Morgunblaðið - 11.04.2018, Side 6

Morgunblaðið - 11.04.2018, Side 6
Fjöldi samþykktra lyfjaskírteina fyrir metýlfenídat árið 2017 Fjöldi einstaklinga á örvandi lyfjum (N06B*) 201730 læknar með flestar umsóknir 2017 1.800 1.500 1.200 900 600 300 0 5% 4% 3% 2% 1% 0% Karlar KonurEftir kyni og aldri 5-9 10-14 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-641 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 *Lyf notuð við ADHD og lyf sem efla heilastarfsemi Hafi einstaklingur færst milli aldursbila á árinu telst hann í báðum aldursbilum, þannig sýnir taflan ekki heildarfjölda einstaklinga 1.831 Alls voru samþykktar umsóknir frá 357 læknum Þar af eru 30 læknar með um 64% af samþykktumumsóknum Þesir 30 læknar eru 4 barna- og unglingageðlæknar, 11 barnalæknar, 14 geðlæknar og 1 heimilislæknir Alls fengu 6.965 einstaklingar lyfja- skírteini fyrir metýlfenídat árið 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þrjátíu læknar voru með 64% af öll- um samþykktum lyfjaskírteinum fyrir metýlfenídatlyf á borð við rítal- ín og concerta árið 2017. Alls fengu 6.965 einstaklingar lyfjaskírteini fyrir metýlfenídatlyfjum á árinu og voru umsóknir samþykktar frá 357 læknum. Einn barna- og unglinga- geðlæknir var með 365 umsóknir samþykktar sem er um 5,2% af heildarfjölda þeirra sem fengu lyfja- skírteini. Skiptingin milli læknanna þrjátíu, sem voru með yfir helming útgefinna skírteina, eru fjórir barna- og unglingageðlæknar, 11 barna- læknar, 14 geðlæknar og einn heim- ilslæknir. Ólafur B. Einarsson, verkefnis- stjóri lyfjamála hjá landlæknisemb- ættinu, segir ljóst að eitthvað sé að í greiningum á ADHD hérlendis. „Það er alveg klárt mál að það er eitthvað að hvað varðar greiningar á ADHD hér á Íslandi. Margir hafa t.d. leitað til ADHD-teymisins á Landspítalanum og fengið neikvæða greiningu en þessir sömu einstak- lingar höfðu jafnvel fengið greiningu hjá sálfræðingum eða leitað til ann- arra sérfræðilækna og fengið grein- ingu hjá þeim. Þannig að það er eitt- hvað að í þessu greiningarferli,“ segir Ólafur. Á Íslandi þurfa sér- fræðilæknar að veita fyrsta lyfja- skírteinið fyrir ADHD-lyfjum sem innihalda metýlfenídat til einstak- linga en í kjölfarið geta almennir læknar ávísað lyfjunum. „Í fyrsta skipti sem viðkomandi fær þessi lyf verður það að vera sérfræðingur, annaðhvort í taugalækningum eða geðlækningum, sem sækir um. Eftir það geta almennir læknar endurnýj- að lyfjaskírteini. Þetta er það sem við höfum verið að sjá töluvert af, að þessir einstaklingar byrja hjá sér- fræðingum á stofu og fara síðan yfir til almennra lækna, aðallega á heilsugæslu, sem taka við meðferð.“ Hann bendir á að slíkt sé ekki venja annars staðar á Norðurlöndunum, en Íslendingar taka um þrefalt meira af örvandi lyfjum en íbúar nágranna- landanna. „Við höfum upplýsingar frá læknum sem hafa starfað á heilsu- gæslum í Svíþjóð. Þar eru heilsu- gæslulæknar ekkert að ávísa þessum lyfjum, það bara þekkist ekki.“ Reglum um vinnulag ekki fylgt Landlæknisembættið gaf út vinnulag við meðferð og greiningar á ADHD árið 2014. Spurður hvort þörf sé á að uppfæra slíkar reglur segir Ólafur að fremur sé þörf á að þeim sé fylgt. „Það verður bara að segjast eins og er að við höfum vísbendingar um að það sé ekki farið nægjanlega vel eftir þeim.“ Hann bendir á að engar vísbend- ingar séu um að hér sé verið að ávísa meira af lyfjum á hvern einstakling heldur sé það gríðarlegur fjöldi sem fái ávísuð örvandi lyf sem skapi sér- stöðu Íslands. „Munurinn liggur fyrst og fremst í því að miklu fleiri eru settir á lyf. Þegar börn sem hafa verið á þessum lyfjum komast á full- orðinsár á að endurskoða þessi mál og við vitum ekki hvort það er gert með nægilega vönduðum hætti. Í Svíþjóð eru t.d. þverfagleg teymi sem sjá um þessa hluti en hérna er það bara einn og einn sérfræðingur sem vinnur í þessum málum.“ Þrjátíu læknar með yfir helming lyfja  357 læknar samþykktu lyfjaskírteini fyrir metýlfenídatlyf árið 2017  30 læknar með 64% skírteina 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Iceland Pro Cruises verður með tvö skemmtiferðaskip í siglingum í kring- um landið um tíma í sumar. Þetta verður fjórða sumarið sem fyrirtækið skipuleggur skemmtisiglingar í kringum Ísland. Stefnt er að því að vera með tvö skemmtiferðaskip í hringferðum allt sumarið 2020. Guðmundur Kjartansson, eigandi og framkvæmdastjóri Iceland ProTravel Group, sem á m.a. Iceland Pro Cruises, sagði að skemmtiferða- skipið Ocean Diamond hæfi siglingar 11. maí í vor og yrði í siglingum við Ís- land til 28. september í haust, að und- anteknum þremur vikum. Gert verð- ur hlé á Íslandssiglingunum í ágúst þegar skipið verður leigt grænlensk- um ferðaskipuleggjanda. Þá mun það sigla við Grænland. Þegar Ocean Dia- mond snýr til baka fer það í hring- ferðir og styttri, þriggja nátta, ferðir við Ísland þar til ferðatímabilinu lýk- ur. Systurskip Ocean Diamond, Ocean Endeavour, mun fara tvær tíu daga hringferðir með farþega Iceland Pro Cruises í kringum Ísland í júlí. Guðmundur sagði að fyrstu tvö árin hefðu verið heldur á brattann að sækja en nýtingin í fyrra verið mjög góð og horfur á að hún yrði betri í sumar en í fyrra. „Þetta gengur bara ljómandi vel,“ sagði Guðmundur. „Við erum að skoða það að vera með tvö skip allt sumarið 2020 og erum að leita að svipuðu skipi og Ocean Dia- mond. Það er erfitt að finna skip sem hentar. Skipið má ekki vera of stórt því þá kemst það ekki inn í allar hafn- irnar,“ sagði Guðmundur. Siglingar af þessu tagi mætti kalla menntasiglingar. Íslenskir leiðsögu- menn eru um borð og fræða farþeg- ana um land og þjóð. Mikil áhersla er lögð á að gefa farþegunum kost á að kynnast landinu, náttúrunni og ís- lenskri menningu. Flutt er íslensk tónlist, íslensk menning kynnt og ís- lenskur matur er á borðum. Skipin eru leigð af danskri útgerð. Þau sigla við Suðurskautslandið meðan vetur er á norðurslóðum. Iceland Pro Cruises er hluti af 15 fyrirtækja sam- stæðu. Innan hennar eru m.a. Iceland Pro Travel sem hefur skrifstofur í sjö löndum, auk Iceland ProFishing og Isl- and Tours. Sam- stæðan er sú um- svifamesta í sölu pakkaferða til Ís- lands, að sögn Guðmundar. gudni@mbl.is Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson Ocean Diamond Skipið siglir í kringum landið með viðkomu í nokkrum höfnum. Hér er það á leið frá Húsavík. Iceland Pro Cruises hyggst fjölga skipum  Með tvö skip í siglingum við Ísland um tíma í sumar Farþegar Iceland Pro Cruises koma með flugi til landsins og stíga um borð í skemmti- ferðaskipið í Reykjavík. Rúm- lega þriðjungur farþeganna er þýskumælandi og tæplega tveir þriðju hlutar enskumæl- andi. Skipin koma við í ýms- um höfnum í siglingunni í kringum landið. M.a. er höfð viðdvöl í Stykkishólmi, á Ísa- firði, Akureyri, Húsavík, Djúpavogi og í Vestmanna- eyjum. Ferðirnar í kringum Ísland eru einungis fyrir fólk sem er búsett erlendis. Fólk sem býr hér á landi getur siglt með Ocean Diamond til Græn- lands, því þá er farið út úr íslensku land- helginni. Skipta um farþega hér ICELAND PRO CRUISES Guðmundur Kjartansson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það má kannski segja að þetta sé versta blandan af loftmengun fyrir utan einhvers konar umhverfisslys,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sér- fræðingur á sviði náttúru hjá Um- hverfisstofnun, og vísar í máli sínu til þeirrar miklu loftmengunar sem myndaðist á höfuðborgarsvæðinu um síðastliðin áramót. Niðurstöður rannsókna sýna m.a. að svifryk mældist afar hátt um áramótin og var stór hluti þess mjög fínn, það var málmríkt, kolefnisríkt, brennisteinsríkt og klórríkt. „Í heild verður svifrykið frá flugeldum um áramótin að teljast afar varasamt,“ segir í skýrslu rannsóknar sem unn- in var hjá efnagreiningum Nýsköp- unarmiðstöðvar. Þorsteinn segir samsetningu svifryks um áramót „miklu verri“ en það svifryk sem íbúar hafa þurft að þola á höfuðborgarsvæðinu að und- anförnu. „Þetta er mikið til sót og bruni og þá verður rykið mun fínna en t.a.m. göturykið. Svo er í þessu brennisteinn sem gerir það súrt.“ Draga þarf úr loftmengun Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir þónokkurn fjölda fólks hafa leitað til heilsugæslunnar og Landspítala eftir áramótin með ein- kenni sem rakin voru til þessarar mengunar. Segir hann þörf á því að leita leiða til að draga úr mengun. „Við hljótum öll að hafa áhuga á því að draga sem mest úr mengun sem hefur áhrif á heilsufar. En svo er það auðvitað yfirvalda að ákveða hvað þau vilja nákvæmlega gera í þessu.“ Skotgleði skilar verstri mengun Morgunblaðið/Hari Loftmengun Skoteldaþoka lagðist m.a. yfir Hlíðarnar um áramótin.  Mun verra en venjulegt svifryk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.