Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 27

Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 27
mennt, Ársrit Landsbókasafns, 1996-2002. Auk þess kaflar í bókum og greinar í blöðum og tímaritum. „Við hjónin höfum verið við góða heilsu, og þessi ár hafa reynst okkur einhver hin bestu á lífsleiðinni. Fyrir nær 30 árum komum við okkur upp sumarhúsi í Grímsnesi, sem við nýt- um sumar sem vetur og er í miklum metum hjá fjölskyldunni. Ég hef sýslað við skriftir og gefið út nokkur rit á þessu tímabili. Ég er Breiðfirðingur í húð og hár en í ritinu Bernskudagar í Breiðafirði (2013) segi ég frá ætt og uppruna og lýsi þar mannlífinu þegar ég var að alast upp í Gvendareyjum.“ Fjölskylda Einar kvæntist 2.11. 1957 Mar- gréti Önnu Sigurðardóttur, f. 5.6. 1933, fv. deildarstjóra á skrifstofu Ríkisspítalanna. Hún er dóttir Sig- urðar Árnasonar, f. 24.5. 1890, d. 15.1. 1979, verslunarmanns á Rauf- arhöfn, og k.h. Arnþrúðar Stef- ánsdóttur frá Skinnalóni á Mel- rekkasléttu, f. 25.4. 1892, d. 28.9. 1967, húsfreyju. Börn Einars og Margrétar Önnu eru 1) Arnþrúður, f. 16.4. 1958, kenn- ari, gift Þorvaldi Stefáni Jónssyni verkfræðingi og eiga þau Eirík, f. 1996, en hún var áður gift Arngrími Thorlacius efnafræðingi, og eiga þau Magnús, f. 1979, Baldur, f. 1981, og Guðnýju Ellu, f. 1984; 2) Guðrún Björk, f. 19.7. 1959, kennari, gift Kristjáni Skarphéðinssyni ráðuneyt- isstjóra og eiga þau Skarphéðin, f. 1984, Einar, f. 1989, og Margréti Önnu, f. 1994, og 3) Sigurður, f. 2.3. 1962, matvælafræðingur, í sambúð með Kristínu Magnúsdóttur rekstr- arhagfræðingi, var áður kvæntur Soffíu Guðmundsdóttur hjúkr- unarfræðingi, og eiga þau Guðmund Arnar, f. 1990, Einar, f. 1993, og Helgu Soffíu, f. 1998. Barna- barnabörn eru sjö, allt strákar. Systkini Einars: Guðrún, f. 1915, d. 2014; Margrét, f. 1916, d. 2011; Kristín Stefanía, f. 1917, d. 2012; Guðný, f. 1919 d. 1919; Sigrún, f. 1920, d. 2008; Jón, f. 1923, d. 2000; Sólveig, f. 1925, d. 2012.. Foreldrar Einars: Sigurður Ein- arsson, f. 29.1. 1890, d. 31.1. 1983, og k.h. Magnúsína Guðrún Björns- dóttir, f. 2.7. 1891, d. 16.4. 1973. Þau bjuggu á Borgum, Innra-Leiti, Litla- Langadal og Gvendareyjum í Skóg- arstrandarhreppi. Eftir að þau létu af búskap 1946 áttu þau heima í Mos- fellssveit, Ytri-Njarðvík og Reykja- vík. Einar Sigurðsson Jófríður Guðmundsdóttir húsfr. að Emmubergi Magnús Guðbrandsson b. að Emmubergi Margrét Magnúsdóttir húsfr. í Laxárdal og að Emmubergi Magnúsína Guðrún Bjönsdóttir húsfr. á Borgum og í Gvendareyjum Björn Magnússon b. í Laxárdal og að Emmubergi á Skógarströnd Margét Gísladóttir húsfr. á Hjarðarbóli Magnús Narfason b. á Hjarðarbóli í Eyrarsveit Vigfús Ikaboðsson b. á Giljalandi í Haukadal Ágúst Vigfússon kennari í Bolungarvík og Kópavogi Sveinbjörn Jónasson (Ólafsson) pr. í Minnesota Jónas Ikaboðsson fluttist til Vesturheims uðmundur Ikaboðsson . í Skörðum í MiðdölumbElín Guðmundsdóttir úsfr. í Bæ í Miðdölumh Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður G uðrún Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík GÓlafur Pálmason Mag. art.r Solveig Jóhannsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur J.Guðmundsson alþm. og form.Dagsbrúnar Friðsemd Ikaboðs- dóttir húsfr. í Heyholti á Mýrum Kristján Einarsson múraram. í Rvík Hólmfríður Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Viðar Þorkelsson forstj. Valitors, Rvík Erla Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Svanur Sigur- björnsson læknir í Rvík Valdimar Harðarson arkitekt Hörður Valdimarsson bílstjóri í Keflavík Valdimar Björnsson slippstj. í Keflavík Vésteinn Lúðvíksson rith. í Rvík Véný Lúðvíks- dóttir kennari í Hafnarfirði Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafr. Í Rvík. Einar Sveinbjörns- son veðurfr. í Garðabæ Karitas Magnús- dóttir húsfr. á Jaðri og víðar á Snæf. Kristján Bjarni Árnason sjóm. Stykkis- hólmi Lúðvík Kristjáns- son fræðim. og rith. í Hafnar- firði Halldóra Benediktsdóttir húsfr. á Saurstöðum Ikaboð Þorgrímsson b. á Saurstöðum í Haukadal Guðrún Ikaboðsdóttir húsfr. á Borgum Einar Sigurðsson b. á Borgum Þórunn Einarsdóttir húfr. í Ytri-Skógum, systir Sesselju, langömmu Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts Sigurður Kristjánsson b. í Ytri-Skógum í Kolbeinsstaðahr. Úr frændgarði Einars Sigurðssonar Sigurður Einarsson b. á Borgum og í Gvendareyjum á Breiðafirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 95 ára Guðbjörg Halldórsdóttir 90 ára Ingólfur Magnússon Lilja E. Kolbeins Ragnheiður Jónsdóttir 85 ára Einar Sigurðsson Rúnar Sophus Hansen 80 ára Einar Friðbjörnsson Emilía Lorange Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir Haukur Engilbertsson Jón Ormar Ormsson Svavar Marteinn Carlsen 75 ára Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir Jóhanna Karlsdóttir Sigurður Geirsson 70 ára Erik Schweitz Ágústsson Geir Þórarinn Zoëga Pálmi Ólafur Bjarnason 60 ára Anna María Sverrisdóttir Birgir Axelsson Guðrún María L. Runólfsdóttir Hildur Guðlaugsdóttir Jóhanna Lilja Einarsdóttir Jón Eiður Jónsson María Socorro Grönfeldt María Þrúður Agnarsdóttir Pálína Arndís Arnarsdóttir Ragnheiður Þ. Árnadóttir Selma Baldvinsdóttir Sigfríður Sigurgeirsdóttir Viðar Ólafsson 50 ára Anna Sigríður Þráinsdóttir Arunas Dvarionas Baldvin Ármann Þórisson Bjarni Þór Björgvinsson Dagur Jónsson Hugrún Stefánsdóttir Jóhanna M. Jóhannsdóttir Jóhannes F. Guðmundsson Jón Gunnar Jónsson Júníus Ólafsson Klemenz Jónsson Linda Bára Þórðardóttir Remmy Johnson Johnson Theodór Kristjánsson Tomasz Dariusz Wucki 40 ára Agnieszka G. Bradel Ásta María Sverrisdóttir Birna María G. Baarregaard Einar Þór Guðmundsson Garðar Guðmundsson Gissur Þorvaldsson Grzegorz Stanislaw Kruk Gunnlaugur Th Einarsson Hans Jakob Pálsson Hildur Ósk Sigurðardóttir Jóhanna M. Eiríksdóttir Kjartan Brjánn Pétursson Lárus Rafn Halldórsson Mac Hoc Vu Matthías Ágúst Ólafsson Ólöf Sif Þráinsdóttir Páll Valgarð Eðvarðsson Sigmundur Þór Árnason 30 ára Guðmundur Hermannsson Hafsteinn Þorsteinsson Kári Þorleifsson Michal Jankowski Ragnar Sigurðsson Sandra Dögg Vignisdóttir Unnur Kristín Óladóttir Valgerður Sævarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sandra býr í Reykjavík, lauk BEd-prófi í faggreinakennslu og stundar MSc-nám í tal- meinafræði. Maki: Ragnar Daði Jó- hannsson, f. 1984, starfs- maður við Álverið í Straumsvík. Börn: Unnar Nói, f. 2009, og Eva Rebekka, f. 2012. Foreldrar: Þuríður Helga Guðbrandsdóttir, f. 1970, og Vignir Sveinsson, f. 1966. Sandra Dögg Vignisdóttir 40 ára Sigmundur býr í Reykjavík, er löggiltur bílasali og starfar við snjómokstur og akstur. Maki: Berglind Ósk Ólafs- dóttir, f. 1985, hjúkr- unarfræðingur. Börn: Bjarnheiður Minja, f. 2006; Sæunn Árný, f. 2008, og Aron Ísar, f. 2014. Foreldrar: Árni Þór Sig- mundsson, f. 1956, og Guðfinna Helga Hjart- ardóttir, f. 1958. Sigmundur Þór Árnason 40 ára Ólöf Sif býr í Reykjanesbæ og starfar hjá Isavia. Maki: Gunnar Ingi Guð- mundsson, f. 1979, starfsmaður hjá Isavia. Systkini: Þórey, f. 1982; Jóhann, f. 1984; Sonný Lára, f. 1986; Hólmfríður, f. 1988; Kristjana Ýr, f. 1992, og Albert, f. 1996. Foreldrar: Guðrún Björg Ólafsdóttir, f. 1955, hús- freyja, og Þráinn Garðar Þorbjörnsson, f. 1955, . Ólöf Sif Þráinsdóttir  Oddur Ingimarsson ver dokt- orsritgerð í læknavísindum við Læknadeild HÍ 10.4. 2018, í hátíðarsal HÍ og hefst athöfin kl. 14.00. Ritgerð- in ber heitið: Aukaverkanir geðrofs- lyfja – Gögn og gildi til að varða bestu leiðir til notkunar clozapine í geðklofa sem svarar illa meðferð. Andmæl- endur eru dr. Dan Siskind, dósent við University of Queensland, og dr. Sig- urður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðlækninga við geðsvið LSH. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Engilbert Sigurðsson, prófessor við Læknadeild HÍ. Dr. Ingibjörg Harð- ardóttir, prófessor og varadeild- arforseti, stjórnar athöfninni. Um 20-30% sjúklinga með geð- klofa svara ekki hefðbundinni með- ferð með geðrofslyfjum og eru þá sagðir með meðferðarþráan geðklofa. Eina meðferðin sem hefur sannað sig sem gagnreynd meðferð er geðrofs- lyfið clozapín. Markmið rannsókn- arinnar var að lýsa notkun clozapíns á Íslandi og aukaverkunum sem tengj- ast lyfinu og þá einkum kyrningafæð, sykursýki týpu 2 og blóðfituröskun. Síðast en ekki síst að þróa frekar gagnreynda og gildismiðaða með- ferð og sameig- inlega ákvarð- anatöku í langtíma meðferð meðferðarþrás geðklofa. Samtals fannst 201 sjúklingur með geðklofa þar sem hægt var að stað- festa notkun á clozapíni og 410 með geðklofa sem höfðu aldrei notað lyfið. Meðalaldur við upphaf clozapíns- notkunar reyndist 37,8 ár á tíma- bilinu. Um 71,2% sjúklinga sem hófu meðferð með clozapíni voru enn á clo- zapín-meðferð 20 árum síðar. Enginn munur kom fram á tíðni alvarlegrar kyrningafæðar hjá sjúklingum á clo- zapíni og sjúklingum með geðklofa sem höfðu aldrei farið á clozapín- meðferð. Líklega tengist stór hluti af kyrningafæð hjá sjúklingum á clozap- ine ekki clozapine-meðferð. Læknar þurfa að vera vel vakandi fyrir efna- skiptavillu af völdum clozapíns og þá einkum sykursýki 2 hjá konum. Oddur Ingimarsson er fæddur 1978. Foreldrar: Ingimar Jóhannsson, fv. skrif- stofustjóri í atvinnuvegaráðuneyti, og Lillý Valgerður Oddsdóttir, fv. ritari í Ráð- húsinu. Eiginkona Odds: Soffía Sigríður Valgarðsdóttir, sérfræðingi hjá ríkis- skattstjóra, og börn þeirra: Tinna Katrín, 9 ára og Ari 7 ára. Auk þess á Oddur dótturina Ólöfu.15 ára. Oddur lauk embættisprófi í læknisfræði 2005 og MS prófi í viðskiptafræði árið 2008, lauk sérnámi í geðlækningum 2015 og hefur síðan verið geðlæknir á Landspítala. Doktor Oddur Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.