Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 1

Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 1
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist finna fyrir því að margir sem spyrjast fyrir um Hörpu sem ráðstefnuhús vilji bíða þar til Marriot-lúxushótelið við hliðina er risið. „Það skiptir miklu máli að fá hótelið. Við finnum að margir vilja bíða með að koma þar til þeir geta farið að bóka herbergi þar,“ sagði Svanhildur í samtali við Morgun- blaðið, en áætlað er að hótelið taki til starfa í árslok 2019. Í gær skrifaði Ráðstefnuborgin Reykjavík undir samstarfssamning við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Markmiðið með samningnum er að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum há- skólanna hér á landi. Jón Atli Benediktsson, rektor Há- skóla Íslands, segir að í skólanum sé mikill mannauður. Þar sé fólk sem hafi náð árangri á alþjóðavísu og það gefi skólanum tækifæri til að laða til sín stórar ráðstefnur. „Það að ná að draga slíkar ráðstefnur hingað heim er meiriháttar mál,“ segir Jón Atli. Hann segir að miklu skipti einnig að geta verið í fararbroddi í alþjóð- legu samstarfi. „Það má ekki vera eingöngu þiggjandi.“ »16 Hinkra eftir Marriot Morgunblaðið/Hari Samstarf Borgarstjóri og rektorar háskólanna á þaki Hörpu.  Unnið með háskól- um að ráðstefnuhaldi Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  83. tölublað  106. árgangur  ÁHRIFAMIKIL LÝSING ACHEBE Á UMBROTATÍMUM BRØNDBY VAKNAR ÚR DVALA STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ VERÐA GEISLANDI ÓPERUSÖNGKONA HJÖRTUR HERMANNSSON ÍÞRÓTTIR DÓRA STEINUNN 30bbbbb 31 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Notkun Íslendinga á metýlfenídat- lyfjum, örvandi lyfjum eins og rítal- íni og concerta, jókst gríðarlega árið 2017. Alls var skrifað upp á 3.907 skammta af metýlfenídatlyfjum í fyrra en slíkt er aukning frá árinu 2016 þar sem skrifað var upp á 3.480 skammta og frá árinu þar á undan þegar skammtarnir voru 2.908 þús- und. Þá fengu 6.965 einstaklingar lyfjaskírteini fyrir metýlfenídatlyfj- um árið 2017 og 6.010 einstaklingar árið 2016. Frá árinu 2014 hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greitt rúma 2,3 milljarða króna vegna met- ýlfenídatlyfja. Fullorðið fólk á örvandi lyfjum Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að þetta sé kostnaðarsamasti einstaki almenni lyfjaflokkur sjúkratrygg- inga. Hann segir einnig að þessi gríðarlega aukning bendi til þess að fullorðið fólk taki lyfin í auknum mæli, m.a. rítalín. „Það sem drífur áfram aukninguna núna er notkun fullorðinna á lyfinu sem lyfinu [rítal- íni] var ekki ætlað í upphafi,“ segir Steingrímur. Kostnaður SÍ vegna örvandi lyfja í fyrra var 665 milljónir króna, þar af 521 milljón vegna metýlfenídatlyfja. Kostnaðurinn lækkaði frá árinu 2016 en þá nam hann 799 milljónum vegna örvandi lyfja og 613 milljónum vegna metýlfenídatlyfja. Styrking krón- unnar hefur þar áhrif, þar sem lyfja- verð er skráð í erlendri mynt, auk fjölgunar ódýrari samheitalyfja. Örvandi lyf í sérstöðu  Notkun Íslendinga á örvandi lyfjum eykst árlega og kostnaður Sjúkratrygginga Íslands eykst samhliða  Aukningin ber með sér meiri lyfjanotkun fullorðinna MNotkun örvandi lyfja »4 2.452 2.908 3.480 3.907 Notkun metýlfenídatlyfja Þúsundir skammta (DDD) Heimild: Sjúkratryggingar Íslands 2014 2015 2016 2017 Björk Guðmundsdóttir hélt fyrstu tónleikana í al- heimstónleikaferð sinni vegna útgáfu plötunnar Útópíu í Háskólabíói í gærkvöldi. Björk kom fram með sjö flautuleikurum, slagverksleikara og raf- tónlistarmanni. Heimir Sverrisson hannaði leik- mynd og danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir. Ljósmynd/Santiago Felipe Björk frum- flutti Útópíu í Háskólabíói  Svifryk frá flug- eldum og áramóta- brennum á höfuð- borgarsvæðinu um síðustu áramót er talið afar varasamt í nýrri efnagreining- arskýrslu sem kynnt hefur verið Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna. „Það mælist afar hátt, stór hluti þess virðist mjög fínn, það er málmríkt, kolefnisríkt, brennisteinsríkt og klórríkt,“ segir í skýrslunni. »4 Svifrykið um ára- mót afar varasamt  Beinþynning er þögull vágestur sem fæstir leiða hugann að. Rekja má 1.400 beinbrot á ári til beinþynningar og 250 aðgerðir vegna mjaðmabrota eru gerðar á ári eða sem svarar einni aðgerð á hverjum virkum degi. Þetta segir Halldóra Björnsdóttir, formað- ur Beinverndar, félags áhugafólks um beinþynningu, en hún segir að stutt sé síðan beinþynning varð við- urkenndur sjúkdómur. Aldur, kyn og erfðir eru helstu áhrifavaldar en lyf, einstaka sjúkdómar, átröskun og of- þjálfun geta leitt til beinþynningar. Hreyfing, D-vítamín, prótín og kalk stuðla að meiri beinþéttni. Talið er að þriðja hver kona og áttundi hver karl brotni af völdum beinþynningar. »18 Talið er að 1.400 beinbrot og 250 mjaðma- aðgerðir á ári megi rekja til beinþynningar Morgunblaðið/Ómar Útivera Hreyfing, D-vítamín, prótín og kalk stuðla að meiri beinþéttni hjá fólki.  Allt bendir til þess að ísjakar haldi áfram að prýða Jökulsárlón á Breiðamerkursandi á komandi ár- um. Breiðamerkurjökull kelfir í lónið, það þýðir að jökuljaðarinn gengur út í lónið þar sem ís brotnar af sporðinum og myndar ísjaka. Kelfandi sporðurinn hefur lítið hörfað frá árinu 2015. Það bendir til þess að nærri jafn mikill ís hafi brotnað af jöklinum og skreið inn í lónið að jafnaði. Áætlað er að ísinn sem brotnar af sé um hálfur rúm- kílómetri (km3) á ári. Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur skilað grein- argerð til Vegagerðarinnar um af- komu og hreyfingu Breiðamerkur- jökuls 2017. »4 Allt bendir til að ísjakar haldi áfram að gleðja augu ferðamanna við Jökulsárlón Morgunblaðið/Ómar Jökulsárlón Afkoma og hreyfing Breiða- merkurjökuls var rannsökuð í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.