Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 13
en níu milljónir Breta, eða 14%
þjóðarinnar, séu alltaf eða oft
einmana.
En Bretar eru ekki einir á
báti hvað þetta varðar. Vivek
Murthy, yfirmaður heilbrigðis-
þjónustu Bandaríkjanna á árunum
2014 – 2017, sagði í grein í Har-
vard Business Review að þrátt
fyrir að fólk lifði á tímum mestu
tæknisamskipta sögunnar hefði
tíðni einmanaleika tvöfaldast síðan
á níunda áratugnum. Aðspurðir
hefðu 40% fullorðinna Bandaríkja-
manna sagst vera einmana og
rannsóknir bendi til að þeir kunni
að vera fleiri.
Skipan ráðherra einmanaleika
í Bretlandi varð til þess að gár-
ungar vestanhafs gerðu margir
hverjir gys að tiltækinu. „Svo
breskt,“ sagði Stephen Colbert í
sjónvarpsþætti sínum. „Þeir hafa
skilgreint mannlegt vandamál,
sem vart verður með orðum lýst,
og koma fram með köldustu og
skrifræðislegustu lausn sem hugs-
ast getur.“ Tímaritið The New
Yorker, sem hafði ummæli gaman-
leikarans eftir, sagði skipanina
skjóta svolítið skökku við hjá þjóð
sem væri þekkt fyrir að bera
harm sinn í hljóði og láta engan
bilbug á sér finna.
Einmanaleika ber vitaskuld
ekki að hafa í flimtingum. En er
hann raunverulega að færast í
vöxt? Á einhverjum tímapunkti í
lífinu finna allir fyrir einsemd,
skrifar heilsusálfræðingurinn
Claudia Hammond, þáttastjórn-
andi hjá BBC, á vefsíðu fjöl-
miðilsins. Hún segir vissulega
mikilvægt að ræða opinskátt um
einsemdina, sem sé mörgum kval-
ræði og ýmsar goðsagnir hafi
skapast um. Hún nefnir fimm þær
helstu og veltir vöngum yfir hvort
í þeim sé sannleikskorn eður ei:
1 Snýst einmanaleikinn bara um einangrun?
Að vera einmana er ekki það
sama og að vera einn. Einmana-
leiki er tilfinning fyrir sam-
bandsleysi; að enginn í nær-
umhverfinu skilji mann
raunverulega og að maður hafi
ekki þau þýðingarmiklu tengsl,
sem maður vildi. Einmanaleiki
getur verið einn þáttur, en ekki sá
eini. Maður getur verið einmana í
margmenni, rétt eins og maður
getur verið fullkomlega hamingju-
samur, jafnvel fundið fyrir létti að
eiga stund með sjálfum sér. Þegar
BBC gerði svokallað hvíldarpróf,
the Rest Test, árið 2016, reyndust
fimm vinsælustu athafnir fólks
vera þær sem það gerði einsamalt.
Stundum viljum við vera ein, en ef
við eigum ekki möguleika á að
vera með fólki, sem skilur okkur,
upplifum við einsemd.
2 Er tíðni einmanaleikameiri nú en áður?
Einmanaleiki fær sannarlega
meiri athygli en áður, þótt það
þýði ekki að hærra hlutfall fólks
finnist það vera einmana en fyrir
nokkrum árum. Christina Victor
við Brunel-háskólann hefur bent á
að með hliðsjón af rannsóknum frá
1948 hafi hlutfall eldra fólks sem
upplifir krónískan einmanaleika
haldist stöðugt með 6 – 13% sem
segjast alltaf eða oftast vera ein-
mana. Sannleikurinn er sá að
raunverulegur fjöldi einmana fólks
eykst einfaldlega vegna þess að
það er fleira fólk í heiminum.
Enginn vafi er þó á því að ein-
manaleiki veldur mikilli sorg.
3 Er einsemd alltaf slæm?
Einsemd veldur sársauka. En
góðu fréttirnar eru að hún er oft
tímabundin – og því ætti ekki að
líta eingöngu á hana sem nei-
kvæða. Þvert á móti getur ein-
semdin verið merki um að við ætt-
um að leita nýrra vina eða leiða til
að bæta þau tengsl sem við þegar
höfum. Taugafræðingurinn John
Cacioppo færir rök fyrir því að
einmanaleikinn þrói hjá okkur
hvata til að viðhalda sambandi við
annað fólk. Hann notar vatn sem
myndlíkingu. Sé maður þyrstur
leiti maður að vatni
til að svala þorst-
anum. Sé maður
einmana leiti mað-
ur í félagsskap.
Mennirnir hafa í
árþúsundir verið
öruggir í hópum,
sem vinna saman,
þannig að það er
skynsamlegt að
draga þá ályktun
að sjálfsbjargarviðleitnin hvetji
okkur til samskipta við aðra.
Þótt einmanaleikinn sé yfir-
leitt tímabundinn, verður því ekki
á móti mælt að langvarandi ein-
semd getur haft alvarlegar afleið-
ingar. Haldgóðar sannanir eru
fyrir að einmanaleiki hafi slæm
áhrif á heilsufar og svefn og leiði
til þunglyndis. Einsemd getur
einnig valdið því að fólk festist í
vítahring og verði félagslega
óvirkt. Rannsókn hefur leitt í ljós
að sé maður einmana er meiri
hætta en ella á að maður fái
þunglyndiseinkenni að ári.
4 Leiðir einmanaleiki til slæmrar heilsu?
Þessi er svolítið flóknari.
Maður sér oft tölfræði um áhrif
sem einsemd getur haft á heils-
una. Rannsóknir hafa leitt í ljós að
einmanaleiki getur aukið hættu á
hjartasjúkdómum og slagi um
næstum þriðjung og að einmana
fólk sé með hærri blóðþrýsting og
lífslíkur þess séu minni en ann-
arra. Niðurstöðurnar eru alvar-
legar, en margar þessar rann-
sóknir eru þverskurður að því
leyti að þær eru skyndimyndir
tímans og því er orsakasamhengið
óljóst. Hugsanlega er óhamingju-
samt og einmana fólk líklegra en
annað til að veikjast. Fólk getur
líka orðið einangrað og einmana
vegna þess að það er heilsulaust
og þar af leiðandi ekki í stakk bú-
ið til að blanda mikið geði við ann-
að fólk. Eða að einmana fólk verði
heilsulaust vegna þess að
einmanaleikinn hefur rænt það
hvata til að hugsa um heilsuna.
Ástæðurnar geta verið á hvorn
veginn sem er.
5 Er flest eldra fólk einmana?
Einmanaleiki er algengari
meðal eldra fólks en annarra.
Könnun Pamelu Qualter í Háskól-
anum í Manchester á einsemd á
öllu æviskeiðinu leiddi þó í ljós að
á gelgjuskeiðinu
nær hún ákveðnu
hámarki, en rann-
sóknir sýni að 50 –
60% eldra fólks
séu oft ekki ein-
mana. Það er enn
margt sem við vit-
um ekki um ein-
manaleika, segir
Hammond að lok-
um og bendir á að
til þess að stuðla að aukinni þekk-
ingu standi BBC fyrir rannsókn,
BBC Loneliness Experiment,
ásamt Brunel og Exeter háskól-
unum og í samvinnu við Wellcome
Collection, safn sem hverfist um
tengsl læknisfræði, lífs og listar.
Allir eldri en 16 ára geta skráð sig
til þátttöku www.thelonel-
inessexperiment.com til 12. apríl.
Hverjar sem niðurstöðurnar
verða er nokkuð víst að áfram
verður ort um einmanaleikann,
söknuðinn og depurðina. Líka ást-
ina, hamingjuna og vonina, en all-
ar þessar tilfinningar speglast svo
undurfallega í Söknuði, samanber
sjötta og síðasta vers.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
Getty Images/Stockphoto
Margmenni Fólk getur verið einmana í margmenni og líka fullkomlega hamingjusamt eitt með sjálfu sér.
Einsemd veldur
sársauka. En góðu
fréttirnar eru að hún
er oft tímabundin –
og því ætti ekki að
líta eingöngu á hana
sem neikvæða.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
TWIN LIGHT GARDÍNUM
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Flækingsfuglar á Suðurnesjum og
helstu fuglaskoðunarsvæði þar um
slóðir eru viðfangsefni fræðslukvölds
Fuglaverndar kl. 20 - 22 í kvöld, þriðju-
daginn 10. apríl, í Þekkingarsetri Suð-
urnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.
Suðurnesin þykja eitt af áhugaverð-
ustu svæðum landsins þegar kemur
að fjölbreyttu fuglalífi og þar hafa
margir sjaldgæfir flækingsfuglar sést
á síðustu árum. Fuglaskoðarar og ljós-
myndarar munu kynna helstu fugla-
skoðunarstaði, sýna myndir af sjald-
séðum fargestum og ræða breytingar
í fuglaskoðun í gegnum árin.
Nýverið kom út fuglaskoðunarkort
af Reykjanesi sem unnið var í sam-
starfi Þekkingarseturs Suðurnesja,
Náttúrustofu Suðvesturlands, Reykja-
nes Geopark og Markaðsstofu Reykja-
ness og verður fuglaskoðunarkortið
og vefsvæði þess kynnt fyrir þátttak-
endum.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi
við Fuglavernd, Reykjanes Geopark og
Markaðsstofu Reykjaness.
Kennari er Sölvi Rúnar Vignisson,
líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suð-
urnesja. Fræðslukvöldið er þátttak-
endum að kostnaðarlausu.
Fræðslukvöld Fuglaverndar í Þekkingarsetrinu í Sandgerði
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Aufúsugestur Silkitoppa er meðal fjölmargra flækinga sem hingað rata.
Flækingsfuglar suður með sjó