Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 36
FIMMTUDAGUR 29. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Ég ætla að binda þig fasta …
2. Í lífshættu eftir nálastungur
3. Áttu ekkert með að setja …
4. Fær 1.000 dollara á viku …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds
og Halldór Eldjárn afhjúpa í dag í
Hörpu nýstárlega innsetningu á al-
þjóðlegum degi píanósins. Í innsetn-
ingunni sem þeir kalla STRATUS er
beitt hugbúnaði sem þeir félagar
hafa þróað í tvö ár. Tvö píanó eru
tengd heimasíðunni stratuspiano.is
og geta gestir á síðunni haft áhrif á
verkið sem þau spila og Ólafur samdi
sérstaklega fyrir innsetninguna. Þá
munu píanóin stjórna lýsingunni á
glerhjúp Hörpu fram á laugardag.
STRATUS-píanóin koma nú í fyrsta
skipti fyrir augu almennings en þau
verða síðan miðpunktur tónleika-
ferðalags Ólafs um heiminn sem
hefst í maí.
Gagnvirk píanó Ólafs
og Halldórs í Hörpu
Á föstudag (föstudagurinn langi) Hæg norðaustlæg eða breyti-
leg átt og dálitlar skúrir eða él í flestum landshlutum. Hiti 0 til 5
stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 5-10 og dálítil rigning
eða slydda með köflum A-til en annars hæg breytileg átt og þurrt
að kalla. Hiti 1 til 9 stig að deginum, hlýjast syðst.
VEÐUR
Deildarmeistarar Hauka
tryggðu sér síðasta lausa
sætið í undanúrslitum Dom-
inos-deildar karla í körfu-
knattleik í gærkvöldi. Hauk-
ar unnu þá Keflavík í
æsispennandi oddaleik lið-
anna í Schenkerhöllinni á
Ásvöllum, 72:66, að við-
stöddum liðlega 2.000
áhorfendum. Haukar mæta
Íslandsmeisturum KR í und-
anúrslitum en Tindastóll
leikur við ÍR. »3
Haukar síðastir
í undanúrslit
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr
Golfklúbbi Reykjavíkur er á meðal
keppenda á fyrsta risamóti ársins
í golfinu sem fram
fer á Palm
Springs-
svæðinu í
Kaliforníu.
Ólafía fer á
teig klukkan
14:10 í dag, sem
er 7:10 að
staðartíma.
Hún hefur
áður spilað
völlinn og
gerði það í
úrtökumóti
fyrir einu
og hálfu
ári. » 1
Ólafía Þórunn með á
fyrsta risamótinu í dag
Arnar Pétursson og lærisveinar hans
í ÍBV eru hæfilega bjartsýnir fyrir síð-
ari leikinn við SKIF Krasnodar í 8-liða
úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í
handknattleik karla. Eftir tveggja
marka sigur ÍBV í Krasnodar síðasta
sunnudag stendur Eyjaliðið þó betur
að vígi. Arnar segir að lið sitt verði að
ná viðlíka varnarleik á heimavelli og í
fyrri leiknum til að vinna. »2
Eyjamenn eru með báða
fætur á jörðinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fimm þekktar leikkonur flytja Passíusálmana í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á morgun, föstudaginn
langa. Yfirskrift upplestrarins, sem hefst klukkan
13.30, er „Svoddan ljós mætti fleirum lýsa“ og er
gert ráð fyrir að honum ljúki um kl. 18.30.
Passíusálmarnir eru eitt þekktasta verk trúar-
skáldsins séra Hallgríms Péturssonar. Hann var
prestur í Saurbæ 1651-1669, orti þar Passíusálmana
og er talið að hann hafi lokið verkinu 1659 en þeir
voru fyrst gefnir út 1666. Vorið 1660 sendi hann
hefðarkonunum Ragnhildi Árnadóttur í Kald-
aðarnesi, Kristínu Jónsdóttur í Einarsnesi og Helgu
Árnadóttur í Hítardal handrit, sem nú eru glötuð,
með þeirri ósk að þær kynntu sálmana, verðu þá fyr-
ir gagnrýni og sæju til þess að þeim yrði ekki stung-
ið undir stól. Ári síðar sendi hann Ragnheiði Brynj-
ólfsdóttur í Skálholti handritið sem hefur varðveist.
Upplestur í níunda sinn
Upplesturinn fer nú fram í níunda sinn föstudag-
inn langa frá 2009. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson,
sóknarprestur í Saurbæ, segir að upphafið megi
rekja til þess að Sigurður Skúlason leikari hafi haft
samband og óskað eftir því að fá að lesa Passíusálm-
ana í heild í kirkjunni, en sú venja hafi verið orðin
nokkuð útbreidd í kirkjum landsins á þessum degi.
Sigurður las síðan sálmana 2009-2013 og svo aftur
2016, en upplesturinn féll niður 2015. Georg Magn-
ússon tæknimaður hljóðritaði lesturinn í fyrstu fimm
skiptin.
Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leik-
kona, kemur nú að skipulagningu og flutningi
Passíusálmanna í Saurbæ í þriðja sinn, en Zsuzs-
anna Budai, organisti Saurbæjarprestakalls, leikur
á orgel kirkjunnar í fjórum stuttum hléum. 2014
voru leikkonurnar Helga E. Jónsdóttir, Margrét
Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir
með henni, en þær hafa allar verið í hlutverki Guð-
ríðar Símonardóttur, eiginkonu sr. Hallgríms. Nú
flytja Halla Guðmundsdóttir, Margrét Guðmunds-
dóttir, Kristbjörg Kjeld og Edda Þórarinsdóttir
sálmana með henni.
„Þetta er afskaplega gaman,“ segir Kristbjörg,
sem las úr Passíusálmunum í Kópavogskirkju fyrir
nokkrum árum og var í hlutverki Ragnheiðar Brynj-
ólfsdóttur í Skálholti fyrir margt löngu. „Pass-
íusálmarnir eru dásamlegur skáldskapur og eftir því
sem ég kafa meira í hann því helteknari verð ég af
þessum versum.“
Kristbjörg segir að það sé annað að hlusta á
upplesturinn en lesa sálmana opinberlega. Þær
hafi æft sig hver í sínu horni og auk þess lesið í
kirkjunni, þegar þær fóru að kanna aðstæður.
„Atvinnumenn í upplestri hafa alltaf séð um
flutninginn,“ segir Kristinn og bætir við að at-
burðinum hafi verið vel tekið. Þannig hafi hátt í
300 manns hlýtt á lestur Steinunnar og Sigurðar
Karlssonar leikara í fyrra. „Eðlilega veltur að-
sóknin oft á veðri og vindum og sem betur fer er
veðurútlitið okkur hagstætt að þessu sinni,“ segir
hann og minnir á að gestir geti komið og farið að
vild meðan á lestrinum stendur.
„Svoddan ljós mætti fleirum lýsa“
Fimm leikkonur flytja Passíusálmana í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
Athygli vakin á hlutverki kvenna við fyrstu kynningu á sálmunum
Ljósmynd/Hilmar Þorsteinn Hilmarsson
Leikkonurnar fimm Frá vinstri: Margrét Guðmundsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Kristbjörg Kjeld og Edda Þórarinsdóttir.
Morgunblaðið/Ómar
Athöfn Upplestur í Hallgrímskirkju í Hvalfirði.
Morgunblaðið kemur næst út laug-
ardaginn 31. mars. Fréttaþjónusta
verður um páskana á mbl.is. Hægt
er að koma ábendingum um fréttir á
netfangið netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónustan er opin í dag
frá kl. 8-12. Lokað verður föstudag-
inn langa en opið á laugardag frá kl.
8-12. Símanúmer áskrifendaþjónust-
unnar er 569-1122 og netfang:
askrift@mbl.is.
Blaðberaþjónustan er opin í dag
frá kl. 6-12 en lokuð á morgun, föstu-
daginn langa. Á laugardag er opið
frá kl. 6-12. Símanúmer blaðbera-
þjónustunnar er 569-1440 og net-
fangið er bladberi@mbl.is. Bóka má
dánartilkynningar á mbl.is. Skila-
frestur minningargreina til birt-
ingar 3. og 4. apríl er til hádegis á
páskadag, 1. apríl.
Fréttaþjónusta
mbl.is um páskana