Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 ✝ SteingrímurJónsson fædd- ist 14. september 1928 á Stokkseyri. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 1. apríl 2018. Foreldrar hans voru Oddný Jónína Pétursdóttir, f. 17.1. 1892 í Víkur- gerði í Fáskrúðs- firði, d. 15.8. 1982, og Jón Hall- dórsson, f. 3.1. 1901 á Stokkseyri, d. 26.12. 1932. Bræður Steingríms voru Stefán Anton, f. 16.11. 1922, d. 16.11. 2014, Halldór, f. 30.9. 1927, d. 16.7. 2005, og Sig- urjón, f. 12.10. 1929, d. 25.9. 2017. Steingrímur kvæntist Ás- laugu Jónsdóttur, f. 23.6. 1931, d. 6.11. 1975, hinn 15.11. 1952. Þau eignuðust þrjár dætur: 1) Oddný, f. 18.10. 1952, gift Hin- riki Inga Árnasyni, f. 11.11. 1951, börn þeirra eru a) Garð- ar, f. 1971, b) Ásgrímur, f. 1974, c) Áslaug Ósk, f. 1977, og d) Oddný Jónína, f. 1983. 2) Guðleif Erna, f. 20.9. 1953, gift Jóni Karli Haraldssyni, f. 1.7. 1952. Börn þeirra eru a) Stein- grímur, f. 1972, b) Áslaug, f. 1977, og c) Guðjón, f. 1985. 3) Anna Margrét, f. 29.9. 1956, gift Nikulási Ívarssyni, f. 21.1. Arilíusdóttir, f. 18.12. 1966, gift Skarphéðni Ómarssyni, f. 9.9. 1963. synir þeirra eru a) Ari Steinn, f. 1992, og b) Sindri Snær, f. 1993. Barnabarnabörn Steingríms eru 37. Steingrímur ólst upp á Stokkseyri og lauk barnaskóla- prófi þaðan, hann útskrifaðist sem meistari í múrsmíði frá Iðnskólanum á Selfossi 1965. Steingrímur vann við múr- verk hjá ýmsum aðilum á ár- unum 1954-1964. Hann var gjaldkeri Stokkseyrarhrepps, sveitarstjóri Stokkseyrar- hrepps 1970-1975, trésmiður hjá Sigurjóni bróður sínum 1976-1986, skrifstofumaður hjá Hitaveitu Eyra. Frá 1991 var hann rekstrarstjóri hjá Hita- veitu Eyra, rafveitu Stokks- eyrar og Eyrarbakka. Árin 1968-2002 var Steingrímur stefnuvottur í Stokkseyrar- hreppi. Hann var formaður Bjarma 2000-2002 þar til það var sameinað Bárunni á Sel- fossi, þá í stjórn Bárunnar til ársins 2012. Steingrímur var formaður UMF Stokkseyrar. Stjórnarmaður í Sjálfstæðis- félagi Stokkseyrar 1961-1974. Formaður Björgunarsveitar- innar Drafnar Stokkseyri 1967- 1971. Steingrímur sat í hrepps- nefnd Stokkseyrar 1959 og var hreppstjóri Stokkseyrarhrepps frá 1971. Fulltrúi skattstjóra í Stokkseyrarhreppi frá 1971. Oddviti Stokkseyrarhrepps 1978-1982. Stjórnarformaður í hitaveitu Eyra frá 1986. Útför Steingríms fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, 10. apríl 2018, klukkan 14. 1954. Börn þeirra eru a) Baldvin Ald- ar, f. 1972. b) Ívar, f. 1977, og Sig- urður Kristján, f. 1987. Fóstursonur Steingríms af fyrra hjónabandi var Sigurður Kristján Jónasson, f. 25.10. 1950, d. 16.10. 1984. Hann var kvæntur Guð- björgu Elsie Einarsdóttur, f. 18.3. 1957, d. 11.10. 2014, sonur þeirra er Jón Oddur, f. 1984. Þrír synir af fyrri samböndum eru: Davíð Már, f. 1971, Sig- björn, f. 1972, og Gunnar, f. 1981. Steingrímur og Áslaug slitu samvistum. Steingrímur kvæntist Jó- hönnu Erlu Sigurþórsdóttur, f. 5.4. 1944, d. 13.8. 2015, hinn 12.12. 1975. Börn Erlu af fyrra hjónabandi eru: 1) Marteinn S. Arilíusson, f. 23.10. 1962, kvæntur Sigríði B. Birgis- dóttur, f. 4.12. 1964, synir þeirra eru a) Arilíus, f. 1984, b) Birgir, f. 1987, og c) Andri, f. 1992. 2) Óskar V. Arilíusson, f. 13.6. 1965, kvæntur Þórhildi D. Ingvadóttur, f. 12.5. 1972. Syn- ir þeirra eru a) Ingvi Rafn, f. 1993, b) Arilíus, f. 1998, c) Jó- hann Fannar, f. 2004, og d) Steinþór Blær, f. 2011. 3) Linda Það var hann afi sem kynnti okkur fjöruna og öll þau undur og stórmerki sem eiga sér stað þar sem land mætir sjó. Hann kenndi okkur allt um sjóinn, flóð og fjöru, og kynnti okkur fjölskrúðugt dýralífið. T.d. hvar best var að veiða krabba og hornsíli. Þetta fannst okkur mikið sport. Ein af hinum fjölmörgu fjöruferðum er okkur sérstaklega minnisstæð, en það var þegar öll frændahersingin var með í för og við komum að litlu lóni sem var yfirfullt af horn- sílum. Eini vandinn var sá að við áttum í miklum erfiðleikum með að ná til þeirra. Afi, vopnaður engu öðru en rauðri skúringafötu, tók sig þá til og tæmdi svo gott sem allt lónið með tilþrifum ein- ungis til að einfalda okkur verkið. Fyrir okkur kunni afi allt. Hann sagði okkur alltaf mjög skemmtilegar sögur og maður var alltaf fróðari eftir hverja heim- sókn á Helgó. Hann var sérlega handlaginn og tálgaði t.a.m. kart- öflubyssur úr tré og fjöðurstaf handa okkur frændum. Fórum við oft í kartöflubyssustríð í stóra garðinum á Helgó, sem var algjör draumagarður fyrir fjóra fjöruga frændur. Afi kunni ótal ljóð og söngva og oft á tíðum brast hann óvænt í söng við mikla kátínu okk- ar bræðra þar sem hann sat við eldhúsborðið á Helgó og lagði kapal af miklu kappi. Hann var einnig hnyttinn með eindæmum og var ávallt stutt í grín og glens. Afi vildi alltaf allt fyrir okkur gera og á stóran þátt í því hvernig menn við erum í dag. Hann bjó yf- ir svo mörgum eiginleikum sem hann miðlaði áfram til okkar sem og annarra, svo sem og umburðarlyndi og réttsýni. Við erum afar þakklátir fyrir allt það sem hann hefur kennt okkur og skilur eftir. Elsku afi, þín verður sárt sakn- að og við munum geyma þær minningar sem við eigum með þér um ókomna tíð. Nú ertu kominn þangað sem þú vilt vera, í faðm ömmu Erlu. Ari Steinn og Sindri Snær. Elsku afi. Takk fyrir dýrmæt- ustu gjafirnar sem þú gafst mér en það voru ljóðin sem þú ortir í afmæliskortin mín. Takk fyrir að hafa arfleitt Odd- nýju Erlu að einu af hálsmenum ömmu. Henni þykir rosalega vænt um það enda hafði hún það á sér á fermingardaginn. Þið Theodór takið skákina seinna – hann var alltaf svo áhugasamur um pennasafnið þitt og þér fannst líka gaman að sýna honum það. Í hverri heimsókn var það skoðað. Ég veit að þér líður vel núna, loksins kominn til ömmu Erlu sem þú saknaðir svo sárt. Takk fyrir allt og góða ferð elsku afi. Áslaug Ósk Hinriksdóttir og fjölskylda. Elsku Steini okkar, nú ert þú fallinn frá og komið að kveðju- stund. Við systkinin erum óend- anlega þakklát fyrir að þú komst inn í líf mömmu og gekkst okkur í föðurstað. Þú reyndist okkur allt- af vel, studdir okkur í einu og öllu. Nú er jarðvist þinni lokið og þú horfinn á braut í faðm mömmu okkar, sem hefur tekið fallega á móti þér. Við höldum áfram með allar þær mörgu og góðu minn- ingar sem við munum varðveita í hjörtum okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guð veri með þér, elsku Steini okkar. Marteinn, Óskar og Linda. Steingrímur Jónsson ✝ Björn HelgiJónsson fædd- ist á Bakka í Við- víkursveit í Skaga- firði 31. október 1921. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. apríl 2018. Foreldrar hans voru Jón Björnsson bóndi og Guðrún Jóhanna Guð- mundsdóttir. Systkin Björns Helga voru Björn Helgi, Helga, Jóhanna Guðrún, Guðmundur, gríms Björnssonar fyrri manns hennar eru Ingibjörg Sigríður, hún á fjögur börn, Benedikta Sigríður, hún á tvo syni, og Birna, lætur eftir sig þrjár dætur. Björn Helgi lauk stúdents- prófi frá MA 17. júní 1947. Varð guðfræðingur frá Háskóla Ís- lands 1951 og var vígður prest- ur í Árnesi á Ströndum sama ár. Hann var sóknarprestur á Húsa- vík í 23 ár og þjónaði síðustu fimm árin í Staðarfellspresta- kalli þar til hann lét af störfum 1991. Jafnhliða stundaði hann kennslu ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var þekktur fyrir söfnun á blöðum, tímaritum og bókum. Útför Björns Helga fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. apríl 2018, og hefst klukkan 13. Jón Bakkmann og Sigrún Ingibjörg. Fyrri kona Björns Helga var Fríða Björg Ólafs- dóttir. Sonur þeirra er Björn og á hann fjögur börn. Þau skildu. Seinni kona Björns Helga var Ásta Sigurdís Valdimarsdóttir. Þeirra börn eru Guðrún Auður, á hún fimm börn, og Jón Hrafn, barnlaus. Dætur Ástu og Stein- Kynni okkar séra Björns hóf- ust fyrir um tveimur áratugum. Björn var þá kominn á eftirlaun sem prestur á Húsavík og var fluttur suður til Reykjavíkur. Þar opnaði hann fornbókasöl- una sína, Pistilinn við Hjarðar- haga. Í viðtali sem birtist þá við Björn í Morgunblaðinu kom fram að hann ætti stórt safn blaða og tímarita og átti ég því erindi við hann, þar sem mig vantaði eitt og annað blaða- og bókakyns sem hann gæti hugsanlega hjálpað mér með. Það kom á daginn að það var ekkert smáræðis safn sem Björn flutti með sér suður. Safnið fyllti ekki aðeins heila íbúð á Hjarðarhaganum, hann var einnig með bílskúr á leigu. Fæstir sem fást við fornbóka- sölu leggja í það þrekvirki að safna blöðum og tímaritum, því að þau taka endalaust pláss. En séra Björn sá aldrei ljón og birni á veginum. Það fer ekki á milli mála að með þessari söfn- un sinni hefur Björn bjargað mörgu blaðinu frá glötun. Ég veit til þess að hann gaf Lands- bókasafninu ýmislegt sem ekki var þar til fyrir. Á Hjarðarhaganum var Björn í essinu sínu innan um öll blöðin sem hann hafði sankað að sér. Björn var ekki safnari sjálfur, hann var fyrst og fremst miðlari. Hann var að þjónusta bókasafnarastéttina, sem nú er á miklu undanhaldi, en endurnýjun í þeirri stétt meðal yngra fólksins er lítil sem engin. Í dag eru komnir aðrir miðlar. Það var alltaf gaman að koma á Hjarðarhagann og gramsa. Björn tók alltaf bros- andi á móti manni. Ekki var síð- ur gaman að ræða við Björn, hvort sem verið var að ræða málefni líðandi stundar, bækur, blöð eða trúmál, en þar var Björn á heimavelli. Björn bjó yfir gífurlegum fróðleik um blaðaútgáfu, vissi alltaf upp á hár hve margir árgangar komu út, hvaða eintök var erfiðast að ná í og áður en blöðin komu á netið sló maður upp í Birni. Minni hans var nær óbrigðult, hann var með þetta allt á hreinu. Ég hefi lýst bókamann- inum séra Birni, en það var afar margt annað í Björn spunnið sem er frásagnarvert en hér læt ég staðar numið. Eftir að Björn lokaði Pistlinum var gott að sækja hann heim í Lönguhlíð- ina. Undanfarin ár höfum við hjónin farið á vorin með Björn austur yfir fjall. Í þeim ferðum færði hann Konubókastofu á Eyrarbakka bókagjafir. Björn hafði kímnigáfu í ríkum mæli og við hlógum oft mikið saman. Á þessari kveðjustund eru okkur hjónunum efst í huga þakkir til Björns fyrir góð kynni og ánægjulegar samveru- stundir. Aðstandendum vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Sigfús A. Schopka. Kveðja samstúdenta MA ’47 Vakti af mildi vörslumaður hjarðar. Góð var í gildi gerð sem miklu varðar. Vildarkveðju verður, vinur dygðafróður, genginn er góður. Halldóra Ásgeirsdóttir. Björn Helgi Jónsson Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.