Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 21

Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 ✝ KristjánTorfason fæddist í Reykja- vík 4. nóvember 1939. Hann lést á Landakoti 30. mars 2018. Foreldrar hans voru hjónin Torfi Jóhannsson, bæj- arfógeti í Vest- mannaeyjum, f. 7. apríl 1906, d. 10. apríl 1963, og Ólöf Jónsdóttir húsmæðrakennari, f. 14. ágúst 1906, d. 4. mars 1975. For- eldrar Torfa voru séra Jóhann L. Sveinbjarnarson, prófastur á Hólmum í Reyðarfirði, f. 1854, d. 1912, og kona hans Guðrún Torfadóttir, símstöðv- arstjóri á Flateyri, f. 1872, d. 1956. Foreldrar Ólafar voru Jón Þorkelsson, bóndi í Segl- búðum í Landbroti, f. 1857, d. 1906, og Ólöf Jónsdóttir, hús- freyja, f. 1860, d. 1953. Hálf- systir Kristjáns er Svava Torfadóttir, f. 21. janúar 1932. Hinn 6. júní 1964 kvæntist Kristján Sigrúnu Sigvaldadótt- ur, f. 15. júní 1938. Foreldrar hennar voru Sigvaldi Guð- mundsson, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 17. mars 1892, d. 29. des. 1978, og Guðmunda Margrét Sveinbjörnsdóttir, og við framhaldsnám í sjórétti við Nordisk Institut for sjörett í Ósló 1968 til 1969. Kristján tók virkan þátt í félagslífinu á háskólaárunum og var ritstjóri Úlfljóts 1965 til 1966 og rit- stjóri Stúdentablaðsins 1963. Kristján átti sæti í stjórn Hót- els Garðs 1963 til 1965 og hót- elstjóri þar 1965 til 1967. Kristján starfaði sem fulltrúi hjá Benedikt Sveins- syni hrl. 1967 og fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1967 til 1968. Hann var fulltrúi sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, bæjarfógetans í Hafnarfirði 1969 og skrifstofustjóri þar frá 1970. Kristján var skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 15. desember 1973 og gegndi því starfi til 30. júní 1992. Kristján starfaði lengi sem formaður yfirkjörstjórnar í Suðurlandskjördæmi. Hann var formaður Félags héraðs- dómara 1970-72. Kristján var skipaður dómstjóri við Hér- aðsdóm Suðurlands frá 1. júlí 1992 er dómstóllinn tók form- lega til starfa. Kristján var skipaður formaður Óbyggða- nefndar 2. september 1998 og gegndi því starfi til ársins 2009 en hann var jafnframt framkvæmdastjóri nefndarinn- ar. Útför Kristjáns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 11. apríl 2018, kl. 15. húsfreyja, f. 27. okt. 1899, d. 27. ágúst 1981. Börn Kristjáns og Sig- rúnar eru: 1) Ólöf Hrefna sendiráðu- nautur, f. 28. des- ember 1971, maki Damien Degeorges stjórnmálafræð- ingur, sonur þeirra er François Torfi, f. 2014, 2) Guðríður Margrét lögfræð- ingur, f. 10. maí 1973, maki Gylfi Örn Þormar taugalækn- ir, börn þeirra eru Hans Krist- ján, f. 2006, Ólöf Katrín, f. 2009, og Tómas Hrafn, f. 2012, 3) Torfi Kristjánsson við- skiptafræðingur, MBA, f. 3. febrúar 1976, maki Rúna Malmquist viðskiptafræðingur, synir þeirra eru Kristján Ólaf- ur, f. 2002, Guðmundur Hrafn, f. 2004, og Eðvald Jón, f. 2009. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík og síðar í Vestmannaeyjum. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1959 og lauk cand. juris frá Háskóla Ís- lands 1967. Hann stundaði nám í þýsku og heimspeki við Háskóla Íslands 1959 til 1960. Kristján var við nám í verk- fræði í Glasgow 1960 til 1961 Í dag er komið að kveðjustund. Ég kynntist tengdaföður mínum fyrir 19 árum þegar mér var boðið í sunnudagsmat á Flókagötuna. Þar voru höfðinglegar móttökur og kom í ljós að slíkt var ætíð hjá tengdaforeldrum mínum. Eftir- réttur var nánast án undantekn- ingar á boðstólum, allavega kaffi og súkkulaði eftir matinn. Oft var setið lengi í borðstofunni yfir kaffibolla og rædd pólitík. Kristjáni var mjög umhugað um börnin sín og dreif oft í hlutum sem honum fannst þurfa að bæta úr. Ég var ekki heima í fyrsta sinn sem Kristján kom í heimsókn til okkar Torfa. Hann hafði komist að því að ég ætti ekki kaffivél, sem var lífsnauðsynleg fyrir soninn í próflestri. Kristján nýtti því eitt hádegið í að kaupa, fyrir strákinn sinn, kaffivél og mætti með hana. Það voru ófá skiptin sem Kristján kom við, gjarnan með banana- köku frá Sigrúnu sinni í fartesk- inu. Kristján ólst upp sem einbirni og það var hans ósk að eignast stóra fjölskyldu. Hamingja hans fólst í börnunum hans þremur og barnabörnunum. Kristján lét þó ekki ánægju sína í ljós með látum. Minnist ég gleðidags þegar Krist- ján Ólafur, fyrsta barnabarnið, kom í heiminn. Kristján var róleg- ur yfir nafna sínum en það liðu þó margir dagar þar til að hann fékkst til að taka drenginn í fang- ið þar sem hann varð fastagestur. Synir mínir hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið hjá afa sínum og ömmu og umhyggja þeirra í garð barnabarnanna ein- stök. Afi Kristján skrapp gjarnan degi á undan upp í bústað til að kynda vel áður en prinsarnir mættu, því ekki mátti þeim verða kalt. Ég bað Kristján oft um að sækja eða keyra drengina svo þeir gætu sinnt áhugamálum sín- um. Það var alltaf auðsótt og það var mikil hlýja og væntumþykja á milli drengjanna og ömmu og afa. Síðustu daga hefur Sigrún fengið þá hlýju endurgoldna frá þeim en barnabörnin hafa skipst á að dvelja hjá ömmu sinni. Við fjölskyldan höfum átt margar gæðastundir saman með ömmu og afa en eflaust þær bestu í sumarbústað fjölskyldunnar við Þingvallavatn. Eftir að Kristján hætti að vinna eyddu þau Sigrún mörgum vikum þar yfir sumar- tímann. Hann dundaði sér við við- hald og endalaus matur var á borðum í boði Sigrúnar. Strák- arnir elska að vera í bústaðnum enda ósjaldan sem þeir voru þar einir með ömmu og afa. Kristján var þá duglegur að finna handa þeim verkefni og dunda með þeim. Minningar hrannast upp við þessi tímamót. Við Torfi þurftum frá fyrstu fundum okkar með for- eldrum okkar ekki að hafa okkur mikið í frammi. Foreldrar okkar áttu margt sameiginlegt sem leiddi til yndislegrar vináttu og hittust þau gjarnan án okkar. Kristján spilaði oft golf með for- eldrum mínum og voru þau orðin þekkt sem þríeykið á Urriðavelli. Þessi vinátta þeirra er okkur Torfa dýrmæt. Að ferðalokum þakka ég kær- um tengdapabba fyrir mikla hlýju og væntumþykju í minn garð. Kristján lét mig alltaf vita að ég væri þeim hjónum kær og þegar erfiðleikar steðjuðu að tók hann utan um mig. Ég veit að hann vak- ir yfir okkur og gætir líkt og hann gerði í lifanda lífi. Guð blessi minningu afa Kristjáns. Rúna Malmquist. Kristján Torfason  Fleiri minningargreinar um Kristján Torfason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, STEINUNN SIGURBJÖRG ÚLFARSDÓTTIR frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, Kjarrmóa 6, Selfossi, sem lést á Fossheimum, hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 1. apríl, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 13. apríl klukkan 14. Börn, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR frá Norðfirði, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudaginn 25. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gísli Jónsson Þórunn Kolbeinsdóttir Fanny Jónsdóttir Garðar Viborg Egill Jónsson Herdís María Júlíusdóttir Sigríður Jónsdóttir Stefan Blücher barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabörn Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, lést sunnudaginn 18. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu Erla Þórarinsdóttir Sævar Karl Ólason Þórarinn Örn Sævarsson Móeiður Bernharðsdóttir Atli Freyr Sævarsson Fríða Björg Þórarinsdóttir Einar Þór Ólason Björn Óskar Ólason Erla Lind, Tómas Karl og Andrea Líf Þórarinsbörn ✝ Óskar Hall-grímsson fæddist í Reykjavík 25. október 1922. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 30. mars 2018. Foreldrar hans voru Hallgrímur Guðmundsson, f. 1893, d. 1985, og Marsibil Kristín Kristmundsdóttir, f. 1889, d. 1972. Systkini Óskars voru Ósk, f. 1916, d. 1921, Krist- inn Gunnar, f. 1917, d. 1922, Ár- mann, f. 1920, d. 1920, Guð- björg, f. 1920, d. 1929, og Kristín, f. 1931, d. 2013. Óskar giftist Rakel Sæ- mundsdóttur, f. 1926, d. 2005, dóttur Sæmundar Gíslasonar, f. 1888, d. 1967, og Láru Valda- dóttur, f. 1902, d. 1989. Þeirra börn eru Jóhann Gunnar, f. 1947, Helga Lára, f. 1949, d. 1986, og Kristín Ósk, f. 1953. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin eru tíu. Óskar hóf nám í rafvirkjun 1941 og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1945. Hann sótti námskeið í fé- virkja 1947 til 1949 og formað- ur 1949 til 1968. Hann var borg- arfulltrúi í Reykjavik árin 1962 til 1970 og í borgarráði 1966 til 1970. Óskar kom að stofnun Rafiðnaðarsambands Íslands og var fyrsti formaður þess 1970 til 1972 og sat í miðstjórn 1976 til 1986. Hann sat í miðstjórn ASÍ 1954 til 1956, 1958 til 1960 og 1968 til 1976, var formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1954 til 1956 og 1960 til 1970. Hann var formað- ur Alþýðuorlofs frá stofnun 1972 til 1984 og formaður Nor- rænu vinnumarkaðsnefndar- innar 1985 til 1986. Þá kom hann að nefnd um stofnun Sam- bands almennra lífeyrissjóða og sat í í stjórn þess um árabil og starfaði m.a. í Iðnfræðsluráði árin 1950 til 1976, í stjórn At- vinnuleysistryggingasjóðs 1956 til 1972, í Húsnæðismálastjórn 1965 til 1971 og sat í miðstjórn Alþýðuflokksins 1952 til 1972. Á 100 ára afmæli Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavik, 3. febrúar 1967, var Óskar sæmd- ur heiðursmerki félagsins með þökk fyrir unnin störf í þágu iðnaðarmála og hann var gerð- ur að heiðursfélaga Félag ís- lenskra rafvirkja 19. nóvember 1989. Útför Óskars fer fram frá Háteigskirkju í dag, 11. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. lagsmálum við Es- bjerg Höjskole í Danmörku 1954 og fór í námsför til Norðurlanda á veg- um Evrópuráðsins 1964 til að kynna sér skipulag iðn- fræðslu þar. Óskar starfaði sem rafvirki í Reykjavík á ár- unum 1945 til 1954, var starfsmaður Félags ís- lenskra rafvirkja 1955 til 1958, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands 1958 til 1960 og framkvæmdastjóri Iðn- fræðsluráðs 1960 til 1971. Hann gegndi starfi bankastjóra í stjórn Alþýðubankans 1971 til 1976 og var framkvæmdastjóri Alþýðuorlofs 1977 til 1978. Ósk- ar var ráðinn til félagsmála- ráðuneytisins 1977 og var forstöðumaður Vinnu- málaskrifstofu ráðuneytisins 1979 til 1992. Óskar var formaður Félags rafvirkjanema, kom að stofnun Iðnnemasambandsins 1944 og var fyrsti formaður þess. Hann var ritari Félags íslenskra raf- Það er einkennilegt hvert hugurinn reikar þegar ég hugsa til baka í leit að fyrstu minn- ingu minni um þig. Þú varst alltaf til staðar, rökfastur mað- ur sem gott var að leita til, allt- af. Ég minnist þess vel þegar ég fékk að fara með þér og ömmu á einhverja ráðstefnu sem hald- in var í Kaupmannahöfn, eign- aðist fyrsta vasadiskóið og undraðist matarval þitt þegar þú pantaðir snigla og skógar- dúfu, eitthvað sem var svo fjar- stæðukennt í mínum huga á þeim tíma. Þú varst mikill sóldýrkandi og naust hverrar sólarglætunn- ar sem gafst, hvort sem stóllinn þinn þurfti að vera úti á palli, svölum eða tröppum. Þetta var líka tilfellið þegar þú og amma komuð í heimsókn, þegar ég bjó í Seattle. Á meðan ég og amma fórum á milli verslana og skemmtigarða ýmissa borga vildir þú helst halda þig við sundlaugarnar enda sól á lofti. Hestar voru alltaf nálægt þér og þeir voru ófáir dagarnir sem ég fór með þér upp í hesthús til að gefa eða ríða út. Þótt við lét- um yfirleitt nægja að ríða upp með Rauðavatni, inn í Heið- mörk eða kringum Elliðavatn, koma nokkrar sögur af reiðtúr- um þínum upp í huga. Sögur af svaðilförum eru minnisstæðari en aðrar og kemur fyrst í huga sagan af því þegar þú og pabbi lentuð í fárviðri á leið ykkar um Hvalfjörð og urðuð viðskila við Funa. Funa funduð þið svo dag- inn eftir, nálægt Þyrli, og kom- ust heilu og höldnu til húsa. Eins minnist ég vel þegar Goði henti ömmu af baki, á leið ykk- ar ömmu upp Draghálsinn í Skorradal, með þeim afleiðing- um að amma fótbrotnaði og varð að sætta sig við að fara til Mallorca í gifsi stuttu seinna. Sögur af svaðilförum mínum takmörkuðust þó við það að Funi tók stundum upp á því að „prjóna“ eða þú nuddaðir órök- uðum vanganum upp við andlit- ið á mér við heimkomu úr reið- túrum. Á sólríkum dögum naust þú þín best í Skorradal og þangað ferðuðumst við oftar en ekki á bláum Chervolet Impala. „Kaggann“, Chryslerinn með hvítu sætunum áttir þú stutt en draumabíllinn minn var þó alltaf rauði Saabinn, með túrbófelg- urnar, sem lá svo vel á vegum að þér brá við og snarhægðir á förinni það skiptið sem ég benti þér á að við værum á 130. Svo enduðu flestar ferðir á þvottapl- aninu, þar sem ég þreif helm- inginn af bílnum á móti þér. Eftir að ég flutti aftur heim, 2001, áttum við margar góðar stundir saman. Þú varst alltaf til í að koma í „grill“ til okkar Ástu og eins varst þú alltaf til í dagstúra upp í Skorradal, ef ekki allt of spennandi leikur var í sjónvarpinu, þar sem við end- urbyggðum sumarhúsið á hraða snigils. Síðustu árin reyndust þér erfiðari vegna gláku sem tók frá þér að mestu sjónina. Þó var alltaf gaman að koma til að spjalla við þig og Rakel systur, sem var oftar en ekki í heim- sókn hjá þér. Við kveðjum þig með söknuði í þeirri trú að þú njótir hvíldar og friðar. Óskar og Ásta María. Elsku afi minn. Mig langar að minnast þín með fáum orð- um. Ég man fyrst hvað þú varst duglegur að eyða stundum með mér þegar ég var lítil, bæði uppi í sumarbústað í Skorradal og í Stangarholtinu. Þú hafðir mjög gaman af því að stríða mér með því að kyssa mig á kinn og nudda skeggbroddunum þínum við mig þannig að þeir stungust í mig. Mér þótti svo vænt um þessi blíðuhót. Þú varst mikil fyrirmynd hjá mér á mínum uppvaxtarárum og mér þótti svo gaman að horfa á þig vinna við hestana eða lesa bók. Svo kom Eiður Darri í heimi og þú varst ennþá betri langafi. Þú sást ekki sólina fyrir honum og gast dundað þér með honum tímunum saman við til dæmis að fela hluti eða að kenna hon- um að reikna. Enda varð hann algjör afastrákur. Ég minnist allra jóla sem þú og amma borð- uðuð hjá mér og það var alltaf kappsmál fyrir mig að hafa matinn tilbúinn klukkan 6, því það var mikið atriði fyrir þig. Mér þykir leitt að ég skyldi missa af þónokkrum árum með þér vegna sjúkdóms míns en ég veit að þú hugsaðir alltaf til mín. En elsku afi minn, eftir að ég rataði til baka og fékk að vera til staðar fyrir þig þín síðustu ár, það voru dýrmætustu stund- ir mínar með þér. Þakka þér fyrir þær stundir, alla kaffitím- ana okkar og síðustu kvöld- stundina heima hjá þér áður en þú fórst á Sóltún. Og allar æf- ingarnar, göngurnar og samtöl- in okkar. Það voru forréttindi að fá að vera til staðar fyrir þig því að þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Hugur minn verður ávallt með þér, elsku afi minn, þín Rakel. Óskar Hallgrímsson  Fleiri minningargreinar um Óskar Hallgrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.