Morgunblaðið - 10.04.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
HEILSUNUDDPOTTAR
FRÁ SUNDANCE SPAS
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu viss um að verk þín í dag gagn-
ist ekki aðeins þér heldur einnig öðrum.
Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og
þú þarft að hafa fyrir þeim.
20. apríl - 20. maí
Naut Samtal við vin getur gert þig óör-
ugga/n og óvissa/n í þinni sök. Hikaðu ekki
við að biðja fólk sem þú treystir um að hlusta
á þína hlið á málunum og gefa þér góð ráð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Í dag væri ráð að afmarka verksvið
handa einhverjum eða fyrir ótilgreint verk-
efni. Þótt þú hafir mikið á þinni könnu skaltu
gæta þess að ofgera þér ekki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það sem þú segist ætla að gera er ár-
íðandi, jafnvel þótt þú segir bara sjálfum þér
það. Það liggur vel fyrir þér að gera einhvers
konar umbætur í vinnunni í dag.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur látið margt reka á reiðanum en
nú verður ekki hjá því komist að taka málin
föstum tökum. Gerðu málin upp og þá líður
þér betur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert í aðstöðu til þess að gera eitt-
hvað einstakt í dag. Reyndu að gleðja einhver
nákominn með einhverjum hætti sem veitir
ykkur báðum ánægju.
23. sept. - 22. okt.
Vog Verður er verkamaður launa sinna og nú
er komið að þér að hljóta umbun erfiðis þíns.
Gættu þess bara að ofmetnast ekki þegar vel
gengur því dramb er falli næst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Enginn er fær um að lesa hug
þinn svo þú verður að tjá þig um það sem er
að vefjast fyrir þér. Ef þú leggur þig fram við
lausn mála, sem þér eru falin, muntu hljóta
umbun.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þreyttu ekki aðra með endalaus-
um sögum af sjálfum þér. Sýndu þolinmæði
og umburðarlyndi gagnvart sjónarmiðum
sem eru önnur en þín eigin.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt veraldleg gæði séu nauðsyn-
leg, snýst lífið um fleira en þau. Ástúðlegar
tilfinningar til einhvers sem er þér nákominn
eru sterkar í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Við gleymum því oft í sókn okkar
eftir auði og öryggi hvernig við getum lifað í
gleði frá degi til dags. Nú er rétti tíminn til
þess að velta þessu fyrir sér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það þarf mikla ákveðni til þess að
standast þrýsting annarra, þegar þeir telja
mikið vera í húfi. Sýndu þá kurteisi að þiggja
það sem þér er boðið.
Sigurlín Hermannsdóttir segirfrá því á Leir að viðfangsefni
aprílfundar Iðunnar hafi verið eitt-
hvað um veðrið, daginn og veginn.
– Hún fór í hádegisgöngu í von um
innblástur:
Í ráðaleysi reika ég um bæinn
og reyni að finna eitthvað til að segja
um veðrið eða veginn eða daginn.
Ég vona að hugmynd brátt ég muni
eygja.
Ég yrði sannarlega fjarska fegin
ef fyndi eitthvað gáfulegt að segja
um daginn eða veðrið eða veginn.
Það virðist ætla á málstoli að teygja.
Og undan skónum skefst allt sólaleðrið
er skálma um og ekkert finn að segja
um daginn eða veginn eða veðrið.
Svo vísast er ég nauðbeygð til að
þegja.
En erfitt finnst mér fyrir því að beygja
að finna ekki nokkuð til að segja.
Sigmundur Benediktsson segir
frá því að sólarupprás var laust fyr-
ir kl. 7 á föstudagsmorgun í Berja-
dalnum á Akrafjalli – „svo skreið
hún upp Bunguna og tyllti tánum
efst á hana áður en hún hóf sig til
flugs upp á himininn. Þetta var
tignarleg morgunstund:
Í Berjadalnum birtist sólin
björt og heið.
Signdi yfir sæ og bólin
sælu greið.
Á Jókubungu tánum tyllti
tignarleg.
Lyftist þaðan létt og gyllti
loftsins veg.“
Þann hinn sama föstudag sagði
Páll Imsland veðurfréttirnar:
Sólin hátt á himni skín á hröðu snúlli.
Lofthitinn er líklegast hjá núlli.
Ármann Þorgrímsson segir þær
gleðifréttir að nú eigi að selja bjór í
Skálholti:
Áður var hér eilíft stress
allt í vondum málum
en loks við fundum leið til þess
að líkna þyrstum sálum.
Pétur Stefánsson er upptekinn af
dagsins önnum:
Snyrtilegur æ ég er,
því uppvextinum þakka.
Í vikunni fór ég og verslaði mér,
vesti, buxur, jakka.
Páll Ólafsson orti um Magnús
Stephensen landshöfðingja:
Landshöfðinginn líkar mér
að líta ’ann ganga farinn veg;
enginn maður á ’onum sér
að hann geti meira en ég!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um veðrið, daginn og veginn
„STAÐAN ER LAUS Í 18 MÁNUÐI – EN VIÐ
GERUM RÁÐ FYRIR AÐ ÞÚ MUNIR KLÁRA
HANA Á 12.“
„ÉG ER MEÐ ELDSPÝTUR HÉRNA EINHVERS
STAÐAR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar tíminn er á
þínu bandi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÆTLARÐU AÐ SOFA
ALLAN DAGINN?
ÞEIR SEM
SEGJA JÁ?
VITRINGUR, ÞÚ HEFUR
HJÁLPAÐ MÉR SVO OFT… ER
EITTHVAÐ SEM ÉG GET GERT
FYRIR ÞIG?
JÁ, ÞAÐ
ER EITT!
EKKI SEGJA FYRRVERANDI
KÆRUSTUNNI MINNI HVAR
ÉG ER!
Víkverji vill meina að hann viti sínuviti um flestalla hluti, í það
minnsta þá sem hann hefur snefil af
áhuga á. Víkverji þekkir muninn á
góðum og vondum sjónvarpsþáttum,
hann kann að meta góðan mat og hef-
ur unun af lestri bóka þegar tími
gefst til. Hann er smekkmaður, Vík-
verji. Það eina sem hefur orðið undan
að láta af þessum fínni blæbrigðum
kúltúrs í lífi Víkverja hin seinni ár er
hlustun á tónlist.
x x x
Eftir því sem aldurinn færist yfirbætast ýmsar skyldur við sem
sinna þarf. Það þarf að skutlast hing-
að og sækja þangað. Þrífa þetta og
laga hitt. Og einhvern veginn hafa
hlutirnir þróast þannig að Víkverji,
greyið, hefur ekki lengur tíma til að
grúska í tónlist eins og áður.
x x x
Á árum áður hefði Víkverji getaðtreyst á gagnrýnendur til að
benda sér á nýja og áhugaverða tón-
list, það sem hreinlega má ekki láta
fram hjá sér fara. Nú ber hins vegar
svo við að tónlistargagnrýni er dauð
á Íslandi. Fyrir utan ágæta pistla
Arnars Eggerts Thoroddsen á síðum
þessa blaðs er þetta form steindautt.
Þetta gerir Atli Bollason að umtals-
efni í pistli í Lestinni á Rás 1.
x x x
Atli skrifar: „Það sem mér finnstnefnilega svo skrítið er að þrátt
fyrir sífellda miðlun í allar áttir um
alla mögulega hluti, þá er enginn
ungur tónlistaraðdáandi að nýta
þessar rásir til að dæma plötur. Hvar
eru íslensku Snapchat-rýnarnir? You
Tube-gagnrýnendurnir? Twitter-
skríbentarnir? Af hverju er enginn
búinn að finna út úr því hvernig mað-
ur dæmir plötu í Instagram-pósti?
Það er ekki einu sinni til hlaðvarp um
nýja íslenska tónlist.“
x x x
Rétt er að taka undir þetta. Hvern-ig má það vera að enginn vilji
skrifa gagnrýni um tónlist? Hvers
vegna getum við gengið að þús-
undum kjúklingabringu-uppskrifta
hjá matarbloggurum en engum dett-
ur í hug að stofna tónlistarsíðu á net-
inu? vikverji@mbl.is
Víkverji
Munnur minn er fullur lofgjörðar
um þig, af lofsöng um dýrð þína
allan daginn.
(Sálm: 71.8)