Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Aukin lífsgæði
án verkja og eym
Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata
ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar.
Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6
töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra
svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég
var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og
smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir
nú horfnir.
Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu
sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum.
Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra
gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“
Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt
NUTRILENK
ACTIVE
sla
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fasteignaþróunarfélagið Festir
áformar í samstarfi við Mannverk að
hefja uppbyggingu íbúða á Héðins-
reit í byrjun næsta árs og setja
fyrstu 40 íbúðirnar í sölu um mitt ár
2020. Alls áform-
ar félagið að
byggja um 200
íbúðir á reitnum
og verslunarrými
á jarðhæð. Íbúð-
irnar koma á
markað á árunum
2020-2024.
Héðinsreitur
skiptist í tvo
hluta; Seljaveg 2
og Vesturgötu 64.
Síðarnefndi hlut-
inn tilheyrir Festi
og Mannverki.
Reiturinn af-
markast af Vest-
urgötu, Ána-
naustum, Mýrar-
götu og Seljavegi.
Á sínum tíma
voru hugmyndir
um að byggja tvö
hótel, hvort á sín-
um hluta Héðinsreits. Nú er ljóst að
Festir áætlar ekki byggingu hótels
en CenterHotels-keðjan áformar
hótel á hinum hlutanum.
Jónas Þór Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Festis, segir nýja
deiliskipulagstillögu verða kynnta á
næstunni. Hann segir aðspurður að
fallið hafi verið frá fyrri hug-
myndum um litla verslunarmiðstöð á
þeim hluta Héðinsreits sem snýr að
Festi.
Nýja KEA-hótelið langt komið
Skammt frá eru Festir og Mann-
verk langt komin með byggingu 106
herbergja hótels á Tryggvagötu-
reitnum. Jónas Þór segir hótelið
verða opnað í júní eða júlí. KEA-
hótelin munu sjá um reksturinn.
Nýtt veitingahús, Fiskhöllin, verður
svo opnað í haust. Viðræður við veit-
ingamenn standa yfir. Loks verða
fimm íbúðir á Vesturgötu 14-18 lík-
lega leigðar til ferðamanna. Það
mun skýrast hvort KEA-hótelin
munu reka þær íbúðir.
Festir er með fleiri járn í eldinum.
Undirbúningur þess að nýju hóteli
á Suðurlandsbraut 18 er þannig
langt kominn. Áformað er að opna
fyrsta áfanga hótelsins fyrir sumarið
2019. Jónas Þór segir að byggt verði
við þetta „formsterka kennileiti“ á
horni Vegmúla og Suðurlands-
brautar. Það var hannað af arkitekt-
unum Guðmundi Kr. Kristinssyni og
Ferdinand Alfreðssyni undir höfuð-
stöðvar Olíufélagsins árið 1973.
Aðalhönnun breytinganna er í hönd-
um ASK arkitekta. Byggð verður ný
álma fyrir hótelið til suðurs með hót-
elherbergjum, starfsmannaaðstöðu
og bílageymslu.
Suðurlandsbraut 18 er 3.300 fer-
metra hús og er ætlunin að bæta við
2.200 fermetrum með viðbyggingu.
Herbergin verða allt að 170
Á hótelinu verða 150-170 her-
bergi. Jónas Þór segir stefnt að því
að ganga frá samningum við rekstr-
araðila á næstu vikum. Festir hafi
rætt við erlenda og innlenda aðila
varðandi rekstur hótelsins.
Hann segir hótelið verða opnað í
tveimur áföngum. Fyrst verði opnuð
veitingarými og móttaka í núverandi
byggingu með 80-90 herbergjum,
sumarið 2019. Síðan verði bætt við
70-80 herbergjum í viðbyggingunni
til suðurs, með haustinu 2019.
Festir undirbýr einnig byggingu
Rauða lónsins á Eiðhúsum á Snæ-
fellsnesi. Þar stendur til að byggja
síðar lúxushótel, líkt og fjallað var
um í Morgunblaðinu nýverið. Af öðr-
um verkefnum félagsins má nefna að
það kemur að uppbyggingu Voga-
byggðar í Reykjavík. Athafnahjónin
Ólafur Ólafsson, gjarnan kenndur
við Samskip, og Ingibjörg Kristjáns-
dóttir eru aðaleigendur Festis.
Fyrstu íbúðirnar í sölu 2020
Fasteignafélagið Festir hyggst setja íbúðir á Héðinsreit á markað 2020-2024
Opnar senn nýtt hótel á Tryggvagötu og annað á Suðurlandsbraut 2019
Teikning/ASK arkitektar
Bar og móttaka Drög að hóteli á Suðurlandsbraut 18.
Teikning/Mannverk
Nýtt hótel Tryggvagötureitur er nú langt kominn.
Teikning/Ivantspijker
Héðinsreitur Fyrstu íbúðirnar koma á markað 2020.
Jónas Þór
Þorvaldsson
Ólafur
Ólafsson
Nýtt útlit Byggt verður við Suðurlandsbraut 18.
Teikning/ASK arkitektar
Kristbjörg Þórhalls-
dóttir leiðsögumaður
lést á Landspítalanum
28. mars sl., 79 ára að
aldri. Hún fæddist í
Laufási í Bakkadal,
Ketildalahreppi í Arn-
arfirði, 22. október árið
1938, dóttir Mörtu Guð-
mundsdóttur og Þór-
halls Guðmundssonar.
Eignuðust þau níu börn
og eftirlifandi eru Sig-
urður og Guðmundur
Þórhallssynir.
Eiginmaður Kristbjargar var Ósk-
ar Maríusson efnaverkfræðingur, d.
2011. Eignuðust þau þrjá syni; Mar-
íus, Ragnar og Þórhall.
Kristbjörg sótti nám að Skógum
undir Eyjafjöllum og Laugavatni þar
sem hún tók landspróf. Hún vann við
verslunarstörf í Reykjavík til hausts-
ins 1958 að hún giftist Óskari og flutti
til Darmstadt í Þýskalandi, en þar
var hann við nám í efnaverkfræði.
Þar bjuggu þau til ársloka 1961. Í
Darmstadt eignaðist hún tvo eldri
syni sína og þann yngsta í Reykjavík
1963. Hún sinnti börnum og búi
næstu árin. Í lok áttunda áratugarins
hóf Kristbjörg nám við Mennta-
skólann við Hamrahlíð og síðar við
Fjölbrautaskólann í Garðabæ og lauk
stúdentsprófi þaðan vorið 1984.
Það var árið 1971 að hún sótti leið-
sögunámskeið hjá Ferðaskrifstofu
ríkisins og hóf störf við
leiðsögn þýskumælandi
ferðamanna sama ár.
Hún stundað það starf á
hverju sumri næstu 33
árin, þó að ekki hafi allt-
af verið um fullt starf
við leiðsögn að ræða.
Jafnhliða leiðsögn tók
hún að sér ýmis sérstök
verkefni fyrir Ferða-
skrifstofuna Atlantik.
Þegar Félag leið-
sögumanna var stofnað
var hún ein af stofn-
félögum þess og gegndi hún ýmsum
trúnaðarstörfum í stjórn og nefndum
félagsins. Kristbjörg var meðal ann-
ars fulltrúi leiðsögumanna í Fræðslu-
nefnd ferðaþjónustunnar og Ferða-
málaráði Íslands. Eftir að
Leiðsöguskóli Íslands var settur á
laggirnar kenndi hún ýmis námskeið
við skólann í hartnær 25 ár. Hún var
gerð að heiðursfélaga í Félagi leið-
sögumanna árið 2000.
Árið 1982 gerðist Kristbjörg
sjálfboðalið í Samhjálp kvenna, sem
er stuðningshópur til aðstoðar konum
sem greinast með brjóstakrabba-
mein, en hún greindist sjálf með þann
sjúkdóm árið 1980. Leiddi hún það
starf í 14 ár eða til ársins 2001. Hún
er heiðursfélagi í Samhjálp kvenna
og hefur hlotið Gullmerki Krabba-
meinsfélags Íslands fyrir störf í þágu
þess.
Andlát
Kristbjörg Þórhallsdóttir
Nýnemum á framhaldsskólastigi
fækkar, sérstaklega í starfsnámi.
Nýnemar á framhaldsskólastigi
voru fæstir árið 2002, eða 4.268, en
flestir árið 2006, 5.429 talsins. Fjöldi
nýnema helst í hendur við fjölda 16
ára íbúa, en haustið 2006 hóf fjöl-
mennur árgangur 16 ára nám í fram-
haldsskóla. Haustið 2016 voru ný-
nemar á framhaldsskólastigi 4.595
talsins. Hagstofa Íslands birti í
fyrsta sinn tölur um nýnema á fram-
haldsskólastigi á árunum 1997-2016.
Á fyrri hluta tímabilsins hóf um
fjórðungur nýnema á framhalds-
skólastigi nám á starfsnáms-
brautum. Hlutfallið hefur lækkað á
undanförnum árum en árið 2016
völdu rúmlega 16% nýnema starfs-
nám. Hluti skýringarinnar sé að
sumir nemendur í starfsnámi hefja
framhaldsskólanám með námi á bók-
námsbraut, t.d. almennri braut, áður
en þeir hefja starfsnám og teljast því
með nýnemum í bóknámi.
Piltar eru í meirihluta meðal ný-
nema í starfsnámi en stúlkur voru
stærri hluti nýnema í bóknámi.
Munurinn á milli kynjanna í bók-
námi minnkaði þó á tímabilinu. Nán-
ar um málið á mbl.is.
Færri ný-
nemar í
starfsnám
Stúlkur velja
frekar bóknám
Bragi Þorfinns-
son hefur form-
lega verið út-
nefndur stór-
meistari í skák.
Lokaáfanganum
náði hann á móti
í Noregi í febr-
úar sl. en áður
hafði hann náð
áföngum á Ís-
landsmóti skákfélaga og í keppni
skákfélaga á Bretlandi. Bragi var
síðan útnefndur stórmeistari á
fundi Alþjóðaskáksambandsins,
FIDE, um helgina. Hann er fjórt-
ándi íslenski stórmeistarinn.
Fjórtándi íslenski
stórmeistarinn
Bragi Þorfinnsson