Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það var horfttil kosningaí Ungverja-
landi með nokkurri
eftirvæntingu. Rík-
ið er í hópi minni
ESB-ríkja með 10 milljónir
íbúa. Í hinni evrópsku umræðu
hefur verið dregin upp sú mynd
að landið sé eitt þeirra sem
standi fyrir vandræðum innan
ESB. Forsætisráðherrann
Viktor Urbán er sagður „um-
deildur“ eða „mjög umdeildur“.
Við þekkjum það frá Íslandi að
forystumenn sem eru ekki á
vinstri kanti stjórnmálanna eru
sagðir „umdeildir“ en ekki þeir
sem staðsetja sig hinum megin
línunnar. Sama gildir um fræði-
menn. Þeir sem merkja sig ekki
tryggilega vinstra megin í „fag-
legum umsögnum“ verða „um-
deildir“ áður en varir. Viktor
Orbán er „mjög umdeildur“. Og
það virðist einnig merkja að
hann sé mjög „umdeildur“ í
Ungverjalandi. Hann og flokk-
ur hans Fidesz vann samt sínar
þriðju þingkosningar í röð.
Rosalega hefði honum gengið
vel væri hann „óumdeildur“.
Á mbl.is var sagt að
„Fidesz-flokkurinn hefði orðið
æ íhaldssamari, þjóðernis-
sinnaðri og einarðari í afstöðu
sinni gegn innflytjendum,
flóttafólki og afskiptum Evr-
ópusambandsins af innri mál-
efnum Ungverjalands und-
anfarin ár“. Ekki var tekið
fram hvaðan miðillinn hafði
þetta.
Það má vera fróðlegt fyrir þá
sem eru undirgefnastir „hug-
sjónum ESB“ að talað er eins
og ekkert sé um „afskipti ESB
af innri málefnum“ aðildarríkj-
anna. Hér á landi var fullyrt að
slíkt væri óhugsandi, enda
hrollvekjandi fyrir fámennt ríki
sem legði sig inn í hundraða
milljóna manna samband og
það áskildi sér rétt til að
hlutast til um málefni minni að-
ildarríkanna. Það liggur fyrir
að æðstu strumpar í Brussel
hafa ekki hikað við að hasta á
ráðamenn smærri ríkja. Nú er
talað opinskátt um það í Bruss-
el að rétt sé að ESB beiti sér
gagnvart þeim þjóðum sem eru
„þiggjendur“ úr sjóðum ESB
og skeri niður framlög og svipti
ríki atkvæðisrétti í sambandinu
lagi þau sig ekki að athuga-
semdum leiðtoganna í Brussel
um „innri mál“ þess.
Þegar fréttist á kjördegi í
Ungverjalandi að kjörsókn
væri óvenjulega mikil töldu
fréttaskýrendur það boða að
stjórnarandstöðuflokkar væru
að sækja í sig veðrið. Sagt var
að upplýsingar bentu bersýni-
lega til þess að Orbán væri að
tapa fylgi í þéttbýli en héldi
mjög vel í dreifbýli. Vegna mik-
illar kjörsóknar dróst verulega
að birta mætti tölur, því að allir
þeir sem komnir
voru á kjörstað, úti
sem inni, þegar
þeim var lokað
voru taldir eiga
rétt á að kjósa.
Þegar atkvæðin voru loks talin
kom í ljós að flokkur Orbáns
hafði hlotið 134 þingmenn af
199 og þar með haldið „ofur-
meirihluta“ sínum og stöðu til
að breyta stjórnarskránni án
atbeina stjórnarandstöðu.
MSZP, stærsti flokkur
stjórnarandstöðunnar, flokkur
sósíaldemókrata, hafði 29 þing-
menn en hefur nú aðeins 20.
Þessi flokkur hafði 190 þing-
menn af 386 árið 2006. (Þing-
mönnum hefur verið fækkað úr
386 niður í 199.) Næststærsti
flokkurinn á þingi er nú Jobbik
með 25 þingmenn. Sá flokkur
var áður sagður „róttækur
hægriflokkur með þjóðernis-
legar rætur“ og höfðu alþjóða-
samtök gyðinga sakað hann um
andgyðingleg sjónarmið.
Flokkurinn kynnir sig nú sem
hefðbundinn hægri flokk og
hafnar gildum sem áður hafi
verið talin með réttu eða röngu
tengjast honum. Ýmsir frétta-
skýrendur staðsetja flokkinn
hægra megin við flokk for-
sætisráðherrans. Niðurstaða
kosninganna virðist því sú að
flokkur alóumdeildra stjórn-
málamanna er kominn niður í
20 þingmenn af 199 en flokkar
mjög umdeildra stjórnmála-
manna hafa fengið 159 af 199 á
þinginu. Þá vaknar sú spurn-
ing, jafnt í Ungverjalandi og á
Íslandi, hver sé handhafi
stimpilsins „umdeildur“.
Hitt blasir svo við að for-
ystumenn ESB og áhangendur
þeirra komast ekki miklu leng-
ur hjá því að líta upp og sjá það
sem er skrifað á vegginn.
Breska þjóðin valdi „brexit“,
sem Tony Blair hefur ítrekað
bent á að var mjög umdeild nið-
urstaða. Svo umdeild raunar að
henni verði að breyta og nota
alla tiltæka kosti. Blair hefur
ekki nefnt að afstaða minni-
hluta Breta, sem kaus að vera
kyrr, hafi verið umdeilanleg,
svo gera verður ráð fyrir að svo
hafi ekki verið.
Svo eru það kosningar á Ítal-
íu sem verður vart flokkuð sem
smáríki, þótt Þýskaland og
Frakkland hafi tilhneigingu til
að gera það. Horfa verður til
Austurríkis og óróleika í Hol-
landi og Svíþjóð. Og ekki má
gleyma Póllandi, þar sem vax-
andi óróleiki er vegna viðmóts
sem leiðtogar þess telja sig
mæta þar, talað sé niður til
þeirra og haft í hótunum, frá
Brussel, Berlín og París. Ætla
mætti að tími raunsæis hefði
átt að renna upp fyrir löngu í
þessum borgum. En sjálfsagt
er það umdeilt og því óþarft að
gefa því gaum.
Þunginn eykst á
vogarskálinni við
hvert nýtt lóð}
Þetta hlýtur
að vera umdeilt
N
ú fer þing að hefjast aftur eftir
páskafrí. Þó þingið (þing- og
nefndarfundir) sé í fríi þá hafa
þingmenn nóg að gera. Nýlega
lagði ríkisstjórnin fram fjár-
málaáætlun. Nú býst ég við að margir hætti að
lesa enda er þetta ekki endilega flokkað sem
spennandi lesefni en það kom mér mjög á óvart
hversu mikið skemmtiefni þessi fjármála-
áætlun er búin að vera. Það er nefnilega ým-
islegt áhugavert að finna í henni. Til dæmis
eiga útflutningsverðmæti að hækka um billjón
krónur á árunum 2019 – 2023. Það er þó líklega
villa miðað við upplýsingar sem koma ann-
arsstaðar fram. Einnig er 10 milljarða munur á
tölum um vexti og skuldbindingar, sem var að
vísu villa. Það hefur gleymst að uppfæra ártöl í
ýmsum stefnumálum þar sem þau eru bara af-
rit frá því úr fjármálaáætlun í fyrra. En það er einmitt það
sem þessi fjármálaáætlun er, afrit frá því síðast. Stefnan, í
smáatriðum, er nákvæmlega eins. Það eru nokkur
áhersluatriði sem eru öðruvísi, ekki vsk.-hækkun á ferða-
þjónustuna. 1% lækkun á tekjuskatti sem gagnast auðvit-
að tekjuhærra fólki mun betur en til dæmis hækkun á
skattleysismörkum. Einnig er verið að hætta við sérstakt
átak í uppbyggingu leiguíbúða og húsnæðisstuðningur
lækkar þannig á tímabili fjármálaáætlunarinnar.
Þó efnisatriðin séu öll mjög áhugaverð þá er formið
einnig mjög áhugavert. Það átti til dæmis að koma miklu
betri greinargerð um það hvernig ríkisstjórnin ætlaði að
uppfylla grunngildi laga um opinber fjármál.
Vantar. Það er villa upp á næstum billjón
krónur (já, billjón) í markmiðum um útflutn-
ingsverðmæti. Okkur er lofað skuldalækk-
unum til þess að minnka vaxtakostnað en samt
er vaxtakostnaður að aukast yfir tímabil fjár-
málaáætlunarinnar. Að auki er fullt af áhuga-
verðum þversögnum í markmiðum mál-
efnasviðanna. Eldri borgurum er t.d. að fjölga
en eitt markmið er að þeim geri það ekki.
Til þess að fara betur yfir ýmis atriði og
þessar athugasemdir sem ég var búinn að
safna saman þá mælti ég mér mót við nefnd-
arritara, en þeir aðstoða okkur þingmenn við
greiningar á ýmsum þingmálum, til þess að at-
huga hvort ég væri nokkuð að misskilja eitt-
hvað. Þá kom babb i bátinn, nefndarritarar
höfðu ekki enn fengið eintak af fjármálaáætl-
uninni vegna þess að það var verið að prenta nýtt upplag.
Gamla útgáfan var með of mörgum villum.
Ég hefði talið eðlilegt að þingmenn, starfsfólk og fjár-
málaráð hefði verið upplýst um villur um leið og vitað var
um þær, sérstaklega af því að þær voru svo miklar að það
þurfti að prenta nýtt upplag af áætluninni. Einnig hefði
verið mjög hjálplegt að fá tilkynningu þegar það var búið
að uppfæra rafrænu útgáfuna á Alþingisvefnum. Berg-
málið sem ómar um þinghúsið um ný og fagleg vinnubrögð
og eflingu Alþingis er mjög kaldhæðnislegt þessa dagana.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Kaldhæðnislegt bergmál
Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Beinþynning er hinn þöglivágestur og ekki langt síð-an hún var viðurkenndsem sjúkdómur. Fólk hef-
ur ekki áhyggjur af beinþynningu af
því að hún er svo fjarlæg og við finn-
um ekki fyrir henni fyrr en við byrj-
um að brotna,“ segir Halldóra
Björnsdóttir, formaður Beinvernd-
ar, félags áhugafólks um beinþynn-
ingu.
Hún segir að beinþynning sé al-
gengari hjá konum. Hún komi í kjöl-
far tíðahvarfa og sé hormónatengd
vegna minnkandi framleiðslu á
kvenhormóninu estrogen. Fyrstu
árin eftir tíðahvörf sé mikilvægt að
huga að forvörnum.
„Beinþynning er efnaskipta-
sjúkdómur og bein er lifandi vefur.
Frumur í beinum endurnýjast með
því að brjóta niður bein og byggja
þau upp aftur. Fram að 20 ára aldri
kvenna og 25 ára aldri karla byggj-
ast upp fleiri frumur en eyðast.
Næstu áratugina helst ákveðið jafn-
vægi en eftir það verða frumurnar
sem brjóta niður öflugri en þær sem
byggja upp,“ segir Halldóra og bæt-
ir við að bein bregðist við áreiti eins
og göngu, skokki og líkamsrækt með
því að styrkjast. „Hjá þeim sem ekki
hreyfa sig gerist það sama og með
vöðva sem ekki eru þjálfaðir, beinin
og vöðvarnir rýrna.“
1400 beinbrot á ári
Halldóra segir að D-vítamín sé
nauðsynlegt þeim sem búa á norð-
lægum slóðum og það þurfi að taka
D-vítamín inn í einhverju formi. „Til
þess að fá D-vítamín úr sólinni þarf
að vera úti án sólarvarnar í 15 mín-
útur á dag.
„Bein þurfa 800 mg af kalki á
dag og það er hægt að fá úr dökku
grænmeti, káli, fræjum, möndlum,
kalkbættri sojamjólk og mjólkur-
vörum. Það er betra að fá kalk úr
fæðu en að taka það í töfluformi,“
segir Halldóra og bendir á að aukið
aukið úrval sé nú af kalkbættum
vörum öðrum en kúamjólk en gott sé
að lesa innihaldslýsingar til þess að
fá upplýsingar um næringarinnhald
vörunnar.
„Það má rekja um 1400 bein-
brot á ári til beinþynningar og al-
gengustu brotin eru brot á úlnlið.
Það eru miklar líkur á að sá sem hef-
ur brotnað einu sinni brotni aftur.
Samfallsbrot í hrygg gerast stund-
um þegar þungu er lyft eða jafnvel
við hnerra . Þá fær fólk illt í bakið en
fer ekki í myndatöku og gerir sér því
ekki grein fyrir að um beinþynningu
sé að ræða. Við eitt samfall á hrygg
eru fimm sinnum meiri líkur á að
viðkomandi fái annað samfall miðað
við jafnaldra,“ segir Halldóra
Hún segir að alvarlegustu brot-
in séu mjaðmabrotin. Slík brot
þarfnist aðgerðar þar sem negla
þarf saman brotið eða jafnvel skipta
um lið. Slík brot kalli á innlögn á
sjúkrahús.
„Yfirleitt er það eldra fólk sem
brotnar og þolir illa aðgerðina eða
kvilla sem fylgja henni. Einn af
hverjum fjórum, sem mjaðmar-
brotnar, er látinn innan árs og helm-
ingur fer í hærra þjónustutig, til
dæmis úr heimaþjónustu yfir á dval-
arheimili,“ segir Halldóra og bendir
á gríðarlegan kostnað samfara brot-
unum. Hvert brot sé talið kosta 2
milljónir og er þá einungis verið að
tala um umönnun og endurhæf-
ingu en um 250 mjaðmabrot
eru lagfærð á ári.
„Það má búast við að brot-
um fjölgi með hækkandi aldri
landsmanna og því er nauðsyn-
legt að fólk í samráði við heim-
ilislækni láti mæla beinþéttni
hjá sér,“ segir Halldóra.
Beinþynning, þögull
vágestur eldri áranna
Beinþynning Lyf og forvarnir geta hjálpað í baráttunni við beinþynningu.
Best er að byrja snemma að huga að beinheilsu og bæta þannig lífsgæðin.
Halldóra Björnsdóttir segir að
talið sé að þriðja hver kona og
áttundi hver karlamaður muni
beinbrotna af völdum beinþynn-
ingar einhvern tímann á ævinni
og eftir fimmtugt sé hlutfallið
önnur hver kona og fimmti hver
karl. Halldóra segir að helstu
áhættuþættir séu, aldur, kyn og
erfðir. 60% til 80 meiri líkur
séu á því að einstaklingur sem á
foreldri eða nákomna með bein-
þynningu fái hana, einnig lyf,
sumir sjúkdómar, ofþjálfun og
átröskun.
Halldóra segir að hreyfing, D
vítamín, kalk og prótein séu
góðar forvarnir og á beinþynn-
ing.is séu allar upplýsingar
um sjúkdóminn auk
áhættuprófs og reikni-
vélarinnar Beinráðs.
Einnig er að finna upp-
lýsingar á fésbókarsíðu
Beinverndar.
Sjúkdómur
sem erfist
BEINÞYNNING
Halldóra Björnsdóttir