Morgunblaðið - 10.04.2018, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
✝ Guðrún Birg-itta Alfreðs-
dóttir fæddist 26.
janúar 1961. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestur-
lands Akranesi 26.
mars 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sesselja
Óskarsdóttir, f.
1921, d. 2012, og
Alfreð Franz
Karlsson, f. 1913, d. 1978.
Systkini: Ruth, f. 1947, gift
Kristni Sigurðssyni, f. 1944,
Bryndís, f. 1950, gift Ingi-
mundi Ingimundarsyni, f.
1950, Karl Óskar, f. 1953, d.
2017, kvæntur Halldóru Elsu
Þórisdóttur, f. 1953, og Helga
Klara, f. 1957 gift Einari Orra
Davíðssyni, f.
1955.
Guðrún Birgitta
giftist Karli Sigur-
jónssyni, f. 1957, d.
2016, og áttu þau
tvö börn, Kára
Rafn, f. 1985, og
Kristínu Söndru, f.
1989.
Guðrún fæddist
á Siglufirði en ólst
upp á Akranesi,
lauk þar hefðbundinni skóla-
göngu og sinnti síðan af-
greiðslustörfum uns hún hóf
störf í móttöku Heilbrigðis-
stofnunar Vesturlands á Akra-
nesi síðastliðið haust.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 10. apríl
2018, klukkan 13.
Elsku mamma okkar.
Við erum ekki enn búin að
átta okkur á því að þú sért far-
in frá okkur. Eftir erfitt eitt og
hálft ár frá því að pabbi dó var
loksins farið að birta til, þú
hlakkaðir svo til að verða
amma og við vitum bæði að þú
hefðir verið sú besta í heimi.
En þú fékkst ekki tækifæri til
þess.
Það eina sem við getum gert
er að halda í allar góðu minn-
ingarnar sem við eigum um þig;
í sólbaði að prjóna, inni í eld-
húsi að baka skinkuhorn eða að
endurskreyta jólatréð eftir að
við höfðum nýlokið við það með
pabba. Allir nefna hvað þú
varst með góða nærveru og
alltaf brosandi.
Það er svo erfitt að skilja að
þú sért raunverulega farin frá
okkur og að við séum að kveðja
þig í síðasta sinn.
Í dag kveikjum við á van-
illukerti fyrir þig og hugsum
um allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Takk fyrir
allt, elsku mamma okkar.
Kristín Sandra
og Kári Rafn.
Líf er slokknað langt fyrir
aldur fram, Guðrún vinkona
okkar er látin. Það er ósann-
gjarnt og sorglegt, en hún skil-
ur eftir sig minningar sem
munu lifa með okkur um
ókomna tíð.
Guðrún var falleg, hljóðlát
með hlýja nærveru. Hún var
líka dugleg og sjálfstæð. Það
sem hún tók sér fyrir hendur
var gert af natni. Hún hafði
einstakt lag á að skapa fallegar
flíkur, stórar og smáar, þar
nutu hæfileikar hennar sín til
fullnustu. Þegar hún tók upp
prjónana í saumaklúbbi okkar
til 35 ára þá var Guðrún í ess-
inu sínu, ekkert virtist henni
ofvaxið í þeim efnum og allt
klæddi hana vel. Dag í senn,
eitt andartak í einu minnumst
við vinkonu okkar og þökkum
hver og ein fyrir vináttu henn-
ar og biðjum að allt gott fylgi
börnum þeirra Kalla, þeim
Kára og Kristínu, á vegi lífsins.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar-
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Danski saumó,
Ásdís, Ingibjörg, Guð-
laug (Gulla), Birna,
Gunnhildur, Maggý og
Guðrún (Nenna).
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Engin orð fá lýst hversu erf-
itt er að kveðja vinkonu okkar
sem farin er í blóma lífsins,
langt um aldur fram.
Vinskapur okkar hófst fyrir
rúmum tuttugu árum þegar við
byrjuðum að hlaupa saman.
Síðan þá höfum við haldið hóp-
inn, hist reglulega, ferðast sam-
an og átt margar gæðastundir.
Minnumst við nú með hlýju
ferða okkar saman til útlanda,
ásamt ótal mörgum sumarbú-
staðaferðum, kaupstaðarferðum
og óvissuferðum sem farnar
hafa verið á undanförnum ár-
um.
Árið 2016 dró ský fyrir sólu
þegar Kalli, maðurinn hennar,
veiktist skyndilega og dó
skömmu síðar. Guðrún varð
ekki söm eftir það. Við erum
óskaplega þakklátar fyrir það
að hún skyldi koma með okkur
til München í fyrra. Þar áttum
við dásamlegar stundir og góð-
ar minningar sem gott er að
dvelja við.
Guðrún var falleg að utan
sem innan, sagði aldrei neitt illt
um nokkurn mann og hafði
góða nærveru. Hæglát og eng-
inn asi á henni. Hún var af-
skaplega myndarleg í höndun-
um og var alltaf með eitthvað á
prjónunum. Hún var Guðrún
Grand.
Nú þegar komið er að
kveðjustund er okkur efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir
þá vináttu sem við áttum og
aldrei féll skuggi á og fyrir all-
ar góðu og skemmtilegu
samverustundirnar.
Allar ferðir taka enda og
hefur vinkona okkar nú lagt í
nýtt ferðalag. Hafðu þökk fyrir
allt, elsku Guðrún. Þú verður
alltaf hluti af hópnum okkar og
þín verður sárt saknað. Minn-
ing um yndislega vinkonu mun
alltaf fylgja okkur. Guð geymi
þig.
Elsku Kári, Kristín og fjöl-
skylda. Hugur okkar er hjá
ykkur og vottum við ykkur
okkar dýpstu samúð. Megi sá
sem öllu ræður styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þínar vinkonur,
Valdís, Helga, Rósa,
Valdís (Addý), Ingi-
björg (Imba), Guðrún
(Dúna), Jóhanna
(Hanna),
Anna Lísa, Erna,
Bryndís og Auður.
Elsku Guðrún mín. Lífið get-
ur verið svo ósanngjarnt, við
vitum aldrei hver er næstur og
eftir því sem við eldumst fara
fleiri og fleiri að kveðja í kring-
um okkur.
Við erum á besta aldrinum
en samt bankar dauðinn á dyr.
Þú hefur verið rétt að ná átt-
um á ný eftir andlát Kalla
manns þíns og síðan Kalla
bróður á innan við tveimur ár-
um. Börn ykkar standa eftir í
blóma lífsins og verða að vinna
sig áfram veginn án mömmu og
pabba.
Þú varst vinkona og jafn-
aldra Gullu systur, en svo þeg-
ar ég fór að vinna í bókabúðinni
á Skaganum kynntist ég þér
betur. Það voru góðir tímar hjá
okkur öllum sem unnum þar
saman.
Þú komst við á fleiri vinnu-
stöðum eftir þetta eins og ég og
alls staðar bauðstu af þér góð-
an þokka og þjónustulund.
Glaðleg og brosmild.
Nú síðast varstu svo komin á
einn stærsta vinnustað Akra-
ness, sjúkrahúsið, og hefur
örugglega notið þín þar vel og
verið vel liðin eins og alltaf.
Þú áttir líka þínar erfiðu
stundir alveg eins og ég hef átt
en við erum sterk og börðumst
áfram, lífið hefur upp á svo
margt að bjóða.
Sennilega hefðir þú frekar
viljað fara alla leið en að verða
hálf manneskja fyrst svona fór.
Nútímakvilli sem getur hent
hvern sem er, hvenær sem er
og gerist eins og hendi sé veif-
að.
Þín verður sárt saknað víða á
Skaganum.
Við Bókabúðargengið ætlum
að hittast og fylgja þér saman
til grafar.
Takk fyrir kynnin gegnum
árin, Guðrún mín, og ég bið að
heilsa Kalla.
Börnum Guðrúnar og að-
standendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Jón Arnar Sverrisson.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á ör-
skammri stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göf-
uga og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin; mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Kveðja frá saumaklúbbnum,
Guðrún Eiríksdóttir
Guðrún Hróðmarsdóttir
Guðlaug M. Sverrisdóttir
Halla Böðvarsdóttir
Kristrún Sigurbjörnsdóttir
Margrét Ósk Vífilsdóttir.
Það er fallegur og bjartur
dagur mánudaginn 26. mars.
Dyrnar í búðinni opnar upp á
gátt og vorið á næsta leiti. Að
fá þær fréttir síðar þennan dag
að yndisleg vinkona og sam-
starfskona til margra ára hafi
kvatt þennan heim svo fyrir-
varalaust var okkur mikið áfall.
Sorgin er mikil og tilhugsunin
um að Guðrún eigi ekki eftir að
vera okkur nærri og taka aftur
á móti viðskiptavinum okkar
með sínu glaðlega brosi er
þungbær. Guðrún var nefnilega
þeim hæfileikum gædd að vera
mikill mannvinur og hafði ein-
staklega hlýja nærveru sem
margir Skagamenn nutu góðs
af í gegnum árin.
Það yljar okkur að rifja upp
góðar minningar og samveru
með Guðrúnu. Þegar hún hóf
störf hjá okkur í Bjargi sagði
hún að föstudagar væru
„grand“ og undir það tókum við
þegar tíminn leið, en hún átti
eftir að kenna okkur eitt og
annað um hvað felst í hugtak-
inu „föstudags-grand“.
Betra er að gefa en þiggja
mætti segja að hafi verið lífs-
viðhorf Guðrúnar. Við í Bjargi
erum búnar að rifja upp margt
á liðnum dögum og ávallt koma
fram nýjar minningar um gjaf-
mildi Guðrúnar. Hún prjónaði,
bakaði, föndraði og gaf höfð-
inglegar gjafir. En þeir sem
umgengust hana í gegnum lífið
fengu einnig að kynnast fallegu
hjartalagi hennar og mikilli út-
geislun. Þessar gjafir og sam-
vera ylja mörgum vinkonum
hennar og fjölskyldu á þessum
erfiðu tímum.
Í dag er erfiður dagur, við
kveðjum litríka vinkonu sem
margir eiga eftir að sakna og
kvaddi allt of fljótt. Við viljum
senda börnum hennar, fjöl-
skyldu og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur. Megi fallegar
minningar um Guðrúnu Al-
freðsdóttur lifa í hjörtum okkar
allra sem hana þekktum.
Samstarfsfélagar í Bjargi,
Rakel Óskarsdóttir.
Guðrún Birgitta
Alfreðsdóttir
✝ Jóhann Alex-andersson
fæddist á Suður-
eyri við Súganda-
fjörð 14. 10. 1934
Hann lést á Hrafn-
istu Nesvöllum
Reykjanesbæ 30.
mars 2018.
Foreldrar hans
voru Alexander Jó-
hannsson, sjómað-
ur á Suðureyri, f. á
Eyri í Önundarfirði 31.10. 1892,
d. 29.11. 1979, og Margrét Sig-
urðardóttir, f. 1900, d. 1943. Jó-
hann giftist 22. desember 1957
Kristín, f. 2. 4. 1915, látin, maki
Björn Steindórsson, f. 5.5. 1915,
látinn, og Mikkalína María, f.
18.3. 1914, látin, maki Ingólfur
Jónsson, látinn.
Dætur Jóhanns og Kristínar
eru: 1) Guðrún Anna, f. 5.1.
1954, maki Kristján G. Gunn-
arsson, börn Jóhann Rúnar, gift-
ur Hönnu Björk Jónsdóttir, dótt-
ir Jóhanns R. er Guðrún Anna,
og Íris Ósk, maki Guðmundur
Helgi Önundarson, dóttir Embla
Ísold. Sonur Írisar er Pétur
Snær. 2) Margrét Helga, f.
28.11.1963, maki Sævar Vatns-
dal. Börn Kristín Rún, maki
Andri Már Þorsteinsson, Sig-
urður Jóhann, maki Valdís Ósk
Theódórsdóttir, og Axel
Fannar.
Útför Jóhanns fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 10. apríl
2018, klukkan 13.
Kristínu Árdal
Antonsdóttur, f.
19.10. 1933, d.
29.12. 2001.
Alsystkini Jó-
hanns eru Sig-
urður, f. 25.11.
1920, látinn, maki
Kristín Eyjólfs-
dóttir, látin, Björg-
vin, f. 17.9. 1923,
maki Hrefna Jó-
hannsdóttir, látin,
Guðmunda Berta, f. 11.3. 1926,
látin, maki Þórir Daníelsson,
látinn.
Hálfsystur Jóhanns eru
Elsku afi, þú loksins hefur
hvíldina fengið. Ég veit að amma
tók á móti þér, því hún kom til
mín í draumi nóttina eftir að þú
fórst og sagði við mig að þú værir
kominn og að þér liði svo miklu
betur. Bæði þú og amma tókuð
alltaf vel á móti okkur systkin-
unum í næturgistingu. Það var
alltaf einhver skemmtileg mynd í
sjónvarpinu, nammi og ís. Og já,
það má ekki gleyma ískexinu með
ísnum, það var æði.
Þú dýrkaðir að taka okkur öll
með að pútta og monta þig af
okkur afabörnunum þínum. Ég
man þegar ég var lítil hvað mér
fannst gaman að stússast með
þér í garðinum. Setja niður fal-
legu sumarblómin og gera fínt.
Taka svo upp kartöflurnar.
En nú ertu kominn til ömmu,
og ég veit að þið passið upp á
okkur öll.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þín afabörn,
Kristín, Sigurður
(Siggi) og Axel.
Jóhann
Alexandersson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR JÓHANNA LÚÐVÍKSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimlinu Sóltúni
6. apríl.
Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir Jón Gestur Viggósson
Ingibjörg Elíasdóttir Birgir Guðmundsson
Lúðvík Elíasson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLÍNA HANNESDÓTTIR,
Hraunbæ 103, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 8.
apríl. Útförin verður gerð frá Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 17. apríl kukkan 13.
Aðalbjörg Úlfarsdóttir Arnór Hannesson
Jóhanna Úlfarsdóttir Gísli Hafþór Jónsson
Jón Smári Úlfarsson Hjördís Hendriksdóttir
Þórdís Úlfarsdóttir Guðni Ingvar Guðnason
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Varmalandi,
Öldustíg 1, Sauðárkróki,
lést fimmtudaginn 5. apríl á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. apríl
klukkan 14.
Ásgrímur Þorsteinsson Anne Melén
Ólöf Þorsteinsdóttir Ágúst Kvaran
Steinar Mar Ásgrímsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Elskulegur mágur minn og frændi okkar,
ÍVAR ÁRNASON
frá Skógarseli í Reykjadal,
síðast til heimilis á
Skógarbrekku, Húsavík,
lést fimmtudaginn 5. apríl. Útför hans fer
fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal
þriðjudaginn 17. apríl klukkan 14.
Árni Bjarnason
Eyþór Árnason Elín Sigurlaug Árnadóttir
Drífa Árnadóttir Anna Sólveig Árnadóttir
Guðný Ragnarsdóttir
Ástkær móðir mín,
BJÖRG BALDVINSDÓTTIR,
f. 16.6. 1915
á Stóra-Eyrarlandi á Akureyri,
d. 28.3. 2018 í Sóltúni.
Útför hennar fór fram 5. apríl í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir vilja aðstandendur færa starfsfólki Sóltúns
fyrir frábæra hjúkrun og hlýhug.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sóltúns.
Alice G. Berg