Morgunblaðið - 29.03.2018, Side 33

Morgunblaðið - 29.03.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Þeir farsar sem ratað hafa ásvið Borgarleikhússins ásíðustu árum hafa nær und-antekningarlaust komið úr smiðju breska leikskáldsins Rays Conney. Þau verk hans sem rýnir hefur séð hafa átt það sameiginlegt að mikið fer fyrir neðanbeltishúmor og hommabröndurum, sem er vægast sagt orðið þreytt grín. Það er því af- skaplega þakklátt að Borgarleikhúsið skuli bjóða upp á ferskan skopleik á Nýja sviðinu, en þar var um helgina frumsýnd Sýningin sem klikkar eftir Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields í þjálli þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar og prýðilegri leik- stjórn Halldóru Geirharðsdóttur. Leikritið var frumsýnt í Old Red Lion-leikhúsinu í London 2012 og fór í framhaldinu í leikferð um landið sem endaði í Duchess-leikhúsinu á West End haustið 2014. Viðtökur í heimalandinu voru góðar og hlaut verkið Laurence Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi árið 2015. Í Sýningunni sem klikkar birtist leikhúsgestum sannkölluð martröð leikarans. Dregin er upp skopstæld mynd af leikhópi sem nálgast efnivið sinn meira af kappi en kunnáttu, leik- munir eru ekki á réttum stöðum sem skapar kostulegt grín, leikarar gleyma textanum á ögurstundu og leikmyndin stelur iðulega senunni þegar aðaldyrnar hrökkva á víxl í og úr baklás, leikmunir hrynja fyrir- varalaust af veggjum og undirstöður bresta. Allt er þetta þó með ráðum gert með það að markmiði að skemmta áhorfendum sem best – og miðað við hláturrokurnar á frumsýn- ingu má ljóst vera að ætlunarverkið hefur tekist með prýði. Ófarir leikara á leiksviðinu hafa verið vinsælt yrkisefni allt frá því Shakespeare lét hóp handverks- manna leika Pýramus og Þispu í Draumi á Jónsmessunótt til gaman- leikja Michaels Green, en bók hans um ofleik (The Art of Coarse Acting) mun vera meðal þess sem veitti höf- undum Sýningarinnar sem klikkar innblástur við skrif sín. Af öðrum augljósum áhrifavöldum mætti nefna glæfrabrögð gamanleikarans Busters Keaton og vandræðaganginn á Hótel Tindastóli (Fawlty Towers). Óneitanlega kemur meistara- stykkið Noises off eftir Michael Frayn líka upp í hugann. En ólíkt því verki fá áhorfendur Sýningarinnar sem klikkar litla innsýn í persónuleg samskipti leikara leikritsins í leikrit- inu (sem hefðu kannski útskýrt betur þann mikla ríg sem skapast milli tveggja leikkvenna verksins), hvað gangi í raun á að tjaldabaki eða ávæning af því hvernig framvindan gæti lukkast ef hlutirnir gengju ekki svona skelfilega á afturfótunum. Því í Sýningunni sem klikkar klikkar allt sem klikkað getur frá fyrstu stundu og þaðan liggur leiðin aðeins niður á við fyrir leikhópinn meðan munnvik áhorfenda leita æ oftar upp á við. Kosturinn við að byrja á fullum dampi er að áhorfendur eru auðveld- lega hrifnir með frá fyrstu stundu, en á móti verður svigrúmið til að skapa stígandi minna. Oftast nær er aug- ljóst í hverju mistök eða vandræða- gangur leikhópsins felst, en rýnir saknaði þess á stundum að fá ekki betri samanburð á því sem klikkaði og klikkaði ekki. Samtímis hefði mátt huga betur að innri lógík, því skrýtið var að persóna sem eina stundina þurfti að stauta sig fram úr textanum kunni hann utan að í næstu andrá. Leikhópurinn í verkinu baksar, með ýktum ofleik, við að setja upp sakamálaleikritið Morð á meðal vor sem minnir um margt á morðgátu úr smiðju Agöthu Christie. Stórfínir búningar Helgu I. Stefánsdóttur gefa til kynna að verkið gerist á þriðja ára- tug síðustu aldar og leikmynd hennar vísar með skemmtilegum hætti í leik- mynd Músagildrunnar eftir Christie, sem gengið hefur fyrir fullu húsi á West End frá frumsýningu 1952, með málverk fyrir ofan arininn á vinstri hönd, loftháan glugga með rauðum flauelsgluggatjöldum aftast fyrir miðju sviði og sófa/legubekk á sviðinu miðju. Líkt og í Músagildrunni eru per- sónur leiksins innlyksa á óðalssetri meðan úti geisar stórhríð. Gestum setursins og starfsfólki er vandi á höndum þegar húsráðandinn, ungi auðkýfingurinn Charles Haversham (Davíð Þór Katrínarson), finnst látinn kvöldið sem tilkynnt er um trúlofun hans og Florence Colleymoore (Birna Rún Eiríksdóttir). Bróðir unnust- unnar, Thomas Colleymoore (Hilmar Guðjónsson), hefur samband við rannsóknarlögreglumanninn Carter (Bergur Þór Ingólfsson) sem svo heppilega vill til að er staddur í næsta nágrenni og tekur hann að sér rann- sókn morðgátunnar. Fljótlega kemur í ljós að Florence og Cecil (Hjörtur Jóhann Jónsson), bróðir hins látna, höfðu átt í leynilegu ástarsambandi, en áður en yfir lýkur hafa nær allar persónur verksins legið undir grun, þeirra á meðal ráðskonan frú Perkins (Kristín Þóra Haraldsdóttir) og garð- yrkjumaðurinn Arthur (Hjörtur Jóhann Jónsson). Framvinda og lausn morðgátunnar fellur að stórum hluta í skuggann af vandræðagangi leikhópsins, þar sem sýningarstjór- inn (Katrín Halldóra Sigurðardóttir) þarf óvænt að stökkva inn í sýn- inguna vegna forfalla. Í viðtali við leikstjórann sem birtist í Morgunblaðinu daginn fyrir frum- sýningu líkti Halldóra uppfærslunni við bæði tónverk og íþróttaleik. Sú samlíking á vel við því leikhópur hennar býr yfir úthaldi og snerpu sem jafnast á við fremsta íþróttafólk þegar leikararnir framkvæma hnökralaust hinn gáskafulla líkam- lega gamanleik, svonefnt „slapstick“, sem gegnir lykilhlutverki í útfærslu verksins. Á sama tíma krefst sam- hæfingin í samleiknum tæknilegrar kunnáttu sem jafnast á við þraut- þjálfaða hljóðfæraleikara sinfóníu- hljómsveitar og þar er hvergi slegin feilnóta. Hilmar og Hjörtur Jóhann fóru á kostum í „luftskylmingum“, Bergur Þór og Hilmar sýndu stórkostlega fimi í glímu sinni við svikula leik- mynd, Hjörtur og Kristín Þóra út- færðu grimma varðhundinn með snilldarhætti, Katrín Halldóra var dásamlega vandræðalegur sýningar- stjóri, Birna Rún kom örvæntingu og þrautseigju persónu sinnar vel til skila, Davíð Þór hafði góða takta í hlutverki líksins sem reyndi árang- urslaust að komast hjá líkamlegum sársauka og Kristín Þóra greip til skapandi lausna í samspili við legu- bekkinn. Sú hugmyndaauðgi sem þar birtist og kom ánægjulega á óvart hefði að ósekju mátt gilda víðar, en höfundar leikritsins leggja upp með persónur sem einkennast af ótrúlegu fattleysi á sama tíma og þær eru stað- ráðnar í að leika morðgátuna eins og fyrir þær hefur verið lagt óháð því hvað fari úrskeiðis. Fyrir vikið verður grínið á köflum aðeins of vélrænt og ýkt í stað þess að vera sjálfsprottið viðbragð við því sem raunverulega fer úrskeiðis. Þegar allt gengur á afturfótunum Ljósmynd/Grímur Bjarnason Samspil „Á sama tíma krefst samhæfingin í samleiknum tæknilegrar kunnáttu sem jafnast á við þrautþjálfaða hljóðfæraleikara sinfóníuhljómsveitar og þar er hvergi slegin feilnóta,“ segir í rýni um Sýninguna sem klikkar. Borgarleikhúsið Sýningin sem klikkar bbbmn Eftir Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields. Íslensk þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjórn: Halldóra Geirharðsdóttir. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Hljóð: Garðar Borgþórs- son. Leikgervi: Helga I. Stefánsdóttir og Margrét Benediktsdóttir. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Davíð Þór Katrínarson, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Birna Rún Eiríksdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Frum- sýning á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 24. mars 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Fönktónlistarmaðurinn George Clinton mun koma fram á tónlist- arhátíðinni Secret Solstice ásamt hljómsveitinni Parliament- Funkadelic. Þá hafa einnig bæst á dagskrá hátíðarinnar Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum. George Clinton er talinn einn af helstu brautryðjendum fönktónlist- arinnar og álíka áhrifamikill og James Brown og Sly Stone. Hann hefur gefið út fjölda platna og átt margan fönksmellinn. Clinton var vígður inn í frægðarhöll rokksins, Rock and Roll hall of fame, af tón- listarmanninum Prince árið 1997 og hljómsveitin sem fylgir honum er æði fjölmenn en hana skipa 25 tónlistarmenn. 39 atriði hafa nú bæst við hátíð- ina sem fram fer í Laugardal 21.- 24. júní en meðal þeirra sem hafa áður verið kynnt til leiks eru Sla- yer, Gucci Mane, Stormzy, Bonnie Tyler, Clean Bandit, Death From Above, Steve Aoki og Jet Black Joe. Stormzy hlaut fyrr á þessu ári Brit-tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins og sem besti tónlistarmaður ársins í karlaflokki. Frekari upp- lýsingar um hátíðina má finna á secretsolstice.is. George Clinton á Secret Solstice Fönkaður Listamaðurinn George Clinton. ICQC 2018-20 Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VA N TA R Þ I G STA R FS F Ó L K Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.