Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
VISTVÆNAR
BARNAVÖRUR
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
varaði í gær við því að ríkisstjórn
Bashars al-Assad, forseta Sýrlands,
myndi þurfa að svara fyrir
efnavopnaárásina sem framin var í
bænum Douma um helgina, en talið
var að á bilinu 40 til 70 manns hefðu
látið lífið í henni og fjöldi annarra
orðið fyrir barðinu á henni.
Sagði Trump í gær að „stórar
ákvarðanir“ yrðu teknar í þessum
málum einhvern tímann á næstu
tveimur sólarhringum. Jim Mattis,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, tjáði sig einnig um málið og
útilokaði ekki að Bandaríkin myndu
ráðast í hernaðaraðgerðir gegn Sýr-
landsstjórn. Bretar og Frakkar hafa
einnig fordæmt aðgerðir Sýrlands-
stjórnar og hétu Frakkar því að þeir
myndu svara þeim ásamt Banda-
ríkjamönnum. Sagði Theresa May,
forsætisráðherra Bretlands, að As-
sad og bakhjarlar hans, Rússar þar
með taldir, yrðu að bera fulla
ábyrgð á því ef í ljós kæmi að efna-
vopnum hefði verið beitt.
Hafna allri aðild
Sýrlandsstjórn og Rússar hafa
hins vegar hafnað því að efnavopn-
um hafi verið beitt á þessum slóðum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
ræddi við Angelu Merkel Þýska-
landskanslara í síma í gær og varaði
þar við því að „getgátur“ um árásina
yrðu látnar ráða för þegar ákvarð-
anir væru teknar um framhaldið. Þá
sagði Sergei Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands, að rússneskir sér-
fræðingar hefðu ekki fundið nein
merki um efnavopnaárás í Douma,
og að allar ásakanir þess efnis væru
einfaldlega ögrun, sem ætlað væri
að koma í veg fyrir að vopnahlé
næðist í Sýrlandsstríðinu.
Krefjast rannsóknar á árásinni
Bandaríkjastjórn krafðist þess í
gær að öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna myndi setja á fót rannsókn á
meintum efnavopnaárásum í Sýr-
landi með það að markmiði að borin
yrðu kennsl á þá sem bæru ábyrgð á
þeim, en Rússar beittu neitunar-
valdi sínu á svipaða tillögu í mars
síðastliðnum.
Fundaði öryggisráðið í gær um
kvöldmatarleytið að íslenskum tíma
að beiðni níu mismunandi ríkja sem
fulltrúa eiga í ráðinu, þar á meðal
fastafulltrúa Bandaríkjanna, Bret-
lands og Frakklands. Var talið full-
víst að Rússar myndu aftur beita
neitunarvaldi sínu í gær, en kín-
verska utanríkisráðuneytið lýsti
hins vegar yfir stuðningi sínum við
að árásin yrði rannsökuð í þaula af
óvilhöllum aðilum.
Ráðist á herflugvöll
Þá sökuðu sýrlensk stjórnvöld
Ísraelsmenn um að hafa gert loft-
árás á sýrlenskan herflugvöll í mið-
hluta landsins stuttu fyrir sólarupp-
rás í gær. Neituðu Ísraelsmenn að
tjá sig um árásina. Var í upphafi tal-
ið að Bandaríkjamenn eða Frakkar
hefðu ráðist á flugvöllinn í refs-
iskyni fyrir efnavopnaárásina, en
hvorir tveggja báru það til baka.
Greint var frá því í gær að að
minnsta kosti 14 manns hefðu látist
í árásinni á flugvöllinn, en fjórir
hinna föllnu voru sagðir „hernaðar-
ráðgjafar“ frá Íran. Fordæmdu
stjórnvöld í Teheran Ísraelsmenn
fyrir árásina og hvöttu ríki heims til
þess að taka hart á „árásarhneigð
zíonismans“.
Ísraelsmenn eru sagðir hafa gert
fjölmargar árásir innan landamæra
Sýrlands á síðustu árum, sem eink-
um hafa beinst að hryðjuverkasam-
tökunum Hizbollah, sem notið hafa
stuðnings Írana. Þá er vitað að flug-
völlurinn sem ráðist var á í gær hef-
ur verið notaður síðustu misseri sem
bækistöð fyrir sérsveitarmenn úr
lýðveldisverði Írans. Jafnframt sök-
uðu Ísraelsmenn Írana í febrúar síð-
astliðnum um að hafa nýtt herstöð-
ina til þess að senda á loft
drónaflugvél sem síðan fór inn í ísr-
aelska lofthelgi.
Farið yfir alla möguleika
Trump segir von á „stórum ákvörðunum“ á næstunni vegna efnavopnaárás-
arinnar um helgina Ísraelsmenn sagðir hafa ráðist á herflugvöll í Sýrlandi
AFP
Samstöðufundur Stuðningsmenn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta komu
saman í gær í borginni Aleppó til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við hann.
Franskir óeirðalögreglumenn gengu hart fram í gær
þegar þeir ruddu svæði í nágrenni borgarinnar Nantes,
sem ráðgert hafði verið að nýta undir flugvöll.
Aðgerðasinnar höfðu hins vegar sett upp kommúnu á
svæðinu árið 2008.
Neituðu þeir að yfirgefa svæðið, jafnvel eftir að hætt
var við flugvallaráformin í janúar síðastliðnum, en
ríkisstjórnin hafði gefið þeim nokkrar vikur til þess að
fara áður en lögreglan var send á vettvang. Tóku um
2.000 lögreglumenn þátt í aðgerðunum og gekk á ýmsu.
AFP
Franska lögreglan í átökum við mótmælendur
Flugvallarkommúna rudd með valdi
Fidesz-flokkur
Viktors Orban,
forsætisráðherra
Ungverjalands,
vann stórsigur í
þingkosning-
unum sem fram
fóru í landinu á
sunnudaginn.
Bætti flokkur
hans við sig
þremur þingsætum og fékk nærri
því 49% fylgi.
Jean-Claude Juncker, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, óskaði Orban til ham-
ingju með sigurinn, en þeir hafa
eldað grátt silfur saman á síðustu
árum, þar sem Orban hefur verið
mjög gagnrýninn á sambandið.
Þriðja kjörtímabil
Orbans gulltryggt
Viktor Orban
UNGVERJALAND
Mark Zucker-
berg, stofnandi
Facebook-
heimasíðunnar,
sagði í gær að
hann tæki á sig
ábyrgðina á því
að síðan hefði
ekki gætt nægi-
lega vel persónu-
upplýsinga not-
enda sinna í hinu svonefnda
Cambridge Analytica-máli. Zucker-
berg bar í gær vitni frammi fyrir
þingnefnd öldungadeildar Banda-
ríkjaþings og mun í dag ræða við
þingnefnd fulltrúadeildarinnar um
málið.
Zuckerberg viður-
kennir ábyrgð
Mark Zuckerberg
BANDARÍKIN
Kínversk stjórnvöld vöruðu við því í
gær að „ómögulegt“ væri að ræða
við ríkisstjórn Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta um tolladeiluna
sem nú er í aðsigi nema aðstæður
breyttust. Engu að síður tóku flestir
markaðir kipp í gær eftir að Trump
tjáði sig á samskiptamiðlinum Twitt-
er um deiluna og lét í ljós bjartsýni
um að stórveldin tvö myndu finna
lausn á deilunni áður en fyrirhugaðir
tollar tækju gildi.
Geng Shuang, talsmaður kín-
verska utanríkisráðuneytisins, sagði
hins vegar að fulltrúar ríkjanna
tveggja hefðu enn ekki ræðst við um
deiluna, og bætti við að „undir nú-
verandi kringumstæðum væri
ómögulegt fyrir aðilana að ræða
saman um þetta mál“.
Trump svaraði fyrir sig á Twitter
síðar um daginn og benti á að bílar
sem seldir væru frá Kína til Banda-
ríkjanna bæru nú einungis um 2,5%
toll en bílar sem færu hina leiðina
þyrftu að þola 25% toll. Lét Trump
þó einnig í ljós þá von sína að hægt
yrði að leysa deiluna og sagði hana
ekki myndu eyðileggja samband sitt
við Xi Jinping, forseta Kína.
Telja litlar líkur á viðræðum
Markaðir tóku við sér eftir tíst Trumps um Kínadeiluna