Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 11FRÉTTIR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
Af síðum
Gæti Steve Schwarzman
orðið enn ríkari ef Black-
stone myndi borga hærri
skatta? Það er orðið að
eins konar árlegri hefð að
þegar Blackstone skilar
inn afkomutölum sínum
keppast markaðs-
greinendur við að reikna
út hvað Schwarzman, ann-
ar stofnenda fyrirtækisins,
fékk í sinn hlut. Á árinu
2017 fékk hann nærri því 800 milljónir dala samanlagt og komu pen-
ingarnir úr nokkrum áttum. Mest munar um arðgreiðslur enda eru
grunnlaun hans ekki nema 350.000 dalir. Blackstone, sem er sam-
eignarfélag skráð í kauphöll (e. publicly traded partnership), er und-
anþegið sköttum af árangurstengdum þóknunum sem skilur þeim
mun meira eftir handa hluthöfunum.
Eftir að bandarísk stjórnvöld ákváðu að lækka fyrirtækjaskatta
eru Schwarzman og félagar hans farnir að íhuga að breyta rekstrar-
formi fyrirtækisins á þann hátt að minna yrði af fjármunum til að
greiða í arð en hlutabréf þeirra yrðu þeim mun verðmætari.
Sameignarfélög byggjast á gegnumstreymi fjármagns sem hjálpar
til við að lágmarka skattbyrðina. En það kemur í veg fyrir að flestir
stærstu stofnanafjárfestar Bandaríkjanna kaupi hlut í fyrirtækinu
því það myndi flækja verulega hjá þeim bókhaldið. Fyrir vikið er
verðmat Blackstone, KKR, Appollo og fleiri sambærilegra félaga
frekar hófstillt miðað við hvað hagnaðargeta þeirra er mikil. Skatta-
lækkunin hefur nú þegar orðið til þess að Ares Management hefur
breytt um rekstrarform og veðjað á að hærra verðmat muni vega
upp á móti minni hagnaði, og gott betur.
Hlutur Schwarzman í Blackstone er metinn á um 8 milljarða dala.
Gengi hlutabréfa félagsins er nokkurn veginn það sama í dag og þeg-
ar félagið var fyrst skráð í kauphöll árið 2007. Gagnrýnendur myndu
kvarta yfir því að hann skuli hafa rakað til sín nærri milljarði dala úr
félaginu. En sú fjárhæð stafar einfaldlega af því að hann á stóran
hlut í mjög verðmætu fyrirtæki sem hann stofnaði við annan mann.
Réttara væri að beina gagnrýninni að því hvers vegna greiddur er
mun lægri skattur af fjármagnstekjum en launatekjum í Bandaríkj-
unum.
Kannski munu arðgreiðslur hjá Blackstone lækka eitthvert árið í
framtíðinni. En þeir sem bisa við að reikna út hvað Schwarzman fær
í sinn hlut ættu þá líka að skoða hvað gengi hlutabréfa í
Blackstone muni hækka fyrir vikið.
LEX
AFP
Blackstone: Stebbi
stóð á ströndu …
Amazon hefur átt í viðræðum um
hugsanlegt samstarf um að bjóða
viðskiptavinum sínum upp á banka-
reikninga í gegnum JPMorgan
Chase. Gangi sú hugmynd eftir
myndi það í raun þýða að stærsti
banki Bandaríkjanna og stærsta
netverslunin sneru bökum saman.
Fólk sem þekkir til viðræðnanna
segir að Amazon, sem er með höfuð-
stöðvar sínar í Seattle, sé að ræða
við JPMorgan um þróun á vöru sem
myndi virka svipað og hlaupareikn-
ingur. Með því gæti Amazon styrkt
samband sitt við þær milljónir við-
skiptavina sem reiða sig í æ meira
mæli á netverslunina fyrir sín dag-
legu vörukaup.
Flækjustigið mun aukast
Samkvæmt heimildum eru við-
ræðurnar enn á könnunarstigi og
líklegt að þær færist á meira flækju-
stig þegar málið verður borið undir
bandarísku innstæðutrygginga-
stofnunina, Federal Deposit Insur-
ance Corporation. Þá munu atriði
eins og „Durbin-viðaukinn“, sem er
hluti af Dodd-Frank-lögunum, líka
flækja málið en þar er sett þak á það
gjald sem innheimta má frá selj-
endum fyrir að taka við greiðslum
með debetkortum.
En ef Amazon hefur erindi sem
erfiði og getur boðið viðskiptavinum
sínum upp á að opna einhvers konar
bankareikning, þá væri það nýjasta
dæmið um innreið Amazon inn á
svæði sem hingað til hefur heyrt
undir hefðbundnar lánastofnanir.
Amazon býður nú þegar upp á lán til
minni fyrirtækja í gegnum Market-
place-vefsölugáttina og upplýsti
fyrirtækið í júní að lán fyrir þrjá
milljarða dala hefðu verið veitt frá
því fyrst var byrjað að bjóða upp á
þjónustuna árið 2011.
Hvorki Amazon né JPMorgan
vildu tjá sig um mögulegt samstarf.
Yrði hluti af kjarnastarfsemi
„Amazon er dæmi um stórt tækni-
fyrirtæki … sem lítur ekki bara á
fjármálaþjónustu sem leið til að
stuðla að aukinni sölu hjá netversl-
unum sínum heldur hugsanlega …
sem kjarnastarfsemi,“ segir David
Klein, framkvæmdastjóri Common-
Bond, netlánamiðlunar í New York.
Það sama gæti átt við um Apple,
Facebook eða Google, bætir hann
við. „Að vinna með stafræn gögn og
peninga fer mjög vel saman, og ef
maður býr yfir tækni til að læra
hratt af því og nýta sér það gæti það
verið mjög spennandi … hvort sem
þau vilja verða fjármálafyrirtæki á
eigin spýtur eða skapa ný verðmæti
í samvinnu við fjármálafyrirtæki.“
Það er óljóst hvort samstarf Ama-
zon og JPMorgan muni þýða að við-
skiptavinir geti gefið út ávísanir, sett
upp beingreiðslur eða notað hrað-
bankakerfi bankans.
Amazon gæti átt auðvelt með að
ná til neytenda. Nýleg könnun sem
gerð var af ráðgjafarfyrirtækinu
Bain leiddi í ljós að nærri 60%
viðskiptavina bandarískra banka
sögðust reiðubúin til þess að reyna
fjármálaafurð frá tæknifyrirtækjum
sem þau eru nú þegar í samskiptum
við. Amazon og PayPal voru þau tvö
vörumerki sem neytendur sögðust
myndu treysta best fyrir pening-
unum sínum, að því er kom fram í
könnuninni, og mældust þau hærra
en Apple, Google, Microsoft, Face-
book og Snapchat.
Í samstarfi á ýmsum sviðum
JPMorgan og Amazon vinna þeg-
ar saman á öðrum sviðum. Í síðasta
mánuði tóku þau höndum saman með
Berkshire Hathaway um stofnun nýs
heilbrigðisþjónustufyrirtækis sem
verður ekki rekið í hagnaðarskyni.
Þá gefur Chase, viðskiptabanka-
armur JPMorgan, út fríðinda-
greiðslukort Amazon. Í síðustu viku,
á árlegum fjárfestadegi JPMorgan,
tilgreindi Marianne Lake, fjármála-
stjóri bankans, Amazon, British
Airways og Starbucks sem þrjá
„virkilega glæsilega“ samstarfsaðila
í greiðslukortum.
Samkvæmt frétt Wall Street
Journal eru viðræðurnar ekki
bundnar við einn banka og hefur
Amazon þreifað fyrir sér hjá Capital
One, sem er með höfuðstöðvar í
McLean í Virginíu. Capital One vildi
ekki tjá sig um málið.
Lex Sokolin, fjármálatæknigrein-
andi hjá Autonomous Research í
London, segir að ef netverslunar-
risinn geti „látið fjármálaþjónustu
verða aðeins einn hluta af vistkerfi
fyrirtækisins, þá myndi það gera
bankaþjónustu eins og hverja aðra
verslunarvöru“.
JPMorgan ætti að fara varlega
Brendan Dickinson, meðeigandi
hjá Canaan Partners, sem sérhæfir
sig í áhættufjármögnun sprota á
fyrstu stigum, gefur í skyn að
JPMorgan (með markaðsvirði upp á
393 milljarða dala) muni líklega stíga
varlega til jarðar í samstarfs-
viðræðum við fyrirtæki sem er nærri
tvöfalt stærra (732 milljarða dala
markaðsvirði).
„Til skemmri tíma litið er ég þess
viss [að samstarf] myndi vera fjár-
hagslega arðbært. En þegar horft er
lengra fram á veginn gæti þetta orð-
ið sambærilegt við það þegar kvik-
myndaverin gerðu samning við Net-
flix um að sýna gömlu myndirnar
sínar. Það gaf þeim ágætis aukapen-
ing á þeim tíma, en renndi sterkari
stoðum undir fyrirtæki sem í dag
ógnar tilvist kvikmyndaver-
anna.“
Amazon og JPMorgan
að skoða samstarf
Eftir Ben McLannahan og
Önnu Nicolau í New York
Amazon hefur átt í sam-
starfsviðræðum við
stærsta banka Bandaríkj-
anna um bankaþjónustu
við viðskiptavini sem yrði
nýjasta dæmið um innreið
inn á svæði sem hingað til
hefur heyrt undir hefð-
bundnar lánastofnanir.
AFP
Jeff Bezos, forstjóri Amazon, hefur byggt upp gríðarlegt verslunarveldi sem
jafnt og þétt færir sig inn á ný þjónustusvið, þar á meðal í fjármálaþjónustu.