Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Allt bendir til þess að ísjakar haldi
áfram að prýða Jökulsárlón á
Breiðamerkursandi á komandi ár-
um. Breiðamerkurjökull kelfir í
lónið, það þýðir að jökuljaðarinn
gengur út í lónið þar sem ís brotn-
ar af sporðinum og myndar ísjaka.
Kelfandi sporðurinn hefur lítið
hörfað frá árinu 2015. Það bendir
til þess að nærri jafn mikill ís hafi
brotnað af jöklinum og skreið inn í
lónið að jafnaði. Áætlað er að ísinn
sem brotnar af sé um hálfur rúm-
kílómetri (km3) á ári. Skriðhraði á
blásporðinum hefur mælst um 500
metrar á ári. Kelfandi jökultungan
er um þriggja kílómetra löng.
Sporðurinn rís 25-30 metra yfir
vatnsborðið og því má ætla að
hann sé allt að 300 metra þykkur í
endann.
Finnur Pálsson, verkefnastjóri
jöklarannsókna hjá Jarðvísinda-
stofnun HÍ, segir að Breiðamerk-
urjökull sé frekar að þynnast í
heildina. Neikvæð afkoma veldur
þynningu um allan jökul en ís sem
skríður að kelfandi sporðinum
veldur aukinni þynningu ofan hans.
Talið er að á löngum tíma geti
þetta leitt til þess að það myndist
eins konar „hilla“ fremst í jöklinum
sem flýtur fram. Það getur svo
leitt til þess að jökullinn brotni
hraðar upp á einhverju tímabili.
Eftir það gæti jökullinn orðið
brattari um tíma þar til atburða-
rásin endurtekur sig. Tíminn mun
leiða í ljós hvort þróunin verður
þessi eða önnur.
Jökulstífluð lón
Þrjú jökulstífluð lón, hið
minnsta, geta hlaupið til Jökuls-
árlóns. Vatnið rennur þá undir
Breiðamerkurjökli til lónsins. Um
2 km2 lón er við jökuljaðarinn í
Veðurárdal. Það er í um 300-400
metra hæð yfir sjó. Þá er lítið lón í
yfir 500 metra hæð yfir sjó við
enda Skálabjarga í Esjufjöllum.
Milli Skálabjarga og Vesturbjarga
er mikill dalur. Þar myndaðist lón
sem er orðið um 1 km2 og stækkar
enn. Gervihnattamyndir sýna að úr
því hleypur. Vatn sem safnast í
þessi lón er bræðsluvatn og úr-
koma en lónin hafa ekki myndast
vegna teljanlegs jarðhita, að sögn
Finns. Öll þessi lón eru mjög lítil
samanborið við Jökulsárlón. Lón
lík þessum hafa verið víðar á og við
jaðar Vatnajökuls.
Veðurgagna er aflað á jöklinum
til að auka skilning á samhengi
veðurs og jöklabreytinga. Þetta
svæði er eitt hið úrkomumesta á
landinu. Tvær veðurstöðvar eru nú
í rekstri allt árið á Breiðamerk-
urjökli. Að sumrinu er einnig rekin
veðurstöð í um 1.250 metra hæð á
jöklinum. Mælingar eru einnig
gerðar á lofthita og vindhraða við
norðausturjaðar Jökulsárlóns og
þar var búnaður til sjálfvirkrar
myndatöku.
Hálfur km3 af ísjökum á ári
Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls var rannsökuð í fyrra Jökulsporðurinn hafði lítið hörfað
frá árinu 2015 Að minnsta kosti þrjú jökulstífluð lón eru ofar og geta hlaupið til Jökulsárlóns
Morgunblaðið/RAX
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi Jökulsporðurinn kelfir fram í lónið og ísjakar brotna frá jöklinum. Hlýr sjór
streymir inn í lónið á flóði og orkan frá honum bræðir megnið af jökunum í lóninu en suma rekur til sjávar.
Jöklahópur Jarðvísindastofn-
unar Háskóla Íslands hefur
skilað greinargerð til Vega-
gerðarinnar sem styrkti verk-
efnið „Afkoma og hreyfing
Breiðamerkurjökuls og af-
rennsli leysingavatns til Jök-
ulsárlóns á Breiðamerkur-
sandi 2017“. Þar er lýst
helstu niðurstöðum rann-
sókna ársins 2017. Finnur
Pálsson, verkefnastjóri í jökla-
rannsóknum hjá Jarðvís-
indastofnun HÍ hafði umsjón
með verkefninu.
Jöklahópurinn hefur aflað
gagna um Breiðamerkurjökul
og Jökulsárlón og Jökulsá á
Breiðamerkursandi í áratugi.
Það hefur lengst af verið
gert í nánu samstarfi við
Vegagerðina. Höfundar
skýrslunnar bera ábyrgð á
efni hennar. Niðurstöðurnar
ber ekki að túlka sem yfir-
lýsta stefnu Vegagerðar-
innar. Skýrsluna má lesa á
vef Vegagerðarinnar
(vegagerdin.is) undir flip-
anum Upplýsingar og útgáfa.
Jökullinn og
Jökulsárlónið
RANNSÓKNIR 2017
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Alls fengu 6.965 einstaklingar lyfja-
skírteini fyrir metýlfenídatlyfjum á
árinu 2017 og voru umsóknirnar frá
357 læknum. Það er fjölgun um 955
lyfjaskírteini frá árinu áður en alls
fengu 6.010 einstaklingar skírteini fyr-
ir metýlfenídatlyfjum árið 2016.
Rítalín, rítalín uno, concerta, metyl-
fenidat actavis og methylphenidate
sando eru meðal þeirra lyfja sem
flokkast undir metýlfenídatlyf en met-
ýlfenídat er virka efnið í lyfjunum og
er örvandi lyf skylt amfetamíni.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa
heimild til að gefa út lyfjaskírteini sem
veita greiðsluþátttöku í lyfjum sem
annars hafa ekki greiðsluþátttöku og
er metýlfenídat dýrasti einstaki al-
menni lyfjaflokkurinn hjá þeim.
Kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá
SÍ árið 2016 var jafnframt örvandi lyf
en kostnaður vegna þessara lyfja nam
799 milljónum kr. árið 2016, þar af 613
milljónum vegna metýlfenídats.
Kostnaður SÍ vegna örvandi lyfja í
fyrra var 665 milljónir króna, þar af
521 milljón vegna metýlfenídatlyfja.
Ástæða þess að kostnaður lækkaði
milli ára ræðst m.a. af styrkingu krón-
unnar en lyfjaverð er skráð í erlendri
mynt og breytist því í hverjum mán-
uði. Ný ódýrari samheitalyf hafa þar
einnig áhrif. Notkun metýlfenídatlyfja
hefur vaxið stöðugt á síðustu árum.
Alls var skrifað upp á 2.452 skammta
af metýlfenídatlyfjum árið 2014 en ár-
ið 2017 var skrifað upp á 3.907
skammta af lyfjunum. Heildarkostn-
aður SÍ vegna metýlfenídatlyfja frá
árinu 2014 er rúmlega 2,3 milljarðar
króna.
Aðgerðir ekki skilað árangri
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
SÍ, segir að þessi vöxtur hafi verið til
umræðu árum saman. „Það eru vænt-
anlega fimm ár síðan menn ætluðu að
taka á þessu með tilteknum hætti í
tengslum við fjárlagagerð, síðan var
horfið frá þeim aðgerðum. Ráðuneytið
setti á laggirnar ADHD-teymi á
Landspítalanum sem sumir ætluðu að
væri til þess að ná tökum á notkuninni,
nú er það búið að starfa í nokkur ár en
í raun heldur aukningin áfram,“ segir
Steingrímur og bætir við að þessi stöð-
uga aukning bendi til þess að fullorðið
fólk noti lyfin í meira mæli.
„Það liggur fyrir að í upphafi var
þetta lyf, rítalín, sem er fyrsta lyfið
sem var tekið í notkun undir þessum
lyfjaflokki, eingöngu ætlað börnum.
Það lá auðvitað fyrir að um tíma-
bundna notkun væri að ræða. Hugs-
unin var sú að þetta lyf hentaði vegna
misþroska og væri þar af leiðandi bara
í skammtímanotkun. Ég held að sú
notkun hafi verið stöðug en það sem
drífur áfram aukninguna núna er
notkun fullorðinna á lyfinu, sem lyfið
var alls ekki ætlað fyrir í upphafi.“
Samkvæmt upplýsingum frá Lyfju
hefur metýlfenídat áhrif á miðtauga-
kerfið þar sem það eykur athygli, ein-
beitingu og sjálfstraust en minnkar
þreytutilfinningu. Ef skoðaðar eru
reglur Landlæknisembættisins um
vinnulag við greiningu og meðferð
ADHD er ljóst að matið við greiningu
er að mörgu leyti huglægt.
Aðspurður hversu ávanabindandi
langtímanotkun getur verið, þar sem
efnið er skylt amfetamíni, segir Stein-
grímur að notkun á metýlfenídatlyfj-
um geti verið mjög ávanabindandi ef
ekki er haldið rétt utan um notkun
þeirra.
Ísland í algjörum sérflokki
Notkun Íslendinga á örvandi lyfjum
er mun meiri en í nágrannalöndum
okkar. Nýjustu samanburðartölur SÍ
eru frá árinu 2015 en þá tóku Íslend-
ingar 26,09 ráðlagða dagskammta af
örvandi lyfjum á hverja þúsund íbúa.
Til samanburðar tóku Norðmenn 8,92
ráðlagða dagskammta á hverja þús-
und íbúa og Svíar 11,74. Þar sem Dan-
ir telja ekki notkun á elliheimilum með
eru tölur þeirra ekki samanburðar-
hæfar en samkvæmt upplýsingum frá
SÍ er notkun Dana engu að síður mun
minni en hér á landi.
„Það liggur alveg fyrir og það sem
menn hafa verið að horfa á er að það
getur vel verið að þetta sé gagnlegt og
réttlætanlegt, en það breytir því ekki
að það er engin þjóð í heiminum sem
notar þetta í jafn ríkum mæli og við
nema kannski Bandaríkjamenn þar
sem ekki er samræmt eftirlit og ekki
greiðsluþátttaka sjúkratrygginga,“
segir Steingrímur.
Notkun
örvandi lyfja
eykst enn
Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt 2,3
ma. kr. með metýlfenídatlyfjum frá 2014
Notkun Íslendinga á örvandi lyfjum
Fjöldi einstaklinga á örvandi lyfjum (N06B*) 2017
Notkun metýlfenídatlyfja 2014 til 2017
Notkun örvandi lyfja (N06B*) á Norðurlöndunum
Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tauga- og geðlyfja
4.000
3.000
2.000
1.000
0
1.800
1.500
1.200
900
600
300
0
Metýlfenídatlyf Örvandi lyf
Tauga- og geðlyf samtals
Karlar Konur
Þúsundir skammta (DDD)
Eftir kyni og aldri
2014 til 2017, milljónir króna**
Fjöldi dagskammta á hverja þúsund íbúa á dag 2006 til 2015
2.452
2.908
3.480
3.907
Heimild: Sjúkra-
tryggingar Íslands
**Styrking krónunnar og tilkoma nýrra samheitalyfja
veldur minni kostnaði þrátt fyrir meiri notkun
2014 2015 2016 2017
5-9 10-14 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64
3.000
2.000
1.000
0
25
20
15
10
5
0
2014 2015 2016 2017
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
583 585 613 521
*Lyf notuð við ADHD og lyf sem efla heilastarfsemi
Hafi einstaklingur færst milli aldursbila á árinu telst
hann í báðum aldursbilum, þannig sýnir taflan ekki
heildarfjölda einstaklinga
Danmörku var sleppt því þeirra grunnur telur elliheimili
með og er því ekki samanburðarhæfur
*Lyf notuð við ADHD og lyf sem
efla heilastarfsemi
Ísland Noregur Svíþjóð
2.392
1.831 26
Morgunblaðið/Frikki
Lyfjuð þjóð Notkun Íslendinga á metýlfenídatlyfjum eins og rítalíni er mun
meiri en í nágrannalöndum okkar og hún eykst með hverju ári.