Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 100. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Látin fjölskylda í faðmlögum
2. Reyndu að koma heillegum munum út
3. Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram
4. Misstu af flugi vegna millinafns
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Camus-kvartettinn kemur fram á
tónleikum vordagskrár Jazzklúbbsins
Múlans á Björtuloftum, 5. hæð
Hörpu, í kvöld kl. 21.
Kvartettinn var stofnaður árið
2014 af skólasystkinum í Tónlistar-
skóla FÍH. Hljómsveitin mun leika
djassstandarda sem eru í uppáhaldi
hjá liðsmönnum hennar auk frum-
samins efnis. Kvartettinn skipa Sölvi
Kolbeinsson á saxófón, Rögnvaldur
Borgþórsson á gítar, bassaleikarinn
Birgir Steinn Theodórsson og Óskar
Kjartansson sem leikur á trommur.
Camus-kvartettinn
leikur á Múlanum
Morgunblaðið/Þórður
Fílharmóníuhljómsveit New York-
borgar, undir stjórn Esa-Pekka Sal-
onen, frumflutti 4. apríl sl. nýtt verk
eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld
og var það flutt á þrennum tón-
leikum í síðustu viku, auk 3. píanó-
konserts og Eroica-sinfóníu Beet-
hovens. Tónverk Önnu nefnist
„Metacosmos“ og í gagnrýni dag-
blaðsins New York Times, sem birt
var 5. apríl, skrifar gagnrýnandi, Ant-
hony Tommassini, að hann hafi verið
hugfanginn af flókinni samsetningu
tóna og lita í verkinu. „Fröken Þor-
valdsdóttir fór vissulega
með okkur í drungalegt
ferðalag, kaflaskipt en
þó skýrt,“ skrifar hann
meðal annars og
greinilegt af gagnrýn-
inni í heild að hann
hreifst mjög af
verkinu.
Drungalegt ferðalag í
„Metacosmos“ Önnu
Á miðvikudag Víða suðaustanátt, 10-15 m/s, og rigning á vestan-
verðu landinu en hægari vindur og þurrt austanlands. Hiti verður
víða 2 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-15 m/s vestantil, annars hæg-
ari. Víða skúrir, einkum um landið sunnanvert, en léttskýjað á
Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig.
VEÐUR
KR-ingar jöfnuðu metin
gegn Haukum í undan-
úrslitaeinvígi liðanna á Ís-
landsmóti karla í körfu-
knattleik í gærkvöld á
ævintýralegan hátt. Allt
stefndi í annan sigur Hauka
í jafnmörgum leikjum þegar
Björn Kristjánsson jafnaði
fyrir KR með magnaðri
þriggja stiga körfu
og Vesturbæingar
voru síðan sterkari
í framlengingu. »3
Ævintýralegur
sigur KR-inga
„Þetta hefur verið mikið ævintýri hjá
okkur síðustu þrjú árin. Við fórum
óvænt upp úr deildinni fyrir ári og
höfum átt á brattann að sækja á
þessari leiktíð sem kom svo sem ekk-
ert á óvart. Hüttenberg er
það lið deildarinnar
sem hefur úr
minnstu að moða
fjárhagslega.
Við erum að-
eins fjórir
atvinnu-
menn
hjá lið-
inu,“
segir
Ragnar Jó-
hannsson, nýliði
í landsliðinu í
handbolta, sem
leikur með Hütten-
berg í efstu deildinni
í Þýskalandi. »4
Mikið ævintýri
undanfarin þrjú ár
Haukakonur eru komnar í góða
stöðu í undanúrslitum Íslands-
móts kvenna í handknattleik
eftir sigur gegn Val í fram-
lengdum leik á útivelli í gær-
kvöld, 23:22. Valur virtist vera
kominn með undirtökin í fram-
lengingunni en Haukar skoruðu
þrjú síðustu mörkin og eru nú
2:1 yfir í einvígi liðanna. »2
Haukakonur eru komn-
ar með undirtökin
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undanfarna mánuði hafa úrsmiðir og hönnuðir hjá
JS Watch Company Reykjavik og Gilbert úrsmiði
unnið að hönnun sérstaks HM-úrs, WORLD CUP
MMXVIII, eins og það heitir,
og verður það kynnt í dag,
þriðjudaginn 10. apríl, en það
fer í sölu í takmörkuðu upplagi
í byrjun maí. Sömu sérfræð-
ingar framleiddu EM-úr 2016
og fékk það sérlega góðar við-
tökur, sem varð til þess að
ákveðið var að halda áfram á
sömu braut.
Fyrir úrslitakeppni Evrópu-
mótsins í knattspyrnu 2016 var
hannað sérstakt EM-úr í sam-
starfi við landsliðsmennina. Það var gert með góð-
um árangri og þegar ljóst var að Ísland yrði með í
úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi í
sumar óskaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson
fyrir hönd leikmanna í landsliðinu eftir því við Sig-
urð Gilbertsson úrsmið að búin yrði til ný útgáfa af
úri og nú í tengslum við HM.
Framleitt í 300 númeruðum eintökum
EM-úrið var framleitt í 100 númeruðum eintök-
um og varð uppselt mjög fljótt, en HM-úrið verður
framleitt í 300 númeruðum eintökum og eru við-
skiptavinir nú þegar byrjaðir að taka frá númer þó
að úrið hafi ekki verið sýnt fyrr en nú.
Grímkell P. Sigurþórsson hönnuður segir að
hönnun svona úrs sé mikið vandaverk og huga
þurfi að mörgum smáatriðum. Þannig séu til
dæmis tölurnar frá einum og upp í ellefu silfraðar.
Þær tákni leikmennina. Tólfan eða tölustafurinn
12 á skífunni sé rauð og tákni áhorfendur eða
stuðningsmenn, 12. leikmanninn. „EM-úrið var
blátt, tónað í lit landsliðstreyjanna, en HM-úrið er
hvítt með blá mínútustrik upp í 45 en síðustu 15
mínúturnar eru afmarkaðar með rauðum strikum
og á því svæði hringsins stendur „HALF TIME“
með vísun í leiktímann,“ segir Grímkell. Hann
segir að hugmyndin hafi komið frá markatöflunni
á gamla Melavellinum þar sem Gilbert spilaði fót-
bolta með Fylki í gamla daga, en klukkan sýndi
einungis 45 mínútur. Sekúnduvísirinn á úrinu er
svo blár og í laginu eins og víkingaspjót. Á botn-
inum á skífunni stendur ritað „FYRIR ÍSLAND“
og fyrir neðan miðju er nafn úrsins, WORLD
CUP MMXVIII, þar sem R-ið snýr öfugt. „Það er
til marks um það að keppnin fer fram í Rúss-
landi,“ bendir Grímkell á. Á bakhliðinni stendur
nafn framleiðandans, nafn úrsins og „VAR ÞAÐ
EKKI“. Gilbert segir að það sé til að minna á
fagnaðarsöng landsliðsins eftir sigurleiki. Fyrstu
30 númerin eru frátekin fyrir landsliðshópinn.
Gilbert úrsmiður framleiðir úr undir merkjum
JS Watch Co. Reykjavik og ARC-TIC Iceland.
Grímkell segir að algengt verð á JS-úrunum sé
250.000 til 400.000 og verð á sérútgáfum sé upp í
1,8 milljónir kr., en EM-úrið hafi kostað um
370.000 kr. og HM-úrið verði á svipuðu verði.
„Þótt um takmarkað upplag sé að ræða og úrin
verði ekki framleidd aftur höldum við verðinu á
svipuðum stað og algengustu úrin frá okkur,“
segir hann.
Dýrgripur fangar HM-tímann
Morgunblaðið/RAX
Sérfræðingarnir Grímkell P. Sigurþórsson, Gilbert Guðjónsson með HM-úrið og Sigurður Gilbertsson.
Úrsmiðir og hönnuðir hjá
JS Watch Company Reykja-
vik og Gilbert úrsmiði hafa
hannað sérstakt HM-úr
Framhliðin Hugað er að hverju smáatriði. Bakhliðin Fögnuðurinn leynir sér ekki.
Trekkjarinn Bolti
á enda krónunnar.