Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ásagnakvöldinu ætla égað fjalla um hvað það varsem breytti mínu lífi, enþað var setning sem ég
heyrði sama dag og bankahrunið
varð á Íslandi fyrir nærri tíu árum:
„Ef þú brosir fimm sinnum á dag
án tilefnis, þá geturðu breytt lífi
þínu á níutíu dögum.“ Setningin
var höfð eftir búddamunki og ég
heyrði hana þar sem ég var á nám-
skeiði erlendis, en á þeim tíma í lífi
mínu var ég í mikilli vanlíðan og
kunni illa að elska sjálfa mig ,“
segir myndlistarkonan, hjúkr-
unarfræðingurinn, markþjálfinn og
ljósmóðirin Helga Birgisdóttir, eða
Gegga eins og hún er oft kölluð, en
hún ætlar að segja sögu sína á
sagnakvöldi í Gerðubergi í kvöld.
Hún ætlar að segja frá því hvernig
hún reis upp og tók málin í sínar
hendur.
„Ég hafði árum saman leitast
við að vera í ákveðnu boxi, lifa eftir
flottri uppskrift að hamingju sem
ég hélt að myndi virka. Líf mitt
virtist fullkomið út á við, ég hafði
menntað mig og allt gekk vel, en
mér leið alveg bölvanlega innra
með mér. Ég skildi ekki af hverju
mér leið svona. Ég var ekki þung-
lynd þannig að ég væri veik and-
lega, heldur var ég ósátt, óham-
ingusöm og með skömm og
sektarkennd yfir hreint fáránleg-
ustu hlutum. Ég var mjög meðvirk
að upplagi, alveg frá barnæsku, og
þetta var að gera út af við mig. Ég
komst að því að ég hafði ekki verið
að fylgja minni trúarsannfæringu
og þrá sem ég hef haft frá því ég
var barn, en ég hef þráð að bæta
kærleika í heiminn, hjálpa fólki að
finna sinn andlega styrk, fá trú á
sér og líða vel.“
Ekki lengur fórnarlamb
Helga segist vera mjög trúuð,
en ekki á Guð í bókstaflegri merk-
ingu eins og flest trúarbrögð
kenna.
„Þessi ímynd sem okkur er
kennd um Guð, um að við séum að-
skilin frá honum, að við séum „hér“
og hann „þar“, einhverstaðar utan
við okkur hafði í raun brotið mig
niður, því skilaboðin þar eru að við
mannfólkið séum vanmáttugir
syndarar. Á því augnabliki sem ég
heyrði þessa setningu um brosið,
fann ég að krafturinn bjó innra
með mér og að ég hafði valdið í
mínu lífi. Það kviknaði líka ný trú
innra með mér við það að lesa
bækur sem heita Samræður við
Guð, ég öðlaðist vissu um að ég er
hluti af því sem við köllum Guð,
sem í mínum huga er sköpunar-
kraftur lífsins. Þannig opnaðist al-
gerlega ný gátt fyrir mig, við það
að líta á mig sem minn eigin skap-
ara, í samvinnu við aðra. Við erum
öll með innri mátt til að skapa,“
segir Gegga og bætir við að hún
hafi einnig hætt að líta á sig sem
fórnarlamb.
„Ég hef meiri mátt en ég hef
talið. Og ég vil deila þessu, ég vil
breyta ímynd fólks um Guð. Ég
held við höfum algerlega misskilið
hann, eða hana.“
Að losa fólk við skömm
Gegga segir nauðsynlegt að
velta upp spurningum eins og
þeirri hvaða þetta sé sem við köll-
um Guð? Hefur það gagnast okkur
eins og okkur hefur verið kennt
það?
„Við erum ekki syndarar eða
ómögulegar manneskjur sem ná
aldrei með tærnar þar sem Jesús
hafði hælana. Jesús, og margir
meistarar, kenndi að við værum öll
guðleg, heilög og öll jafningjar.
Hamingja og gleði er réttur allra –
alltaf. Það rænir fólk eigin krafti
Erum öll með innri
mátt til að skapa
„Með jákvæðum huga skapar þú þér betra líf,“ segir Gegga sem hafði árum sam-
an leitast við að vera í ákveðnu boxi, lifa eftir flottri uppskrift að hamingju sem
hún hélt að myndi virka. En henni leið bölvanlega innra með sér. Við ákveðin
vatnaskil uppgötvaði Gegga sinn eigin kraft. Hún segir hamingju og gleði vera
réttur allra – alltaf. Gegga ætlar að segja sögu sína í kvöld á Sagnakaffi.
Smiler Gripurinn sem Gegga hannaði og er hugsaður sem hálsmen.
Með vaxandi birtu og hlýrri dögum
kemur ferðahugur í marga. Það þarf
ekki alltaf að fara til útlanda til að
gera sér dagamun, landið okkar býð-
ur heldur betur upp á fjölbreytta
náttúru sem gaman er að njóta og
af nægu er að taka í menningar-
viðburðum. Um næstu helgi er um
að gera að hendast í Staðarsveit á
Snæfellsnesi og njóta allrar þeirrar
náttúrufegurðar sem leiðin þangað
býður upp á. Skella sér svo á alvöru
sveitatónleika, því þjóðlagasveitin
Kólga ætlar að leika og syngja fyrir
gesti í Langaholti á laugardags-
kvöldið hjá þeim Kela og Rúnu. Eld-
húsið á Langaholti ku vera leyndur
gimsteinn, þar er hægt að fá sann-
kallaða veislumáltíð unna úr hráefni
úr sveitinni og nágrenni. Nú er lag
að fá sér gómsætan málsverð fyrir
tónleika, njóta Kólgu og jafnvel gista
í Langaholti um nóttina, fyrir þá sem
það vilja, og vakna í nágrenni sjálfs
Snæfellsjökuls. Tónleikarnir verða
sem fyrr segir næstkomandi laug-
ardagkvöld 14. apríl kl. 21-23. Kólga
mun flytja efni af nýlega útkominni
plötu sinni auk nýrra efnis. Að-
gangseyrir á tónleikana er 2.000 kr.
en frítt verður inn fyrir matargesti.
Meðlimir Kólgu eru þau Kristín
Sigurjónsdóttir sem leikur á fiðlu og
syngur, Magni Friðrik Gunnarsson
spilar á gítar og syngur, Helgi Þór
Ingason leikur á harmonikku og
syngur og Jón Kjartan Ingólfsson
plokkar bassa og syngur.
Á heimasíðu Langaholts langa-
holt.is segir: Langaholt er fjölskyldu-
fyrirtæki í landi Ytri-Garða á sunn-
anverðu Snæfellsnesi og hús-
ráðendur eru Rúna Björg og Keli
vert. Keli er fæddur og uppalinn í
Görðum og tók við rekstri Langa-
holts fyrir rúmum áratug af for-
eldrum sínum sem byrjuðu í ferða-
þjónustu seint á áttunda áratug
síðustu aldar. Mikil áhersla er lögð á
að hafa Langaholt sem heimilisleg-
ast í persónulegum og snæfellskum
anda.
Tónleikar í Langaholti í nágrenni Snæfellsjökuls
Kólga Hljómsveitin leikur þjóðlög úr ýmsum áttum, sem og frumsamið efni.
Skellið ykkur í Staðarsveit
og njótið tóna og matar
Að mörgu þarf að huga þegar fólk
heldur til fjalla, ekki aðeins búnaði
og nesti heldur líka augunum og
öðrum líkamshlutum. Á morgun,
fimmtudag 12. apríl, verður
fræðslukvöld hjá Ferðafélagi Ís-
lands, Mörkinni 6, í Reykjavík, kl.
20-23. Þar ætlar Ólafur Már
Björnsson augnlæknir að halda er-
indi um augu og útivist, Rikki
Garmin fjallar um snjóflóðabúnað,
útivistartæki og sprungukort, Hjalti
Björnsson fræðir um öryggisreglur
í fjallamennsku, Auður Kjart-
ansdóttir fer yfir snjóflóðahættu
og leiðaval og neyðarlínan segir frá
112 appinu.
Allir eru velkomnir en fræðslu-
kvöldið er haldið af Sjónlagi og
Garmin-búðinni.
Endilega …
… fræðist um augu og útivist og
öryggisreglur í fjallamennsku
Morgunblaðið/Golli
Fjallganga Alltaf gaman úti saman.
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.