Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 2

Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. Repair er sérstaklega hannað og þróað fyrir uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t. liðbönd, liðþófar og krossbönd. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við þurfum að halda vel utan um vörumerkið Ísland. Það færist í aukana að það séu aðilar að reyna að tengja sig við Ísland og nota nafnið. Það eru auðvitað fjárhagslegir hags- munir í húfi en líka meira en það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið hefur síðasta áratug sinnt vörumerkjavöktun vegna orðsins Íslands um heim allan. Með því er gætt að réttmætri notkun orðsins í viðskiptum enda talið mik- ilvægt að íslensk fyrirtæki geti kennt sig við Ísland og hið opinbera geti notað landsheiti sitt í viðskipta- tengdar landkynningar. Umfang þessarar vöktunar hefur aukist hratt síðustu ár. Ráðuneytið kaupir þjón- ustu vöktunarfyrirtækis á sviði hug- verkaréttar og á undanförnum árum hefur skráningum á orðinu Íslandi sem vörumerki fjölgað mjög. Kostn- aður vegna þessa hefur að sama skapi margfaldast. Árið 2012 nam út- lagður kostnaður vegna vöktunar og andmæla tæpum 900 þúsund krón- um, árið 2016 var hann kominn í rúmar þrjár milljónir króna og í fyrra slagaði hann hátt í átta millj- ónir. „Sem betur fer er Ísland eftirsótt og þá vilja menn tengja sig við landið. En við getum ekki látið hvað sem er viðgangast og þurfum því að fylgjast með þessum málum. Það er verkefni sem kostar bæði vinnu og fjármuni. Þetta er mjög mikilvæg hagsmuna- gæsla,“ segir Guðlaugur Þór. Í skýrslu ráðherra um utanríkis- og alþjóðamál sem lögð var fram á Alþingi í gær kemur fram að skrán- ingum sem innihéldu orðið Ísland hafi fjölgað mjög eftir velgengni ís- lenska karlalandsliðsins á Evrópu- meistaramótinu í knattspyrnu fyrir tveimur árum. „Gera má ráð fyrir svipaðri þróun á næstunni, m.a. vegna þátttöku íslenska karlalands- liðsins í heimsmeistaramótinu í fót- bolta í Rússlandi næsta sumar,“ seg- ir í skýrslunni. Guðlaugur Þór sagði við Morgun- blaðið í gær að umfang umræddrar vöktunar og kostnaður myndu að lík- indum vaxa að sama skapi: „Umfang- ið mun örugglega ekki minnka,“ sagði hann. Afhentu þjóðinni Icelandic Forsvarsmenn Icelandic Group ehf. afhentu í gær Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood til eignar fyrir hönd íslensku þjóðarinn- ar. Vörumerkin eru í eigu Icelandic Trademark Holding ehf. sem heldur utan um skráningu, vernd og notkun vörumerkjanna og tryggir að þau séu nýtt í tengslum við sölu og markaðs- setningu íslenskra afurða og þjón- ustu. „Mjög mikilvæg hagsmunagæsla“  Kostnaður og umfang við vörumerkjavöktun vegna hugtaksins Íslands hefur margfaldast síðustu ár  Búist við auknu umfangi vegna HM í knattspyrnu í sumar  Vörumerkið Icelandic í eigu þjóðarinnar Morgunblaðið/Valli Afhending Forsvarsmenn Icelandic Group ehf. afhentu ráðherrum vöru- merkin Icelandic og Icelandic Seafood til eignar í Þjóðmenningarhúsinu. Agnes Bragadóttir Höskuldur Daði Magnússon „Það er þung undiralda hérna í Vestmannaeyjum. Það virðist vera fótur fyrir þessu framboði,“ segir Leó Snær Sveinsson, einn skipuleggjenda stofnfundar nýs bæjarmálafélags í Vestmanna- eyjum. Nokkur að- dragandi er að stofnun þessa fé- lags og var stofnfundur þess aug- lýstur í gær: „Markmið með stofn- un félagsins er að bæta sam- félagið. Vestmannaeyjar eru góður staður til að búa á en við getum alltaf gert betur. Allir velkomnir sem vilja stuðla að betra sam- félagi.“ Ofangreind fréttatilkynn- ing birtist á forsíðu vefritsins eyj- ar.is í gær og undirritun tilkynn- ingarinnar var: „Áhugafólk um betra samfélag.“ Íris mætir á fundinn Íris Róbertsdóttir hefur verið orðuð við sérframboð í sveitar- stjórnarkosningunum í vor vegna óánægju með það að ekki fór fram prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum þegar framboðslistinn var ákveðinn. Hún var í gær spurð hvort hún væri forsvarsmaður „áhugafólks um betra samfélag“ í Eyjum: „Nei, það er ég ekki, en hef hins vegar hugsað mér að mæta á þennan fund,“ sagði Íris í samtali við Morgunblaðið í gær. Leó Snær sagði að á fundinum yrði tekin ákvörðun um hvort nýtt framboð yrði að veruleika. „Við ætlum að sjá hvort það sé vilji hjá fólki, það er ekkert hægt að hinkra lengur,“ sagði hann. Leó vildi ekki staðfesta að fram- boðið stæði og félli með því að Íris skipaði efsta sæti á lista þess: „Ír- is er stór vinkill í þessu en hún er ekki sú eina. Þetta snýst um meira en það.“ „Þung undiralda í Eyjum“  Óánægjuframboð í Eyjum undirbúið  Stofnfundur nýs félags á fimmtudag  Íris Róbertsdóttir boðar komu sína Íris Róbertsdóttir Fjármála- og efnahags- ráðherra skipaði nýja stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi henn- ar í gær, skv. fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður. Aðrir aðalmenn eru Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jó- hanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn eru Jens Garðar Helgason, Ragnar Ósk- arsson, Ásta Pálmadóttir, Hákon Hákonarson og Arna Ír Gunnars- dóttir. Úr stjórn fóru Haraldur Flosi Tryggvason, Kristín Vala Ragnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir. Aðalfundur staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og sam- stæðureikning fyrir liðið reiknings- ár. Deloitte ehf. var kosið endur- skoðandi að fenginni tillögu Ríkisendurskoðunar. Samþykkt var tillaga stjórnar um 1,5 millj- arða króna arðgreiðslu fyrir árið 2017. Ný stjórn skipuð í gær Jónas Þór Guðmundsson  Aðalfundur Landsvirkjunar Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar lenti síðdegis í gær á Ísafirði til að sinna sjúkraflugi frá bænum. Vegna sterkrar sunnanáttar gátu vélar Mýflugs ekki lent á flugvellinum við Skutulsfjörð og því var brugðið á það ráð að kalla þyrlu á vettvang. Þegar sunnanáttin nær sér á strik og kemur æð- andi yfir Kirkjubólsfjall, sem rís 706 metra yfir sjávarmál, gerir það flugvélum erfitt fyrir að at- hafna sig við flugtak og lendingu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Þyrlan kölluð til þegar annað bregst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.