Morgunblaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
Flestir Íslendingar kannastvið persónurnar úr nor-rænni goðafræði, og raun-ar ættu flestir Vest-
urlandabúar að kannast við
einhverjar þeirra eftir að bandaríska
afþreyingarfyrirtækið Marvel tók
hann Þór okkar Óðinsson upp á sína
arma. Þar sem Þór er þarf Loki líka
að fylgja, svo
hann er einnig
orðinn heims-
frægur. Í bókinni
Norrænar goð-
sagnir rekur Neil
Gaiman þær nor-
rænu sagnir sem
hafa varðveist
okkur í gegnum
þjóðsögur, og
fjalla þær um hin
ýmsu ævintýri goðanna í Ásgarði og
vina þeirra og fjandmanna í heim-
unum í kring. Í inngangi bókarinnar
segir Gaiman frá því hvernig hann
hefur verið heillaður af norrænni
goðafræði allt frá því að hann var sjö
ára gamall, og svo virðist vera sem
hann hafi kynnt sér allt sem hann
hefur komist í sem fræðinni tengist.
Þeir atburðir sem Gaiman rekur í
bók sinni eru meðal annarra þeir
sem urðu til þess að Yggdrasill og
heimarnir níu urðu til, hvernig Óðinn
fórnaði auga sínu fyrir visku, hvernig
börn Loka urðu til, sagan um skálda-
mjöðinn, óvenjulegt brúðkaup
Freyju, ferð Þórs til Jötunheima,
sagan um ódáinseplin, dauða Bald-
urs og ragnarök, svo eitthvað sé
nefnt.
Undirrituð kannaðist við ein-
hverjar þessara sagna, en þó ekki all-
ar og þekkti þær heldur ekki sérlega
vel. Þessi vel skrifaða og aðgengilega
samantekt á sögnunum var því mjög
velkomin viðbót í takmarkaða þekk-
ingu á norrænu goðsögnunum. Gai-
man hefur þó sjálfur ýmsu bætt við
sögurnar, auðgað þær með hinum
ýmsu samtölum og smáatriðum. Gai-
man tekst einstaklega vel til í bók
sinni og samtöl goðanna hljóma alls
ekki ósennilega, heldur nánast eðli-
lega. Það hlýtur að þurfa ákveðinn
kjark til að leggja persónum eins og
Óðni, Þór, Tý, Loka og Freyju orð í
munn fyrir alla til að lesa og dæma.
Höfundi tekst það þó af einstakri
lagni, enda hefur hann talsverða
reynslu af skrifum teiknimynda-
sagna um ofurhetjur eins og The
Sandman, auk þess sem hann skrif-
aði teiknimyndaskáldsöguna Good
Omens í samstarfi við metsöluhöf-
undinn Terry Pratchett. Þá var hann
meðhöfundur handritsins að kvik-
myndinni Beowulf sem frumsýnd var
í kvikmyndahúsum árið 2007. Því er
ljóst að Gaiman hefur mikla reynslu
af skrifum sem tengjast goðsögnum
og ævintýraheimum og skín það vel í
gegn í bók hans um goðin í Ásgarði
og ævintýri þeirra.
Frásögn Gaiman af goðunum í Ás-
garði er einstaklega skemmtileg
lesning fyrir allan aldur, og sögurnar
eru ekki síður aðgengilegar fyrir
yngri lesendur þar sem þær eru
skrifaðar á einföldu nútímamáli. Þeir
sem þekkja goðsagnirnar vel ættu
heldur ekki að láta bókina fram hjá
sér fara, enda tekst Gaiman af kost-
gæfni að auðga sögurnar og gefa
þeim aukið skemmtanagildi. Hvern
hefur ekki langað að vita hvernig
samskipti goðanna eru þeirra á milli,
og við jötnana og skrímslin. Þessi
endursögn Gaimans á ævintýrum
goðanna, sem hefur notið talsverðra
vinsælda og góða dóma, sýnir glögg-
lega hversu vel goðsagnirnar eiga við
okkur mennina enn í dag. Þá er ekki
verra að ungdómur landsins fær með
bókinni kjörið tækifæri til þess að
kynnast Þór og Loka á annan hátt en
þeir hafa verið sýndir í erlendum of-
urhetjukvikmyndum.
Aðgengilegar Frásögn Gaiman af goðunum í Ásgarði er einstaklega
skemmtileg lesning fyrir allan aldur, og sögurnar eru ekki síður aðgengi-
legar fyrir yngri lesendur þar sem þær eru skrifaðar á einföldu nútímamáli.
Getið í eyður
goðafræðinnar
Goðsagnir
Norrænar goðsagnir bbbbb
Eftir Neil Gaiman.
Urður Snædal íslenskaði.
Benedikt bókaútgáfa, 2017. 270 bls.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
BÆKUR
Listviðburðahópurinn Huldufugl
stendur fyrir sínum fjórða viðburði
undir yfirskriftinni Rauða skálda-
húsið í Iðnó í kvöld frá kl. 20 til 23.
Þema kvöldsins að þessu sinni er
dauðasyndirnar sjö. Mörg ljóðskáld
munu bjóða upp á einkalestra og
einnig verður lifandi tónlist, flutt af
hljómsveitunum The Keystone
Swingers og Gleðikonunum, spáð í
tarot-spil og boðið upp á önnur
skemmtiatriði.
Í Rauða skáldahúsinu er eitt
þekkt skáld hyllt hverju sinni og
núna er það Sjón. Skáldin sem taka
þátt í kvöld eru bæði þekkt og lítt
þekkt en þau eru Elías Knörr,
Lommi, Ragnheiður Erla, Þorvaldur
S. Helgason, Ingunn Lára, Camila
Hidalgo, Hlín Leifsdóttir, Kailyn
Phoenix, Arthur Seefahrt og Ingi-
mar Bjarni. „Frelsaðu og fullnægðu
fýsnum þínum með ljóðlist í einrúmi
á framandi málum þessa heims – og
ef til vil þess næsta. Gerðu samning
við Mephistopheles – seldu sálu þína
fyrir syndsamlega líkamsmálningu
Violet Fire,“ segir meðal annars um
viðburðinn á Facebook.
Dauðasyndirnar sjö í Iðnó
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjón Skáldið verður hyllt í Iðnó í kvöld í Rauða skáldahúsinu.
Sjón verður
hylltur í Rauða
skáldahúsinu
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Þri 15/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s
Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s
Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s
Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s
Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 13. s
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 14. s
Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 15. s
Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Fim 10/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn
Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn
Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn
Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn
Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Nýtt leikverk byggt á hrífandi skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur.
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Efi (Kassinn)
Fim 5/4 kl. 19:30 Síðustu Fös 6/4 kl. 19:30 Auka
Margverðlaunað og spennandi verk !
Faðirinn (Kassinn)
Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 32.sýn
Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 33.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Þri 10/4 kl. 11:00
kirkjub.klaustur
Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss
Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
ð
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
SMARTLAND
Matur