Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018VIÐTAL Þorsteinn G. Gunnarsson, forstjóri Opinna kerfa, einn af fjórum aðstandendum nýs há- tæknigagnavers við Korputorg, ásamt Voda- fone, Reiknistofu bankanna og Korputorgi, segir að nýja gagnaverið hafi verið í undirbúningi í meira en ár. „Ég kom aftur til starfa hjá Opnum kerfum sem forstjóri árið 2015, en var við störf hér á árunum 1996-2007, síðast sem forstjóri,“ segir Þorsteinn í samtali við ViðskiptaMoggann. „Í millitíðinni var ég m.a. að reka fyrirtæki í Danmörku sem seldi öryggislausnir fyrir smá- sölufyrirtæki og var eitt af þeim fyrirtækjum sem Baugur átti hlut í. Þá var ég stjórn- arformaður upplýsingatæknifyrirtækjanna Teymis og Skýrr á sínum tíma og hjálpaði til við að sameina þau inn í Advania. Að því loknu fór ég inn í sprotabransann og tók þátt í stofnun fyr- irtækisins Cooori, sem sérhæfir sig í lausnum til tungumálanáms. Ég hef verið virkur í sprota- heiminum síðan, og var m.a. í stjórn Icelandic Startups frá 2012, lengst sem stjórnarformað- ur.“ Nýja gagnaverið er ofarlega í huga Þorsteins enda um verulega spennandi verkefni að ræða. „Það var búið að vera ákall frá markaðnum í nokkurn tíma um að fá gagnaver í höfuðborgina, og við veltum þessum möguleika talsvert lengi fyrir okkur þar til Korputorgslausnin datt inn í umræðuna. Viðskiptavinir okkar fylgdust vel með þessum fyrirætlunum okkar og þar á meðal Reiknistofa bankanna (RB). Boltinn fór að rúlla þegar breyting varð á eignarhaldi Korputorgs þar sem tengsl Frosta Bergssonar, aðaleiganda Opinna kerfa, við nýja eigendur opnuðu á þessa hugmynd. Á sama tíma var RB að þreifa fyrir sér eftir nýjum stað fyrir eigin gagnavinnslu og í framhaldinu á því hófust þreifingar milli aðila um aðstöðu á Korputorgi. Það samtal leiddi til þess að ákveðið var að reisa nýtt gagnaver við endann á Korputorginu, í stað þess að fara inn í húsið sjálft. Korputorgssvæðið er einn besti staður á land- inu fyrir svona starfsemi, jarðfræðilega, land- fræðilega og orkulega. Þarna er auðvelt að af- henda stórnotanda mikið magn af vistvænni orku þar sem Korputorg liggur í hjarta ljósleiðaranetsins. Staðsetningin hentar því ein- staklega vel til að reka hátæknigagnaver þar sem öll áherslan er á rekstraröryggi og tengda þætti.“ Er næg raforka í boði fyrir gagnaverið? „Við erum í samningaferli við Landsvirkjun, sem gengur vel, það er orka til afhendingar á þessum stað, í þetta verkefni. Almennt er um- framorka þó verulega minnkandi í raforkukerf- inu hér á landi og styttist í að ekki verði hægt að veita öllum nýjum þátttakendum á þessum markaði orku en þá skiptir líka máli hvar á að veita orkuna. Á Korputorgi er hægt að veita um- talsvert magn af orku þar sem rýmd er í kerfinu fyrir þennan stað. Á öðrum stöðum eru aðveit- urnar að staðnum kannski þannig að möguleik- arnir á aukinni orku þangað eru hverfandi eða takmörkunum háðir. Það er komið að ákveðnum vendipunkti í raforkumálum þar sem Íslend- ingar verða að velta fyrir sér hvort þeir hafi áhuga á að láta þennan iðnað vaxa eða ekki. Munu einhverjar stóriðjur hætta starfsemi og losa þar með orku í svona verkefni? Eða munum við verða að stoppa á einhverjum tímapunkti. Þarna þurfa stjórnvöld að hugsa næstu skref.“ Nú sagði nýsköpunarráðherra, Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, að stjórnvöld væru áhugasöm um að vöxtur í gagnaiðnaði skilaði sér mörkuðum, söluforða og fleiru. Í dag erum við miklu frekar að horfa á útrás með því að fara í náið samstarf við stóra aðila, alþjóðafyrirtæki eins og Hewlett Packard Enterprise, Cisco, Vodafone Global, og slíka, þar sem við notumst við þeirra markaðsnet og sölustyrk um allan heim til að koma vörum okkar á framfæri. Báðir aðilar hafa hag af því. Þetta er miklu eðlilegri og nútímalegri leið en að fara og kaupa fyrirtæki og ganga hús úr húsi og selja eins og áður fyrr.“ Hafið þið tryggt ykkur slík sambönd? „Já, við erum búin að vera að byggja kerfis- bundið upp slík sambönd. Á sama hátt þá hefur markaðurinn skroppið saman. Heimamarkaður okkar er ekki bara Ísland. Aðgangur okkar að markaðnum er orðinn miklu auðveldari í gegn- um internetið. En á sama tíma er íslenski mark- aðurinn orðinn heimamarkaður annarra líka. Það fer að verða ákveðin áskorun fyrir samkeppnisyfirvöld að greina þar á milli, því nú þýðir ekki að horfa bara á innlenda aðila hvað varðar samkeppni á innanlandsmarkaði. Það nægir að horfa á fótspor skýjaþjónustanna Ama- zon Webservices og Microsoft Azure hér á landi, til að átta sig á þessu. Ég spyr mig hvernig á að reikna út markaðshlutdeild á Íslandi í dag? Þetta er orðið miklu flóknara. Þetta er bæði áskorun en tækifæri á sama tíma einnig.“ Desposito á við 150 þúsund leigubíla Þorsteinn bendir á að þegar keypt er skýja- þjónusta af íslenskum fyrirtækjum, sem nota gagnaver keyrð á íslenskri raforku, þá sé kolefn- isfótsporið eins grænt og það getur orðið. Þegar keypt er af fyrrnefndum risafyrirtækjum þá er kolefnisfótsporið heldur minna grænt, þar sem orkan kemur úr kjarnorku, kolum, olíu og gasi. Þorsteinn minnir á orð Þórdísar Kolbrúnar á blaðamannafundinum þegar tilkynnt var um stærri og öruggari tækifæri, sem bjóði upp á meiri framlegð í þjónustustörfum til framtíðar.“ Fyrsti áfangi nýja gagnaversins gerir ráð fyr- ir 1.000 fm gólffleti og síðari tíma stækkun upp í 5.000 fm. Þorsteinn segir að jafnvel enn stærra ver sé mögulegt. „Ég tel ekki útilokað að þetta verði á endanum 10.000 fm gagnaver. Ef þetta gengur vel þá eru nægar lóðir þarna. Þetta er líka iðnaður sem á mjög vel heima inni í byggð. Það fer lítið fyrir þessari starfsemi, hún fellur vel inn í umhverfið og engin óhreinindi fylgja. Þessi uppbygging ætti því að falla vel að svona léttu iðnaðarhverfi eins og er á Korputorgi.“ Þorsteinn segir að allt verði gert til að láta gagnaverið falla sem best að umhverfinu, og tal- ar þar um að leggja eigi t.d. grasþökur ofan á þakið. „Þannig myndi þetta ekki endilega líta út fyrir að vera gagnaver, og er þá í stíl við starf- semina sem er vistvæn og græn.“ Þorsteinn segist vera mjög þakklátur fyrir öflugan stuðning borgarstjóra og ráðherra við verkefnið. „Það er styrkur fyrir iðnaðinn að þau skuli stíga ákveðið fram og taka þátt í þessu með okkur.“ Spurður sérstaklega um útrásina sem fram- undan er með hátækni gagnaversþjónustu, segir Þorsteinn að útrás í dag sé öðruvísi en útrásin hér á árum áður. „Í gamla daga, eða fyrir um 20 árum, var það þannig að ef maður ætlaði í útrás voru keypt fyrirtæki erlendis til að fá aðgang að hingað til lands. Eru stjórnvöld nógu fylgin sér í þessum efnum? „Mér hefur fundist þessi og síðasta ríkisstjórn hafa verið viljugri til að taka á þessum málum og láta aðgerðir fylgja orðum. Þess hef ég orðið áskynja bæði í gegnum starf mitt hér og í Ice- landic Startups. Verið er að breyta lögum og auka fjármagn í nýsköpun. En auðvitað má alltaf gera betur. Mér finnst hinsvegar Þórdís Kol- brún hafa sýnt málaflokknum mikinn áhuga, og við berum fyllsta traust og vonir til þess að stjórnvöld stígi ákveðið fram og haldi áfram á þessari braut.“ Vilja þjónusta stórfyrirtæki Þorsteinn segir að miklu skipti sú framtíð- arsýn, eins og Opin kerfi eru með, að leggja áherslu á hátæknivinnslu í gagnaverum, í stað þess að einblína eingöngu á rafmyntir, eins og algengast er í íslenskum gagnaverum þessi misserin. „Við viljum selja þjónustuna til stórfyrirtækja sem þurfa mikla og vandaða þjónustu. Þá skiptir höfuðmáli að vera með sam- starfsaðila eins og RB sem gefur verkefninu ákveðinn gæðastimpil út á við enda mjög kröfu- harður samstarfsaðili og vonumst við til að þau tengsl muni styrkja okkur í útrásinni.“ Varðandi rafmynta- og bálkakeðjutæknina, segir Þorsteinn að sú tækni sé komin til að vera, en hvernig henni verður beitt í framtíðinni sé annað mál. „Þeir aðilar sem eru að grafa eftir bitcoin eru fyrst og fremst að kaupa rafmagn og einblína á lágan rekstarkostnað og vilja ekki aðra þjónustu. Ef bitcoin myndi hrapa í verði gæti þessi þjónusta, sem er allt að 80% af allri gagnaversvinnslu í landinu, horfið í heild sinni á einni nóttu. Okkar stefna er að einblína á stóra og kröfuharða viðskiptavini og láta aðra sjá um rafmyntagröftinn. Það er okkar sýn að þar séu Útrásin í dag er öðruvísi Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á dögunum var tilkynnt um nýtt og glæsilegt 1.000 fm hátækni- gagnaver sem að sögn aðstand- enda verður á besta mögulega stað fyrir slíka starfsemi á Íslandi, við Korputorg í Reykjavík. Forstjóri Op- inna kerfa telur að stærð gagna- versins geti tífaldast á næstu árum. Mörg fyrirtæki hafa raunverulega verið að velta fyrir sér að flytja starfsemi sína til út- landa vegna þess að það er svo erfitt að fá hugbúnaðarfólk til Íslands. ” Mér hefur fundist þessi og síðasta ríkisstjórn vilj- ugri til að taka á þessum málum og láta aðgerðir fylgja orðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.