Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Skýrsla Samtaka ríkja gegn spillingu (GRECO) um fimmtu úttekt samtak- anna á Íslandi verður birt í dag eftir að það var heimilað á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Verður hún birt á vef Stjórnarráðsins, skv. vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að úttektin taki til lög- gæslu og æðstu handhafa fram- kvæmdavalds, en skýrslunni fylgja 18 ábendingar til úrbóta, níu til hvors að- ila. Til æðstu handhafa framkvæmda- valds teljist ráðherrar, ráðuneytis- stjórar og aðstoðarmenn ráðherra. Stjórnvöldum er veittur frestur til 30. september 2019 til að bregðast við ábendingunum. Stefna og fræðsla um heilindi Í tillögunum kemur fram að vinna þurfi stefnu til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmda- valds. Tryggja þurfi lögreglu aðbún- að til að sinna störfum og framfylgja stefnu á sviði heilinda. Siðareglur, hvort tveggja fyrir æðstu handhafa framkvæmdavalds og löggæsluna, verði samræmdar og uppfærðar, unn- ar leiðbeiningar með skýringum og raunhæfum dæmum um öll svið spill- ingar og hægt verði að leita ráðgjafar um þær í trúnaði. Eftirlit og viður- lagakerfi með framkvæmd siðaregln- anna. Fræða þurfi æðstu handhafa framkvæmdavalds og starfsmenn löggæslu um opinber heilindi, hags- munaárekstra og varnir gegn spill- ingu með tilliti til eðlis starfanna, fjöl- breytni og veikleika. Hagsmunir, samskipti og störf Settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavalds við hagsmunaaðila og aðra sem leitast við að hafa áhrif á undirbúning lög- gjafar og önnur störf stjórnvalda. Reglur um aukastörf æðstu hand- hafa framkvæmdavalds og starfs- manna löggæslu verði endurskoðaðar og gerð skýrari grein fyrir hvaða störf eru óheimil, einnig eftir að störf- um fyrir hið opinbera lýkur. Hlutverk hæfnisnefndar við skipun í störf lög- reglu verði eflt og komið verði á fót heilindamati. Meginregla verði að stöður innan lögreglu verði auglýstar og skipað í þær á grundvelli gagnsæs ferils. Skýr, sanngjörn og gegnsæ viðmið liggi fyrir við ákvörðun um að endurnýja ekki skipun í löggæslu- starf og skýrt kæruferli verði fyrir hendi vegna slíks. Skýrari reglur þurfi um gjafir og önnur fríðindi fyrir starfsmenn lög- gæslu. Einnig fyrir æðstu handhafa framkvæmdavalds, með skýrum far- vegi fyrir tilkynningar, birtingu upp- lýsinga og ráðgjöf. Hagsmunaskráning æðstu hand- hafa framkvæmdavalds verði bætt, með tilliti til verðmætis eigna, fjár- hæðar framlaga, skuldbindinga og at- hugað verði með víkkun skráningar- skyldu til maka og barna. Eftirlit, ráðgjöf, fræðsla og viðurlagakerfi verði sett á laggirnar til að tryggja fullnægjandi skráningu og auka trú- verðugleika. Eftirlit með störfum lögreglu Aðili sem sér um innra eftirlit og rannsóknir verði til staðar undir ábyrgð ríkislögreglustjóra, sem ætti að hafa skýrt leiðtogahlutverk í innri stefnumálum í tengslum við heilindi, áhættustjórnun og eftirlit með lög- reglunni. Endurskoða þurfi valda- uppbyggingu innan lögreglunnar til að tryggja skilvirka innleiðingu stefnumótunar án afskipta ráðuneytis eða stjórnmála. Settar verði skýrar reglur um vernd uppljóstrara til við- bótar tilkynningarskyldu sem sé til staðar samkvæmt siðareglum. GRECO með átján ábendingar í skýrslu  Úrbóta þörf hjá framkvæmdavaldi og löggæslu eftir úttekt Morgunblaðið/Golli Framkvæmdavald og löggæsla Fá frest til septemberloka 2019 til úrbóta. Varnir gegn spillingu » Stefnumótun, siðareglur og regluleg fræðsla um heilindi. » Hagsmunaskráningar, sam- skipti og störf meðfram og eft- ir að opinberu starfi lýkur. » Skýrar reglur um gjafir og fríðindi í starfinu. » Sjálfstætt eftirlit með störf- um lögreglu og gagnsæi við skipun í löggæslustörf. » Vernd uppljóstrara. Albert Jónsson, fv. sendiherra, verður ræðumað- ur á hádegisfundi Varðbergs á morgun í fyrir- lestrarsal Þjóð- minjasafns við Suðurgötu um utanríkisstefnu Rússlands, áhrif á norðurslóðum og stöðu Íslands. Albert var sendi- herra Íslands í Rússlandi 2011 til 2016. „Viðfangsefni Alberts á fundinum er ekki aðeins tímabært vegna þess hve mikil athygli beinist að utanrík- isstefnu Rússa um þessar mundir heldur er einnig brýnt að átta sig á hvert stefnir á norðurslóðum og hver áhrifin kunna að verða á stöðu Íslands,“ segir m.a. í tilkynningu um fundinn. Albert var framkvæmdastjóri ör- yggismálanefndar á árunum 1987- 1991. Frá 1992 til 2004 var hann ráð- gjafi forsætisráðherra í utanríkis- og öryggismálum. Hann hóf störf í utanríkisráðuneytinu árið 2004, fyrst sem sérlegur ráðgjafi utanríkisráðherra og síðar sendi- herra m.a. í Washington og Moskvu til 2016. Hann lét af störfum í utan- ríkisþjónustunni árið 2018 og sinnir nú ráðgjöf og kennslu. Fundurinn á morgun stendur frá kl. 12-13 og er öllum opinn. Fundað um Rússana Albert Jónsson Lodge járnpanna, 26 cm Verð 8.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Norskir bátar hafa að undanförnu landað samtals 11 þúsund lestum af kolmunna hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Hefur þessi afli farið í bræðslu hjá fyrirtækinu. Skip fyrirtækisins, Hoffell SU, hélt til kolmunnaveiða eftir páskana í færeysku lögsögunni og varð það fyrst íslenskra skipa til að fá fullfermi. Er Hoffell nú á leið til hafnar í Fáskrúðsfirði með aflann í bræðslu. Á meðan þess er beðið var landað um 100 tonnum af bolfiski úr Ljósafelli SU, sem sést á mynd- inni, en skipið hélt síðan á veiðar á ný þegar löndun var lokið. Morgunblaðið/Albert Kemp Góð kolmunnaveiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.