Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Mangó jógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kennaramenntunin, gæði hennar og fækkun kennaranema var bæði menntamálaráðherra og formanni Kennarasambands Íslands (KÍ) of- arlega í huga við setningu sjöundar þings KÍ í gær. Yfirskrift þingsins er Fagmennska og frumkvæði kennara – menntun og farsæld í skólastarfi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, sagði menntamálunum ekki hafa verið sinnt nægilega vel síðustu ár og að hún hefði áhyggjur af kenn- araskorti í framtíðinni. Hún benti á að börnum á grunnskólaaldri mundi fjölga talsvert og spár geri ráð fyrir að 2035 árgangurinn telji 5.700 börn, ef fjöldi kennara helst óbreyttur gæti þá skort um 2.000 kennara. „Við verðum að taka á þessu máli núna og gera það með afgerandi hætti,“ sagði Lilja Dögg í ávarpi sínu til kennara. Hún sagði áskoranirnar miklar, ásókn í kennaranámið hefði minnkað, meðalaldur kennara væri hár og fjöldi brautskráðra kennara mætti ekki þörf á nýliðun á öllum skólastigum. Þá sýndu kannanir að nýliðar í stéttinni þyrftu aukinn stuðning og þjálfun í starfi á fyrstu árunum. Lilja Dögg sagði að efla þyrfti menntun í landinu og ríkisstjórnin væri að forgangsraða fjármunum í þá veru, m.a. væri stefnt á að fjölga kennaranemum og bæta ímynd kennarastarfsins. Lagði til eitt stéttarfélag Þórður Hjaltested, formaður KÍ, lætur af störfum á þinginu og nýr formaður, Ragnar Þór Pét- ursson, tekur við á föstudaginn. Þórður sagði í setningarræðu sinni að til að Ísland gæti staðið framarlega væri nauðsynlegt að menntun stæðist það besta sem ger- ist í heiminum. „Menntun er lykill að framförum og samkeppnishæfi þjóð- ar. Við þurfum að átta okkur á því og taka stórstíg skref til að efla mennt- un í landinu. Menntapólitík síðustu ára litast af kreppunni,“ sagði Þórð- ur, mikið álag væri á kennurum og löngu kominn tími til að stjórnvöld setji aukið fé í skólastarfið og hækki laun kennara. Sjö aðildarfélög eru innan KÍ og sagði Þórður þau geta náð meiri ár- angi með að starfa í færri deildum og jafnvel að kennarar störfuðu í einu stéttarfélagi án deildarskiptingar. Þing KÍ er haldið fjórða hvert ár. Um 250 félagsmenn sækja þingið sem stendur yfir á Hótel Nordica fram á föstudag. Áhyggjur af yfirvof- andi kennaraskorti Morgunblaðið/Hari Þingað Þórður Hjaltested, formaður KÍ, í pontu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.  Miklar áskoranir hjá kennurum  Sjöunda þing KÍ sett Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Isavia hefur efasemdir um tillögu Minjastofnunar um að elsta flugskýl- ið á Reykjavíkurflugvelli, flugskýli 1, verði friðlýst. Borgaryfirvöld hafa aftur á móti fallist á hugmyndina. Í bréfi sem Isavia sendi Minja- stofnun í mars, og Morgunblaðið hef- ur fengið afrit af, eru efasemdirnar reifaðar í fimm liðum. Í fyrsta lagi er bent á að skýlið sé án lóðarréttinda. Isavia hafi samkvæmt samningi rétt til að rífa það og fjarlægja. Friðlýs- ing, sem fæli í sér að byggingin yrði ekki fjarlægð, jafnist því á við eign- arnám og yrði að meðhöndla sem slíkt. Í öðru lagi skorti upplýsingar um það hvort Minjastofnun hafi haft samráð við skipulagsyfirvöld á svæð- inu. Þá sé friðlýsingin ekki í sam- ræmi við framtíðarskipulag á reitn- um þar sem ekki sé gert ráð fyrir starfsemi í skipulaginu þar sem byggingin nýtist. Í fjórða lagi sé búið að breyta skýlinu talsvert og það sé ekki í upphaflegu horfi nema að hluta. Loks séu fleiri flugskýli á Reykjavíkurflugvelli sem ætla megi að séu nær því að vera í upphaflegri mynd eins og t.d. skýli 3 og síðan gamalt skýli sem var flutt og end- urreist að Hnjóti. Ekki sé að sjá að Minjastofnun hafi skoðað aðra val- kosti. „Það er því að mati Isavia nauðsynlegt að fram fari mat á þeim kostum sem bjóðast þannig að ekki verði tekin jafn íþyngjandi ákvörðun og hér er lagt til án þess að fyllilega hafi verið skoðað hvort aðrir kostir sem væru minna íþyngjandi geti ver- ið jafn góðir eða betri,“ segir orðrétt í bréfi Isavia. Tillaga Minjastofnunar um friðun flugskýlisins hefur verið til umfjöll- unar í borgarkerfinu að undanförnu. Hafa skipulagsfulltrúi og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar skilað jákvæðri umsögn. Segja má því að blessun borgaryfirvalda liggi fyrir. Friðlýsingin, sem Minjastofnun leggur til, tekur til stálburðargrind- ar skýlisins og upprunalegra renni- hurða á göflum. Samkvæmt upplýs- ingum Minjastofnunar er flugskýli 1 fyrsta flugskýlið sem byggt var á Reykjavíkurflugvelli. Það var eitt fjögurra skýla af gerðinni T-2 sem sett voru upp fyrir breska herinn. Burðargrind skýlisins er upprunaleg en ytri klæðning hefur verið endur- nýjuð. Þá hefur skýlið að hluta til verið klætt og einangrað að innan. Dyraop við suðurgafl var hækkað á kafla til að þotur kæmust inn í skýlið. Minjastofnun segir flugskýlið vera eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkur- flugvelli og tengist sem slíkt sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. Flest flugfélög sem starfað hafi hér á landi hafi haft aðstöðu í skýlinu á ólíkum tímabilum. Gamli flugturninn við hlið skýlisins er þegar friðlýstur. Segir Minjastofnun að saman myndi byggingarnar varðveisluheild sem hafi fágætisgildi á landvísu. Burðar- grind skýlisins sé afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafi varðveist og kunni skýlið að hafa varðveislugildi á heimsvísu. Pétur Hrafn Ármannsson, sviðs- stjóri umhverfis- og skipulagssviðs Minjastofnunar, segir að stofnunin eigi eftir að fara efnislega í saumana á athugasemdum Isavia. Því telji hann ekki rétt að segja neitt um af- stöðu hennar til þeirra að svo stöddu. Isavia efast um réttmæti friðunar  Minjastofnun vill friðlýsa elsta flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli  Gamli flugturninn og skýlið hafi fágætisgildi á landsvísu  Skýlið eitt hugsanlega á heimsvísu  Borgaryfirvöld samþykkja friðunina Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannvirki Elsta flugskýlið í Reykjavík er frá stríðsárunum. Við hliðina er gamli flugturninn sem er friðaður. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa hlotið svona afgerandi kosn- ingu,“ segir Sandra Bryndís- ardóttir Franks, sem í gær var kjörin formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hlaut hún 71% atkvæða en þrjár voru í framboði. Sandra tek- ur við af Kristínu Á. Guðmundsdótt- ur, sem gegnt hefur formennskunni síðustu þrjátíu ár, hinn 15. maí næst- komandi. Fram að því mun hún áfram starfa við heimahjúkrun. Sandra er menntaður sjúkraliði en söðlaði um og lauk síðar námi í stjórnmálafræði, meistaraprófi í lög- fræði og framhaldsmenntun í stjórn- sýslufræðum. „Ég starfaði svo um árabil hjá Ríkisendurskoðun sem verkefnastjóri og sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Ég sagði upp þessu farsæla starfi, ég fann að þessi vinna nærði mig ekki. Félagsveran ég þarf að vera innan um fólk svo ég byrjaði aftur að vinna sem sjúkraliði árið 2014. Og þá fann ég að lífið fór að blómstra á ný.“ Hverju muntu beita þér fyrir á formannsstóli? „Ég mun beita mér fyrir því að við náum betri kjarasamningi. Ég vil að vinnustundir sjúkraliða verði færri, fari úr 40 stundum í 36 á viku, og að vinnuhlutfall vaktavinnufólks verði 80% af hlutfalli dagvinnufólks. Sjúkraliðar eru að kikna undan álagi og ég vil að það fari fram kostnaðar- greining á örorku sjúkraliða og veik- indahlutfalli. Þá mun ég beita mér fyrir betra aðgengi að námi fyrir sjúkraliða og viðbótarmenntun og að þeir njóti betri framgangs í starfi. Sjúkraliðar upplifa oft að þeir séu ekki metnir að verðleikum.“ hdm@mbl.is Vill fækka vinnu- stundum sjúkraliða  Sandra Franks nýr formaður SLFÍ Sandra Bryndís- ardóttir Franks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.