluðu fljótt árangri og hægt var að efla þjónustuna við bæjarbúa á ýmsum sviðum. Árangurinn má ekki síst meta í aukinni ánægju íbúa með flesta þá þjónustu sem boðið er upp á og kemur fram í árlegum þjón- ustukönnunum Gallup sem Hafn- arfjörður tekur þátt í. Einnig eru starfsmenn bæjarins ánægðari í vinnunni en áður samkvæmt nið- urstöðum kannana á meðal þeirra. Brýnt að sýna áfram ráðdeild í fjármálunum Nú er svo komið að rekstrar- afkoma bæjarins hefur verið jákvæð síðastliðin tvö ár eftir að hafa verið neikvæð frá árinu 2008 til 2015. Verði haldið áfram á sömu braut við fjármálastjórnunina og undanfarin 3 til 4 ár ætti hagurinn að batna áfram en áætlun sem unnið er eftir gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrar- afkomu árin 2018 til 2021. Samhliða því að bæta rekstrar- afkomuna hafa álögur á íbúa sveit- arfélagsins verið lækkaðar. Útsvarsprósenta var lækkuð og er nú ekki í heimilaðri hámarks- prósentu en það hefur ekki gerst áður í Hafnarfirði a.m.k. frá árinu 1998 að útsvarsprósentan hafi ekki verið í hámarki. Álagning fasteigna- gjalda hefur ekki verið lægri í sjö ár og tekjutengdur afsláttur elli- og ör- orkulífeyrisþega á fasteignaskatti er nú orðinn mestur hjá Hafnarfjarð- arbæ, samanborið við önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu. Það er brýnt að halda þessari vegferð áfram við stjórnun fjármálanna; að sýna ráðdeild í rekstrinum, fjár- magna framkvæmdir fyrir eigið fé og greiða niður skuldir. Þannig get- um við haldið áfram að efla þjón- ustuna og lækka gjöld, hafið ný verkefni og látið bæinn okkar blómstra til framtíðar. Hafnfirð- ingar eiga ekkert annað skilið en að vel sé farið með fjármuni þeirra og að bærinn verði í allra fremstu röð sveitarfélaga í öllu tilliti. Traust fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Gegndarlaus skuldasöfnun hafði komið bæjar- félaginu á ystu nöf… Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Rekstrarafkoma Hafnarfjarðarbæjar *Áætlun 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 -500 milljónir kr. 2014 2015 2016 2017* 2018* 2019* 2020* 2021* -512 538 76 554 740 1.362 1.873 2.442 Allir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að láta enda ná saman í heimilisbókhaldinu. Okkur er kennt að eyða ekki um efni fram og safna skuldum. Það kemur að skuldadög- um hjá þeim sem slá lán í bankanum. Í op- inberum rekstri kjósa sumir stjórnmálamenn að líta fram hjá þessum lögmálum. Oftar en ekki eru þeir hins vegar horfnir af sjónarsviðinu þegar afleið- ingarnar af slíku háttalagi birtast al- menningi. Skuldasöfnun verður ekki mætt nema með því að auka tekj- urnar (hækka skattana og gjöldin) og/eða skera niður útgjöldin (sem oftar en ekki bitnar á þjónustunni). Hegðun slíkra stjórnmálamanna getur því haft í för með sér vítahring þannig að sífellt fleiri krónur fara ár hvert í greiðslu vaxta og verðbóta. Sumir stjórnmálamenn eru síðan svo bíræfnir að þeir ákveða að skera nið- ur í viðhaldi, t.d. gatna og skóla- bygginga, en eyða þess í stað pen- ingunum í gæluverkefni. Afleiðingarnar af slíkri hegðun dylj- ast engum. Því miður eiga þessar lýsingar við um Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykja- víkur. Í stjórnartíð hans hafa skuldir A-sjóðs Reykjavíkurborgar aukist verulega. Degi væri nokkur vorkunn ef tekjur borgarinnar hefðu staðið í stað en svo er hins vegar ekki. Skattar og gjöld hafa hækkað verulega á kjörtímabilinu. Dagur hefur því haft úr nógu að spila. Þegar skuldir borgarinnar aukast þrátt fyrir gríð- arlega tekjuaukningu þýðir það bara eitt: Vonlaus fjármálastjórn. Það er mikilvægt fyrir unga kjós- endur að gera sér grein fyrir þessu. Í framtíðinni þarf fleiri krónur frá ykkur til að borga skuldirnar sem Dagur B. Eggertsson safnar í dag. Það er því þörf á „Soffíu frænku“ í borgarstjórn. Þörf á Soffíu frænku Eftir Sveinbjörgu Birnu Svein- björnsdóttur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir » Skattar og gjöld hafa hækkað verulega á þessu kjörtímabili og skulda- söfnun er staðreynd. Höfundur er borgarfulltrúi. sveinbjorgbs@reykjavik.is Móttaka greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi um- ræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.